Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Síða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.1. 2021
Eftir óvenjuróleg jól og áramót,svona að undanskildumsprengingum og svif-
ryksmengun, heilsuðu landsmenn
nýju ári fremur frískir og virtust
ekki hafa lent í sams konar smit-
bylgju og víða gætti erlendis.
Áhorf á Áramótaskaup Ríkissjón-
varpsins reyndist hafa verið í hæstu
hæðum, en 77% landsmanna horfðu
á það á gamlárskvöld. Það var líka
óvenjulegt fyrir þær sakir að lands-
menn virtust á einu máli um að það
hefði verið fyndið og vel heppnað.
Áhyggjur kviknuðu um dræma öflun
bóluefna til landsins, að einhverju
leyti vegna svifaseinna skriffinna
Evrópusambandsins sem Íslend-
ingar hengdu sig á í þeim efnum.
Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra taldi að bráðaleyfi
Lyfjastofnunar Íslands vegna nýrra
bóluefna kæmi til greina fremur en
að bíða stimpils frá Evrópu.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn-
ir efaðist hins vegar um að nauðsyn-
leg sérfræðiþekking fyrirfyndist í
landinu til þess að veita slík bráða-
leyfi fyrir bóluefnum. Fram hafa
komið sjónarmið um að fylgja megi
leyfisveitingum í öðrum löndum með
viðurkennt lyfjaeftirlit, t.d. Bretlandi
eða Bandaríkjunum.
Brúnin lyftist aðeins á ferðaþjón-
ustunni þar sem hreyfing væri kom-
in á bókanir fyrir sumarið. Eftir sem
áður myndi það velta mjög á bólu-
setningu og breytingu á hömlum við
komu til landsins.
Í Múlaþingi var tekið að ræða að-
gerðir á Seyðisfirði til þess að verja
byggðina þar fyrir frekari skriðu-
hlaupum, bæði bráðaaðgerðir og aðr-
ar til frekari framtíðar. Björn Ingi-
marsson sveitarstjóri kvaðst vænta
jákvæðra viðbragða stjórnvalda líkt
og ráðamenn hefðu gefið til kynna.
Kársnesskóli í Kópavogi var jafn-
aður við jörðu vegna myglu, en ekki
þótti svara kostnaði að lappa upp á
húsið. Ný skólabygging mun rísa í
stað þeirrar gömlu.
Lögregla gerði enn athugasemdir
við mannfjölda við messu í Landa-
koti og hafði afskipti af messu þar. Á
hinn bóginn hefur hún ekki skakkað
leikinn á fjölmennum tónleikum á
vegum Reykjavíkurborgar eða ítrek-
uð sóttvarnabrot í heitum pottum
sundlauga hennar, sem fjölmiðlar
hafa greint frá.
Háðfuglinn Ari Eldjárn hlaut ís-
lensku bjartsýnisverðlaunin. Hann
kvaðst hafa átt á dauða sínum von.
Tilkynnt var um andlát fjögurra
aldraðra, sem fengið höfðu bólusetn-
ingu við kórónuveirunni. Sérfræð-
ingar töldu ekkert orsakasamhengi
þar á milli og minntu á að dánartíðni
háaldraðs fólks væri há.
Kennsla hófst í framhaldsskólum á
ný eftir nokkurt hlé. Þeir reyndust
mjög misvel undir það búnir, en eins
var upp og ofan hversu vel vor glaða
æska fór að fjarlægðarreglum, banni
við hópamyndun og geðblöndun.
Sem aftur vakti spurningar um
feykilega strangar fjöldatakmark-
anir í þjóðfélaginu, nema hinu op-
inbera hentaði annað.
Ársuppgjörin sópuðust inn, en þar
kom meðal annars á daginn að fjór-
um milljónum fleiri áfengislítrar
seldust í vínbúðum ÁTVR árið 2020
en árið á undan, nær fimmtungi
meira. Ástæðan vafalaust sú að fáir
áttu leið um Fríhöfnina í Leifsstöð og
veitingahús og knæpur sættu mikl-
um lokunum á árinu, svo fólk svalaði
þorstanum í auknum mæli heima
fyrir.
Íslendingar hertu þó ekki aðeins
heimadrykkju á síðasta ári. Kaup-
höllin kynnti að tvöfalt fleiri ein-
staklingar hefðu átt í hlutabréfa-
viðskiptum á liðnu ári en árið á
undan.
Að sögn björgunarsveitanna gekk
flugeldasala ágætlega fyrir sig í að-
draganda áramóta, þó ekki væri upp-
gefið hvað selst hefði eða hvað þær
hefðu haft upp úr krafsinu.
Kaþólska kirkjan aflýsti öllum
sunnudagsmessum og kvöldmessum
á laugardögum til þess að bregðast
við brotum á fjöldatakmörknum.
Davíð Tencer biskup sagði það
óljúfa lausn og furðaði sig á því að í
stórri kirkju mættu ekki koma nema
tíu saman, færri en sitja mættu sam-
an á þröngri þóftu í gufuböðum, svo
dæmi væri tekið.
Þrátt fyrir ótal yfirlýsingar Svandís-
ar Svavarsdóttur heilbrigðis-
ráðherra um að svo og svo mikið af
bóluefni hefði verið tryggt landslýð
til handa og heilbrigðis, liggur færra
fyrir um hvenær það berist til lands-
ims. Miðað við tilkynningarnar geta
aðeins 8% landsmanna vænst þess að
vera bólusett á fyrsta ársfjórðungi
2021 og ekkert í hendi um hvað síðar
verður þó ráðuneytið voni að bólu-
efni berast örar og í meiri mæli er
líður á árið.
Greint var frá því að vænta mætti
5.000 skammta af bóluefni Moderna
til landsins fyrir febrúarlok. Fyrsta
sendingin, með 1.000 skömmtun, er
boðuð á næstunni.
Vinnumálastofnun tók saman að
aldrei hefðu verið fleiri fjölda-
uppsagnir en á liðnu ári. Þær voru
141 talsins, þar sem 8.789 manns
misstu vinnuna.
Nýtt afbrigði kórónuveirunnar
vekur ugg, þar sem það er talið
smitgjarnara en hin fyrri og að það
leggist auk þess í meiri mæli á börn.
Hins vegar bendir ekkert til þess að
það valdi meiri veikindum og sam-
kvæmt fyrstu rannsókn duga bólu-
efnin jafnvel á það og hin.
Skipulagsstofnun leggst gegn
Svartárvirkjun í Bárðardal, þar
sem umhverfisáhrif þess í heild yrðu
verulega neikvæð. Það gengur þvert
gegn niðurstöðu umhverfismats ráð-
gjafa SSB orku, sem áformar að
virkja.
Tilraun Strengs til yfirtöku í Skelj-
ungi virtist hafa mistekist, þegar að-
eins var tekið tilboðum í 2,54%
hlutafjár félagsins. Lífeyrissjóðir
vildu ekki selja sinn hlut, töldu til-
boðsverðið lágt og gast mátulega að
fyrirætlunum Strengs með félagið.
Næstu daga keypti Strengur hins
vegar slatta til viðbótar og eignaðist
þannig meira en helming í félaginu.
Vestur í Washington, höfuðborg
Bandaríkjanna, bar það til tíðinda að
múgur stuðningsmanna Donalds
Trump Bandaríkjaforseta réðst inn
í þinghúsið, olli þar nokkrum
skemmdum og truflaði þingstörf.
Í nýrri skýrslu Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar utanríkisráðherra um
utanríkisviðskiptastefnu Íslands
kom fram það sjónarmið að Íslend-
ingar yrðu að líta lengra en til Evr-
ópu um viðskipti. Sá markaður færi
hlutfallslega minnkandi en ógnarstór
miðstétt að myndast í Asíu, ákjósan-
legir kaupendur íslenskrar vöru og
þjónustu. Þá var dregið fram að
möguleg Evrópusambandsaðild
drægi úr fríverslun og myndi hækka
vöruverð, en einnig að Bandaríkja-
dalur væri helsta viðskiptamynt Ís-
lendinga ef einhver vildi ræða gjald-
miðilsskipti af alvöru.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri
Vinnumálastofnunar, segir auknar
líkur á miklu atvinnuleysi á vori
komanda, sem dragast muni á lang-
inn ef bið verður áfram eftir bóluefni.
Sveitarstjórn Múlaþings bannaði
endurbyggingar á því svæði Seyð-
isfjarðar sem harðast fór út úr
skriðuföllunum á dögunum. Þær
verða ekki heimilaðar nema að und-
angengnu nýju hættumati og bættum
vörnum.
Flugfélagið Atlanta náði því afreki á
liðnu ári að vera rekið með hagnaði.
Það er ekki algengt í flugbransanum
þessi misserin.
Bókanir skemmtiferðaskipa til
landsins hafa verið viðunandi, en hins
vegar eru afboðanir teknar að berast,
þar sem menn óttast að heimsfarald-
urinn dragist enn á langinn.
Mikil uppbygging hefur verið á Suð-
urlandi og Vestmannaeyjum, hvað
sem líður plágunni. Mikil eftirspurn
er eftir íbúðarhúsnæði, bæði vegna
atvinnulífs á staðnum og eins þeirra
sem kjósa rólegra og öruggara um-
hverfi, oft þeirra sem unnið geta
heima. Þar er fyrst og fremst um
ungt fólk að ræða.
Ný landfylling er áformuð við Kletta-
garða í Sundahöfn, en þar við Sundin
blá á að koma fyrir skólphreinsistöð.
Bóksala jókst mikið um frá fyrra ári.
Jólabókasalan var ágæt, en einnig
hefur sala á bókum og öðru afþrey-
ingarefni aukist mikið í heimsfaraldr-
inum.
Maður var dæmdur til 1,3 milljóna
króna sektar í héraðsdómi Reykja-
ness fyrir 12 umferðarlagabrot af
ýmsu tagi.
Þrátt fyrir að veturinn hafi enn sem
komið er ekki verið ýkjaharður, mikil
úrkoma en lítill snjór, þá er meiri haf-
ís nú en allra síðustu ár og aðeins 23
sjómílur norður af Hornströndum.
Ekki er ljóst hvort hnattrænni hlýn-
un er um að kenna.
Ýmis fyrirtæki í flutningum, dreif-
ingu og póstþjónustu ætla í hart við
Íslandspóst, sem þau telja hafa farið
fram með ólögmætum hætti, og Póst-
og fjarskiptastofnun, sem þau saka
um sórkostlegt sinnuleysi í eftirlits-
hlutverki sínu gagnvart Póstinum.
Gert er ráð fyrir atkvæðatalningu í
hverju sveitarfélagi í frumvarpi
Steingríms J. Sigfússonar, forseta
Alþingis, til kosningalaga. Það telur
Þorkell Helgason stærðfræðingur
varhugavert og segir kosningaleynd
hættu búna af því í smærri sveit-
arfélögum.
Hrun hefur orðið í sölu íslensks nef-
tóbaks á liðnu ári, en hún hefur nær
helmingast milli ára. Hins vegar
sækja ungmenni meira í niktótínpúða
en fyrr.
Og aldrei það
komi til baka
Að venju var margt um manninn við Hallgrímskirkju um áramótin og gerði lög-
reglan athugasemdir við hópamyndun. Vel viðraði til loftárása eða kannski frem-
ur til flugeldaskota, en veðrið var síður til þess fallið að losna við reykjarkófið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
3.1.-8.1.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS