Morgunblaðið - 08.02.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021
✝ Þóra Stef-ánsdóttir fædd-
ist í Fagraskógi við
Eyjafjörð 2. maí
1933. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 29. janúar
2021. Foreldrar
hennar voru Stefán
Stefánsson, lög-
fræðingur, bóndi
og alþingismaður,
f. 1. ágúst 1896, d.
8. september 1955, og Þóra
Magnea Magnúsdóttir hús-
freyja, f. 8. febrúar 1895, d. 3.
maí 1980. Alsystkini Þóru eru
Stefán Stefánsson, f. 29. febr-
úar 1932, d. 7. júní 2009, Magn-
ús Vilhelm Stefánsson, f. 30.
desember 1934, d. 28. ágúst
2019, og Ragnheiður Valgerður
f. 21. maí 1962. Maki Örn Arn-
arson, f. 4. september 1964.
Sonur þeirra Önnu Þóru og
Arnar er Hannes Orri, f. 3. apr-
íl 2001.
Þóra lauk stúdentsprófi frá
máladeild Menntaskólans á Ak-
ureyri 1953. Hún stundaði nám
í forspjallsvísindum, ensku og
þýsku í HÍ 1953-54. BA-próf í
bókasafnsfræði og þjóðfræði
frá HÍ í júní 1982. Hún var for-
stöðumaður bókasafns Tækni-
skóla Íslands 1982-90. Deild-
arstjóri bókasafns Veðurstofu
Íslands 1990-2000. Hún starfaði
sem sjálfboðaliði hjá Rauða
krossi Íslands, á sjúklinga-
bókasafni Landspítalans við
Hringbraut árin 1970-80 og
2001-11.
Útför Þóru fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 8. febr-
úar 2021, og hefst athöfnin kl.
13. Jarðsett verður í Gufu-
neskirkjugarði.
Stefánsdóttir, f. 9.
nóvember 1936.
Hálfsystkini Þóru
eru Ida Hedvig Be-
hrens, f. 5. ágúst
1918, d. 27. ágúst
2007, og Vilhelm
Magnús Behrens, f.
16. nóvember 1919,
d. 18. júní 1934.
Þóra giftist 23.
júní 1956 Gísla
Teitssyni frá
Reykjavík, f. 26. október 1928,
d. 16. september 2000. For-
eldrar hans voru Teitur Teits-
son trésmiður, f. 15. júní 1889,
d. 3. maí 1960, og Anna Gísla-
dóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1893,
d. 6. október 1971. Börn Þóru
og Gísla eru: 1) Stefán, f. 26.
nóvember 1956, 2) Anna Þóra,
Elsku mamma mín – mér
finnst óraunverulegt að hugsa til
þess að nú sé ein vika liðin frá því
þú kvaddir þessa jarðvist. Það er
skrítið að fara heim til þín vitandi
að þú átt ekki eftir að koma þang-
að aftur. Það er margt sem leitar
á hugann þegar ég hugsa til þín.
Æskuárin voru oft viðburðarík,
sér í lagi þegar Fornhaginn fyllt-
ist af frændfólkinu okkar að norð-
an og þú naust þín hvergi betur
en þegar þú varst umkringd því.
Þú hugsaðir líka vel um ömmu
Þóru sem bjó í kjallaraíbúðinni
okkar á Fornhaganum í 15 ár.
Matseld lék í höndum þínum og
súpurnar þínar voru sérstaklega
rómaðar af öllum sem gæddu sér
á þeim. Það urðu umskipti í lífi
okkar þegar þú hófst nám í bóka-
safnsfræði við HÍ um fertugt.
Námið sóttist þér vel og eftir að
hafa tekið valfög í þjóðfræði
bættir þú við þig þjóðfræðinni og
útskrifaðist frá HÍ í júní 1982 sem
bókasafnsfræðingur og þjóðfræð-
ingur.
Þú varðst forstöðumaður
bókasafns Tækniskóla Íslands og
sinntir þörfum nemenda og kenn-
ara af mikilli natni auk þess að
endurskipuleggja bókasafnið.
Þarna varstu að sinna áhugamál-
um þínum og varst í miklum sam-
skiptum við fólk. Eftir 8 ára starf
við Tækniskólann tókstu við
starfi deildarstjóra á bókasafni
Veðurstofu Íslands og undir þín-
um hag vel. Þarna varstu þó enn
að sinna hugðarefnum þínum,
nefnilega veðrinu. Þú hættir
störfum á Veðurstofunni í júlí ár-
ið 2000, eftir 10 ára starf, til þess
að fara að njóta lífsins með pabba,
sem hafði hætt störfum u.þ.b.
tveimur árum fyrr. Sá draumur
átti þó ekki eftir að rætast því í
september þetta sama ár fóruð
þið í ferðalag með TBO og var
ferðinni heitið til Brussel og
Amsterdam og átti að standa í
tvær í vikur. Á öðrum degi ferð-
arinnar, 16. september, tilkynntir
þú okkur um andlát pabba. Áfall-
ið var gríðarlegt, sársaukinn og
söknuðurinn var enn meiri vegna
þess hve skjótt þetta bar að.
Fæðing Hannesar Orra í apríl ár-
ið eftir var þér mikið fagnaðar-
efni og þú hlakkaðir til að taka
þátt í lífi hans og uppvexti. Þú
varst honum góð amma og hann
naut þess að heimsækja þig og
dvelja hjá þér, sér í lagi eftir að
þú fluttir líka í Grafarvoginn. Það
er gott at vita til þess að nú sértu
komin yfir í sumarlandið.
Ég enda þessi orð til þín með
ljóðinu eftir Davíð Stefánsson,
föðurbróður þinn sem var þér svo
kær.
Seztu hérna hjá mér,
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í.
Mamma ætlar að sofna.
Mamma er svo þreytt.
- Og sumir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt.
Sumir eiga sorgir,
og sumir eiga þrá,
sem aðeins í draumheimum
uppfyllast má.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Mamma ætlar að sofna,
systir mín góð.
Ég kveð þig með söknuði en
minningin um þig lifir um
ókomna tíð.
Anna Þóra.
Elskuleg föðursystir mín og
nafna, Þóra Stefánsdóttir frá
Fagraskógi, er fallin frá. Dedda
eins og hún var alltaf kölluð var
bæði glæsileg og tignarleg kona
hvort heldur var í fasi eða fram-
komu og manni fannst allt verða
„elegant“ sem hún kom nærri.
Fyrstu minningar um ferðir til
Reykjavíkur voru ekki tengdar
helstu kennileitum borgarinnar
heldur Deddu föðursystur og
Fornhaganum, heimilinu þar sem
okkur fjölskyldunni var tekið
opnum örmum en þangað lágu
leiðir okkar reglulega í æsku. Á
Fornhaganum tók Dedda á móti
okkur ásamt Gísla sínum og börn-
um þeirra tveimur, Stefáni og
Önnu Þóru, og nutum við velvild-
ar og gestrisni þeirra. Í minning-
unni setti æskan sig ósjálfrátt í
ákveðnar stellingar þegar Dedda
var sótt heim, manni fannst yf-
irbragð heimilisins bjóða upp á
það og nærvera Deddu.
Ræktarsemi við ættingja var
rík hjá systkinum frá Fagraskógi
og passað upp á að gefa sér tíma
fyrir stórfjölskylduna til að hitt-
ast. Á sumrin kom Dedda norður
með fjölskylduna til að hitta ætt-
ingjana og sjá sveitina sína. Þess-
ar samverustundir voru dýrmæt-
ar.
Leiðir okkar Deddu áttu eftir
að liggja saman síðar þegar ég
leigði hjá henni í nokkurn tíma.
Þá var hún orðin ein eftir fráfall
Gísla og bjó á fallegu heimili í
Skerjafirðinum með garðinum
þar sem hún undi svo vel. Hún
bauð mér gjarnan í mat og kaffi
og áttum við góðar stundir og
spjall saman. Þá var gjarnan rætt
um Fagraskóg, sveitina, ættingja
og gamla tíma sem hún naut svo
vel að segja frá og tala um.
Ég er þakklát fyrir þessar
stundir sem við áttum saman
nöfnurnar enda löngu hætt að
setja mig í ákveðnar stellingar
þegar við hittumst og naut frá-
sagnar hennar, nærveru og vænt-
umþykju.
Blessuð sé minning þín, elsku
frænka, og takk fyrir allt. Stefáni,
Önnu Þóru og fjölskyldu votta ég
mína dýpstu samúð.
Þóra Ragnheiður
Stefánsdóttir.
Þóra Stefánsdóttir frá Fagra-
skógi er látin. Hún hefur verið
veik lengi svo ef til vill er hún sæl
að fá hvíldina.
Við Þóra höfum lengi verið vin-
konur, kynntumst í MA fyrir
margt löngu, vorum í sama stúd-
entsárgangi og bjuggum á heima-
vistinni. Þar var auðvelt að kynn-
ast og vinátta okkar hélst til
æviloka hennar.
Ég held að ég segi það satt að
stúdentsárgangurinn okkar hafi
haldið vel saman og gerði Þóra
ásamt fleirum sitt til þess að svo
mætti verða. Þóra var glæsileg
kona sem gaman var að hitta.
Hún hafði frá mörgu að segja og
oft kom við sögu Fagriskógur þar
sem hún fæddist og átti heima öll
sín bernskuár.
Þóra giftist ung Gísla Teits-
syni, mætum manni sem féll frá
árið 2000. Þau eignuðust tvö
börn, Stefán og Önnu Þóru.
Börnin hennar hlúðu vel að henni
þessi síðustu erfiðu ár og gat það
ekki betra verið. Við skólasystk-
inin kveðjum Þóru með söknuði
og þökkum henni löng og góð
kynni.
Ingibjörg Þórarinsdóttir
Þóra Stefánsdóttir HINSTA KVEÐJA
Ég á eftir að sakna þín
amma. Þú varst heiðarleg,
ákveðin og full af skemmti-
legurm sögum frá Fagra-
skógi. Takk fyrir að vera
amma mín, ég hefði ekki
viljað neina aðra.
Takk fyrir allar góðu
stundirnar og vonandi
sjáumst við aftur. Gangi
þér vel í næsta lífi eða
hverju sem tekur við og
njóttu þess.
Hinsta kveðja,
Hannes Orri.
Það var haustið
1981 að ég frétti að
skóla- og ferming-
arsystkini mín væru að kanna
áhuga okkar sem fædd voru árið
1932 á Siglufirði á því að hittast
fyrir norðan í ágústlok næsta
árs. Tilefnið var að það ár urð-
um við fimmtug en Siglfirðingar
ætluðu að minnast þess að þá
væru liðin 50 ár frá því Siglu-
fjarðarkirkja var vígð, þann 28.
ágúst 1932. Mér fannst þessi
hugmynd áhugaverð en verð að
viðurkenna að ég hafði ekki
mikla trú á að af yrði. En þar
skjátlaðist mér heldur betur.
Nokkur úr hópnum hófu und-
irbúning ferðarinnar en hug-
myndina átti skólasystir okkar,
Sigríður Angantýsdóttir eða Sisí
eins og hún var kölluð. Ég held
að mér sé óhætt að segja að
Kristjana Heiðberg sem við
kveðjum hér í dag hafi verið að-
alskipuleggjandinn við undir-
búning ferðarinnar. Kristjana
eða Gógó, eins og hún var köll-
uð, bókstaflega tók verkið að sér
með aðstoð Sisíar og nokkurra
fleiri hér sunnan heiða en einnig
áttu þau sem enn voru búsett á
Siglufirði mikinn og ómetanleg-
an þátt í þessu öllu. Gógó var í
stöðugu sambandi við okkur hin
og lét okkur fylgjast með.
Svona leið veturinn og þegar
kom fram á vor var dagskrá
ferðarinnar orðin nokkuð ljós.
Gógó gaf okkur nafnið „Árgang-
ur 32“. Síðan notuðum við þetta
Kristjana
Heiðberg
Guðmundsdóttir
✝ KristjanaHeiðberg Guð-
mundsdóttir fædd-
ist 20. janúar 1932.
Hún lést 29. janúar
2021.
Útför Kristjönu
fór fram 5. febrúar
2021.
nafn okkar á milli
eða bara „Árgang-
urinn“. Við buðum
fyrrverandi sóknar-
presti, séra Óskari
J. Þorlákssyni, og
konu hans, frú El-
ísabetu Árnadóttur,
með okkur í ferðina.
Séra Óskar fermdi
„Árganginn“ í
Siglufjarðarkirkju
þann 19. maí 1946,
alls 75 börn. Mikil var gleðin og
ánægjan þegar við hittumst á
Siglufirði 56 skólasystkini af 69
sem þá voru á lífi. Siglfirðingar
og bæjarstjórn tóku vel á móti
okkur. Við mættum öll til hátíð-
arguðsþjónustu í Siglufjarðar-
kirkju í tilefni vígsluafmælisins.
Nú rak hver skipulagði viðburð-
urinn annan. Gógó og Ólafur
Einarsson, þá ráðherra, höfðu
orð fyrir hópnum þegar við átti,
annars var dagskráin í okkar
höndum. Allt vel skipulagt og
vel heppnað.
Þessir ljúfu ágústdagar líða
seint úr minni. Að ferð lokinni
hélt Gógó áfram og boðaði okkur
hér sunnan heiða saman á
myndakvöld. Farið var að ræða
um hvort ekki væri rétt að end-
urtaka ferðina fyrst svona vel
tókst til. Það þurfti ekki að ræða
það lengi. Ákveðið var að stefna
á aðra ferð að fimm árum liðn-
um og auðvitað var Gógó þar í
fararbroddi. Í stuttu máli fórum
við til Siglufjarðar á fimm ára
fresti og var okkar síðasta ferð
farin 2012. Alls fórum við sjö
ferðir til okkar kæru heima-
byggðar og alltaf tóku Siglfirð-
ingar vel á móti okkur. Rætt var
um að fara eina ferð enn árið
2017. Fallið var frá því. Heilsu-
farið farið að segja til sín auk
þess sem fækkaði í „Árgangin-
um“. Gógó var samt ekki búin að
sleppa af okkur hendinni. Síð-
ustu ár hefur hún hóað okkur,
sem búum hér sunnan heiða,
saman á mánaðarlega kaffifundi,
nú síðast í mars sl. en þá urðum
við að hætta að hittast vegna
Covid. Það dugði ekki minna en
heimsfaraldur til þess að stöðva
þessa dugmiklu konu.
Heilsu Gógóar tók mjög að
hraka á síðustu mánuðum og
andaðist hún á Landspítalanum
þann 29. janúar sl.
Ég kveð mína kæru skóla-
systur með virðingu og þakklæti
fyrir örlæti hennar, kærleika og
störf í þágu okkar í „Árgangi
32“. Blessuð sé minning hennar.
Börnum Gógóar og fjölskyld-
um votta ég mína dýpstu samúð.
Henning Á. Bjarnason.
Kær frænka okkar, Kristjana
Heiðberg Guðmundsdóttir, er
látin í hárri elli. Það er ekki
langt síðan að Gógó frænka, eins
og við kölluðum hana alltaf, leið
virðulega um götur Kópavogs á
skutlunni sinni og taldi sér allir
vegir færir. Hún kom ósjaldan
við hjá mömmu í Sunnuhlíð til
að spjalla við frænku sína um at-
burði líðandi stundar eða til þess
að rifja upp bernskuárin. Það
var báðum mikils virði að eiga
hvor aðra að síðustu misserin,
sem endranær, og nú eru báðar
gengnar á vit feðra sinna með
hálfs árs millibili.
Mamma og Gógó frænka voru
systradætur og ólust upp á
Siglufirði. Gógó var nokkrum ár-
um eldri en af gömlum myndum
af dæma hafa þær, mamma,
Baddý móðursystir okkar og
Gógó, verið eins og samlyndar
systur. Stórborgarblær lék um
Siglufjörð á þessum árum og
ungar stúlkur fóru ekki varhluta
af þeim menningarstraumum
sem léku um síldarbæinn. Gógó
spilaði listavel á gítar og smitaði
frænkur sínar með hljóðfæra-
slætti sínum; hún var glæsilega
til fara og mikil fegurðardís svo
eftir var tekið, orðheppin með
afbrigðum og lá þá ekki á norð-
lenskum framburði sínum.
Örlögin höguðu því þannig til
að fjölskyldur okkar settust að í
Kópavogi. Gógó og Snorri flutt-
ust vestur á Þinghólsbraut og
ólu þar upp syni sína tvo, Gylfa
og Ásgeir Val, en foreldrar okk-
ar settust að austur á Álfhóls-
vegi og brutu sér nýtt land til
búsetu. Heimsóknir voru tíðar á
milli okkar frændfólksins og var
ekki amalegt fyrir unga drengi
að setjast að veisluborði hjá
þeim hjónum. Stundum var
haldið í bíltúr á frambyggða
Willys-num þeirra suður með
sjó; ógleymanleg er ferð sem við
fórum eitt sinn suður að Sela-
töngum; við strákarnir hrist-
umst eins og skopparakringlur í
sætunum – skellihlæjandi –
meðan Snorri mjakaði Willysn-
um hægt og bítandi um stór-
grýtta slóð. Þá var Strandamað-
urinn í essinu sínu.
Gógó frænka setti sterkan
svip á æsku okkar og var okkur
alla tíð haukur í horni. Við minn-
umst hennar með hlýhug og
þakklæti og vottum Gylfa og Ás-
geiri Val og fjölskyldum þeirra
innilega samúð okkar.
Gunnsteinn og
Pétur Már Ólafssynir.
Það er erfitt að kveðja kæra
vinkonu, minningarnar streyma
fram en orðin festast ekki á blað
en þyrlast upp eins og lauf í
vindi. Við Kristjana áttum að
hittast, það er ég sannfærð um
og það gerðist einmitt á réttum
tíma í lífi okkar beggja. Ég fór á
námskeið, settist í fyrsta auða
sætið og kynnti mig fyrir næstu
konu sem var einmitt Kristjana
og það fyrsta sem hún sagði við
mig var: „Ég talaði við þig í
síma í gær, ég þekki röddina
þína!“ Mikið rétt, ég hafði hringt
til Símans deginum áður þar
sem Kristjana var skrifstofu-
stjóri.
Þetta næmi hafði hún gagn-
vart fólki og frá þessari stundu
urðum við vinkonur. Vinátta er
eins og dýrmæt gjöf sem gleður
ekki bara þegar gjöfin er gefin
heldur varir ævilangt og mikið
áttum við Kristjana margar
skemmtilegar og góðar stundir
saman og á vináttu okkar féll
aldrei skuggi. Faðmurinn var
stór, hann rúmaði ekki bara mig
heldur börnin mín líka og ég
gleymi ekki ferðalaginu þegar
þú bauðst mér og dóttur minni
til Akureyrar með viðkomu á
fæðingarstað þínum Siglufirði.
Auðvitað fórum við ekki göngin
því ég átti að njóta þess að fara
gamla veginn og sjá yfir fjörð-
inn. Þú bentir og bentir í allar
áttir og sagðir mér nöfnin á því
sem fyrir augu bar en ég sat
stjörf og stundi upp: „Kristjana,
ég sé ekki neitt, einhver verður
að horfa á veginn.“ Þú varst
mikil hannyrðakona eins og sjá
mátti á heimili þínu og í dag á ég
marga fallega hluti sem þú mál-
aðir og gafst mér. Ég kynntist
aldrei honum Snorra þínum en
hann var Strandamaður eins og
ég, Þú sagðir mér margar sögur
frá ferðum ykkar Snorra og
drengjanna ykkar um landið og
þær frásagnir voru svo lifandi og
skemmtilegar að það var eins og
ég hefði verið þátttakandi í þeim
en ekki hlustandi.
Kæra vinkona, minningabrot
raðast saman í huganum, þú í
fallega rauða flauelskjólnum á
gamlárskvöldi í Kambaselinu,
falleg eins og fyrirsæta, leiðbein-
andinn minn þegar ég þurfti ráð,
sem var oft, sögumaðurinn sem
gat látið fólk gleyma stund og
stað með lifandi frásögn, sagn-
fræðingurinn sem gat galdrað
fram ritverk með léttum leik og
fræðimaðurinn sem átti svo auð-
velt með að útskýra. Fyrst og
fremst var það lífsgleðin og
krafturinn sem fylgdi þér sem er
minnisstæðast og þitt geislandi
bros. Þegar heilsan gaf sig lagð-
ir þú ekki árar í bát, þegar þú
gast ekki lengur ekið bíl þá var
gengið og þegar þér var það um
megn var notast við fjórhjólið,
uppgjöf var ekki til í þínum
huga. Gestrisni þín var einstök
og tíminn flaug alltaf þegar við
hittumst. Frá íbúðinni þinni í
Fannborg var víðsýnt og við sát-
um oft á svölunum og nutum
þess að sitja saman, þá þurfti
engin orð, samveran nægði. Síð-
astliðið ár var erfitt fyrir okkur
báðar og samverustundirnar allt
of fáar en við spjölluðum saman
í síma og það varð að nægja. Ég
sendi afkomendum þínum sam-
úðarkveðjur, þú varst stolt af
þeim og mér fannst ég þekkja
þau öll af myndum og frásögn-
um.
Ég kveð þig með söknuði
kæra vinkona með ljóði Davíðs
Stefánssonar sem heitir Vinátta:
Hverju sem ár
og ókomnir dagar
að mér víkja,
er ekkert betra
en eiga vini
sem aldrei svíkja.
Þín vinkona,
Svala.
Okkar ástkæra
STEFANÍA SJÖFN SÓFUSDÓTTIR
lést á krabbameinsdeild Landspítalans 31.
janúar.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju 12.
febrúar klukkan 13:00.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 11e á Landspítala við
Hringbraut og starfsfólk Heru.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Ljósið.
Kristinn Stefánsson
Guðmundur Emil Jónsson Margit Elva Einarsdóttir
Oddný Jónsdóttir Jón Ingi Theódórsson
Ásgeir Arnar Jónsson Ragnheiður Björg Harðardóttir
barnabörn barnabarnabörn