Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.1. 2021 LÍFSSTÍLL VE FV ER SL UN ww w.b etr aba k.is OP IN AL LA N SÓ LA RH RI NG IN N OPNUNARTÍMI einstakra verslana sjá www.betrabak.is FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 KRINGLUNNI Reykjavík 820 6015 2 020 var heimili ekki bara einhver klénn griða-staður heldur vinnustaður, fjarfundastaður, skóli,leikskóli, íþróttasalur, snyrtistofa, skemmtistaður, hárgreiðslustofa, heimaspa og mötuneyti svo eitthvað sé upp talið. Þegar heimilið verður miðpunktur alls breytast þarf- irnar. Fólk flutti í stórum stíl 2020 því það kom í ljós að heimilið var kannski ekki eins vel heppnað þegar á reyndi. Sparistofa vék fyrir leikfimiaðstöðu og heima- skrifstofan þurfti að gera gagn. Fólk flutti vegna fjöl- margra ástæðna en eitt af því var að lán voru með hag- stæðari vöxum en áður og einhverjir ákváðu að hoppa upp á skuldavagninn í von um betra líf. Þeir sem fluttu ekki hóf- ust handa við að breyta og bæta, færa til húsgögn og fegra þetta stórbrotna virki sem þeir höfðu komið sér upp. Enda besta vörnin gegn veirunni að halda sig inni á heimilinu og hitta helst ekki neinn. En hvað var það sem fólk var að gera inni á heimilinu á árinu annað en að flytja lög- heimili sitt inn í ísskáp? Jú, fólk málaði og málaði. Grágrænir tónar voru vinsælir og svo fengu hlýir jarðlitir að vera með. Brúnbleikur og brúnleitir tónar fengu hljómgrunn hjá þeim allra smörtustu. IVAR-skáparnir úr IKEA seldust eins og enginn væri morgundagurinn og voru þeir oft og tíðum málaðir í sama lit og veggirnir. Fólk var líka svolítið í því að mála opnar hillur og kaupa gömul húsgögn á Bland eða Face- book til að gera upp. Marmarinn varð afar vinsæll og þeir sem gerðu upp eldhús létu gjarnan setja marm- araborðplötu í eldhúsið. Svo voru það pottaplönturnar sem urðu einn heitasti tískustraumur ársins. Plöntur hafa marga góða kosti. Þær auka til dæmis loftgæði heimilisins, fegra það og svo var auðveldara að halda í þeim lífi þegar enginn var í útlöndum. Fólk sem leiddist mjög mikið í vinnunni gat umpottað á daginn, sem það hefði aldrei nennt að gera í venjulegu árferði. Vandamálið er bara að það er ekki nóg að vökva bara plönturnar. Þær þurfa að vera rétt staðsettar því plöntur eru lifandi – ekki dauðir hlutir. Á árinu blómstruðu lokaðir facebookhópar sem snerust um að halda lífi í pottaplöntum. Andi áttunda áratugarins sveif yfir vötnum 2020 og panillinn fékk uppreist æru. Allir sem voru búnir að sprautulakka panilklæddu veggina heima hjá sér eru nú komnir í net-þerapíu til þess að koma í veg fyrir að stranda aftur í lífinu vegna lélegra ákvarðana og glataðs smekks. Svo var það svarta matta lakkið sem hélt áfram að vera vinsælt. Fólk málaði heilu innréttingarnar á meðan það átti að vera á fjarfundum. Sumir skráðu sig inn og „mjútuðu“ svo ekki myndi harðna í penslinum. Milli þess sem það málaði innréttingar lét það gera göt í innréttinguna til að koma fyrir vínkæli – enda lágmarksmann- réttindi að geta hellt í sig vínanda í réttu hitastigi því heimilið var ekki bara heimili heldur líka varð líka skemmtistaður. Fólk valdi bestu sjónar- horn heimilisins fyrir fjart- íin og fjarfundina því 2020 var öllum boðið heim í gegnum tölvuskjáinn. Svo voru það glugga- tjöldin. Eftir langa tíð strimlagluggatjalda og hálf- gegnsærra rúllugardína (sem reyndar sést alveg í gegnum) tóku hótelgard- ínur við keflinu sem vinsæl- asta gluggatjaldaefni árs- ins. 2020 var enginn maður með mönnum nema vera með „New Wave“-rykkingu á gluggatjöldunum. Þegar upp er staðið var 2020 gott heimilisár þar sem fólk áttaði sig á mikilvægi þess að hafa sómasamlegt í kringum sig. Stærsta áskorunin var kannski einna helst að halda heimilinu hreinu því það tekur á að vera í sama rýminu sólarhring eftir sólarhring. Svo ekki sé minnst á alla vinnuna við það að spritta snertifleti og vera ekki með puttana úti um allt. Það eina sem ekki mátti var að drekka handsprittið, þótt það stæði tæpt á sumum heim- ilum, en það er önnur saga! Rut Káradóttir innanhússarkitekt og eiginmaður hennar, Kristinn Arnarson, gerðu upp fallegar íbúðir í Hveragerði en þar ráða mjúkir litir ríkjum. Fólk málaði í hlýjum jarðlitum. Hér má sjá baðherbergi Sæbjargar Guð- jónsdóttur innanhússhönnuðar. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir Plöntuæði greip landsmenn á árinu 2020. Plöntur fegra heimilið og auka loftgæði þess. 2020 – þegar heimilið varð miðpunktur alls 2020 byrjaði óskaplega vel. Janúar var hefðbundinn og febrúar líka en svo fór að síga á ógæfuhliðina þegar veiran fór að gera heimsbyggðinni lífið að- eins leiðara en vanalega. Svona eftir á að hyggja var 2020 árið þar sem heim- ilið var miðpunktur alheimsins, hvort sem fólki líkaði betur eða verr. Marta María mm@mbl.is Heimaskrif- stofur í öllum myndum rudd- ust inn í tilveru fólks 2020. Ein- hverjir voru komnir með bakverk vegna slæmra stellinga í heimavinnunni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.