Morgunblaðið - 08.02.2021, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stjórn-arformaðurfélagsins
Betri samgangna
ohf., Árni Mathie-
sen, sem heldur ut-
an um borgarlínu-
verkefnið, segir að
þeir sem að verkefninu standa
verði dæmdir af þremur atrið-
um: „Í fyrsta lagi að tímasetn-
ingar standist. Í öðru lagi að
kostnaðaráætlun standist og í
þriðja lagi að markmið um
samgönguhegðun náist. Og
þetta síðasta er lykilatriði í
verkefninu í heild.“ Allt er
þetta rétt og óvenjuleg hrein-
skilni að leggja spilin á borðið
með þessum hætti því að oftar
en ekki vilja menn ákveða eftir
á hvaða mælistikur á að leggja
á verk þeirra.
Þessar mælistikur eru ekki
aðeins nothæfar til að meta
borgarlínuna að einhverjum
tíma liðnum, verði anað áfram í
það verkefni, þær eru einnig
gagnlegar til að meta það sem
gert hefur verið í samgöngu-
málum á höfuðborgarsvæðinu
síðasta áratuginn eða svo.
Borgarlínan á að auka mjög
notkun almenningssamgangna,
úr 4% af heildarferðum í 12%
ferða. Líkurnar á að þetta tak-
ist hlýtur að verða að skoða í
samhengi við það að fyrir um
áratug var ákveðið, í samstarfi
þáverandi vinstri meirihluta í
borginni og vinstri stjórnar-
innar í landsmálum, að slá á
frest brýnum framkvæmdum í
samgöngumálum á svæðinu en
setja í staðinn einn milljarð til
viðbótar árlega í að efla al-
menningssamgöngur, það er að
segja strætisvagnana. Þessi ár-
legi viðbótarmilljarður hefur
engum árangri skilað. Hlutfall
þeirra sem velja strætó er það
sama og var en ætlunin var að
milljarður árlega yrði til þess
að hækka þetta hlutfall umtals-
vert. Í staðinn hafa tafir á
framkvæmdum valdið umferð-
arteppum sem fara síversn-
andi. Það sem gert hefur verið
hingað til hefur því ekki staðist
þá mælistiku sem að ofan er
nefnd og flokkast undir augljós
mistök.
Þessi árlegi milljaður bætist
við það fé sem fyrir var sett í
rekstur strætó, en farþega-
tekjurnar stóðu árið 2019 undir
um þriðjungi kostnaðar, sem
nam sjö milljörðum króna það
ár. Af fréttum að dæma má
ætla að afkoman hafi verið enn
verri í fyrra. Þar kenna stjórn-
endur Strætó kórónuveirufar-
aldrinum um og hefur hann ef-
laust haft talsverð áhrif. Annað
sem einnig hafði áhrif og mun
að líkindum hafa vaxandi áhrif
eru rafknúnu hlaupahjólin sem
sprottið hafa upp eins og gor-
kúlur í borgarlandinu síðast-
liðið ár.
Sá nýi sam-
göngumáti mun án
efa draga verulega
úr notkun almenn-
ingssamgangna til
framtíðar. Áætl-
anir borgarlín-
unnar, að því marki
sem þær liggja fyrir, taka ekki
tillit til þessa enda er þar um að
ræða stórkarlalega, þunglama-
lega og gamaldags hugmynd í
stað þess að horft sé á nýja
tækni og raunhæfar lausnir.
En vandinn við borgarlínuna
er líka sá að útfærð rekstrar-
áætlun hennar liggur ekki fyrir
og heildaráætlun um fjárfest-
ingar og rekstur almennings-
samgöngukerfisins í saman-
burði við aðrar lausnir hefur
ekki verið gerð. Fyrir liggur til
dæmis að áfram þarf að reka
strætisvagnakerfi og fram hef-
ur komið að rekstrarkostnaður
Strætó kunni að aukast um tvo
milljarða króna á ári vegna
borgarlínunnar.
Heildarmynd borgarlínu-
hugmyndarinnar og saman-
burður við aðra kosti liggur
alls ekki fyrir. Þá liggur ekki
fyrir hvað gerist ef borgarlínan
skilar engum eða litlum ár-
angri í því að fjölga þeim sem
nota almenningssamgöngur.
Þá er augljóst að umferðartafir
verða enn verri en nú er þar
sem búið verður að þrengja
enn meira að langvinsælasta
ferðamátanum, fjölskyldubíln-
um. Víða verður búið að taka
aðra akreinina af þeim 75%
sem nota þann ferðamáta til að
bæta við borgarlínubraut sem
mögulega mun ekki skila
neinni aukningu í notkun. Og
það er að minnsta kosti ljóst að
notkun almenningssamgangna
þarf að aukast gríðarlega til að
vega upp á móti þeirri þreng-
ingu sem verður á götum fyrir
fjölskyldubíla.
Um leið og hægt er að taka
undir að borgarlínuverkefnið,
ásamt þeim sem fyrir því hafa
barist og að því standa, verði
metið út frá þeim þremur
mælistikum sem stjórnar-
formaður Betri samgangna
nefnir er ljóst að það verður til
lítils ef þetta risaverkefni fer
illa. Það mun ekki leysa sam-
gönguvandann eftir fimm eða
tíu ár að geta bent á að tafir
hafi orðið, að kostnaður hafi
verið meiri eða að færri hafi
notað borgarlínuvagnana en
stefnt hafi verið að. Þeir sem
árið 2030 sitja fastir í fjöl-
skyldubílum sínum og munu
þar að auki þurfa að greiða ný
veggjöld ofan á hækkað útsvar
eru engu bættari með að geta
bent á sökudólga. Það er gott
að hafa skynsamlegar mæli-
stikur, en þær geta aldrei rétt-
lætt að ráðist verði í vanhugs-
aðar og óraunsæjar
risaframkvæmdir.
Hugmyndir um borg-
arlínu eru vanhugs-
aðar og óraunsæjar
og taka ekki tillit til
nýjustu tækni}
Mistök og mælistikur
N
ú er liðið tæpt 31 ár frá því bjór
var leyfður á Íslandi, en hann
hafði þá verið bannaður í rúm 70
ár. Sjálfsagt myndu fáir vilja
banna hann á ný í dag og
þrengja þannig að valfrelsi einstaklinga. Það er
hins vegar rétt að hafa í huga að afnám bjór-
bannsins varð ekki til af sjálfu sér. Til þess
þurfti dugmikla baráttu manna og kvenna sem
kusu að treysta því að Íslendingar gætu sjálfir
tekið ákvörðun um eigið líf, þar með talið
drykkjarmenningu. Þarna var stigið skref í átt
að auknu frelsi. Öll slík skref skipta máli.
Á undanförnum áratug hefur smærri brugg-
húsum, handverksbrugghúsum, fjölgað mikið
um allt land. Þau eiga það sammerkt að leggja
áherslu á minni framleiðslu, gæði og sjálfstæði.
Samhliða þessari þróun hefur eftirspurn og
áhugi almennings á innlendri bjórframleiðslu
aukist verulega. Endurspeglast það meðal annars í um-
talsverðri fjölgun á íslenskum bjórtegundum. Fyrir utan
aukna fjölbreytni í vöruúrvali hafa húsin skapað ný störf
og nýja veltu í hagkerfinu okkar.
Í frumvarpi til breytinga á áfengislögum sem ég hef lagt
fram verður minni brugghúsum veitt leyfi til sölu áfengs
öls á framleiðslustað. Breytingin mun styrkja rekstur
smærri brugghúsa, sérstaklega á landsbyggðinni, sem
eiga erfitt með að koma vörum sínum að í ÁTVR. Áfram
gilda strangar reglur um leyfisveitingu og eftirlit og sveit-
arstjórnir munu hafa ákvörðunarvald um hvort smásala á
framleiðslustað fari fram innan sveitarfé-
lagsins. Ekki hefur náðst samstaða um breyt-
ingar á íslenskri netverslun.
Frumvarpið tekur mið af sjónarmiðum
þeirra sem vilja aukið frjálsræði í verslun með
áfengi sem og þeirra sem kjósa aðhaldssama
áfengisstefnu. Það felur ekki í sér tillögur um
breytingu á áfengisstefnu eða breyttum
áherslum í lýðheilsumálum. Á síðastliðnum ár-
um og áratugum hefur fjöldi sölustaða áfengis
aukist umtalsvert og á það bæði við um fjölda
verslana ÁTVR sem og fjölda vínveitingaleyfa.
Fjölgun útsölustaða hefur ekki haft í för með
sér samsvarandi aukningu á áfengisneyslu
þjóðarinnar.
Frumvarpið felur ekki bara í sér tæknilegar
útfærslur á því hvort og hvernig selji megi
áfengi, í þessu tilviki bjór, heldur er hér um
mikilvægt frelsismál að ræða. Við eigum að
treysta fólki til að taka ákvarðanir um eigið líf og það
þurfa að vera afskaplega góð rök fyrir því að skerða val-
frelsi almennings í þessum málum sem og öðrum. Rík-
isvaldið á ekki að ákveða hvað, hvort og hvernig lands-
menn neyta drykkjarfanga og það er ekkert sem kallar á
að reglur hér á landi séu mun strangari en annars staðar.
Það er nauðsynlegt að stíga skref sem þessi, þau eru mik-
ilvæg og mættu vera fleiri, jafnvel þótt þau séu smá.
aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Lítil en mikilvæg skref
Höfundur er dómsmálaráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Gjaldið sem rennur af laun-um stúdenta sem vinnasamhliða námi í atvinnu-leysistryggingasjóð er lík-
lega frekar komið frá konum en körl-
um. Því er kynjunum óbeint
mismunað þegar stúdentum er neit-
að um atvinnuleysisbætur. Það fer
ekki saman við jafnréttislög og lög
um opinber fjármál. Þetta er á meðal
þess sem kemur fram í meist-
araritgerð Jónu Þóreyjar Péturs-
dóttur í lögfræði í Háskóla Íslands
sem hún varði í byrjun árs. Hún segir
ritgerðina leiða í ljós að kerfið í
kringum framfærslu stúdenta sé göt-
ótt og kallar hún eftir því að stjórn-
völd stoppi í götin með endurskoðun
á því.
Í ritgerðinni kemur fram að
stúdentar mynda um 8,5% af vinnu-
afli Íslands og greiða launagreið-
endur í atvinnuleysistryggingasjóð af
launum stúdentanna. Samt sem áður
eiga þeir ekki rétt á atvinnuleysis-
bótum ef þeir missa vinnuna. 14-15%
stúdenta hérlendis, eða tæplega
3.000 manns, eru í fullu starfi sam-
hliða námi en þeir eiga flestir ekki
heldur rétt á atvinnuleysisbótum ef
þeir missa vinnuna. „Það er rosalega
stórt gat í kerfinu,“ segir Jóna Þórey.
Mannréttindadómstóll Evrópu
(MDE) hefur metið það þannig að
þegar fólk greiðir eða stendur undir
gjöldum í ákveðna sjóði þá njóti það
eignarréttinda í þeim sjóðum. Jóna
svarar því þó ekki í sinni ritgerð
hvort stjórnvöld brjóti gegn eignar-
réttinum með því að neita stúdentum
um atvinnuleysisbætur.
„En ég kemst samt að þeirri nið-
urstöðu að það sé tilefni til að skoða
það miklu betur,“ segir Jóna Þórey.
Hún telur vandann í raun þrí-
þættan, stúdentar eiga hvorki rétt á
atvinnuleysisbótum né fjárhags-
aðstoð sveitarfélaganna á skólaárinu
og námslánakerfið er einnig tak-
markað, námslán eru einungis veitt
að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
„Það hefur því gerst að náms-
fólk er án allra fjárhagsúrræða. Það
fer gegn skyldum Íslands samkvæmt
alþjóðlegum samningum um að
tryggja fólki aðstoð og tryggja fólki
framfærslu. Okkur ber skylda til
þess að tryggja félagslegt öryggi,
okkur ber skylda til að tryggja fram-
færslurétt einstaklinga sem eru án
úrræða og við erum ekki að gera það
núna. Þannig að ég kemst að þeirri
niðurstöðu í minni ritgerð að það sé
fullt tilefni til þess að endurskoða
bæði reglur um fjárhagsaðstoð og at-
vinnuleysistryggingakerfið,“ segir
Jóna Þórey. Hún bendir á að konur
vinni frekar með námi en karlar og
að konur séu meirihluti stúdenta.
„Þær voru það líka þegar þessi
réttindi voru tekin af námsfólki árið
2010. Um 70% þeirra vinna með námi
en bara 60% karla. Gjaldið sem renn-
ur frá námsfólki í atvinnuleys-
istryggingasjóð er líklega frekar
komið frá konum sem þýðir að það er
verið að mismuna óbeint á milli
kynjanna þarna,“ segir Jóna Þórey
og heldur áfram: „Það er auðvitað
bannað samkvæmt jafnréttislögum.
Samkvæmt lögum um opinber fjár-
mál á að skipuleggja tekjur og út-
gjöld ríkisins þannig að þau stuðli að
jafnrétti kynjanna.“
Jóna Þórey starfaði sem forseti
Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ)
í upphafi kórónuveirufaraldursins.
Þá kallaði ráðið eftir rétti stúdenta til
atvinnuleysisbóta þar sem fjöldi
stúdenta leitaði til ráðsins í vonleysi
og án úrræða. Stjórnvöld samþykktu
ekki kröfu stúdenta um aðgengi að
atvinnuleysisbótum og ákvað Jóna að
skrifa ritgerðina þegar hún lauk
störfum fyrir SHÍ síðasta vor.
Hún hefur sent meistararitgerð-
ina á þrjú ráðuneyti og fengið svör
frá tveimur. „Ég sendi þeim tölvu-
póst með upplýsingum um að ég voni
að þetta gagnist þeim í að stoppa upp
í kerfi sem er augljóslega götótt,“
segir Jóna Þórey sem sækist eftir
forystusæti fyrir Samfylkinguna í
Suðvesturkjördæmi í þingkosningum
næsta haust.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stúdentar 14-15% stúdenta hérlendis eru í fullu starfi samhliða námi.
Óbein mismunun
birtist í bótakerfinu
Spurð hvað
hún hafi að
segja við
þeim full-
yrðingum
að réttur
stúdenta til
atvinnuleys-
istrygginga
væri í raun
bara til
þess gerður
að leyfa þeim að gera ekki
neitt vísar Jóna Þórey því á
bug og bendir á að 70% stúd-
enta vinni með skóla og 90%
þeirra vinni á sumrin. Hún
segir að stúdentar vilji vinna
til þess að geta staðið á eigin
fótum. Þá bendir Jóna Þórey á
að ströng skilyrði séu sett fyr-
ir því að fólk komist á atvinnu-
leysisbætur.
„Þetta snýst ekki um að fá
pening til þess að gera ekki
neitt. Þetta snýst um að vera
ekki fullkomlega úrræðalaus
þannig að þú getir staðið und-
ir eigin húsnæði og matarinn-
kaupum og að ekki eingöngu
þeir sem eigi eitthvert bak-
land geti komist í gegnum há-
skólanám. Þetta snýst svolítið
um jafnrétti til náms,“ segir
Jóna Þórey.
Snýst um
jafnrétti
90% VINNA Á SUMRIN
Jóna Þórey
Pétursdóttir