Morgunblaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021 Ísfélag Vestmannaeyja hf. auglýsir laust starf: Verkefnastjóri Ísfélag Vestmannaeyja hf. auglýsir laust starf verkefnastjóra á skrifstofu félagsins. Verkefnin eru á sviði mannauðs-, umhverfis- og samfélagsmála ásamt öðrum verkefnum. Góðir eiginleikar verkefnastjóra eru fyrst og fremst áhugi, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð. Snyrtilegur frágangur á skýrslum og vinnuskjölum og gott vald á íslensku og ensku er nauðsynlegt. Horft verður til háskólamenntunar sem nýtist í starfi og er lögfræðimenntun kostur. Áhugasamir geta haft samband við Örvar Guðna Arnarson, fjármálastjóra, í síma 488 1105 eða 892 6680 eða sent tölvupóst á orvar@isfelag.is til að fá nánari upplýsingar. Umsóknir sendist eigi síðar en 15. febrúar n.k. á ofangreint netfang. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Persónuverndaryfirlýsingu til umsækjenda um störf má sjá á heimasíðu félagsins, www.isfelag.is. Ísfélag Vestmannaeyja hf. er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins með um 250 starfsmenn til sjós og lands. Það rekur frystihús og fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn og gerir út þrjú uppsjávarskip, tvö bolfiskskip og línubát. Ísfélag Vestmannaeyja hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Ljósmynd Þór Tói Vídó Um ASÍ Alþýðusamband Íslands er stærsta fjöldahreyfing launafólks á landinu með ríflega 130 þúsund félagsmenn í fimm landssamböndum og 46 aðildarfélögum. Alþýðusambandið sinnir margvíslegri þjónustu við aðildarfélögin, berst fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna og stendur vörð um réttindi þeirra. Félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ eru starfandi á flestum sviðum samfélagsins, á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum. Alþýðusamband Íslands Vilt þú ganga til liðs við ASÍ? Alþýðusamband Íslands leitar að sér- fræðingi í samfélagsmiðlum og pólsku- mælandi sérfræðingi (Polskojęzyczny specjalista). Umsóknarfrestur er til 8. febrúar. Sjá nánar á alfred.is i d e x . i s – s í m i 4 1 2 1 7 0 0 SÖLURÁÐGJAFI Idex sem er fyrirtæki á byggingamarkaði óskar eftir að ráða öflugan sölumann. Starfssvið: Sala og heimsóknir til núverandi og verðandi viðskiptavina fyrirtækisins. Hæfniskröfur: • Sölumannshæfileikar • Rík þjónustulund og góð mannleg samskipti • Metnaður til að ná árangri • Nákvæmni og hugkvæni • Reynsla í sölumennsku og þekking á byggingum nauðsynleg. Umsóknum skal skila fyrir 5. febrúar 2021 með tölvupósti til idex@idex.is Sólheimar ses. óska eftir að ráða trausta og áhugasama stuðningsfulltrúa til starfa í nýju tveggja íbúða sambýli fyrir geðfatlaða einstakl- inga á Sólheimum frá og með 1. apríl nk. Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á 10-12 tíma vöktum í vinnulotum. Starfshlutfall 80-100% eða eftir samkomulagi. Hlutverk íbúðakjarnans er að veita íbúum aðstoð til að eiga sjálfstætt og innihaldsríkt líf innan og utan heimilis með því að mæta þörfum þeirra með áherslu á sjálf- stætt líf og valdeflandi stuðning. Helstu verkefni og ábyrgð: • Veita íbúum aðstoð við athafnir daglegs lífs, félags- legan stuðning og valdeflingu • Framfylgja þjónustuáætlunum viðkomandi einstaklinga • Dagleg umsjón með heimilishaldi, þrifum og eftirliti • Hvetja íbúa til virkni, þjálfunar og þátttöku í félagslífi á Sólheimum • Samstarf við íbúa, aðstandendur og annað starfsfólk • Tryggja að framkvæmd þjónustu sé í samræmi við lög og reglur Hæfniskröfur: • Þekking og/eða haldgóð reynsla af vinnu með geðfötluðum æskileg • Reynsla af umönnunarstörfum æskileg • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfni og frumkvæði • Starfsmaður skal vera reyklaus og reglusamur • Starfsmaður skal hafa hreint sakavottorð • Jákvæðni og áhugi á að starfa í anda gilda Sólheima Sólheimar er sjálfbært samfélag þar sem um 110 einstaklingar búa og starfa saman. Þar er m.a. rekin verslun, kaffihús, íþróttahús og sundlaug. Á vinnu stofum fyrir fatlaða fer fram fjölbreytt starfsemi í leir- gerð, vefstofu, smíðastofu, listasmiðju og í kertagerð. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Elfa Björk Kristjáns- dóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 662-8972 eða á netfangið elfa.bjork.kristjansdottir@solheimar.is. Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið umsoknir@ solheimar.is ásamt kynningarbréfi og ferilskrá. Stuðningsfulltrúar óskast til starfa á Sólheimum í Grímsnesi 200 mílur Þarftu að ráða? Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf. Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum lausnir sem henta hverjum viðskiptavini. WWW.RADUM.IS | 519 6770 | RADUM@RADUM.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.