Morgunblaðið - 01.02.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021
Söknuðurinn
Sorgarviðbrögð eru mun algeng-
ari í lífríkinu en áður var talið og
margar tegundir hljóta að hafa
einhverja hugmynd um dauðann.
Nú er vitað að krákur sneiða
markvisst hjá
þeim stöðum þar
sem félagar
þeirra sömu teg-
undar hafa látið
lífið. Ræður þar
hræðsla eða
sorg? Kannski
hvort tveggja.
Þau sem eftir
lifa læra af óför-
um hinna; lík-
lega eru sorgarviðbrögð þeirra af-
leiðing af slíkum lærdómi fyrri
kynslóða – og hæfileikinn sem um
ræðir aðlögunarhæfni, viðbragð
sem tegundin hefur tileinkað sér.
Alfred Newton taldi víst að tvö
geirfuglseggjanna sem hann
kynnti sér sérstaklega, líklega
numin á Eldey árin 1840 og 1841
(annað eggið átti hann sjálfur en
hitt var í eigu Harvardháskóla),
væru undan sama fuglinum, sami
vöðvinn hefði greinilega komið
þeim í heiminn, myndað sams kon-
ar spíral í mjúka skurnina: „Eng-
inn sem þekkir til eggja getur
efast um að þessi egg … voru af-
urð sama foreldris.“ Fuglinn hefur
haldið tryggð við Eldey en veiði-
menn hirt egg hans að minnsta
kosti tvö ár í röð. Hvernig var
geirfuglunum innanbrjósts eftir að
hafa misst eggið sitt tvö ár í röð?
Komu þeir aftur í Eldey? Slíkar
spurningar virtust ekki tímabærar
þegar Wolley og Newton voru að
störfum; það hvarflar ekki að þeim
að geirfuglar gætu orðið sorg-
bitnir.
Örlög geirfuglsins sem hlutust
af rányrkju mannsins voru og eru
víti til að varast. Tíðindin af af-
drifum fuglsins, sem bárust til
Bretlands árið 1858, slógu nýjan
tón. Aldauðinn varð að lögmætu
viðfangsefni og nú var hann ekki
lengur einskorðaður við jarðsögu-
legan tíma og náttúrulega krafta, í
hefðbundnum skilningi þeirra orða.
Löngum hefur verið viðtekið að
tegund sé aldauða þegar síðasta
lífveran fellur. Newton og Wolley
og samtímamenn þeirra voru yfir-
leitt uppteknir af síðustu fugl-
unum. Þetta viðhorf hefur verið að
breytast. Aldauðinn hefst löngu
áður en síðustu lífverurnar falla og
áhrifa hans heldur áfram að gæta
löngu eftir það. Horfnir ástvinir
dýra og manna lifa áfram í miss-
inum, tóminu sem þeir skilja eftir
sig. Náttúruvernd þarf að taka mið
af því.
Margar tegundir eru lengur eða
skemur í biðstöðu eða gjörgæslu í
dýragörðum og á verndarsvæðum
– „á ‚dauðasvæðinu‘, þar sem þau
dýr sem enn lifa og hin sem eru í
dauðateygjunum búa saman, í ná-
vist þess sem ekki verður afstýrt“,
eins og mannfræðingurinn Deb-
orah Bird Rose (1946-2018) orðaði
það skömmu áður en hún lést:
„Dauðinn er yfirvofandi en hefur
ekki gengið í garð.“ Segja má að
aldauði geirfuglsins hafi blasað við
strax á sautjándu öld; tegundin
hafðist við á dauðasvæði allt fram
til 1844, jafnvel lengur.
Nú er urmull fuglategunda í út-
rýmingarhættu, eins og geirfuglinn
forðum, meðal annars Hawaii-
krákan (Corvus hawaiiensis). Þeir
fáu fuglar sem enn lifa eru á barmi
útrýmingar, í biðstöðu á dauða-
svæði. Síðast sást til villtrar kráku
á Hawaii árið 2002. Aðeins örfáar
krákur eru á lífi, í búrum sem hafa
verið útbúin í því skyni að halda
tegundinni við og jafnvel fjölga
fuglunum með markvissum vernd-
araðgerðum. Kannski má læra af
krákunum. Mannfræðingurinn og
heimspekingurinn Thom van Doo-
ren freistar þess í bók sinni Flug-
leiðum að öðlast dýpri skilning á
krákunum áður en það er um sein-
an, gera sér grein fyrir hvað þær
standa fyrir og hvernig þær minn-
ast tegundarsystkina sinna sem
falla frá.
Þegar tegund hverfur er það
ekki aðeins minnkandi líffræðileg
fjölbreytni sem angrar þá sem eft-
ir lifa. Sögur af aldauða tegunda
og dauða síðustu dýranna snerta
fólk og fara víða. Stundum hvíla
þær eins og mara á fólki og vekja
nýjar og áleitnar spurningar. Í
vissum skilningi er stöðug viðvera
geirfuglsins, sú athygli sem hann
vekur, til marks um sorgar-
viðbrögð okkar tegundar. Það sem
hverfur eru lifnaðarhættir sem
eiga sér óralanga sögu, flókin
tengslanet, einhvers konar tungu-
mál, jafnvel menning – og enda-
laus ónotuð tækifæri óráðinnar
framtíðar sem aldrei verður. Van
Dooren minnir á krákurnar:
Ef dauði einnar kráku gaf til kynna
yfirvofandi hættu sem dugði til að
forða fuglum árum saman frá var-
hugaverðum stað, hvað merkir þá
dauði heillar krákutegundar, um
sama leyti og fjölmargar aðrar teg-
undir falla, frá sjónarhóli viti bor-
innar veru með fulla athygli? Hlýtur
þetta ekki að hvetja okkur til að
leita nýrra flugleiða, nýrra lífshátta
sem samræmast viðkvæmum og
breytilegum heimi?
Manneskjan hlýtur að hugsa
sinn gang, sínar „flugleiðir“, eins
og van Dooren myndi orða það.
Kannski er réttara að ræða um
„sundleiðir“, af virðingu fyrir sjó-
fuglum sem ekki gátu flogið. Vand-
séð er hvernig unnt er að sporna
gegn hamfarahlýnun og allsherjar
aldauða án þess að gera róttækar
breytingar á lífsháttum manna, án
allsherjar uppstokkunar á fjár-
málum, hagkerfi og samskiptum.
Homo sapiens er ekki undanskil-
inn í yfirvofandi allsherjar aldauða.
Carl von Linné skipaði homo sapi-
ens á bekk með öðrum tegundum
árið 1758. Franski heimspeking-
urinn Denis Diderot (1713-1784)
hélt því fram skömmu síðar að lík-
lega myndi tegundin einhvern tím-
ann deyja út, en vissulega myndi
„hið tvífætta dýr sem kallast mað-
ur“ þróast á ný á öðrum tíma.
Vestrænar hugmyndir allt frá Ar-
istótelesi (384-322 f.Kr.) gerðu ráð
fyrir að nánast engu væri ofaukið í
lífríkinu og ekkert nema það sem
væri augljóslega tilgangslaust
hyrfi af sjónarsviðinu, allra síst
maðurinn. Hitt skipti líka máli að
vestræn fræði litu yfirleitt svo á að
siðferði og réttlæti og þau gildi
sem menn hefðu í hávegum (að
minnsta kosti Forngrikkir, sem oft
var miðað við) væru inngróin í al-
heiminn, sjálfsögð og fyrirfram-
gefin, og því væri nánast óhugs-
andi að lífverur sem hefðu orðið til
og verið réttmætar, þjónað sínum
tilgangi, hyrfu á brott. Maðurinn
gæti fært sig um set, eins og villi-
dýrin, en ekki horfið að eilífu.
Það var ekki fyrr en með ritum
Immanuels Kants (1724-1804), eins
af áhrifamönnum upplýsingaraldar,
að þessar hugmyndir viku til hlið-
ar. Kant leit svo á að siðaboð og
hugmyndir um réttlæti væru val-
kvæðar mannasetningar, ekki
partur af innviðum náttúrunnar.
Ef menn gættu ekki að sér gæti
vel svo farið að mannkynið hyrfi af
sjónarsviðinu. Fleira kom auðvitað
til en skrif Kants. Veröldin hafði
stækkað með landafundum og iðn-
byltingu sem hvort tveggja kallaði
á nýjar hugmyndir um mátt
mannsins og skiptingu heimsins.
Og nú er stundum spurt hvort ein-
hver muni sakna okkar. Skiptir
það máli, ef enginn verður til frá-
sagnar um framhaldið þegar við
erum fallin frá? Ítalska skáldið
Giacomo Leopardi sagði árið 1836,
um það leyti sem geirfuglinn var
að syngja sitt síðasta, að ef mann-
kynið liði undir lok „myndi jörðin
einskis sakna“. Er yfirvofandi
brotthvarf mannsins harmleikur
eða af hinu góða? Höfum við ekki
valdið nógum skaða?
Sjónarmið af þessu tagi teljast
ekki lengur til vísindaskáldskapar.
Vafalaust eiga þau eftir að ásækja
menn á næstunni af vaxandi ákefð.
Breski rithöfundurinn Jessie
Greengrass (f. 1982) veltir sökn-
uðinum fyrir sér í skáldsögu sinni
Frásögn af endalokum geirfugls-
ins, frá sjónarhóli manns sem
fylgdist með þeim: „Ef ég er
spurður svara ég því til að ég
myndi varla sakna fuglanna ef það
væri ekki fyrir peningana, nema
það er alltaf dálítið dapurlegt þeg-
ar eitthvað hverfur; í hverjum
missi birtist skugginn af hvarfi
manns sjálfs.“
Örlög geir-
fuglsins víti
til að varast
Bókarkafli | Í bókinni Fuglinn sem gat ekki
flogið rekur Gísli Pálsson sögu geirfuglsins,
ófleygs, svipmikils fugls sem lifði við Íslands-
strendur en er ekki lengur til nema í frásögnum
og á myndum. Fáeinir uppstoppaðir hamir eru
varðveittir, blásin egg og líffæri í krukkum.
Fuglinn hefur orðið tákn tegunda í útrýming-
arhættu og nafn hans gleymist því ekki.
Morgunblaðið/Kristinn
Tóm Í bók sinni um geirfuglinn segir Gísli Pálsson að aldauði tegunda hefjist löngu fyrir fall síðustu lífveranna.
Aldauða Geirfugl úr safni Oles
Worms í Kaupmannahöfn. Fuglinn
náðist í Færeyjum á sautjándu öld.
Sumar frásagnir herma að hring-
urinn um hálsinn hafi verið ól.
11
Ræktum og verndum geðheilsu okkar
Nýir skammtar daglega á gvitamin.is
Farðu að
sofa sátt(ur)