Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 2021
Það er komin Helgi, tónlistar- og skemmtiþáttur Helga Björns-
sonar, Reiðmanna vindanna og gesta, snýr aftur í Sjónvarp Símans
laugardaginn 23. janúar næstkomandi. „Við myndum aldrei halda
inn í nýtt ár án þess að bjóða hinn eina sanna Helga Björns velkom-
inn aftur,“ segir Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps
Símans. Tíu þættir eru fyrirhugaðir í þessari lotu, fram að páskum.
Pálmi lofar að skemmtilegt og bjart verði yfir Sjónvarpi Símans
Premium á nýja árinu. Stærsta íslenska þáttaröðin verður Systra-
bönd í leikstjórn Silju Hauksdóttur með Ilmi Kristjánsdóttur, Lilju
Nótt Þórarinsdóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur í aðal-
hlutverkum, en hún verður tekin til sýningar um páskana.
Mikið verður lagt upp úr íslenskri þáttagerð á árinu; nýjum and-
litum mun bregða fyrir og gamlir vinir snúa aftur á skjáinn. Hver
drap Friðrik Dór? er til dæmis ný og spennandi þáttaröð, þá má
nefna Með Loga, Vináttu, Aldrei ein, að ekki sé talað um hina vin-
sælu gamanþætti Venjulegt fólk, en fjórða sería verður sýnd í haust.
Helgi Björns aftur á skjáinn
Ilmur Kristjánsdóttir leikur eitt af aðalhlut-
verkunum í nýju þáttunum, Systraböndum.
Helgi Björns snýr aftur og fjöldi íslenskra þátta í Sjónvarpi Símans Premium.
Helgi Björnsson heldur áfram
að ylja þjóðinni á laugardags-
kvöldum fram að páskum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Morgunblaðið/Eggert
„Í nýútkomnu hefti af Veðrinu
segir Guðmundur Kjartansson,
jarðfræðingur, frá skemmtilegri
keppni í veðurspá, sem menn
höfðu sér til gamans í fræðslu-
og skemmtiferð Hins íslenzka
náttúrufræðifélags inn á Kjöl í
sumar.“
Frá þessum óvenjulega leik
var greint í Morgunblaðinu 10.
janúar 1961 en vel mun hafa tek-
ist til.
„Og eftir reynzlu þá sem
fékkst af þessum leik, mælir
Guðmundur með honum í hvers
konar hópferðum í byggð og
óbyggð, þar sem sami hópur er
staddur í nokkur dægur,“ sagði
ennfremur í fréttinni.
Guðmundur hafði undirbúið
þessa keppni mjög vel og látið
prenta þar til gerð eyðublöð,
þannig að keppendur þurftu að-
eins að gera krossmerki í fer-
hyrndan reit við þá veðurlýs-
ingu, sem þeir spáðu að verða
mundi á tilteknum stað á til-
teknum tíma.
„Og eyðublöðin er hægt að fá
hjá Hinu íslenzka náttúrufræði-
félagi (í vinnustofum náttúru-
gripasafnsins), sem hefur látið
prenta nokkurt upplag.“
GAMLA FRÉTTIN
Keppni í
veðurspá
Hveravellir á fallegum sumardegi. Í leiknum þurftu keppendur aðeins að
gera krossmerki í ferhyrndan reit við þá veðurlýsingu sem þeir spáðu.
Morgunblaðið/ÞÖK
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Pósturinn Páll
bréfberi
Bogi Ágústsson
fréttamaður
Steve Martin
kvikmyndaleikari
STAN model 3035
L 170 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,-
L 206 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,-
DUCA model 2959
L 215 cm Leður ct. 10 Verð 529.000,-
L 241 cm Leður ct. 10 Verð 549.000,-
ESTRO model 3042
L 164cm Leður ct. 10 Verð 339.000,-
L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,-
GOLF model 2945
L 176 cm Áklæði ct. 70 Verð 239.000,-
L 216 cm Áklæði ct. 70 Verð 259.000,-
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur
(Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
LEVANTE model 3187
L 204 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,-
L 224 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,-