Morgunblaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 1
Stjórnarráð Íslands Dómsmálaráðuneytið Staða tengiliðar vegna stofnana fyrir fötluð börn Dómsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf tengiliðar stofnana fyrir fötluð börn. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs í 100% stöðugildi. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Með lögum nr. 148/2020 um breytingu á lögum nr. 47/2010, um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 er mælt fyrir um greiðslu sanngirnisbóta úr ríkissjóði til þeirra sem urðu fyrir varanlegum skaða af illri meðferð og ofbeldi á stofnunum fyrir sólarhringsvistun fatlaðra barna og starfræktar voru á vegum hins opinbera fyrir 1. febrúar 1993. Um er að ræða lokauppgjör sanngirnisbóta og er miðað við að verkefninu verði lokið og að lögin falli úr gildi í árslok 2023. Dómsmálaráðherra fer með yfirstjórn og framkvæmd laganna en hefur falið sýslumanninum á Norðurlandi eystra að annast verkefni sýslumanns samkvæmt ákvæðum laganna. Helstu verkefni og ábyrgð • Upplýsingagjöf til þeirra sem kunna að eiga bótarétt skv. lögum nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn, sbr. lög nr. 148/2020. • Leiðbeina fyrrverandi vistmönnum um framsetningu bótakrafna. • Leiðbeina fyrrverandi vistmönnum sem eiga um sárt að binda í kjölfar vistunnar um úrræði sem ríki og sveitarfélög bjóða upp á, svo sem varðandi endurhæfingu og menntun. • Aðstoða fatlað fólk við að ná fram rétti sínum á grundvelli laganna og tryggja að það nái að koma óskum sínum á framfæri við meðferð máls. • Önnur tilfallandi verkefni. Starfið krefst náins samstarfs við hagsmunasamtök, stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga og Sýslumanninn á Norðurlandi eystra. Hæfniskröfur • Háskólamenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi. • Jákvætt viðmót og færni í mannlegum samskiptum. • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi og einlægur áhugi á málaflokknum. • Frumkvæði og drifkraftur. • Samskiptafærni og samstarfshæfileikar. • Færni til að vinna sjálfstætt. • Góð þekking og/eða reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar er kostur. • Þekking á málefnum fatlaðs fólks, barnavernd og á þeirri félagslegu aðstoð sem í boði er. • Fjölbreytt reynsla af ráðgjöf og viðtalstækni • Góð almenn tölvukunnátta. • Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. Laun greiðast samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Umsóknir skulu berast í gegnum starfatorg.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar nk. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá, starfsheiti og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur fyrir starfið. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Bjarni Ragnarsson, lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu, í síma 545 9000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.