Morgunblaðið - 08.02.2021, Side 18

Morgunblaðið - 08.02.2021, Side 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021 15. janúar 2021 kom út skýrsla starfshóps um samspil vindorku og rammaáætlunar. Í henni eru tillögur að breytingum á lögum nr. 48/2011, um vernd- ar- og orkunýting- aráætlun, „til að stuðla að skýrara, gagnsærra og einfaldara reglu- verki fyrir sjálfbæra nýtingu vindorku“, eins og það er orð- að. Skýrslan er tekin saman að beiðni umhverfis- og auðlindaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarraðherra og samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra. Skýrsluna samdi sameiginlegur starfshópur fram- angreindra þriggja ráðuneyta. Starfshópurinn gerir ráð fyrir þremur flokkum landssvæða með til- liti til vindorku þ.e. flokkum I, II og III, byggt á náttúrufari. Því er lýst í skýrslunni og sé ég ekki ástæðu til að fjalla nánar um það hér. Tegundir vindrafstöðva Ég hef vanist því að vindorka sé skilgreind sem hreyfiorka loft- streymis sem á sér stað náttúrulega í lofthjúpi jarðar þ.e. vindsins. Vindrafstöðvar framleiða raforku með því að nota vindorku til að snúa vindmyllum með spöðum. Þegar vindur blæs framhjá snúandi vind- myllu grípa spaðar hennar hreyfiorku vindsins og breyta í vélræna orku. Þessi snúningur snýr skafti sem teng- ist gírkassa og eykur snúningshraða 100 falt. Þar snýst rafall sem fram- leiðir græna raforku. Ekki er eðlisfræðilegur munur á grænni raforku frá vindrafstöðvum annars vegar og grænni raforku frá vatnsafls- eða jarðvarmavirkjunum hins vegar, en stjórnun og stýring þessara þriggja tegunda raf- orkuframleiðslu er mismunandi. Um er að ræða þrjá stærðarflokka vindrafstöðva: 1. Stakstæðar vindrafstöðvar undir 100 kW, ósjaldan með viðtengdum rafhlöðum. Þær eru notaðar til að knýja afsíðisliggjandi mælibúnað, heimili, býli eða smáfyrirtæki. 2. Vindrafstöðvar á landi sem eru að stærð frá 100 kW upp í 5 MW og allt að 250 m að hæð. Raforkan er afhend inn á raforkunetið og dreifð til endanotanda af flutn- ingsfyrirtæki og dreifi- fyrirtækjum. 3. Vindrafstöðvar á hafi, venjulega á land- grunni og tengdar við raforkunetið. Þær eru yfirleitt kraftmeiri en vindrafstöðvar á landi, en stærstu vindraf- stöðvar þessarar gerðar eru allt að 14 MW og 260 m að hæð. Vindrafstöðvar í flokkum 2 og 3 eru nánast eingöngu 3ja spaða. Fyrrnefnd skýrsla starfshópsins fjallar eingöngu um vindrafstöðvar í flokki 2, en hvorki er minnst á flokk 1 né 3. Það kemur kannski ekki á óvart því nánast allar umsóknir, sem nú liggja fyrir um heimild til að reisa vindrafstöðvar, tengjast flokki 2. Samrekstur við vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir Á bls. 14 í skýrslunni er fjallað um samrekstur vindrafstöðva við þær vatnsafls- og jarðvarmastöðvar sem fyrir eru í kerfinu og eru í eigu Landsvirkjunar og annarra raforku- fyrirtækja. Óverulegar samrekstrarhorfur eru við jarðvarmavirkjanir, en þær keyra stöðugt langtímum saman á grunn- afli. Landsvirkjun er með markaðslega einokun á hinu sveigjanlega vatnsafli en allar núverandi vatnsaflsvirkjanir á Íslandi eru í þeirra eigu og ekki neinar áætlanir um virkjun vatnsafls í gangi hjá öðrum aðilum. Fyrir nokkrum árum skoðaði ég hvað núverandi vatnsaflskerfi gæti bakkað upp mikið vindafl með sam- rekstri. Niðurstaðan var að miðað við að vindrafstöðvar gætu skaffað orku með 40% nýtni þá verður ekki hægt að komast að kerfinu nema með 33% nýtni allt upp að 500 MW vindafli og aðeins í 21% með afl þar umfram. Þetta mundi lækka arðsemi vind- orkuvera sem því nemur. (https://2veldi.files.wor- dpress.com/2016/04/wind-power-in- iceland.pdf). Þessar nýtnitölur segja að vatnsaflskerfið getur ekki alltaf stutt vindrafstöðvar enda þurfa þær sjálfar aðstoð ef vatnsrennsli bregst. Samkvæmt þriðja áfanga Ramma- áætlunar áformar Landsvirkjun að virkja Blöndulund 100 MW og Búr- fellslund 200 MW eða samtals 300 MW. Með stækkunaráform í fram- haldi af því er stutt í þau 500 MW sem núverandi vatnsaflskerfi getur boðið upp á. Í framhaldi af þá er alls ekki víst að Landsvirkjun muni hleypa öðrum að. Alla vega ef Landsvirkjun færi að styðja annan aðila á þennan hátt þá yrði sá líklega að greiða fyrir það fullu verði sem mundu vænt- anlega skaða samkeppnishæfni hans sem því nemur. Ég hef verið gagnrýninn á að Landsvirkjun í skjóli markaðsráðandi stöðu sé að stunda samkeppni við önnur raforkufyrirtæki um rekstur á jarðvarmavirkjunum og nú með vind- rafstöðvum. Það ætti að stofna sitt hvort fyrirtækið um þessar tegundir virkjana og selja þau hæstbjóðanda. Landsnet og uppboðs- markaðurinn Landsnet er að hanna uppboðs- markað fyrir raforku á Íslandi í sam- ræmi við þriðja orkupakkann. Hönn- unarvinna hófst við stofnun Landsnets 2005, en ekki hefur tekist að ljúka henni þrátt fyrir margar at- rennur og yfirlýsingar á þessu 15 ára tímabili. Síðasta atrennan hófst haustið 2018 með aðstoð erlendra sér- fræðinga og var tilkynnt að mark- aðurinn yrði tilbúinn árið 2020. Nú er komið árið 2021 og ekki bólar á neinu, ekki einu sinni yfirlýsingum. Sums staðar erlendis þar sem raf- orkumarkaði hefur verið komið á, hefur tekist samkomulag um að vind- rafstöðvar fái forgang á næsta dags markaði. Þær eru þá látnar bjóða 0 evrur/MWh og fá síðan uppgjörsverð þegar það liggur fyrir. Í skýrslunni er ekki fjallað um kostnað. Skýrsla starfshóps um vindorku Eftir Skúla Jóhannsson » Vindrafstöðvar framleiða raforku með vindorku og er einn sá hagkvæmasti virkj- unarmáti sem val er á um þessar mundir. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Fimm árum eftir að Parísarsamkomulagið var undirritað er Ind- land meðal fárra þró- unarríkja sem ekki aðeins uppfylla „grænu“ markmiðin heldur stefnir landið einnig að metn- aðarfyllri loftslags- markmiðum. Á síðasta leiðtoga- fundi um loftslagsmál lýsti Na- rendra Modi forsætisráðherra stefnu Indlands í loftlagsmálum. Hann sagði að við verðum að setja markið „enn hærra“, á sama tíma og við megum ekki missa sjónar á fortíðinni. Hann bætti við að Ind- land myndi ekki aðeins ná mark- miðum sínum samkvæmt Par- ísarsamkomulaginu heldur fara fram úr þeim. Á leiðtogafundi Sameinuðu þjóð- anna í loftslagsmálum árið 2019 sagði Modi að örlítið af gjörðum væri betra en heilmikið af orðum. Við erum að stíga hagnýt skref á öllum sviðum, þar á meðal í orku- málum, iðnaði, samgöngum, land- búnaði og verndun grænna svæða, til að samfélagið í heild verði leið- andi í loftslagsaðgerðum og metn- aði fyrir loftslagsmálum. Indland viðurkennir að ekki er hægt að berjast gegn loftslags- breytingum í einangrun. Það þarf samþætta, alhliða og heildræna nálgun. Það krefst nýsköpunar og upptöku nýrrar og sjálfbærrar tækni. Indland er meðvitað um þessa kröfu og hefur innleitt lofts- lagsmarkmið í innlendum þróunar- og iðnaðaráætlunum sínum. Orka er miðpunktur allra lofts- lagsáætlana. Við teljum að Indland sé orðið orkustöð fyrir hreina orku og sé leiðandi í orkuskiptum frá koldíoxíðframleiðandi uppsprettum til endurnýjanlegra orkugjafa. Við ætlum að halda áfram að nýta endurnýjanlega orkumögu- leika Indlands. Endurnýjanleg orkugeta okkar er sú fjórða stærsta í heiminum og aukningin á þeirri getu sem nú er hefur verið ráðist í er einnig ein sú stærsta í heiminum. Meginhluti þessa mun koma frá hreinasta orkugjafanum, sólinni. Við erum að sjá framfarir nú þegar. Við skuldbundum okkur upphaflega við 175 GW af end- urnýjanlegri orkugetu árið 2022. Við höfum gengið lengra og reikn- um með að fara yfir 220 GW á næstu tveimur árum. Við höfum enn metnaðarfyllri markmið um 450 GW árið 2030. Við erum að vinna að því að 40% raforku á Indlandi komi frá öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti upp úr 2030. Þetta átak um að auka hreina orku helst í hendur við samhliða átaki um að draga úr los- unarstyrk hagkerfisins um 33-35% (frá því sem var árið 2005) árið 2030. Ujala áætlunin – átak á lands- vísu um að nota LED-lampa – dregur úr losun koltvísýrings um 38,5 milljónir tonna á hverju ári. Ujjwala-áætlunin, þar sem rúmlega 80 milljón heimilum hefur verið veittur aðgangur að hreinu gasi til eldamennsku, er eitt stærsta verk- efni um hreina orku í heiminum. Verið er að ráðast í aðgerðir í loftslagsmálum og sjálfbærni í starfi stjórnvalda á mörgum sviðum. „Smart Cities Mission“ eða snjall- borgarverkefni okkar er að vinna með 100 borgum til að hjálpa þeim að verða sjálf- bærari og aðlagast áskorunum loftslags- breytinga. National Clean Air-verkefnið miðar að því að draga úr loftmengun (PM2.5 og PM10) um 20-30% á næstu fjór- um árum. Jal Jeevan-verkefnið, sem miðast að því að veita öruggt og fullnægj- andi drykkjarvatn með sjálfstæðum kranatengingum á hvert heimili fyrir árið 2024 til allra heimila á landsbyggðinni á Indlandi, leggur mikla áherslu á sjálfbærni. Fleiri tré eru gróðursett og nið- urbrotið land er endurheimt til að búa til kolefnis „vask“ sem getur tekið í sig 2,5-3 milljarða tonna af koltvísýringi. Við erum líka að vinna hratt að því að búa til grænt samgöngunet, til að vega upp á móti þeirri meng- andi losun sem þekkt er í geir- anum, sérstaklega í stórborgum okkar. Indland er að byggja upp næstu kynslóð innviða eins og fjöldaflutn- ingskerfi, græna þjóðvegi og far- vegi. Landsáætlun fyrir rafknúna hreyfigetu er að skapa rafrænt vistkerfi með það að markmiði að meira en 30% allra ökutækja á veg- um Indlands verði rafknúin. Þessi frumkvæði eru okkur sjálf- um í hag þar sem Indland er meðal þeirra ríkja sem viðkvæmust eru fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Við vitum að það er enn langt í land en þessi viðleitni er þegar far- in að skila árangri. Losunarstyrkur Indlands hefur minnkað um 21% á tímabilinu 2005-2014. Næsta ára- tuginn eigum við von á enn meiri minnkun. Indland hyggst vera ábyrgur heimsborgari í loftslagsrýminu. Við erum ekki aðeins að fara umfram skuldbindingar okkar í Parísarsam- komulaginu. Við erum að taka upp nýstárleg tól til að efla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum. Við höfum stofnað alþjóðastofn- anir eins og Alþjóðasólarbandalagið og samtök um uppbyggingu innviða til almannavarna sem vinna að því að skapa hnattrænar leiðir með lágt kolefni. Rúmlega 80 lönd hafa gengið til liðs við Alþjóðasól- arbandalagið og gert það að einni af þeim alþjóðastofnunum sem nú vaxa hvað örast. Þetta sambland af aðgerðum inn- anlands og ábyrgri þátttöku á al- þjóðavettvangi gerir Indland ein- stakt meðal þróunarlanda og er setur landið á rétta braut til að ná fram markmiðum sínum um að vera leiðandi í hugsun og aðgerðum í loftslagsmálum. Indland vinnur að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum Eftir Harsh Vardhan Shringla Harsh Vardhan Shringla » Indverjar vilja vera leiðandi afl í hugs- unum og gjörðum í loftslagsmálum. Höfundur er ráðuneytisstjóri ind- verska utanríkisráðuneytisins. Þær skoðanir sem hér koma fram eru hans eigin. fasteignir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.