Morgunblaðið - 08.02.2021, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021
Í það minnsta sjö eru látnir og á ann-
að hundrað saknað eftir gríðarmikið
flóð í Himalajafjöllum á norðurhluta
Indlands í gær. Talið er að flóðið hafi
farið af stað þegar stórt stykki
brotnaði úr jökli og féll í á. Flóðið
flæddi í gegnum dal í Uttarakhand-
fylki. Þorp á svæðinu voru rýmd.
„Þetta gerðist mjög hratt, það
gafst enginn tími til að gera neinum
viðvart,“ sagði Sanjay Singh Rana,
sem býr nærri Dhauli Ganga-ánni.
Trivendra Singh Rawat, fylkisstjóri
Uttarakhand, sagði í gær staðfest að
125 manns væri saknað og tölurnar
gætu hækkað. Þá sagði hann að
vatnsyfirborðið væri einum metra
hærra en vanalega, en rennslið færi
minnkandi.
Björguðu 16 manns
Flestir þeirra sem er saknað voru
við störf við tvær virkjanir á svæð-
inu. Singh Rawat sagði lögregluna
og herinn „gera sitt besta til að
bjarga lífum starfsmannanna“. Lög-
reglustjóri Uttarakhand, Ashok
Kumar, sagði að óttast væri að fleiri
en 50 einstaklingar sem voru við
störf í virkjun á svæðinu væru látnir.
Hann sagði þó að einhverjum starfs-
mönnum hefði verið bjargað. Björg-
unarsveit tókst að bjarga 16 starfs-
mönnum sem höfðu verið fastir inni í
göngum sem höfðu fyllst af rusli. Þá
voru hundruð hermanna sendir á
svæðið ásamt herþyrlum.
Forsætisráðherra Indlands, Na-
rendra Modi, sagðist fylgjast með
aðstæðunum. „Landið biður fyrir ör-
yggi allra á svæðinu,“ skrifaði hann á
Twitter í gær.
Enginn veit hvað það var ná-
kvæmlega sem olli flóðinu. Sérfræð-
ingar segja þó mögulegt að stórt jök-
ulbrot hafi brotnað frá jöklinum, sem
gæti verið rakið til hækkunar í hita-
stigi, svo gífurlegt magn vatns
braust út. Það gæti hafa valdið snjó-
flóðum sem bera með sér bæði steina
og leðju.
Umhverfissamtök hafa kallað eftir
endurskoðun á virkjunarfram-
kvæmdum í fjöllunum, sem eru vist-
fræðilega viðkvæm, eftir hörmung-
arnar í gær.
Á annað hundrað saknað
Gríðarmikið flóð braust út í Uttarakhand-fylki á Norður-Indlandi eftir að jökul-
brot úr Himalaja-fjöllunum lenti á stíflu Á annað hundrað manns er saknað
Bóndakona frá Cuenca í Ekvador greiðir at-
kvæði sitt í forsetakosningunum í Ekvador. Í
gær opnuðu kjörstaðir þar í landi og þá hófst
fyrsta umferð forsetakosninganna. Seinni um-
ferð á að eiga sér stað 11. apríl næstkomandi svo
enn er langt í að skorið verði úr um hver taki við
af forsetanum Lénin Moreno. Með efnahagslífið í
molum segjast margir kjósendur vera upptekn-
ari af daglegu lífi sínu en af stjórnmálum.
AFP
Forsetakosningar í Ekvador hófust í gær
George Shultz,
fyrrum utanrík-
isráðherra, fjár-
málaráðherra og
atvinnumála-
ráðherra Banda-
ríkjanna, lést í
fyrradag 100 ára
að aldri.
Shultz er
einna frægastur
fyrir að hafa komið á betri sam-
skiptum milli Ronalds Reagan
Bandaríkjaforseta og Gorbatsov,
aðalritara Sovétríkjanna, í tíð
sinni sem utanríkisráðherra, og
þannig hjálpað til við að binda
enda á kalda stríðið. Shultz var
viðstaddur leiðtogafundinn í Höfða
árið 1986.
Shultz fæddist þann 13. desem-
ber árið 1920 og útskrifaðist úr
Princeton-háskóla áður en hann
gekk til liðs við bandaríska herinn.
Hann tók við embætti ráðherra
atvinnumála í Bandaríkjunum árið
1969 í valdatíð Richards Nixon.
Árið 1972 var hann skipaður
fjármálaráðherra og gegndi hann
því starfi til 1974. Hann starfaði
síðan ekki aftur fyrir Bandaríkja-
stjórn fyrr en árið 1982, þá sem
utanríkisráðherra.
BANDARÍKIN
George Shultz lát-
inn 100 ára að aldri
George Shultz
Kafaldsbylur skall á Hollandi í gær,
sá fyrsti í meira en áratug, að sögn
veðurfræðinga. Bylurinn hafði tölu-
verð áhrif á samgöngur og urðu
miklar tafir á umferð vegna hans.
Þá var Eindhoven-flugvellinum lok-
að vegna bylsins sem og lest-
arteinum sem liggja til Þýskalands.
Að auki var öllum skimunar-
stöðvum fyrir Covid-19 einnig lok-
að vegna veðursins.
Rauð veðurviðvörun var gefin út
í Hollandi fyrir allan sunnudaginn
en þar var mikil ofankoma og
vindasamt allan daginn. Viðbúið er
að áfram verði kalt í Hollandi, en
um 10 stiga frosti er spáð næstu
daga. Kuldakastið er afleiðing af
storminum Darcy, sem hefur einnig
herjað á hluta Bretlandseyja.
HOLLAND
Fyrsti kafaldsbyl-
urinn í áratug
Stærstu mótmæli í Mjanmar í
meira en áratug áttu sér stað í gær.
Tugþúsundir mótmæltu valdaráni
hersins og kröfðust lausnar hins
kjörna leiðtoga Mjanmar, Aung San
Suu Kyi. „Við viljum ekki einræði
hersins. Við viljum lýðræði,“ hróp-
aði fjöldinn í borginni Yangon. Mót-
mæli voru þá einnig haldin í meira
en tug annarra borga.
Frá 1962 og fram til 2011 réðu
hernaðarstjórnir í Mjanmar, áður
þekkt sem Búrma, með járnhnefa.
Fyrir 6 árum var von um breyt-
ingar, að sögn CNN, en þá stofnaði
Suu Kyi, friðarverðlaunahafi Nóbels
og fyrrverandi pólitískur fangi,
fyrstu borgaralegu ríkisstjórnina.
Það breyttist allt þegar herinn
náði völdum síðasta mánudag og
handtók Suu Kyi og lokaði fyrir
netþjónustur. Kynnir á fréttarás í
eigu hersins tilkynnti þá að hers-
höfðinginn Min Aung Hlaing stýrði
nú landinu.
Herinn náði völdum eftir að hafa
haldið því fram, án sannana, að
kosningarnar í nóvember væru
byggðar á svikum. Herinn hefur
ekki enn tjáð sig um vaxandi and-
stöðu við valdaránið sem átti sér
stað síðasta mánudag en ráðamenn
hafa lýst yfir áralöngu neyðar-
ástandi.
Suu Kyi og æðstu leiðtogar Lýð-
ræðisflokksins, þar á meðal Win
Myint forseti Mjanmar, hafa verið
sett í stofufangelsi.
Í Yangon klæddist fólk rauðum
bolum og hélt á rauðum blöðrum,
einkennislit flokks Suu Kyi, meðan
bílar og rútur hægðu á sér til að
flauta til stuðnings mótmælendun-
um. Margir höfðu þrjá fingur á lofti
en það er tákn andófs forræðis-
hyggju á svæðinu.
Stærstu mótmæli
í meira en áratug
Tugþúsundir mótmæltu valdaráni
AFP
Fingur Konur í Yangon halda uppi
þremur fingrum til að tákna andóf.