Morgunblaðið - 01.02.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.02.2021, Blaðsíða 27
AFP Bestir Dönsku leikmennirnir fagna heimsmeistaratitlinum í Egyptalandi í gær eftir sigur á Svíum. HM 2021 Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Danir eru heimsmeistarar í handknattleik ann- að sinn í röð eftir 26:24-sigur á nágrönnum sín- um í Svíþjóð í úrslitaleiknum í Egyptalandi í gær. Danir fögnuðu sínum fyrsta heimsmeist- aratitli í sögunni með afgerandi sigri gegn Nor- egi á HM 2019. Fáa hefði grunað fyrirfram að Svíar myndu fara alla leið í úrslit á mótinu enda heltist fjöldi leikmanna úr lestinni af ýmsum ástæðum stuttu áður en liðið hóf keppni í Egyptalandi. Engu að síður fóru þeir næstum alla leið en voru þó stöðv- aðir að lokum af Dönum sem unnu alla níu leiki sína á mótinu og standa uppi sem verðskuldaðir sigurvegarar. Leið þeirra í úrslitin var ekki klippt og skorin. Þeir höfðu betur gegn gestgjöf- unum í Egytalandi í vítakeppni í fjórðungs- úrslitum og lögðu svo Spánverja að velli í æsi- spennandi leik í undanúrslitunum. Markvörðurinn Niklas Landin var hetjan gegn Egyptum og Mikkel Hansen átti stórleik gegn Spánverjum. Það var því kannski við hæfi að þeir tveir fóru á kostum í úrslitaleiknum í gær. Han- sen var markahæstur allra með sjö mörk og Landin varði 14 af 37 skotum, þar af nokkur úr dauðafærum í lok leiks er Danir sigldu sigrinum í höfn. Nikolaj Nielsen skoraði fimm mörk og Ja- cob Holm fjögur fyrir Dani. Í sænska liðinu var Hampus Wanne markahæstur með fimm mörk og Albin Lagergren næstur með fjögur. Illa gekk hjá Andreas Palicka í sænska markinu, hann varði aðeins sex af þeim 30 skotum sem hann fékk á sig. Palicka hefur heldur betur slegið í gegn á mótinu og var til að mynda frábær gegn Frökkum í undanúrslitunum. Svíar verða því að bíða eftir sínum fjórða heimsmeistaratitli en þeir unnu síðast mótið 1999. Þetta var fimmti úrslitaleikur Dana en þeir töpuðu þremur fyrstu áður en sigur loks vannst fyrir tveimur árum. Þá unnu þeir alla tíu leiki sína á mótinu sem haldið var í Danmörku og Þýskalandi. Þeir hafa því unnið síðustu 19 leiki sína í lokakeppni HM. Spánverjar vildu það meira Þá runnu bronsverðlaunin til Spánverja sem unnu 35:29-sigur á Frakklandi fyrr í gær. Spán- verjar voru með undirtökin allan tímann og voru strax 7:2 yfir eftir átta mínútna leik. Alex Dujshebaev var markahæstur með átta mörk og bróðir hans Daniel skoraði sex. Meistarar annað sinn í röð  Danir unnu nágranna sína í úrslitum  Spánverjar unnu bronsleikinn ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021 KÖRFUKNATTLEIKUR Blue-höllin: Keflavík – ÍR.................... 18.15 HS Orkuhöllin: Grindavík – Stjarnan 20.15 1. deild karla: Álftanes: Álftanes – Selfoss................. 19.15 Smárinn: Breiðablik – Hrunamenn .... 19.15 Í KVÖLD! Dominos-deild karla Þór Ak. – Valur ..................................... 98:89 Haukar – KR....................................... 87:103 Höttur – Njarðvík ................................ 88:83 Þór Þ. – Tindastóll ....................(frl.) 103:104 Staðan: Stjarnan 6 5 1 581:511 10 Keflavík 6 5 1 551:496 10 Þór Þ. 7 4 3 710:645 8 Njarðvík 7 4 3 611:606 8 Grindavík 6 4 2 541:541 8 KR 7 4 3 646:657 8 ÍR 6 4 2 542:544 8 Valur 7 3 4 583:596 6 Tindastóll 7 3 4 667:665 6 Þór Ak. 7 2 5 641:680 4 Haukar 7 1 6 591:647 2 Höttur 7 1 6 614:690 2 1. deild kvenna Hamar/Þór – Fjölnir b ......................... 60:68 Njarðvík – Vestri.................................. 88:48 Stjarnan – Tindastóll ........................... 90:52 ÍR – Ármann ......................................... 70:69 Spánn Baskonia – Zaragoza .......................... 89:61  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig, tók 4 fráköst og gaf 1 stoðsendingu hjá Zaragoza á 26 mínútum. Unicaja Málaga – Valencia................. 85:89  Martin Hermannsson skoraði 6 stig, tók 1 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á 17 mín- útum hjá Valencia. Þýskaland Fraport Skyliners – Bonn .................. 84:79  Jón Axel Guðmundsson skoraði 7 stig og gaf 2 stoðsendingar fyrir Fraport. Bretland Leicester Riders – Oakland Wolves .. 71:48  Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 15 stig og tók 4 fráköst á 25 mínútum með Leicest- er. Litháen Siauliai – CBet ................................... 99:105  Elvar Már Friðriksson skoraði 16 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 2 fráköst á 31 mínútu hjá Siauliai.   Olísdeild karla Haukar – Þór ........................................ 33:22 Afturelding 5 4 1 0 122:114 9 Valur 6 4 0 2 180:160 8 Haukar 5 4 0 1 140:118 8 ÍBV 5 4 0 1 142:129 8 FH 6 4 0 2 167:148 8 Selfoss 4 2 1 1 100:100 5 Fram 6 2 1 3 140:143 5 KA 5 1 2 2 120:120 4 Grótta 6 1 2 3 137:142 4 Stjarnan 5 1 1 3 129:138 3 Þór Ak. 6 1 0 5 143:166 2 ÍR 5 0 0 5 121:163 0 Grill 66 deild karla HK – Valur U........................................ 38:21 Fjölnir – Kría ........................................ 27:27 Haukar U – Fram U............................. 26:22 Selfoss U – Hörður............................... 32:36 Olísdeild kvenna FH – ÍBV .............................................. 14:27 KA/Þór – Fram..................................... 27:23 HK – Valur............................................ 32:32 Staðan: Valur 7 4 2 1 201:161 10 KA/Þór 7 4 2 1 165:148 10 Fram 6 4 0 2 171:147 8 Stjarnan 6 4 0 2 158:147 8 ÍBV 6 3 1 2 150:134 7 HK 7 2 1 4 175:184 5 Haukar 6 2 0 4 142:162 4 FH 7 0 0 7 135:214 0 Grill 66 deild kvenna Grótta – Selfoss .................................... 35:28 Afturelding – HK U ............................. 27:24 Valur U – ÍR ..........................................22:19 Þýskaland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Leverkusen – Rosengarten................ 23:24  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði ekki fyrir Leverkusen. Danmörk Silkeborg-Voel – Vendsyssel ............. 27:24  Steinunn Hansdóttir skoraði 2 mörk fyr- ir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 13 skot í marki liðsins. Svíþjóð Malmö – Alingsås ................................ 23:28  Aron Dagur Pálsson skoraði 1 mark fyr- ir Alingsås.  Knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur fram- lengt samning sinn við enska úr- valsdeildarfélagið Burnley til árs- ins 2023. Jóhann kom til félagsins frá Charlton árið 2016 og hefur á þeim tíma leikið yfir 100 leiki með Burnley og skorað í þeim sjö mörk. Íslenski landsliðsmaðurinn var ekki sá eini sem framlengdi samn- inginn sinn við Burnley um helgina því Matthew Lowton, Kevin Long og Erik Pieters gerðu það einnig. Jóhann hefur skorað átta mörk í 77 landsleikjum. Jóhann fram- lengdi við Burnley AFP Samningur Jóhann Berg Guð- mundsson framlengdi við Burnley. Elvar Már Friðriksson átti mjög góðan leik fyrir Siauliai þegar liðið tapaði naumlega gegn CBet, 99:105, í litháísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær. Njarðvíking- urinn var með tvöfalda tvennu þar sem hann skoraði 16 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók auk þess tvö fráköst. Siauliai er í neðsta sæti litháísku úrvalsdeildarinnar með átta stig eftir 15 leiki. Þrátt fyrir það hefur Elvar Már spilað mjög vel og er með 15,9 stig, 3,7 fráköst og 7,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Elvar með tvöfalda tvennu Ljósmynd/LKL Njarðvíkingur Elvar Már Frið- riksson spilaði mjög vel. Júlían J.K. Jóhannsson, heims- methafi í réttstöðulyftu, hafnaði í fjórða sæti í heildarkeppni í klass- ískum kraflyftingum á Reykjavík- urleikunum í gær. Hann lyfti mest 320 kg í hnébeygju, 192,5 kg í bekkpressu og 255 kg í rétt- stöðulyftu og var nokkuð frá sínu besta. Óvænt úrslit urðu í júdó þar sem Sveinbjörn Iura, fremsti júdómaður landsins síðustu ár, mátti þola tap fyrir Árna Pétri Lund á laugardag. Sveinbjörn hefur haft það að mark- miði síðustu mánuði að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó. Þá bætti Aldís Kara Bergsdóttir Íslandsmet í keppni fullorðinna í listhlaupi á skautum í stuttum æfingum á laug- ardag. Aldís sýndi mögnuð tilþrif og fékk 40,93 stig og bætti fimm ára gamalt Íslandsmet Júlíu Grét- arsdóttur. Hún gerði svo gott betur í gær og bætti þriggja ára gamalt Íslandsmet Margrétar Sólar Torfa- dóttur þegar hún fékk 123,44 heild- arstig. Nánar er fjallað um leikana á mbl.is/sport/reykjavikurleikar/ Morgunblaðið/Íris Sterkur Júlían J.K. Jóhannsson tekur vel á því á Reykjavíkurleikunum. Íslandsmet féllu á Reykjavíkurleikum Englandsmeistarar Liverpool í knattspyrnu virðast hafa horfið frá villu síns vegar og fundið taktinn á nýjan leik en þeir unnu annan deildarsigur sinn í röð í gærkvöldi, 3:1 gegn West Ham á útivelli, og eru farnir að sýna álíka frammi- stöðu og skilaði liðinu meistaratitl- inum á síðustu leiktíð. Eftir fimm leiki í röð án sigurs virtust meistararnir vera að gefa eftir í toppbaráttunni en nú virðist titilvörnin enn á lífi, eftir laglegan sigur gegn Tottenham í síðustu viku og svo aftur gegn West Ham í gær. Mohamed Salah skoraði tvö og Georginio Wijnaldum eitt áður en Craig Dawson klóraði í bakkann fyrir West Ham. Heimamenn hefðu með sigri farið upp fyrir Liverpool en eftir leikinn í gær er ljóst að sveinar Davids Moyes eru ekki al- veg tilbúnir í það skref. Liverpool er aftur á móti fjórum stigum frá toppliði Manchester City, sem á að vísu leik til góða, en enginn skyldi afskrifa meistarana, takist þeim að komast á skrið. Dapurt hjá Tottenham Brighton lyfti sér frá fallsæt- unum með 1:0-sigri á lánlausu liði Tottenham sem hefur nú tapað tveimur í röð og er skyndilega 11 stigum frá toppnum. Ekki er langt síðan liðið sat á toppnum en lítið hefur gengið hjá Lundúnaliðinu undanfarið og þá var liðið ansi bit- laust í fjarveru fyrirliðans Harrys Kanes sem ekki var með vegna meiðsla. Þá unnu nýliðar Leeds sannfærandi 3:1-sigur á Leicester á útivelli. Leeds er með 29 stig eftir 20 leiki í 12. sætinu en Leicester í 4. með 39 stig. Ótímabært að afskrifa meistarana AFP Mættir Englandsmeistararnir virð- ast vera komnir aftur á skrið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.