Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Síða 2
Um hvað er þáttaröðin? Í þáttunum köfum við í sögulegt samhengi vináttunnar, ræðum samskipti, blóðtengsl, einmanaleika, einelti og vinamissi, auk þess að velta upp mikilvægi vináttu í samfélaginu í heild. Vináttan er svo sterkt afl í lífi hverrar manneskju án þess að við endilega áttum okk- ur á því og stundum leggjum við ekki nógu mikla rækt við vinina. Við göngum að því vísu að þeir verði alltaf til staðar. Hvernig fékkstu þessa hugmynd? Ég var búin að gera eina þáttaröð fyrir Sjónvarp Símans og langaði að halda áfram að vinna sjónvarpsefni. Áður hafði ég unnið þáttinn Að aust- an fyrir N4 og þar kviknaði sjónvarpsbakterían. Ég sat svo einn dag á kaffihúsi með vinkonu minni þegar inn komu þrjár vinkonur á níræðisaldri og ég sá hversu fallegt vinasamband þær áttu. Þar kviknaði hugmyndin. Ástin getur komið og farið en það sem grípur mann alltaf er vináttan. Er munur á vináttu karla og kvenna? Það er einmitt eitt af því sem við skoðuðum en það er gömul mýta að vinátta kvenna sé dýpri en vinátta karla. Ég held í raun að það sé enginn munur. Hvað er á döfinni? Mig þyrstir í að gera meira sjónvarp og er með nokkrar hugmyndir í kollinum. Einnig hef ég hug á að fylgja þáttunum eftir með fyrir- lestrum af einhverju tagi. En í raun er ég verkefnalaus frá mánaða- mótum ef einhver veit um verkefni fyrir mig. Ég er góð í alls konar, skrifum, dagskrárgerð og sköpun almennt. Flestu nema stærð- fræði. Hvernig leggst nýja árið í þig? Mjög vel. Vonandi fer lífið að verða eðlilegt eftir heimsfaraldur. Árið er óskrifað blað og ég er bjartsýn og spennt. Morgunblaðið/Eggert KRISTBORG BÓEL STEINDÓRSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Vináttan er sterkt afl Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.1. 2021 Hvaða hliðvörður íslenskrar tungu steinsofnaði eitt andartak á verð-inum þegar orðskrípið „beisiklí“ smyglaði sér lymskulega og án að-draganda inn í hið ástkæra ylhýra fyrir alls ekki svo löngu? Ég veit ekki til þess að nokkur hafi boðið afstyrminu í samkvæmið. Ábyrgð hans er mikil enda er enginn maður með mönnum lengur á Íslandi nema hann noti „beisiklí“ í a.m.k. fimmta hverju orði. „Ég slappaði beisiklí bara af um jólin og gerði beisiklí ekki neitt.“ Eða: „Við eigum beisiklí enga möguleika á HM í handbolta án Arons.“ Eða: „Við erum beisiklí búin að ná tökum á veirunni. Eða beisiklí ekki.“ Auðvitað á þetta aðallega við um yngra fólkið okkar, sem er berskjald- aðra fyrir málslettum og tískusveiflum en við hin, en ég hef líka heyrt fólk á fimmtugs- og jafnvel sextugsaldri taka sér orðið í munn. Kinnroðalaust. Merkilegt hvað orð geta breiðst hratt út hér um slóðir, eins og eldur í sinu. Skemmst er að minnast þess þegar orðið „geðveikt“ tók skyndilega á sig nýja merkingu fyrir á að giska tuttugu árum. Eins undarlegur og sá fjöl- gjörningur var þá er orðið í öllu falli ís- lenskt að ætt og uppruna. Nú er ég ekki íslenskufræðingur en ég fæ eigi að síður ekki séð að þetta óyrði, „beisiklí“, eigi sér grundvöll í íslensku máli – þetta er bara grímulaust tökuorð úr ensku. Hvers vegna í ósköpunum er það eiginlega komið upp á dekk og í hvaða erindagjörðum? Það er ekki eins og við eigum ekki orð eða orðasambönd sem merkja það sama. Má þar nefna í raun og veru, í raun og sann, í grundvallaratriðum, í undirstöðuatriðum, í grunninn og svo mætti lengi telja. Hljómar allt betur en „beisiklí“, að ekki sé talað um sjálft útlitið. Hafið þið séð ljótara orð en „bei- siklí“ á prenti? Hélt ekki. Horfið bara á óbermið: „Beisiklí!“ Ef við þurfum nauðsynlega að fá orð lánuð úr ensku hlýtur lágmarks- krafan að vera sú að orðið hljómi sæmilega og líti umfram allt vel út. Annað nærtækt dæmi er orðið „móment“ sem virðist á góðri leið með að ýta hinu gamla og góða íslenska orði „augnablik“ út af borðinu. Það upplifir varla nokkur maður magnað augnablik lengur, bara magnað „móment“. Eins og það er nú gott fyrir litla þjóð á hjara veraldar að kunna heimsmál eins og ensku, til að geta skipst á skoðunum við heimsbyggðina og pantað sér bóluefni, þá er að sama skapi algjör óþarfi að láta enskuna renna saman við okkar eigið tungumál. Það stendur alveg eitt og sér. Í öllum bænum, sofnum ekki á verðinum! Það gæti riðið íslenskunni að fullu. „Beisiklí.“ Hafið þið „beisiklí“ séð ljótara orð? Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Ef við þurfum nauð-synlega að fá orð lán-uð úr ensku hlýtur lág-markskrafan að vera sú að orðið hljómi sæmilega og líti umfram allt vel út. Ingibjörg Heiðdal Ágætlega. Ef maður fær bólusetn- ingu sem fyrst getur maður farið að hugsa sér til hreyfings. SPURNING DAGSINS Hvernig leggst nýja árið í þig? Guðmundur Búason Vel. Það gerir það. Brynja Hannesdóttir Bara vel. Ég fer utan ef það verður hægt. Davíð Freyr Hjaltalín Mjög vel. Ég get kannski ferðast. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Þáttaröðin Vinátta er sýnd í heild í Sjónvarpi Símans Premium. Kristborg Bóel Steindórsdóttir vann þáttinn ásamt leikstjóranum Álfheiði Mörtu Kjartansdóttur, en framleiðandi er Sagafilm. Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining áhitabreytist eftir aldri? ThermoScan7eyrnahita- mælirinnminnveit það.“ BraunThermoScan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.