Morgunblaðið - 08.02.2021, Side 12

Morgunblaðið - 08.02.2021, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021 HRÖKKBRAUÐ 8. febrúar 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.27 Sterlingspund 176.95 Kanadadalur 100.97 Dönsk króna 20.831 Norsk króna 15.032 Sænsk króna 15.307 Svissn. franki 143.1 Japanskt jen 1.2223 SDR 185.28 Evra 154.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.6462 Hrávöruverð Gull 1808.55 ($/únsa) Ál 1979.5 ($/tonn) LME Hráolía 59.17 ($/fatið) Brent ● Útluftningur á vörum frá Bretlandi til Evrópusambandsins dróst saman um 68% í janúarmánuði. Koma þessar tölur frá samtökum flutningafyrirtækja, RHA, en bresk stjórnvöld hafa ekki getað stað- fest samdráttinn og fullyrða að röskun á vöruviðskiptum hafi verið sáralítil. Reuters segir að samdrátturinn stafi einkum af þeim truflunum sem urðu á gangi viðskipta um áramótin þegar Bret- land kvaddi Evrópusambandið end- anlega. Eftir útgöngu Bretlands hefur flækjustig flutninga aukist og sum fyrir- tæki átt fullt í fangi með að ganga rétt frá tollaskýrslum og heilbrigðisvott- orðum. Bætist það við þá erfiðleika sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað. Í yfirlýsingu breskra stjórnvalda um málið segir að vöruflutningar til og frá Evrópu séu nú nokkurn veginn eins og í eðlilegu árferði. ai@mbl.is Skarpur samdráttur varð í kjölfar Brexit Aðlögun Breskir útflytjendur hafa þurft að breyta vinnubrögðum sínum. AFP STUTT VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Íslensk fyrirtæki standa mörg frammi fyrir því að safna miklu magni gagna í gegnum mismun- andi kerfi og eiga í erfiðleikum með að sjá heildarmyndina af rekstrinum. Bjarki Ásbjarnarson, hugbúnaðarverk- fræðingur og framkvæmda- stjóri Hugfimi, segir mun hag- stæðara en margur heldur að setja upp sjálfvirka ferla sem gefa þessa heildarmynd. Hugfimi sér- hæfir sig í gagnasamþættingu og öflun gagna úr mismunandi áttum sem svo eru sett fram á þægilegan og auðskilj- anlegan máta. Aðalvara fyrirtækis- ins er eignayfirlitskerfið EYK sem er sérsniðið til að sameina og halda utanum gögn eigna. Kerfið er t.d. notað af Orkuveitu Reykjavíkur til að halda utan um gögn virkjana og borhola en þessara gagna er aflað frá mörgum ólíkum kerfum og frá ýmsum aðilum. „Almenn vitundarvakning hefur átt sér stað í atvinnulífinu um að æskilegt sé að gögnum sé safnað. Víða fer þessi söfnun fram í stórum stíl og ný gögn verða til í sífellu í hinum og þessum kerfum. Það sem vill vanta upp á er að gögnin séu unnin, sett fram á skil- merkilegan hátt og séu aðgengileg þeim sem þau varða, hvort sem það eru starfsmenn eða viðskipta- vinir. Í rekstrarumhverfi nútímans, þar sem hraðinn er mikill og álag oft talsvert, er mikið virði í því að ekki þurfi að leita uppi nýjustu gögn heldur séu þau birt þeim sem þau varðar. Slík birting getur verið í formi sjálfvirkra morgunpósta, vaktara sem senda skilaboð við ákveðin skilyrði eða birting beint út á vefinn.“ Miðlun gagna til að sjá árangurinn og vandamálin Bjarki nefnir að breytt landslag atvinnurekenda auki þörfina fyrir rétta öflun og miðlun gagna. „Nú þegar sýnt þykir að fjarvinna muni verða mun algengari er enn brýnna að alls kyns upplýsingar úr rekstri fyrirtækja séu aðgengileg- ar og vel uppsettar svo starfsfólk hafi góða yfirsýn hvar sem það kýs að sinna vinnu sinni.“ Í tilviki Hugfimi felst þjónustan ekki síst í því að veita fyrirtækjum leiðsögn og ráðgjöf um hvaða gögnum þarf að safna og miðla; hvað það er sem mestu skiptir að miðla hratt og vel til starfsfólks og hvaða upplýsingar í gögnunum þarf að kjarna svo þau nýtist sem best. Bjarki segir m.a. hægt að sýna viðskiptavinum þessar upplýsingar til að koma til skila umsvifum, fag- mennsku og jákvæðum áhrifum starfseminnar eða að setja gögnin þannig fram að þau hvetji starfs- fólkið til dáða og sýni þeim árang- ur vinnu sinnar frá degi til dags: „Það getur haft jákvæð áhrif á af- köst og líðan starfsmanna að sjá svart á hvítu hvernig vinna þeirra gerir gagn og geta séð hvernig rekstrinum vindur fram oftar en í ársfjórðungsuppgjörum. Gögnin geta líka vísað starfsfólki leiðina við að bæta störf sín enda getur söfnun og miðlun gagna í rauntíma veitt dýrmæta endurgjöf og sýnt hvar skórinn kreppir.“ Hvað á að gera við gögnin? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hafsjór Gögn verða til á ótal stöðum í starfsemi fyrirtækja og stofnana en ekki alltaf að því hlaupið að koma auga á þau gögn sem skipta máli og miðla þeim á réttan stað. Viðskiptavinur afgreiddur í verslun í Kringlunni.  Eitt er að safna gögnum úr rekstrinum og annað að greina þau og miðla svo að þau nýtist starfsfólki og viðskiptavinum  Lausnirnar þurfa ekki að vera flóknar Bjarki Ásbjarnarson Alþjóðavísitala MSCI, sem vaktar þróun hlutabréfaverðs í 50 löndum, styrktist um 4,35% í síðustu viku og hefur aldrei mælst hærri. Banda- rísk hlutabréf vega mjög þungt í vísitölu MSCI og segir Reuters að einkum megi tengja hækkunina við bjarstýni hjá fjárfestum sem vænta þess að ráðamenn í Washington muni leggja mikið kapp á að örva hagkerfi Bandaríkjanna og eins að erfiðasta skeið kórónuveirufarald- ursins verði senn að baki. Er útlit fyrir að Bandaríkjaþing muni á komandi vikum samþykkja 1.900 milljarða dala örvunarpakka Joe Biden og að demókratar geti komið frumvarpi þess efnis í gegnum þingið án atkvæða repúblikana. Bjartsýni á mörkuðum varð m.a. til þess að olíuverð hækkaði vegna væntinga um vaxandi eftirspurn og fór heimsmarkaðsverðið á Brent- hráolíu yfir 59 dala markið á föstu- dag. Bjartsýnin virðist áberandi mest á bandarískum markaði og virðast fjárfestar ekki hafa látið það á sig fá þó að nýjar vinnumarkaðstölur sýni að atvinnuleysi í nóvember og desember var meira en áður var talið og að fjölgun starfa í janúar var minni en hafði verið spáð. Virð- ast erfiðleikar á vinnumarkaði einkum bundnir við smásölu, af- þreyingu, ferðaþjónustu og heil- brigðisþjónustu sem eru þeir geirar sem hafa orðið fyrir mestum skakkaföllum í faraldrinum. Binda fjárfestar vonir við að viðsnúningur verði í þessum greinum eftir því sem fleiri láta bólusetja sig gegn kórónuveiru. Þá lofa nýjustu rekstrartölur frá fjórða ársfjórðungi góðu og urðu til þess að bæði Nasdaq og S&P 500 vísitölurnar slógu ný met. Evrópska STOXX 600 vísitalan styrktist um 3,5% í liðinni viku sem er mesta vikuhækkunin síðan í nóv- ember. ai@mbl.is AFP Uppleið Á Wall Street virðist fólk reikna með viðsnúningi von bráðar. Verðbréf í hæstu hæðum á heimsvísu  Bjartsýni einkennir Banda- ríkjamarkað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.