Morgunblaðið - 15.01.2021, Page 16

Morgunblaðið - 15.01.2021, Page 16
Lærði að lesa fólk og finna þá sem hafa mestu áhrifin á aðra 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 Spennandi námskeið 2021 Námskeið í boði fyrir börn og unglinga • Teiknun, málun & mótun Námskeið í boði fyrir fullorðna • Teiknun - Módelteiknun • Vatnslitamálun • Olíumálun & Akrýlmálun • Myndlist • Gömlu meistararnir • Módelmálun • Leirmótun Hefjast í febrúar fyrir börn, unglinga og fullorðna T ryggvi Hjaltason er þriggja barna faðir, giftur Guðnýju Sigurmunds- dóttur og eru þau búsett í Vestmanna- eyjum. Hann segir föðurhlutverkið vera mest auðmýkjandi hlutverk sem hann hefur fengið og að börnin hans stuðli að meiri þroska hjá honum en hann hjá þeim. „Mér finnst eins og ég hafi unnið í lífinu að fæðast í Vestmannaeyjum og giftist síðan stelp- unni úr næsta húsi sem hefur gert mig að betri manni á hverjum degi síðan. Ég ströggla með óþolinmæði og verð í vaxandi mæli var við hvað ég er ófullkominn, sem er samt furðu frelsandi uppgötvun. Ég skil ekki af hverju þess er ekki krafist sem hluti af skyldumenntun að eignast vin sem er miklu eldri en maður sjálfur og hlusta á sög- ur frá þeim aðila. Ég hef mikinn áhuga á tilgangi lífsins og mannkynssögunni, sérstaklega einstaklingum sem hafa breytt heiminum, og svo dreymir mig um að verða 200 ára gamall.“ Heppinn að hafa tekið réttar ákvarðanir með menntun sína Tryggvi segir að hann sé heppinn að hafa náð sér í menntun sem gerði honum kleift að móta sig áfram inn í margvísleg verkefni því mennt- unin kallaði ekki bara á eina fastmótaða braut, enda eru fáir sem vita og skilja í hverju Tryggvi er menntaður. „Ég vinn hjá CCP-tölvuleikjafyrirtækinu sem „strategist“ þar sem ég stunda meðal annars hegðunarrannsóknir. Ég hef mikinn áhuga á mannlegri hegðun og hef stundað einhvers konar hegðunarrannsóknir í 13 ár. Það hefur keyrt áfram fyrst og fremst hvar ég hef valið að starfa undanfarin ár en ég hef starfað í ráðuneyti, hjá ör- yggisstofnunum og hjá Sérstökum saksóknara.“ Tryggvi er með BS-gráðu í Global Security and Intelligence Studies frá Embry Riddle- háskólanum í Arizona og með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja. Hann hefur einnig klárað grunnnám í hagfræði og verið í Lögregluskóla ríkisins. „Ég er stúdent af félags- fræðibraut við Framhalds- skólann í Vestmanna- eyjum (FÍV). Það er lítill skóli sem býður upp á þó nokkurt frelsi til að finna hver maður er og fara á eigin hraða í talsverðu öryggi. Ég nýtti það og kláraði námið í ró- legheitum á fjórum árum á meðan ég stofnaði hljómsveit, byrjaði með stelpunni í næsta húsi og keppti í frjálsum íþróttum. Ég var aldrei í neinu stressi og gaf ekki í námslega fyrr en í seinni hluta námsins þegar ég vissi að ég vildi fara í háskólanám til Bandaríkjanna. Ég var það heppinn að það var eldklár sálfræðimenntaður kennari við skólann sem ég leit mikið upp til og hjá honum gat ég tekið fimm sálfræðiáfanga. Þar dýpkaði áhugi hjá mér á mannlegri hegðun og ég hef alla tíð síðan stundað hegðunarrannsóknir á einn eða annan hátt og það ráðið að mestu leyti hvaða nám og störf ég hef valið mér. Eftir FÍV fór ég með besta vini mínum í fjög- urra mánaða ferðalag í bíl um Bandaríkin, með- al annars til að skoða ameríska háskóla. Við keyptum gamlan Cadillac og keyrðum í 33 ríki, fórum á þungarokkstónleika, vorum teknir af löggunni, gistum hjá hippum, sátum fyrirlestra í mismunandi háskólum víðsvegar um Bandarík- in, spiluðum „ultimate frisbee“ með ókunnugum í borgum út um öll Bandaríkin og áfram má telja. Lykilávöxtur úr þessari ferð ásamt ómet- anlegum minningum og styrkingu á einni bestu vináttu allra tíma var að ég fann það sem var draumaháskólanám fyrir mig. Ég skráði mig Bsc-nám í Global Security and Intelligence Studies við Embry Riddle-háskóla í eyðimörkinni í Arizona. Bandaríkjamenn voru á þessum tíma staddir á hápunktinum í stríðinu gegn hryðjuverkum og þá vantaði leyniþjónustufólk, það er einstaklinga sem gátu greint flóknar upplýs- ingar, séð mynstur, lesið fólk og greint hvar þau tuttugu prósent leynast sem munu hreyfa átta- tíu prósentin. Námið var búið til og kennt af fyrrverandi prófessorum frá CIA og var sem dæmi deildarstjórinn doktor í sálfræði en sagan sagði að hann hefði stýrt yfirheyrsluprógrammi CIA á svokölluðum „black sites“ í stríðinu gegn hryðjuverkum. Hvort sem það var rétt eða ekki kenndi hann mér heilmikið um hvernig hægt er að lesa og skilja fólk betur, hvað við stýrumst mikið af tilfinningum og hvað líffræðilegu kerfin okkar segja okkur oft ótrúlega mikla sögu um hvernig ákvarðanir við tökum. Þetta var grunn- urinn að þekkingu sem sem ég fékk síðan að reyna meira á þegar ég stýrði yfirheyrslum hjá Embætti sérstaks saksóknara nokkrum árum seinna í kjölfar efnahagshrunsins og sá þá í framkvæmd hversu áreiðanlegt margt af þessu reyndist hjá honum.“ Nám sem fór inn á mörg ólík svið Tryggvi segir námið hafa verið ótrúlega fróð- legt og skemmtilegt. „Við lærðum hagfræði, sálfræði, gagnaupp- lýsingafræði (signals intelligence), diplómatík, greiningu valdakerfa, erlend tungumál og siði þjóða, mannkynssögu og áfram má telja. Ég var síðan svo blessaður að mér tókst að næla mér í sæti í fjögurra ára liðsforingjaþjálfun hjá Bandaríkjaher á sama tíma og þar lærði ég allt frá því að leiða litlar sveitir í bardaga, lestur korta, að bjarga sér í óbyggðum, finna vatn, nota skotvopn og stilla upp fyrirsát á herdeildir og smærri flokka og áfram má telja. Þetta var allt hið mesta ævintýri sem ég fékk að ganga í gegnum með henni Guðnýju sem var kærasta mín síðan úr framhaldsskóla sem flutti með mér út og fór sjálf í listnám. Ég keyrði hana síðan upp í Miklagljúfur annað árið okkar þarna úti og bað hana að giftast mér sem hún samþykkti að gera og í dag eigum við þrjú börn á grunni hjónabands sem byrjaði að myndast þarna úti. Ég get eiginlega ekki tíundað þakklæti mitt gagnvart þessu öllu.“ Tryggvi segir hrunið á Íslandi árið 2008 hafa sett strik í reikninginn í námi hans á þessum tíma. „Hrunið kom rétt áður en ég útskrifaðist og þá horfði ég hjálpar- og skilningslaus á það þeg- ar forsætisráðherra Bretlands sagði að landið mitt væri gjaldþrota og námslánin mín hjá LÍN hættu að nægja fyrir náminu vegna þess að krónan féll 80%. Mér tókst að klára námið með Tryggva bauðst að fara í bandaríska herinn eftir útskrift. Tryggvi Hjaltason menntaði sig í leyniþjónustu í Banda- ríkjunum og var í hernum um tíma. Hann starfar núna fyrir CCP og er sérfræðingur í að lesa fólk og hegðun þess. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ég man þegar ég ákvað að hætta í há- skólanum, það var eftir að einn kenn- arinn sendi póst á alla nemendur sína að segja þeim að kjósa bróður sinn til stjórnlagaþings. Ég fór í millitíðinni í nám í Lögregluskóla ríkisins sem mér þótti vera algjört toppnám.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.