Morgunblaðið - 01.02.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.02.2021, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Um fátt hefur verið meirarætt í BandaríkjumNorður-Ameríku síðustudaga en uppkaup áhuga- fjárfesta á hlutabréfum í banda- rísku tölvuleikjaversluninni Game- stop. Verslun sú er skráð í kaup- höllina og hafði risið verið heldur lágt á félaginu eftir síharðnandi samkeppni við tölvuleikjaverslanir á netinu, að ógleymdum heims- faraldri. Hinn 11. janúar var hver hlutur í félaginu verðlagður á tæpa 20 dali. Greiningaraðilinn Citron Research hafði lýst því yfir að hann teldi hlutabréf í félaginu of hátt metin og að þau ættu að öllum lík- indum eftir að falla í verði á næstu vikum og mánuðum. Í trausti þess höfðu vogunarsjóðir tekið skort- stöðu gegn félaginu. Í stuttu máli þýðir það að sjóðirnir taka hluta- bréf í félaginu að láni en selja sam- stundis frá sér á fullu verði. Þegar kemur að skuldadögum kaupa þeir hlutabréfin á ný og vænta þess þá að verðið hafi lækkað. Þannig hirða þeir mismuninn af verðlækkuninni. Hagnaðurinn er þó háður því að verðið lækki. Hækki það þarf sá sem skortstöðuna tók að taka á sig tapið. Á samfélagsmiðlinum Reddit er sérstakt spjallsvæði tileinkað áhugamönnum um fjárfestingar, r/wallstreetbets, og voru notendur um tvær milljónir í byrjun árs. Þrátt fyrir nafnið er spjallsvæðið vettvangur fólks sem jafnan hefur aldrei komið nálægt kauphallar- strætinu fræga heldur stundar sín viðskipti í gegnum smáforrit sem ætluð eru til að veita almennum borgurum nasasjón af raunveru- leika kaupsýslumanna. Þar á bæ voru menn ekki sáttir við að sjá stórlaxa á markaðnum taka ein- dregna stöðu gegn tölvuleikjaversl- uninni. Sennilega hefur þáþráin, sem gegnsýrir samfélagsmiðilinn, spilað þar inn í. Hvernig dirfðust milljarðamæringarnir að efast um verslunina sem hafði verið svo snar þáttur í lífinu á tíunda áratugnum, þegar ég var enn ungur, með drauma og hár! kunna notendur að hafa hugsað með sér. Hvað svo sem fór í gegnum huga notenda r/wall- streetbets er ljóst að samstaða myndaðist um að sanna fyrir vog- unarsjóðunum að Gamestop væri í fullu fjöri, kaupa bréf í félaginu og þrýsta verði þess upp allrækilega. Notendur eggjuðu hver annan til hlutabréfakaupa og deildu myndum af eigin viðskiptum, til staðfestingar því að þeir tækju þátt í byltingunni. Ætlunarverkið tókst. Á nokkurra daga tímabili margfaldaðist verð hlutabréfa í félaginu, og þegar mörkuðum var lokað á föstudag var einn hlutur verðlagður á 325 dali. Til upprifjunar var verðið um 20 dalir þegar greinandinn knái spáði því að félagið væri verðlagt of hátt. Þessar vendingar höfðu í för með sér ægilegt tap fyrir þá vog- unarsjóði sem höfðu stólað á að bréfin myndu lækka í verði, en ekki margfaldast. Á þriðjudag var greint frá því að tap skortsalanna vegna áhlaupsins næmi að lágmarki um sex milljörðum bandaríkjadala, um 780 milljörðum króna. Þar af hefur fjárfestingarsjóðurinn Melvin Capi- tal tapað um 4,5 milljörðum dala eða þriðjungi eignar sinnar. Ekki sama Jón og séra Jón Vogun vinnur vogun tapar, segir máltækið, sem ætla mætti að ætti hvergi betur við en í heimi at- vinnufjárfesta. Ekki eru þó allir á því að þetta uppátæki sé af hinu góða; litli mað- urinn má ekki raska jafnvæginu um of á hlutabréfamarkaðnum. Harmakvein atvinnufjárfesta hafa ómað á öldum ljósvakans, sem eiga það sameiginlegt að furða sig á að hópur fólks skuli stefna mark- aðnum í hættu með svo órökréttum ákvörðunum. „Ástæðan fyrir því að fólk er að þessu er að það situr heima, fær tékka frá ríkinu og get- ur stundað hlutabréfaviðskipti án nokkurrar þóknunar eða vaxta,“ sagði Leon Cooperman, fyrrverandi yfirmaður í eignastýringu Goldman Sachs, í viðtali við sjónvarpsstöðina CBSN í vikunni. „Þetta er bara leið til að ráðast á ríkt fólk. Þetta er óviðeigandi og við ættum frekar að vinna saman,“ bætti hann við. Fleiri hafa tekið í þann streng og þá hefur Hvíta húsið gefið út að þar sé fylgst gætilega með ótrúlegri hækkun hlutabréfaverðs og mögulegri markaðsmisnotkun. Aðrir hafa bent á að slíkt sam- ráð eigi sér stað öllum stundum, en það sé fyrst núna þegar litli mað- urinn nær að dýfa tánum í tjörnina sem eftirlitsstofnanir telji sig skyndilega þurfa að grípa til að- gerða. „Mér finnst hlægilegt að vogunarsjóðir skuli skyndilega fara að væla yfir því sem þeir gera dags daglega, þ.e. að misnota hlutabréfa- verð og skilja aðra eftir í súpunni,“ segir kaupsýslumaðurinn fyrrver- andi Jordan Belfort í viðtali við Fox og tekur upp hanskann fyrir áhuga- mennina, en glæpir hans á Wall Street voru einmitt raktir í kvik- myndinni Wolf of Wall Street. Harmakvein vogun- arsjóða stoða lítt Markaður Ásókn áhugafjárfesta af vefsíðunni Reddit í hlutabréf tölvu- leikjasalans Gamestop hefur marfgfaldað hlutabréfaverð búðarinnar. 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eftirtektar-verðustufréttir síð- ustu daga fengu litla umfjöllun mið- að við alvöru þeirra. Þær settu útgöngu Breta úr ESB í al- gjörlega nýtt ljós. Það sem helst var nýtt til að flækja brottför Breta úr prís- undinni með eðlilegri og sjálf- sagðri atburðarás var meintur ofurvandi um landamæri á ný á milli Írlands og Bretlands. Var fullyrt að óhjákvæmilegt væri að taka slík landamæri upp á ný yrði af útgöngu. Nær allir þingmenn stóru flokkanna höfðu lofað að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðisins. (En það „loforð“ gáfu sumir þingmenn í þeirri fullvissu að kannanir um nei- niðurstöðu þeirra væru öruggar. ESB staðfesti að ný landamæri yrðu nauðsynleg á Írlandi og vildi þjóðaratkvæðið út. En Írar bentu á að landamæri á Írlandi stönguðust gegn samkomulag- inu mikla um frið á Írlandi, kennt við föstudaginn langa.) Væri fáheyrt og raunar óhugs- andi að kippa fótum undan þeirri miklu sáttargjörð sem studdist við alþjóðlega ábyrgð. Þeir þingmenn sem viður- kenndu í öðru orðinu að þeir hefðu lofað að virða þjóðar- atkvæðið um brexit sögðu að það myndu þeir gera, en tryggja yrði að samningur föstudagsins langa héldi. Þeir, og May forsætisráð- herra, sem jafnan tók fram að brexit þýddi brexit, ítrekaði nú jafnoft að brexit þýddi brexit en þó þyrfti að tryggja að landamæri yrðu ekki sett á Ír- landi. Bretar ættu að hennar mati að virða útgönguna en yrðu að vera áfram í tolla- bandalagi með ESB og halda öðrum þeim tengslum sem af því leiddi! En hún teldi að brexit myndi eftir sem áður þýða brexit, og það hefði hún alltaf sagt við Barnier, sem hann gæti staðfest. Nú töldu svikahrapparnir í Íhalds- flokknum sig hafa náð að tryggja að brexit yrði virt en án útgönguþáttarins! En svo komst Boris óvænt í kosningar. Kjósendur hentu drýgstum hluta fyrrnefndra ESB-sinna í Íhaldsflokknum út af þingi. Eftir það minntist enginn á, að hin „óhjákvæmi- legu landamæri“ væru algjör- lega óleysanleg nema með því að Bretar hættu í raun við út- göngu, en brexit myndi áfram þýða brexit, t.d. í orðabókinni. May taldi að víðtæk sátt hefði náðst um þessa niðurstöðu fyr- ir kosningarnar og mun Bar- nier hafa sagt henni það sjálf- ur. Barnier þessi hafði reyndar ætíð sagt að landamærakrafan væri algjörlega mál ríkis- stjórnarinnar í Dublin en kommissarar færu jafnan og algjör- lega eins og vitað væri eftir því sem einstaka þjóðir vildu og gengju aldrei gegn vilja þeirra. En svo gerðist það í vikunni að búrókratar í Bruss- el settu Írum skyndilega ný landamæri á þeirra eigin landi. Töldu kommissarar óþarft að bera málið undir Íra. Enginn í Brussel gerði neitt með „heil- agan samning krossfestingar- dags“, frekar en önnur málefni írskra hreppa. Og þeim þótti óþarft að vera með hefðbund- inn leikaraskap og tryggja að þeir í Dublin heyrðu ekki um nýju landamærin í fréttum. Stjórninni í Dublin þótti mála- tilbúnaðurinn ömurlegur, hvernig sem á hann væri litið, og verst að ríkisstjórnin stæði niðurlægð og berstrípuð gagn- vart þjóðinni. Bresku fjölmiðlarnir loguðu þegar þessi ósköp spurðust. Jafnvel þeir sem trúðu fyrir- slættinum mikla um lokuð landamæri sáu það nú gert á einni nóttu sem hefði verið átylla hræðsluáróðurs um það sem gerðist kæmust Bretar upp með að fylgja ákvörðun þjóðar sinnar eftir. Nafnkunnir andstæðingar útgöngunnar vitnuðu nú klökkir í breskum blöðum um að nú þætti þeim verst alls að hafa ekki borið gæfu til að styðja útgönguna frá upphafi. En hvernig stóð á svo ótrú- legri ákvörðun í Brussel nú? Jú, hún var sú að kommissarar þar höfðu klúðrað stóra máli samtímans, bóluefninu. Og vildu nú tryggja með öllum ráðum að það bóluefni sem Bretar hefðu þróað og greitt fyrir kæmist ekki í þeirra hendur og gætu þar með bjarg- að breskum mannslífum, eins og til stóð. Bandaríska stjórnkerfið hafði ekki gleymt samningnum kenndum við föstudaginn langa. Þar varð því mikið upp- þot. Sagan segir að þar hafi jafnvel verið rætt í alvöru um að setja Biden inn í málið. En talið var líklegt að Biden kynni að þykja páskarnir vera snemma á ferðinni í ár og kannski minnt undirsáta sína á það hvernig hann sjálfur hefði bjargað Mandela úr fangelsinu forðum, sem of margir virtust hafa gleymt. Vissulega hafa írskir látið í ljós megna móðgun á slíkum trakteringum í eigin landi. En vandi þeirra er sá að í tvígang höfnuðu Írar aukinni valda- sókn Brussel að fullveldinu í þjóðaratkvæði. Í bæði skiptin voru þeir einfaldlega látnir kjósa aftur! Það var þeim ekki til virðingarauka. Það gátu þeir lesið út úr svívirðilegri með- ferð í fjármálakreppunni. Opni framganga síð- ustu daga ekki augu manna er ólíklegt að nokkuð geri það} Írar gleymdust Þ ótt margir vilji íslenskum landbún- aði án efa vel eru fáir sem hafa jafn mikla þekkingu á umhverfi hans og Erna Bjarnadóttir hagfræðingur. Erna hefur undanfarið skrifað margar góðar greinar, m.a. um viðskiptasamn- inga og tollamál. Í nýjustu grein Ernu, sem finna má á Fésbókinni og Kjarnanum, fjallar hún um skýrslu utanríkisráðherra um utan- ríkisviðskipti sem kallast „Áfram gakk“. Skýrslan er ágæt samantekt um þróun og stöðu utanríkisviðskipta. Erna bendir á að ekki er fjallað mikið um tollvernd í skýrslunni, sem er rétt, en einnig finnst þeim sem þetta ritar að ræða hefði mátt meira um viðskiptaumhverfi með landbún- aðarvörur. Í grein Ernu kemur svolítið merkilegt fram. Utanríkisráðherra virðist hafa sleppt því að nefna í skýrsl- unni þá fríverslunarsamninga um landbúnaðarvörur sem gerðir hafa verið samhliða fríverslunarsamningum EFTA-ríkjanna. Alls eru þetta um tuttugu samningar sem ekki er minnst á. Samningar þessir eru gerðir samhliða al- mennum fríverslunarsamningum og gilda jafnt um vörur sem framleiddar eru á Íslandi og annars staðar. Erna bendir á að þrír samningar liggja til grundvallar fríverslun með búvörur milli ESB og Íslands: Fríversl- unarsamningur frá 1972, samningur frá 2007 á grundvelli 19. gr. og bókunar 3 í EES-samningnum og loks samn- ingur eða uppfærsla á samningnum frá 2007, sem tók gildi 2018. Í framhaldi af þessu skoðaði hún íslensku tollskrána og komst að því að ESB nýtur upp undir 85% tollfrelsis fyrir landbúnaðarvörur til manneldis (ætar vörur) en tollfrelsi skv. kjörum Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar veitir um 50%. Eðlilegt er því að gagnrýna að þessu hafi ekki verið gerð betri skil í skýrslunni. Ég fagna því að óskað verði eftir endur- skoðun á samningum um búvörur við ESB. Mistök hafa verið gerð í gegnum árin með því að samþykkja svo mikið tollfrelsi og nærtæk- ara hefði verið að horfa á málin sömu augum og Norðmenn hafa gert til þessa. Nú mun um- fang heildarviðskipta við ESB breytast eftir að Bretland er farið úr sambandinu auk þess sem staða greinarinnar er allt önnur en menn höfðu vænst. Það er hins vegar mikilvægt að þegar fjallað er um umhverfi einnar mikilvægustu at- vinnugreinar landsins sé það gert út frá stað- reyndum og samanburði sem á sér stoð í raun- veruleikanum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) virðist hins vegar oftar en ekki að bera saman epli og appelsínur, líkt og Erna hefur margoft bent á. Það er ekki þeim fé- lagsskap til framdráttar að berjast þannig gegn heildar- hagsmunum Íslendinga í skiptum fyrir stundargróða. Ís- lendingar sjá í gegnum meinta umhyggju FA fyrir neytendum. Allra hagur er að starfsumhverfi landbúnaðarins sé öruggt því einungis þannig er fæðuöryggi þjóðarinnar tryggt. gunnarbragi@althingi.is Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Erna skrifar um „týndu samningana“ Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og formaður þingflokks Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.