Morgunblaðið - 15.01.2021, Page 21

Morgunblaðið - 15.01.2021, Page 21
vel eftir leifunum í barnaskóla, allir í röð og jafnið bilin! Í iðn- byltingunni fór fólk að læra eftir stundatöflu vélmenningar. Goddur segir að leikfimi í sinni barnæsku hafi ekki verið neitt annað en heræfingar og minnist á stökkið yfir hestinn því til staðfestingar. Hann segir að margt hafi breyst í kringum 1970 og þá til hins betra en þó ekki alveg. Með námskrám sem úreldast fyrr en margan grunar. Kennslu- og uppeldisfræði sé ekki holl fyr- ir fólk sem notfærir sér ekki náðargáfuna að kveikja ljósið. Það eru ekki allir kennarar í eðli sínu og verða fyrir bragðið dómharðir harðstjórar. „Hér áður fyrr voru þeir atorkusamir í æsku sem urðu svo brautryðjendur. Ég tala nú ekki um ef einbeitingin var í lagi. Með uppeldisfræði og atferlissálarfræði eru atorkuboltar greindir sem vandamál í bekkjarkerfum, þeir séu ofvirkir sem hafi ekki hæfileika til að einbeita sér eins og ungt fólk sem sé talið eðlilegt. Bestu listamennirnir og mesta framfarafólkið hafa öll þessi einkenni. Í grunninn verður þú að vera með ADHD-orkuna en það er ekki nóg. Það verður að vera farveg- ur fyrir orkuna sem fæstir skólar bjóða upp á. Sá farvegur, einbeitingargáfan, er skilgreind sem asperger. Og svo til að ná heimsathygli þarf svona „dash“ af geðhvarfasýki. Hafa þarf í huga að flestir með heilbrigða skynsemi eru farnir að sjá í gegnum þessa greiningaáráttu. Það eru gefin lyf til að gera viðkomandi „eðlilega“ þó að viðurkennt sé að lyfin lækni ekki neitt, þau slá bara á einkennin og gera skilningssljóa að- standendur, kennslu- og uppeldisfræðinga ásamt foreldrum rólegri,“ segir hann. Þegar Goddur er spurður að því hvort það þurfi ekki að gera eitthvað í þessari þróun segir hann að þetta muni deyja af sjálfu sér. „Þetta deyr af sjálfu sér. Það þarf ekki að gera neitt. Þetta hefur þetta eðli að þetta verður alltaf verra og verra og svo hrynur þetta. Það er komin svo sterk undiralda af skilnings- ríkara fólki í skólunum sem betur fer,“ segir hann. Við lifum nú samt í samfélagi sem snobbar fyrir há- skólagráðum, er það ekki? „Það er lágmenning að snobba. Þetta er hvort sem er undirmálsfólk sem snobbar.“ Goddur bendir á að lífið leiði fólk áfram og flestir endi á öðrum stað í lífinu en þeir ætluðu sem ungt fólk. „Gallann við venjulega háskóla má rekja til upphafs þeirra á 16. öld. Sir Francis Bacon var guðfaðir háskóla. Hann lagði til að viskunni yrði náð úr höndum kvenna. Visku sem byggði á innsæi og tilfinningum. Það þyrfti að taka upp áreiðanlega þekkingu sem byggðist á mælingum og speglun.Vandamálið við þetta er að þú getur bara mælt það sem er og var en ekki ófæddan mögulegan raunveruleika. Við þurfum að endurvekja kvenlegt innsæi. Stýrið inn í framtíðina byggist á innsæi og tilfinningagreind,“ segir hann og bætir við: „En ég vil ekki gera lítið úr speglum og mælingum. Þau fyrirbæri eru nauðsynlegir aftursætisbílstjórar. En flestir vita að það er fleira til en hægt er að spegla eða mæla. Spegillinn hefur til dæmis ekkert ímyndunarafl.“ Í hruninu benti Goddur á að auglýsingar hefðu breyst. Þjóðernishyggja varð skyndilega í forgrunni og íslenski fán- inn kom jafnan fram í auglýsingum. Þegar hann er spurður að því hvort hann sjái svipaða breytingu vegna kórónuveirunnar segir hann að grunnurinn í auglýsingum breytist ekki. „Í raun og veru er flestum ljóst sem við þetta starfa að myndmál er eina málið sem nær undirmeðvitundinni á svip- stundu. Ef þú ert að selja hugmyndir eða vöru, bækur eða plötur, þá snýst þetta um að ná til undirmeðvitundarinnar. Snýst um að fá fólk til að langa í þetta eða hitt. Fólk er alltaf að selja sér þær hugmyndir að það verði að eignast hluti til að verðlauna sig. Fólk þarf sitt fix. Klárir auglýsingamenn vita þetta. Hinir sem kunna þetta ekki koma með tölfræði. Málið er bara að þú selur ekki vöru með tölfræðilegum upp- lýsingum. Það kaupir enginn bíl vegna þess að hann sé með svona mörg hestöfl og svona kraftmikill. Þú kaupir bílinn af því hann lúkkar. Þetta hefur ekkert breyst,“ segir Goddur. Talið berst að framtíðarnámi og hvort störf framtíðarinnar verði allt önnur en störf í dag. Goddur segir að það sé mikil- væg spurning hvort nemendum sé eingöngu kennt það sem sé núna og það sem var en ekki það sem geti orðið. „Ég man vel eftir því þegar mín starfsgrein, grafísk hönn- un, miðlun myndmáls varð stafræn. Það gerðist þegar ég var við nám í Kanada seint á níunda áratugnum. Þessi nýja tækni kom inn í skólann 1988. Kennarar töldu eðlilegt að við kynnt- ust þessu en enginn gerði sér grein fyrir því þá hvað þetta gerðist hratt. Það stóð aldrei til í mínu lífi að verða kennari, en ég hef á tilfinningunni að áhrifamestu kennarar mínir hafi haft grunsemdir um að það yrði raunin. Um leið og ég kom heim voru rauðir dreglar inn í skólastofnanir vegna þess að Kanada var svona hálfu ári á undan okkur hér á Íslandi á þessum tíma í stafrænu byltingunni. Allt sem ég nota í kennslu lærði ég þar. Bara sem dæmi sagði ég einu sinni óvart við einn kennara: Mikið væri nú gaman og gott ef hægt væri að kenna skilning. „Hvað, ertu ekki búinn að fatta hvernig maður kennir skilning?“ Nú, er það virkilega hægt? „Auðvitað er það hægt. Maður kennir skilning með því að nota líkingamál, dæmisögu, eða segja sama hlutinn með mis- munandi orðum. Þá segja flestir já, varstu að meina það, skil- urðu!“ Morgunblaðið/Árni Sæberg FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 MORGUNBLAÐIÐ 21 Skráning er hafin schballett.is • 861 4120Skipholt • Kópavogur • Grafarvogur Ballett frá 2ja ára Jazzballett Ballett-fitness Silfursvanir 65 ára+ Mat-pílates og 20-30 ára advanced

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.