Morgunblaðið - 08.02.2021, Blaðsíða 6
Ferðalag grágæsarinnar
ÍSLAND
Mars 2018
Október 2020
Desember 2020
Maí 2020
DANMÖRK
SKOT-
LAND
NOREGUR
Júlí 2018
Apríl 2019
Blönduós
Merkt í
júlí 2017
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íslenska grágæsin NAV sem merkt
var á Blönduósi sumarið 2017 sást rétt
fyrir áramótin á Norður-Jótlandi. Er
þetta í fyrsta skipti sem íslensk grá-
gæs sést í Danmörku, svo vitað sér, að
sögn Arnórs Þóris Sigfússonar, dýra-
vistfræðings hjá Verkís, sem staðið
hefur fyrir merkingum íslenskra grá-
gæsa og fylgst með ferðum þeirra.
NAV sást á hefðbundnum vetrar-
stöðvum íslenskra gæsa á Skotlandi
veturinn eftir að hún var merkt og á
heimaslóðum á Blönduósi sumrin 2018
og 2019. Arnór telur líklegast að hún
hafi verið í Skotlandi síðustu tvo vetur
þótt ekki hafi borist tilkynningar um
það.
Hluti stofnsins í Noregi
Arnór frétti svo af NAV á Mæri og í
Raumsdal og í Þrændalögum í Noregi
í maí og október í fyrra. Nú hefur
hann fengið upplýsingar um að hún
hafi sést í Ålbæk á Norður-Jótlandi í
Danmörku 30. desember sl. Það eru
óvenjulegar slóðir íslenskra gæsa. Tel-
ur Arnór ekki ólíklegt að NAV sé flutt
til Noregs og hafi farið suður til Dan-
merkur með norskum gæsum. Ekki er
óvanalegt að þær séu á þessum slóðum
þegar kalt er í Noregi þótt flestar eigi
vetrarstöðvar í Suður-Evrópu.
Þegar farið var að merkja íslenskar
gæsir kom í ljós að þær fara eitthvað
til Noregs og telur Arnór að einhver
hundruð íslenskra gæsa eigi þar vetr-
arstöðvar. Íslensku gæsirnar eru að-
eins frábrugðnar þeim norsku í útliti
og hafa stofnanir verið að mestu að-
skildir.
Á myndum sem hann hefur fengið
frá Noregi og Danmörku virðist NAV
vera ein á ferð þó ekki sé útilokað að
hún hafi tekið saman við norskan
gassa og eignast fjölskyldu með hon-
um.
Ekki heyrst frá einni
Merkingar grágæsa eru mikilvægur
liður í mati á stofnstærð. Þær gefa til
kynna hvar stofninn heldur sig.
Ákveðnir erfiðleikar eru við að telja
íslensku gæsirnar í Bretlandi því ekki
er hægt að aðgreina þær frá þeim
bresku og líklega blandast þær líka
saman.
Auk merkinga eins og er á NAV
sem byggjast á því að fugla-
áhugamenn geti lesið táknin eru fest-
ir sendar á nokkrar gæsir. Nú eru tíu
þannig gæsir á ferð. Níu þeirra eru í
Skotlandi, aðallega Orkneyjum, en
ein er með vetrarstöðvar í Þykkvabæ.
Aðeins ein gæsin hefur ekki látið
heyra í sér að undanförnu en Arnór
er þó ekki úrkula vonar um að það
gerist.
Íslensk grágæs sést nú í
fyrsta skipti í Danmörku
Dýravistfræðingur telur að NAV gæti verið flutt til Noregs
Ljósmynd/Jens Kirkeby
Heimsókn Íslenska grágæsin NAV flaug með norskum vinum sínum og hef-
ur verið á beit á túnum danskra bænda í Ålbæk á Norður-Jótlandi.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Svokölluð macros-talning, sem snýst
um það að fylgst er með því hversu
mörg grömm einstaklingur fær af
orkuefnunum próteinum, kolvetnum
og fitu yfir daginn, hefur notið auk-
inna vinsælda
hérlendis síðast-
liðið ár en Lilja
Guðmundsdóttir
næringarfræð-
ingur segir að að-
ferðin geti verið
varhugaverð.
Lilja segir að
macros-talning
hafi sína kosti og
galla og geti nýst
sumum vel. Í
mörgum tilvikum geti hún þó, eins og
öll önnur ytri stýring á fæðuinntöku,
ýtt undir óheilbrigt samband við mat
og í verstu tilvikunum leitt til átrask-
ana. Aukning hefur orðið á því að ein-
staklingar leiti til átröskunarteyma
og næringarfræðinga vegna átrask-
ana og óheilbrigðs sambands við mat
sem hófst með macros-talningu.
„Undanfarinn er þetta óheilbrigða
samband við mat. Ef það ágerist get-
ur það leitt til átraskana sem er nátt-
úrulega mjög alvarlegt,“ segir Lilja.
Óheilbrigt samband við mat ein-
kennist m.a. af tíðum megrunarkúr-
um, kvíða sem fylgir neyslu á
ákveðnum matvælum, stífum reglum
þegar kemur að mat og hreyfingu,
samviskubiti og niðurrifi í kjölfar
máltíða, þráhyggjuhugsunum um
mat, útlit og þyngd.
Með ytri stýringu á fæðuinntöku
er átt við utanaðkomandi reglur um
hvað, hvenær og hversu mikið við-
komandi má borða. Önnur dæmi um
slíka ytri stýringu eru t.d. að fylgja
matarplönum, föstur, ketó og annað
mataræði þar sem ákveðnar fæðu-
tegundir eru útilokaðar án þess að
óþol eða ofnæmi sé til staðar.
Margir horfa ekki á gæðin
Lilja telur sérstaklega mikilvægt
að foreldrar sem fylgi ákveðinni ytri
stýringu á fæðuinntöku hafi í huga að
slíkt geti haft áhrif á börn sem fylgist
með foreldrum sínum og líti upp til
þeirra.
„Ef við horfum á macros-talningu
út frá öllum hliðum þá getur hún t.d.
hjálpað fólki að borða nóg, sérstak-
lega þeim sem eru í mikilli þjálfun.
Einnig getur hún verið gagnleg fyrir
fólk til þess að læra inn á orku- og
næringargildi matvæla og samsetn-
ingu máltíða. Hin hliðin á peningnum
er hins vegar sú að margir horfa ekki
á gæði matvælanna sem þeir neyta,
orkuskerðingin getur verið of mikil
og getur ágerst eftir því sem líður á.
Einnig er orkuþörf hvers og eins
breytileg milli daga. Það geta því
myndast ákveðin vandamál þegar
fólk reynir að uppfylla ákveðinn
ramma daglega og vinna með sömu
orkuinntöku þegar orkuþörf er í raun
breytileg,“ segir Lilja.
„Það er því mikilvægt að einstak-
lingsmiðuð nálgun sé höfð í forgrunni
þegar kemur að því að meta hvort
slík aðferð henti einstaklingnum,
ásamt því að umræðan um mögu-
legar neikvæðar afleiðingar sé opin,“
segir Lilja.
Hún bendir á að macros-talning sé
ekki það eina sem geti ýtt undir
óheilbrigt samband við mat. „Megr-
un í bland við neikvæða líkamsímynd
er einn af stærstu áhættuþáttunum
fyrir því að þróa með sér átröskun .
Ekki allir sem fara í megrun þróa
með sér átröskun en allir sem eru
með átröskun hafa á einhverjum
tímapunkti farið í megrun,“ segir
Lilja.
Getur ýtt undir
óheilbrigt sam-
band við mat
Talning orkuefna sem einstaklingar
innbyrða nýtur aukinna vinsælda
Lilja
Guðmundsdóttir
Góð þjónusta í tæpa öld
10%afslátturfyrir 67 ára
og eldri
Leifur S. Garð-
arsson, skóla-
stjóri í Ás-
landsskóla í
Hafnarfirði, er
kominn í ótíma-
bundið veik-
indaleyfi frá
skólanum og
aðstoðar-
skólastjóri tek-
inn við stöðu
hans. Rósa Guðbjartsdóttir, bæj-
arstjóri í Hafnarfirði, staðfesti
þetta við Morgunblaðið í gær.
Rósa sagði málið í skoðun en
kvaðst ekki mundu tjá sig að
öðru leyti um málið.
Ráðstöfunin er tengd því að
nýverið var Leifur, sem hefur
einnig starfað sem körfubolta-
dómari, tekinn af dómaraskrá hjá
Körfuknattleikssambandi Íslands.
Það var gert vegna óviðeigandi
skilaboða sem Leifur sendi leik-
manni í meistaraflokki kvenna
eftir að hafa dæmt leik hjá við-
komandi leikmanni.
Aðrar ásakanir um óviðeigandi
kynferðisleg skilaboð af hálfu
Leifs komu fram á vef Vísis í
gær.
Sendur í leyfi vegna
óviðeigandi skeytis
Víkur sem skólastjóri vegna
hegðunar sem körfuboltadómari
Leifur
Garðarsson
Fyrsta löndun loðnu á Fáskrúðs-
firði í ár átti sér stað í gær þegar
norska skipið Kings Bay kom með
460 tonn af loðnu.
Á miðunum fyrir utan fjörðinn
voru nokkur norsk skip að veiðum
og samkvæmt fréttaritara Morg-
unblaðsins á Fáskrúðsfirði fiska
þau vel.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra,
undirritaði á föstudagsmorgun
reglugerð um veiðar á loðnu í sam-
ræmi við ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar.
Reglugerðin heimilar íslenskum
skipum að veiða 69.834 tonn af
loðnu. Skip annarra ríkja fá heim-
ild til veiða á rúmlega 57 þúsund
tonnum eða um 45% af heildarafla.
Fyrsta löndun loðnu á Fáskrúðsfirði