Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Blaðsíða 20
Gleymið veganúar, hér er strákanúar! Íslenska liðið fékk hlýjar móttökur í Doha, höfuðborg Katar, í janúar 2015. Þetta var í fyrsta sinn sem HM var haldið í Katar og raunar á Arabíuskaganum yfir höfuð. Íslenskir áhorfendur hafa alla tíð verið duglegir að fylgja „strák- unum okkar“ á stórmót eins og HM og skilja lifur og lungu jafn- an eftir í stúkunni, eins og í þessum frækna sigri á Frökkum, 32:24, á HM í Þýskalandi árið 2007. Ísland endaði í áttunda sæti á mótinu en Þjóðverjar urðu heimsmeistarar. Morgunblaðið/Günter Schröder 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.1. 2021 ÍÞRÓTTIR Hugsum áður en við hendum! www.gamafelagid.is 577 5757 Brýnt er að vera í réttu litunum, hvort sem það er í stúkunni eða bara fyrir framan sjónvarpið. Veitinga- húsið Greifinn og Akureyri handboltafélag tóku sam- an höndum um að búa til skemmtilega stemningu í bænum meðan HM í handbolta í Þýskalandi stóð yfir 2007. Rúnar Sigtryggsson, fyrrverandi landsliðs- maður og þáverandi þjálfari Akureyrar, og Arinbjörn Þórarinsson á Greifanum voru tilbúnir í slaginn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Heldur þungt var yfir Arnari Frey Arnarssyni, Elvari Erni Jónssyni, Teiti Erni Einarssyni, Hauki Þrastarsyni, Ágústi Elí Björgvinssyni og Gunnari Magnússyni aðstoðarþjálfara á HM í Danmörku og Þýskalandi 2019 enda varð Ísland að gera sér ellefta sætið að góðu. Danir urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn. Morgunblaðið/Ívar Hornamennirnir ungu Einar Örn Jónsson og Guðjón Valur Sigurðsson gleðj- ast eftir 31:23-sigur á Marokkó á HM í Frakklandi 2001. Þeir áttu eftir að láta mikið að sér kveða á næstu árum, ekki síst Guðjón Valur sem er markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Ísland varð í ellefta sæti á mótinu en heimamenn stóðu uppi sem heimsmeistarar. Morgunblaðið/Golli Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari ræðir við varnartröllin Sverre Jakobsson og Ingimund Ingimundarson í leik gegn Þjóðverjum á HM í Svíþjóð 2011. Þeir stóðu lengi vaktina í hjarta íslensku varnarinnar. Einnig má sjá Óskar Bjarna Óskarsson aðstoðarþjálfara og Ólaf Stefánsson fyrirliða á myndinni. Ísland hafnaði í sjötta sæti á mótinu en Frakkar urðu heimsmeistarar. Morgunblaðið/Golli Flautað verður til 27. heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi á miðvikudaginn. Eins og svo oft áður er Ísland meðal keppenda og verður þjóðin að líkindum límd við skjáinn næstu vikurnar. Til að hita upp fyrir mótið rifjum við hér upp fáein augnablik frá fyrri mótum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Línumenn fá alla jafna óblíðari viðtökur en Róbert Gunnarsson hér í leik gegn Alsír á HM í Katar 2015. Værð er hér yfir alsírska varnarmanninum og engu líkara en þeim síðarnefnda hugnist ekki að Íslendingurinn lendi illa í hörðu gólfinu. Ísland féll úr leik í sextán liða úrslit- um mótsins eftir tap gegn Dönum. Frakkar unnu mótið. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.