Morgunblaðið - 01.02.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021 Snorri Másson snorrim@mbl.is Þörfin fyrir þjónustu Píeta-samtak- anna, sem sinna forvarnastarfi gegn sjálfsvígum, er mikil og aðsókn er að aukast verulega í þjónustuna, að sögn Kristínar Ólafsdóttur, fram- kvæmdastjóra samtakanna. Þeim sem leita aðstoðar samtakanna fjölg- ar verulega á milli ára og oft reynist desembermánuður mörgum einkar erfiður. Til marks um aukna aðsókn er sú tölfræði að 537 einstaklingar hringdu í hjálparsíma Píeta í desem- ber 2020 en 194 í sama mánuði árið áður. Það er um 176% aukning á milli ára, en þar spilar einnig inn í að nú er síminn opinn allan sólarhringinn. „Við fögnum því að fólk virðist vilj- ugra að leita sér hjálpar og gera það og sömuleiðis vita fleiri af okkur en það er samt svoleiðis að starfsemi okkar hefur fimmfaldast. Í fyrra voru samtals rúmlega 4.000 viðtals- stundir hjá okkur, þannig að þetta er mjög mikið, og nú í janúar eru viðtöl yfir 500 talsins,“ segir Kristín í sam- tali við Morgunblaðið. Píeta er með aðstöðu á Baldursgötu í miðbæ Reykjavíkur, en Kristín segir að húsnæðið þar sé raunar löngu sprungið vegna aukinna umsvifa. „Hér er uppbókað frá morgni til kvölds og nú höfum við bætt inn laugardögum líka að hluta. Svo reyn- um við að auka hópastarfið til að koma fleirum að og erum með þá stefnu að þú þurfir aldrei að bíða, því að við trúum ekki á biðlista þegar fólki líður það illa að það langar að taka eigið líf. Hins vegar er komin upp sú staða sem okkur finnst óvið- unandi að sumir þurfa að bíða. En aldrei lengi.“ Kristín ítrekar mikilvægi þeirra skilaboða að sjálfsvíg sé aldrei nokk- urn tímann lausn við neinum vanda, heldur bara harmleikur sem skilur eftir sig mörg sár. „Það eru alltaf til lausnir og það er hægt að vinna í öllu. Það á enginn að burðast einn með sálrænan sársauka. Hjá okkur starf- ar einstakur hópur fólks sem sér- hæfir sig í þessum málaflokki,“ segir hún. Í kjölfarið er hægt að fá stuðn- ing eða heildræna meðferð og fyrsta skrefið á eftir símtali er að mæta í heimilislegt umhverfi á Baldursgötu, fá sér kaffi og ræða við sérfræðing hjá Píeta. Endanleg tölfræði um fjölda sjálfsvíga árið 2020 liggur ekki fyrir en aðsókn í þjónustu Píeta og aðrir þættir benda til þess að þau verði fleiri talsins en þau voru árið 2019. Þá voru þau 39, eins og var yfirskrift herferðar frá Geðhjálp og Píeta, sem vakti mikla athygli í vetur. Í ágúst 2020 höfðu 30 sjálfsvíg verið skráð hjá lögreglu. Uppbókað hjá Píeta frá morgni til kvölds  Símtölum til Píeta fjölgaði um 176% á milli ára eftir að opnað var fyrir sólarhringsþjónustu  Sjálfsvíg er aldrei lausn Ljósmynd/Aðsend Samtök gegn sjálfsvígum Starf- semi Píeta hófst 2017 hér á landi. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Svæði sem þegar hafa verið frið- lýst eru nærri 27 þúsund ferkíló- metrar að flatarmáli í heild og ná því til 26% alls Íslands. Ef áform um hálendisþjóðgarð verða að veruleika, samkvæmt núverandi áætlun, bætast um 15 þúsund fer- kílómetrar við. Þá verða 40% landsins friðlýst. Friðlýsingar samkvæmt náttúru- verndarlögum eru í mörgum mis- munandi flokkum auk þess sem svæði eru vernduð með sérstökum lögum og virkjanakostir sem raðað hefur verið í verndarflokk ramma- áætlunar eru friðaðir sérstaklega. Þessi svæði eru nú alls 122, sam- kvæmt samantekt Hagstofu Ís- lands. Fleiri svæði friðlýst Stærsti hluti friðaðs lands er innan þjóðgarðanna þriggja, Vatnajökulsþjóðgarðs, Þingvalla- þjóðgarðs og þjóðgarðsins Snæ- fellsjökuls. Þar munar mest um Vatnajökulsþjóðgarð sem nær yfir 14% landsins. Fyrir liggur frumvarp á Al- þingi um stofnun hálendis- þjóðgarðs. Hann verður um 30 þúsund ferkílómetrar að stærð. Vatnajökulsþjóðgarður lendir inn- an hans og ýmis önnur friðlýst svæði. Er því um helmingur væntanlegs þjóðgarðs þegar frið- lýstur. Viðbótin verður samt um 15 þúsund ferkílómetrar. Auk þess vinna Umhverfis- stofnun og umhverfisráðuneytið að ýmsum öðrum friðlýsingum og má áætla að 15-20 ný svæði verði friðlýst á starfstíma núverandi ríkisstjórnar, auk friðlýsinga virkjanakosta í verndarflokki rammaáætlunar. Hluti af þessum viðbótum er kominn inn í tölur Hagstofunnar. Meðal þeirra frið- lýsinga sem unnið er að er stofn- un nýs þjóðgarðs á sunnan- verðum Vestfjörðum. Lendir Dynjandi meðal annars innan hans. Fjórðungur er þegar friðlýstur  Verði hálendisþjóðgarður stofnaður munu friðlýst svæði þekja 40% Íslands Fjöldi og stærð friðlýstra svæða árið 2020 Friðlýst svæði 2020 Hálendisþjóðgarður – viðbót Ekki friðlýst Fjöldi Stærð (km2) Þjóðgarðar 3 15.097 Náttúruvætti 44 129 Friðlönd 41 3.871 Friðlýst búsvæði 4 37 Fólkvangar 23 516 Svæði vernduð með sérlögum 2 2.996 Landslagsverndarsvæði 2 402 Friðlýsing svæða í verndar- flokki rammans 3 3.629 Alls 122 26.677 Áætluð viðbót með hálendisþjóðgarði 15.000 Alls með hálendisþjóðgarði 41.677 Heimild: hagstofa.is, stjornarradid.is Ísland allt 103.000 km2 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umfjöllun umhverfis- og samgöngu- nefndar um frumvarp umhverfisráð- herra um hálendisþjóðgarð hefst fyrir alvöru á næstunni. Frestur til að skila inn umsögnum rennur út í dag og fljótlega verður farið að kalla gesti fyrir nefndina. Sú hugmynd hefur einnig komið upp að fara í vett- vangsferðir til að hitta fólk á áhrifa- svæðum hugsanlegs þjóðgarðs en þróun kórónuveirufaraldursins ræð- ur þó för í því efni. Borist höfðu 63 umsagnir um frumvarp um hálendisþjóðgarð síð- degis í gær. Einhverjar geta bæst við í dag. Umsagnirnar eru fremur neikvæðar, þegar á heildina er litið, þótt einnig hafi borist umsagnir þar sem lýst er yfir stuðningi við efni frumvarpsins. Nefndin mun nú fara yfir umsagn- irnar og kalla gesti fyrir nefndina. Kolbeinn Óttarsson Proppé, sem kjörinn hefur verið framsögumaður málsins við umfjöllun nefndarinnar, reiknar með að margir gestir komi fyrir nefndina. „Sjálfur hefði ég gaman af því ef við gætum hreyft okkur eitthvað og jafnvel farið í vett- vangsferðir og það hefur aðeins ver- ið rætt. Við myndum skoða einhver svæði, ræða við heimafólk og kynna okkur reynslu fólks og sveitarfélaga af Vatnajökulsþjóðgarði. Við sjáum hvað kórónuveiran leyfir,“ segir Kol- beinn. Togast á um röð verkefna? Bergþór Ólason, fulltrúi Mið- flokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að miklir fyrirvarar samstarfsflokka VG í rík- isstjórn veki athygli. „Ég velti því fyrir mér hvaða áhrif það muni hafa á þá miklu vinnu sem fram undan er í nefndinni og málið í heild,“ segir Bergþór. Nefnir hann í því sambandi að mörg stór mál séu til umfjöllunar í nefndinni, meðal annars þriðji áfangi rammaáætlunar, og skoða þurfi í hvaða röð eigi að vinna þau. Lýsir Bergþór þeirri skoðun sinni að rétt kunni að vera að ljúka umfjöllun um rammaáætlun áður en tekið verði til við hálendisþjóðgarð. Vísar hann til þeirra takmarkana á orkunýtingu sem felast í frumvarpinu um hálend- isþjóðgarð og rétt sé að vinna grunn- vinnuna, rammaáætlun, fyrst. Kolbeinn segir að ekki sé farið að ræða röð verkefna en bendir á að venjan sé að taka mál fyrir eftir þeirri röð sem þau berast úr þingsal. Frumvarpi um hálendisþjóðgarð hafi verið vísað til nefndarinnar í desember og nú sé að ljúka umsagn- arfresti en rammaáætlun hafi nýlega verið vísað til nefndarinnar og sé umsagnarfrestur þess máls að hefj- ast. Þingsályktunartillagan um vernd- ar- og orkunýtingaráætlun, svo- nefnda rammaáætlun, var fyrst lögð fram á árinu 2016, þegar verkefn- isstjórn þriðja áfanga hafði lokið störfum, en er enn óafgreidd frá Al- þingi. Tillagan sem núverandi ráð- herra lagði fram er efnislega sam- hljóða tillögu fyrri umhverfis- ráðherra þannig að þingmenn þekkja málið nokkuð vel. Reynt að ná samkomulagi Í stefnuyfirlýsingu núverandi rík- isstjórnar er kveðið á um að stofn- aður verði þjóðgarður á miðhálend- inu og kveðið á um samráð án þess að farið sé í efni frumvarps. Einstakir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins lýstu yfir fyrirvörum við efni frumvarpsins við umfjöllun stjórnarflokkanna um frumvarpið og þingflokkur Framsóknarflokksins í heild gerði fyrirvara í tíu liðum. Spurður um markmið sín við vinn- una sem fram undan er segir Kol- beinn: „Að við náum saman um að málið verði að veruleika. Það er mitt að sjá hvaða flöt er hægt að finna á því, hlusta á ólík sjónarmið og hvað hægt er að sætta sig við til þess að málið nái í gegn.“ Umfjöllun um há- lendisþjóðgarð hefst  Umsagnarfrestur rennur út í kvöld  63 athugasemdir borist Morgunblaðið/Sigurður Bogi Náttúruperla Dettifoss er innan Vatnajökulsþjóðgarðs og verður því hluti af hinum nýja hálendisþjóðgarði, ef hann verður að veruleika. Tveir hafa verið handteknir vegna skotárásar sem gerð var á bíl Dags B. Eggertssonar borgar- stjóra og á skrifstofur stjórnmála- flokka fyrir skemmstu. Annar þeirra, karlmaður um sextugt, hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Málið er nú til rann- sóknar lögreglu, en Dagur segir að fjölskylda hans taki atburð- unum af æðruleysi og telur líklegt að árásin hafi verið gerð aðfara- nótt föstudags eða laugardags í síðustu viku. Í Silfri RÚV sagðist Dagur ekki vilja skapa slæmt for- dæmi með því að hætta í pólitík. Það að ógna einhverjum eða hóta megi ekki hafa í för með sér að viðkomandi hrekist úr stjórn- málum. Hann segist ekki vilja hrapa að neinu orsakasamhengi milli árásarinnar og myndbands sem birt var fyrir stuttu, þar sem heimili Dags er sýnt. Tveir í haldi lögreglu vegna skotárásanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.