Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Blaðsíða 29
Frankie Goes to Hollywood, kom þremur fyrstu smáskífum sínum á topp breska listans. Merkilegt nokk þá fengu Bítlarnir How Do You Do It? fyrst í hendurnar en þar sem þeim féll ekki lagið leitaði upptökustjórinn, George Martin, til Gerry and the Pacemakers. Smáskíf- an seldist í hálfri milljón eintaka. Söngvarinn og gítarleikarinn Gerry Marsden stofnaði Gerry and the Mars Bars árið 1959 en þurfti að breyta nafninu í Gerry and the Pacemakers eftir að súkkulaðistykkjaframleiðand- inn frægi lagði fram kvörtun. Velta má fyrir sér hvort það hafi verið vit- urlega gert, frá markaðslegu sjón- arhorni. Sú pæling er þó alfarið utan ramma þessarar greinar. Gerry and the Pacemakers tróðu reglulega upp með Bítlunum, bæði í Liverpool og Hamborg, enda bjuggu bæði bönd að sama umboðsmann- inum, Brian Epstein. Jafnvel þótt Gerry and the Pace- makers hafi verið sneggri upp úr rás- blokkunum en Bítlarnir væri synd að segja að þessar tvær sveitir hafi bar- ist um hylli lýðsins á sjöunda áratugn- um. George, Paul, John og Ringo reykspóluðu fljótt fram úr og skildu Gerry and the Pacemakers eftir í bik- svörtum mekkinum – ásamt öllum öðrum hljómsveitum á þeim tíma. Til að gera langa sögu stutta urðu topplög Gerry and the Pacemakers ekki fleiri en bæði I’m the One og Don’t Let the Sun Catch You Crying smeygðu sér inn á topp 10 árið eftir og Ferry Cross the Mersey gerði slíkt hið sama snemma árs 1965. Það var titillag kvikmyndar þar sem Gerry and the Pacemakers léku sjálfa sig í spéspegli en slíkt var sem kunnugt er tíska á þeim árum. Allt var gert til að halda upptendruðum æskulýðnum við efnið. Hratt dró þó úr vinsældum bands- ins beggja vegna Atlantsála og það leystist upp á árinu 1967. Þrátt fyrir að ferillinn yrði ekki langur lifa Gerry and the Pacemakers góðu lífi, þökk sé téðum smelli You’ll Never Walk Alone sem knattspyrnu- félagið Liverpool tók snemma upp á sína arma. Lagið er eftir þá félaga Richard Rodgers og Oscar Hammer- stein og heyrðist fyrst í söngleik þeirra Carousel árið 1945. Fleiri íþróttafélög hafa gripið til þess gegn- um tíðina og á liðnu ári varð lagið tákngervingur samstöðunnar vegna kórónuveirufaraldursins í Bretlandi og raunar víðar um álfuna. Aftur á toppinn Eftir að bandið lagði upp laupana hóf Gerry Marsden sólóferil og kom fram í söngleikjum á West End. Þá vann hann um tíma í sjónvarpi í Bretlandi. Ekkert af þessu getur talist hafa ver- ið sérstaklega vel heppnað. Marsden hafði þó ekki sungið sitt síðasta á vin- sældalistum en árið 1985 hnippti hann í nokkra góða félaga og hljóðritaði nýja útgáfu af You’ll Never Walk Alone til minningar um fórnarlömb brunans á leikvangi knattspyrnu- félagsins Bradford City, þar sem 56 manns týndu lífi. Hópurinn kallaði sig The Crowd og komst lagið aftur á topp breska vinsældalistans sem þýddi að Marsden er fyrsti maðurinn í sögunni til að koma tveimur útgáfum af sama laginu þangað. Enn komst hann á toppinn árið 1989 ásamt Paul McCartney, Holly Johnson og fleiri sveitungum sínum þegar þeir endurgerðu Ferry Cross the Mersey í minningu 96 stuðningsmanna Liver- pool sem létust í Hillsborough-slysinu hræðilega. Hann flutti lagið eft- irminnilega fyrir bikarúrslitaleik Liv- erpool og Everton á Wembley- leikvanginum í Lundúnum um vorið. Árið 1993 sendi Marsden frá sér endurminningar sínar og hvað gátu þær heitið annað en I’ll Never Walk Alone? Upp úr þeim var unninn söng- leikurinn Ferry Cross the Mersey sem sýndur var í Bretlandi, Kanada og Ástralíu. Elísabet Englandsdrottning sæmdi Marsden MBE-orðunni árið 2003 fyr- ir störf hans að góðgerðarmálum og sama ár fór hann í hjáveituaðgerð vegna hjartakvilla. Hann fór aftur undir hnífinn 2016 af sömu ástæðu og tveimur árum síðar settist hann í helgan stein af heilsufarsástæðum. Kom þó óvænt fram á tónleikum með Take That á Anfield vorið 2019 og söng You’ll Never Walk Alone til að fagna Evróputitli Liverpool. Gerry Marsden lést 3. janúar síð- astliðinn. Banamein hans var sýking í hjarta. Hann lætur eftir sig eigin- konu, Pauline, sem hann gekk að eiga 1965 og tvær dætur. Góðar kveðjur og þakkir fylgja honum yfir móðuna miklu, þar sem hann mun framvegis ganga – án efa ásamt fríðu föruneyti. Gerry Marsden með MBE-orðuna sem hann var sæmdur árið 2003. AFP 10.1. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 GOÐSÖGN „Ég ætlaði aldrei að verða kvikmyndastjarna. Mig lang- aði bara að verða eins góð og mögu- legt var. Markmið af því tagi leiðir mann jafnan í aðra átt en þá að vilja verða stjarna, sem getur verið skelfileg lífsreynsla. En sú stað- reynd að ég sé enn að, orðin 88 ára, segir mér að ég fór rétta leið í líf- inu,“ segir bandaríska leikkonan Ellen Burstyn í samtali við breska blaðið The Guardian en nýjasta kvikmynd hennar, Pieces of a Woman, var frumsýnd í vikunni. Ætlaði aldrei að verða stjarna Burstyn lék í sinni fyrstu mynd 1964. AFP BÓKSALA ÁRIÐ 2020 Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson 2 Þagnarmúr Arnaldur Indriðason 3 Bráðin Yrsa Sigurðardóttir 4 Vetrarmein Ragnar Jónasson 5 Orri óstöðvandi – bókin hennar Möggu Messi Bjarni Fritzson 6 Útkall – á ögurstundu Óttar Sveinsson 7 Gata mæðranna Kristín Marja Baldursdóttir 8 Syngdu með Láru og Ljónsa Birgitta Haukdal 9 Spænska veikin Gunnar Þór Bjarnason 10 Þín eigin undirdjúp Ævar Þór Benediktsson 11 Fávitar Sólborg Guðbrandsdóttir 12 UNA prjónabók Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld 13 Krakkalögin okkar Jón Ólafsson, Úlfur Logason o.fl. 14 Dýralíf Auður Ava Ólafsdóttir 15 Lára lærir að lesa Birgitta Haukdal 16 Dauðabókin Stefán Máni 17 Verstu kennarar í heimi David Walliams 18 Fjarvera þín er myrkur Jón Kalman Stefánsson 19 Lára fer í leikhús Birgitta Haukdal 20 Skipulag Sólrún Diego Allar bækur Í síðustu viku keypti ég loksins Ljóðasafn Kristínar Ómars- dóttur fyrir pening sem ég fékk frá ömmu minni. Hnausþykkur gripur sem telur yfir 400 síður og ég var lengi bú- inn að hafa auga- stað á. Ljóða- heimur Kristínar er ómót- stæðilegur og öll blíðan, umhyggj- an og erótíkin milli spjaldanna held ég að séu gott veganesti inn í janúarmán- uðinn sem er fram undan. Auk þess inniheldur safnið ýmsa praktíska kafla eins og gömul húsráð, uppskriftir að einföldum réttum og tips um áhrif rýmis á kynlíf. Síðasta sumar tók ég ljóðabók- ina Sálmurinn um glimmer eftir Auði Övu Ólafs- dóttur að láni á bókasafninu og síðan þá endur- nýjað lánið sam- viskusamlega í hverjum mánuði því ég get ekki hugsað mér að skila henni aftur. Sálmurinn um glimmer inniheld- ur eitt langt söguljóð þar sem lesandi fylgist með manni og konu sem hafast við í helli uppi á hálendi og velta fyrir sér fegurð- inni, þjáningunni og tungumál- inu. Gáskafull og undurfögur bók sem kallar á endurtekinn lestur. Í vetur las ég Har døden taget noget fra dig så giv det tilbage eftir Naju Marie Aidt, merkileg bók sem höfundur skrifaði í kjöl- far sviplegs dauða sonar síns. Höfundur dregur margar ólíkar raddir inn í frá- sögnina af áfall- inu og eftirmál- unum, svo úr verður brota- kennd, opinská og breið frásögn sem ristir djúpt og situr lengi eft- ir með lesandanum. Bókin er byggð upp sem eins konar búta- saumsteppi sem samanstendur m.a. af dagbókarfærslum, draumum, ljóðum og ekki síst textum eftir aðra höfunda sem hafa tekist á við sorg í verkum sínum. Magnaður vitnisburður um sorg og líkn sem ég get ekki mælt nógu mikið með. Næst langar mig svo að lesa Þagnarbindindi eftir Höllu Þór- laugu Ósk- arsdóttur og ég er líka mjög for- vitinn um Speg- ilsjónir eftir Guð- rúnu Hannesdóttur. Ég heyrði þær báðar lesa upp í gegnum streymi fyrir jólin og leist vel á. SÖLVI HALLDÓRSSON ER AÐ LESA Gömul húsráð og og tips um áhrif rýmis á kynlíf Sölvi Hall- dórsson er íslenskunemi. Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur stórmarkaða Nánar á artasan.is Hair Volume – fyrir líflegra hár Hair Volume inniheldur jurtir og bætiefni sem sem eru mikilvæg fyrir hárið og getur gert það líflegra og fallegra. Aldrei haft jafn þykkt hár „Eftir að hafa misst allt hár í krabbameinsmeðferð byrjaði ég að taka Hair Volume frá New Nordic. Eftir 4-6 vikur fór hárið að vaxa aftur og ég hef aldrei haft jafnt löng augnhár, þykkar augabrúnir og þykkt hár eins og núna og það hvarflar ekki að mér að hætta að taka þetta bætiefni inn.“ Edda Dungal

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.