Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Síða 15
10.1. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 mér að á Íslandi séum við í raun að byggja upp net af verndarsvæðum þar sem þjóðgarðar spila stórt hlutverk,“ segir hann og nefnir að í fyrra hafi einnig Geysir og Goðafoss verið frið- lýstir. „Við erum líka að vinna í stofnun þjóðgarðs á Vestfjörðum. Ég held að Ísland geti markað sér sérstöðu sem þjóð sem hefur tekið frá ákveðið land fyrir komandi kynslóðir. Í þessu felast einnig efnahagsleg tækifæri,“ segir hann og segir rannsóknir hafa sýnt að efnahagsleg áhrif af friðlýstum svæðum séu jákvæð. „Um leið og við erum að vernda náttúruna er- um við að skapa tækifæri fyrir ferðaþjónustuna og fyrir byggðirnar í kringum hálendis- þjóðgarðinn,“ segir hann og nefnir að ferða- menn muni á leið sinni um landið heimsækja gestastofur þjóðgarðsins og nýta sér bæði gist- ingu og afþreyingu í nærliggjandi sveitum og bæjum. Er þá hægt að tryggja að ferðamenn gangi vel um hálendið? „Já, hugmyndin með að stofna þjóðgarð á þessu svæði er einmitt að það sé auðveldara að skipuleggja svæðið í heild sinni, til dæmis með tilliti til ferðamanna með því að beina þeim þá frekar inn á svæði sem þola áganginn. Svo er markmiðið að kynna svæðið almenningi.“ Valdið ekki til Reykjavíkur Nokkrar gagnrýnisraddir hafa heyrst þar sem fólk óttast að miðstýring aukist og valdið yfir sveitunum færist til Reykjavíkur. Hverju svar- ar þú því? „Þetta er beinlínis rangt, miðað við hvernig við erum að teikna þetta upp. Það er klárlega ekki verið að færa valdið til Reykjavíkur. Það er meira vald í Reykjavík núna en verður eftir þessa breytingu. Við erum að skipuleggja þetta þannig að þjóðgarðinum verði skipt upp í sex rekstrarsvæði og á hverju svæði verða umdæm- isráð sem í sitja fulltrúar sveitarfélaga, um- hverfisverndarsamtaka, útivistarsamtaka, ferðaþjónustu og nytjaréttarhafa. Það er þetta fólk sem mótar stefnuna fyrir hvert og eitt svæði og svo í heild sinni fyrir þjóðgarðinn og því er ekki um miðstýringu að ræða, þvert á móti. Þessu er ekki stýrt frá Reykjavík.“ Hvað með virkjanir á þessum svæðum? „Þegar við horfum til hálendisþjóðgarðsins er verið að draga ákveðna línu í sandinn þegar kemur að virkjunum. Það verður leyfilegt að kanna áfram möguleikana á þeim hugmyndum sem nú þegar hafa komið fram, en ekki nýjum. Það er þá verið að beina þeim möguleikum að svæðum sem eru þegar röskuð. Ég held að við sem unnum hálendinu getum öll verið sammála um þetta. Ef ég réði þessu einn myndi ég ekki vilja sjá fleiri virkjanir inni á þessi svæði. En ég þarf að mæta fleiri sjónarmiðum.“ Mörg stór skref í loftslagsmálum Við vendum kvæði okkar í kross og tölum um rafbílavæðingu, innviði sem henni tengjast og orkuþörfina sem að henni snýr. „Þetta er gríðarlega mikilvægur hluti af því sem við erum að gera í loftslagsmálunum, orku- skiptin. Við höfum lagt ríka áherslu á þetta fyrir bílaflotann og förum síðar inn á skipin og þungaflutninga. Ef við horfum á rafvæðingu samgangnanna næstu tíu árin þarf tæpast að virkja fyrir það. Við erum mest að hlaða bílana á nóttunni þegar álagið er minnst á kerfinu. Þannig að nýtingin verður mjög góð,“ segir hann. „Við settum á fót sérstaka fasta ráðherra- nefnd um loftslagsmál. Í henni sitja átta ráð- herrar og þar er vettvangur fyrir stefnumót- andi ákvarðanir. Til að fylgja ákvörðunum eftir er síðan hópur ráðuneytisstjóra. Tvennt mikil- vægt gerðist í loftslagsmálum á síðasta ári. Í fyrsta lagi komum við fram með uppfærða að- gerðaáætlun til að draga úr losun og settum síð- an fram metnaðarfyllri markmið í tengslum við Parísarsamkomulagið undir lok árs, þannig að við höfum stigið mjög stór skref, en það var tími til kominn. Annað mikilvægt sem er að gerast eru valdaskiptin í Bandaríkjunum, en þau eru í öðru sæti í heiminum yfir mestu losun gróður- húsalofttegunda á eftir Kína. Nú verður stefnu- breyting með nýjum forseta, Joe Biden. Síðan skiptir miklu máli að í Kína er stefnt að kolefn- ishlutleysi árið 2060.“ Koma einota drasli úr umferð Um áramótin var samþykkt á þingi bann við afhendingu plastpoka í verslunum og telur Guð- mundur Ingi flesta sátta við þessar breytingar. „Þetta hefur verið í umræðunni síðan kannski 2015 en enginn stigið skrefið fyrr. Það er rosalega táknrænt að taka plastpoka úr um- ferð. Það fær okkur til að hugsa um annað plast og allar umbúðirnar. Við þurfum að koma ein- nota óþarfa drasli úr umferð,“ segir hann. „Það er vel hægt að koma vörum sínum heim með umhverfisvænni hætti því allt of mikið af þessum pokum endar úti í hafi. Og þegar maður flokkar allt rusl, líka lífrænt, er óþarfi að hafa plastpoka í rusli heima,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég er með þá framtíðarsýn að við getum nálgast nýtingu auðlinda okkar með mun sjálf- bærari hætti en við gerum í dag. Ef við horfum á þetta myndrænt er þetta í dag línulegt ferli. Við nýtum ákveðna auðlind, búum til vöru úr henni, við notum vöruna og það verður til úr- gangur sem við gröfum. Það sem við þurfum að gera er að búa til hringlaga kerfi. Við þurfum að nýta auðlindina með sem skilvirkustum hætti og við þurfum að hanna vörurnar þannig að það sé auðvelt að endurnota þær eða endurvinna svo við fáum minna rusl. Með þessum hætti drögum við mikið úr úrgangi og er þetta kallað hringrásarhagkerfi. Þetta þarf að vera leiðar- ljósið okkar og við erum að innleiða þessi grunnatriði í löggjöfina. Plastpokamálið er hluti af þessari hugsun. Við viljum ekki fara í einnota átt, heldur fjölnota og betri nýtingu. Núna í jan- úar er ég að fara að kynna breytingar á úrgangslöggjöfinni þar sem við erum í raun að innleiða þessa hugsun enn betur inn í lögin.“ Kórónuveiran og umhverfisáhrifin Talið berst að kórónuveirunni og áhrifum henn- ar á loftslagsmál en með færri flugferðum hefur losun gróðurhúsalofttegunda minnkað og loft- gæði víða aukist. En Guðmundur Ingi telur að fleira tengt veirunni geti orðið umhverfinu til góðs. „Það verður mjög spennandi að sjá og þarna geta stjórnvöld líka haft áhrif. Við höfum lært að við getum unnið meira heima og þurfum ekki að fara utan á alla fundi. Við höfum bæði sparað peninga og tíma. Og þótt það sé auðvitað mikil- vægt að hitta fólk höfum við lært að það er lítið mál að afgreiða ákveðin mál í gegnum tölvuna,“ segir Guðmundur Ingi sem telur að hægt væri að gefa sumu fólki möguleika á að vinna að hluta til heima. Þar með notar viðkomandi bíl- inn minna og mengar að sama skapi minna. Færri bílar verða einnig á götunum sem væri til bóta fyrir umferðina og gæti dregið úr þörf á framkvæmdum. „Það er til mikils að vinna að við þorum að taka þetta skref sem er svo einfalt. Kórónu- veiran sýndi okkur þessa möguleika sem við getum nýtt okkur til góðs.“ Gleymdi að ég væri með bílstjóra Guðmundur Ingi á ekki bíl og hefur aðeins átt bíl um stutt skeið fyrir löngu. „Hann gaf upp öndina á Miklubraut og ég ákvað þá að ferðast frekar um á hjóli eða gang- andi. Ég fæ stundum lánaðan bíl eða tek strætó upp í sveit. Mér finnst gott að vera bíllaus. En ég vil nú ekki hljóma eins og hræsnari; ég er með bílstjóra í núverandi vinnu.“ Það hljóta að hafa verið mikil viðbrigði; að fara af hjólinu og í bíl hjá einkabílstjóra? „Já, ég get sagt þér eina sögu sem ég hef fáum sagt. Þegar ég var nýorðinn ráðherra gleymdi ég eitt sinn að ég væri með bíl og bíl- stjóra. Ég gekk heim og það var ekki fyrr en ég var búinn að vera heima dágóða stund og fannst ég hafa gleymt einhverju, að ég mundi að ég væri á bíl og auðvitað með besta bílstjóra sem hugsast getur,“ segir hann og skellihlær. Þjóðgarðalandið Ísland Við förum að slá botninn í samtalið, enda liggja fjölmörg verkefni á borði ráðherrans og tíminn er dýrmætur. Það verður nóg að gera á nýju ári því auk mála tengdra hálendisþjóðgarði og frið- lýsingu svæða er ýmislegt fleira sem ráðherra þarf að huga að. „Ég er mikið að hugsa um framtíðina og þessa sýn sem ég var að nefna áðan með sjálf- bærri nýtingu auðlinda með innleiðingu hring- rásarhagkerfis. Svo sé ég fyrir mér þjóðgarða- landið Ísland; að við verðum þjóð sem tekur djarfar ákvarðanir í tengslum við náttúruvernd fyrir komandi kynslóðir, sem í felast gríðarleg efnahagsleg tækifæri fyrir þjóðina. Síðan verð- um við að ná tökum á loftslagsmálum og ég er bjartsýnn á að við getum náð árangri. Ég brenn líka fyrir réttindamálum hinsegin fólks, rétt- indum kvenna og réttindum fólks af erlendum uppruna. Við þurfum að gera heiminn betri en hann er í dag og jafna kjör og tækifæri fólks með félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Þar skipta máli mikilvæg skref sem hafa verið stigin á kjörtímabilinu en við þurfum að gera enn bet- ur,“ segir Guðmundur Ingi. „Svo eru kosningar í haust og ég er ákveðinn í að taka þann slag. Og þegar þessum faraldri lýkur ætla ég að hitta fjölskyldu og vini og hlæja og hafa gaman.“ Morgunblaðið/Ásdís ’Svo sé ég fyrir mér þjóð-garðalandið Ísland; að viðverðum þjóð sem tekur djarfarákvarðanir í tengslum við nátt- úruvernd fyrir komandi kyn- slóðir, sem í felast gríðarleg efna- hagsleg tækifæri fyrir þjóðina.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.