Morgunblaðið - 08.02.2021, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021
England
Aston Villa – Arsenal .............................. 1:0
Rúnar Alex Rúnarsson var varamark-
vörður Arsenal.
Burnley – Brighton ................................. 1:1
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan
leikinn með Burnley og skoraði mark liðs-
ins á 53. mínútu.
Manchester United – Everton................ 3:3
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á hjá
Everton á 69. mínútu og lék sinn 400.
deildaleik á ferlinum.
Newcastle – Southampton....................... 3:2
Fulham – West Ham................................ 0:0
Tottenham – WBA ................................... 2:0
Wolves – Leicester ................................... 0:0
Liverpool – Manchester City .................. 1:4
Sheffield United – Chelsea...................... 1:2
Staðan:
Manch. City 22 15 5 2 43:14 50
Manch. Utd 23 13 6 4 49:30 45
Leicester 23 13 4 6 39:25 43
Liverpool 23 11 7 5 44:29 40
Chelsea 23 11 6 6 38:24 39
West Ham 23 11 6 6 34:28 39
Everton 21 11 4 6 34:28 37
Tottenham 22 10 6 6 36:22 36
Aston Villa 21 11 2 8 36:24 35
Arsenal 23 9 4 10 27:23 31
Leeds 21 9 2 10 36:38 29
Southampton 22 8 5 9 29:37 29
Crystal Palace 22 8 5 9 27:37 29
Wolves 23 7 6 10 23:31 27
Brighton 23 5 10 8 25:30 25
Newcastle 23 7 4 12 25:38 25
Burnley 22 6 5 11 14:29 23
Fulham 22 2 9 11 17:31 15
WBA 23 2 6 15 18:54 12
Sheffield Utd 23 3 2 18 15:37 11
B-deild:
Millwall – Sheffield Wednesday ............ 4:1
Jón Daði Böðvarsson lék í 86 mínútur
með Millwall og lagði upp mark.
D-deild:
Exeter – Bradford City........................... 3:2
Jökull Andrésson varði mark Exeter í
leiknum.
Þýskaland
B-deild:
Darmstadt – Nürnberg........................... 1:2
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn með Darmstadt.
Ítalía
Parma – Bologna ..................................... 0:3
Andri Fannar Baldursson var varamað-
ur hjá Bologna og kom ekki við sögu.
Fiorentina – Napoli ................................. 2:0
Guðný Árnadóttir lék allan leikinn með
Napoli en Lára Kristín Pedersen var ekki
með liðinu.
B-deild:
Brescia – Cittadella................................. 3:3
Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á
hjá Brescia á 78. mínútu en Birkir Bjarna-
son var ekki með.
C-deild:
Padova – Fermana .................................. 1:0
Emil Hallfreðsson kom inn á hjá Padova
á 84. mínútu.
Frakkland
Lyon – Montpellier .................................. 2:1
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik-
inn með Lyon.
Le Havre – Guingamp............................. 0:1
Anna Björk Kristjánsdóttir og Andrea
Rán Hauksdóttir léku allan leikinn með Le
Havre en Berglind Björg Þorvaldsdóttir
var ekki með.
Holland
Emmen – AZ Alkmaar ............................ 0:1
Albert Guðmundsson fór af velli á 90.
mínútu hjá AZ.
Grikkland
PAOK – Smyrnis...................................... 2:2
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK og jafnaði á 88. mínútu.
Olympiacos – OFI Krít............................ 3:0
Ögmundur Kristinsson var varamark-
vörður Olympiacos í leiknum.
Portúgal
Famalicao – Benfica................................ 0:1
Cloé Lacasse lék allan leikinn með Ben-
fica.
Danmörk
Bröndby – AaB......................................... 1:1
Hjörtur Hermannsson lék síðari hálf-
leikinn með Bröndby.
AGF – Lyngby.......................................... 1:0
Jón Dagur Þorsteinsson lék í 70 mínútur
með AGF og skoraði sigurmarkið.
Nordsjælland – OB .................................. 0:2
Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá OB
á 90. mínútu.
ENGLAND
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Óhætt er að segja að Manchester
City sé komið í algjöra lykilstöðu á
toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fót-
bolta eftir sannfærandi sigur á Eng-
landsmeisturum Liverpool á Anfield í
gær, 4:1.
Pep Guardiola og hans menn eru
komnir með fimm stiga forskot á
granna sína í Manchester United og
eiga auk þess leik til góða. Miðað við
þá siglingu sem hefur verið á liðinu
undanfarnar vikur er ekki að sjá að
nokkurt lið sé líklegt til að stöðva
það. Frá 22. desember hefur City
unnið þrettán leiki í röð, níu í deild-
inni og fjóra bikarleiki, og markið
sem Mohamed Salah skoraði úr víta-
spyrnu fyrir Liverpool í gær er það
fyrsta sem City fær á sig í átta leikj-
um í röð í deildinni.
Phil Foden og Ilkay Gündogan
voru fremstir meðal jafningja í heil-
steyptu liði City. Gündogan skaut yf-
ir mark Liverpool úr vítaspyrnu í
fyrri hálfleik en bætti úr því með
tveimur mörkum í þeim síðari. Foden
innsiglaði góðan leik sinn með fjórða
markinu og hafði áður lagt upp mark
fyrir Gündogan. Reyndar kom Al-
isson Becker markvörður Liverpool
mótherjum sínum til aðstoðar en tvö
marka þeirra komu eftir misheppn-
aðar sendingar hans frá marki sínu.
Vígið Anfield er kolfallið
Úr þessu má telja nokkuð ljóst að
Liverpool ver ekki meistaratitilinn.
Jürgen Klopp og hans menn hafa að-
eins unnið tvo af síðustu níu leikjum
sínum og vígið mikla Anfield er kol-
fallið eftir þrjá ósigra í röð á heima-
vellinum. Úr þessu blasir við Liver-
pool sú barátta að verja fjórða sætið
og komast í Meistaradeildina næsta
haust.
Manchester United virðist eina lið-
ið sem gæti komið í veg fyrir að
meistarabikarinn fari til grannanna í
City en missti dýrmæt stig í blálokin
gegn Everton í fyrrakvöld. Dominic
Calvert-Lewin jafnaði fyrir Everton,
3:3, í mögnuðum leik með síðustu
spyrnu leiksins. Gylfi Þór Sigurðsson
kom inn á sem varamaður hjá Ever-
ton um miðjan síðari hálfleik og lék
sinn 400. deildaleik á ferlinum.
Jóhann Berg Guðmundsson
tryggði Burnley jafntefli, 1:1, gegn
Brighton þegar hann jafnaði metin í
viðureign liðanna á Turf Moor á
laugardaginn. Þetta var áttunda
mark Jóhanns í úrvalsdeildinni á
ferlinum en hans fyrsta síðan í ágúst
2019.
Chelsea er komið með tíu stig úr
fjórum leikjum eftir að Thomas Tuc-
hel tók við liðinu en þurfti að hafa
mikið fyrir útisigri á Sheffield Unit-
ed, 2:1. Jorginho skoraði sig-
urmarkið úr vítaspyrnu.
Harry Kane sneri aftur í lið
Tottenham eftir meiðsli og skoraði
fyrra markið í sigri á WBA, 2:0.
Staða City orð-
in afar vænleg
Titilvörn Liverpool er á endastöð
AFP
Stórsigur Phil Foden fagnað eftir að hann innsiglaði sigur Manchester City
á Liverpool, 4:1 á Anfield, með glæsilegu marki á 83. mínútu leiksins.
Keflvíkingar héldu sigurgöngunni í
úrvalsdeild karla, Dominos-
deildinni, áfram í gærkvöld með
mjög sannfærandi sigri á Tinda-
stóli, 107:81. Þeir hafa unnið átta af
fyrstu níu leikjunum og fimm
þeirra með 20 stiga mun eða meira.
Dominykas Milka var fremstur í
flokki að vanda með 23 stig og 15
fráköst fyrir Keflavík en Jaka
Brodnik skoraði 20 fyrir Tindastól.
Þór á Akureyri vann óvæntan
stórsigur á Njarðvík, 90:68, og und-
irstrikaði að allir geta unnið alla,
eða flesta, í þessari deild. Srdan
Stojanovic skoraði 22 stig fyrir Þór
og Ivan Aurrrecoechea 20.
Haukar unnu loks eftir sex tap-
leiki í röð. Þeir lögðu Val, 85:78,
þar sem Hansel Atencia skoraði 23
stig fyrir Hauka og Miguel Cardoso
32 fyrir Valsmenn.
Þór í Þorlákshöfn lagði Hött í
hörkuleik, 97:89, og er í öðru sæti.
Larry Thomas skoraði 31 stig fyrir
Þór og Adomas Drungilas 24 en
Michael Mallory skoraði 23 stig fyr-
ir Hött. vs@mbl.is
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason
Þór Srdan Stojanovic úr Þór fer fram hjá Loga Gunnarssyni úr Njarðvík.
Enn einn stórsigur
hjá Keflvíkingum
Íslenska kvennalandsliðið í körfu-
knattleik lauk undankeppni Evr-
ópumóts kvenna í Ljubljana í Slóv-
eníu á laugardaginn með ósigri
gegn Slóvenum, 96:59.
Ísland tapaði þar með öllum sex
leikjum sínum í keppninni, gegn
Slóveníu, Grikklandi og Búlgaríu.
Slóvenía vann alla leiki sína og
Grikkland fjóra leiki af sex og þess-
ar tvær þjóðir fara í lokakeppnina
sem fram fer í Frakklandi og á
Spáni í sumar. Sextán lið leika þar
til úrslita um Evrópumeistaratit-
ilinn. Búlgaría varð í þriðja sæti
riðilsins með tvo sigra gegn Íslandi.
Fimmtán stiga tap gegn Búlgaríu í
Laugardalshöll var minnsta tap ís-
lenska liðsins í keppninni.
Hildur Björg Kjartansdóttir og
Þóra Kristín Jónsdóttir voru allt í
öllu hjá íslenska liðinu í Ljubljana á
laugardaginn en þær skoruðu 42 af
59 stigum liðsins. Ísland varð fyrir
áfalli strax í fyrsta leikhluta þegar
Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður
Leicester á Englandi, meiddist og
varð að fara af velli.
Undankeppnin var óvenjuleg
vegna kórónuveirufaraldursins en
íslenska liðið gat af völdum hans
aðeins leikið einn leik á heimavelli.
Fyrstu tvær umferðirnar fóru fram
samkvæmt áætlun en seinni fjórar
umferðirnar voru leiknar á Krít og
í Ljubljana, tvær umferðir á hvor-
um stað.
Stig Íslands: Hildur Kjart-
ansdóttir 25 (9 fráköst), Þóra Krist-
ín Jónsdóttir 17 (8 stoðsendingar),
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6,
Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Dag-
björg Dögg Karlsdóttir 3, Ásta Júl-
ía Grímsdóttir 2, Lovísa Björt
Henningsdóttir 1. vs@mbl.is
Hildur og Þóra voru
allt í öllu í Ljubljana
Ljósmynd/FIBA
25 Hildur Björg Kjartansdóttir
skorar í leiknum við Slóveníu.
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
TM-höllin: Stjarnan – ÍBV ....................... 18
Varmá: Afturelding – FH .................... 19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
HS Orkuhöll: Grindavík – KR............. 19.15
MG-höll: Stjarnan – ÍR........................ 19.15
Í KVÖLD!
Knattspyrnumaðurinn Daníel Haf-
steinsson er kominn aftur til KA eftir
tveggja ára fjarveru og hefur samið
við félagið til þriggja ára. Hann fór til
Helsingborg í Svíþjóð 2019 og var
lánaður þaðan til FH á síðasta ári.
Aron Bjarnason skrifaði á laug-
ardag undir samning við sænska
knattspyrnufélagið Sirius sem kaupir
hann af Újpest í Ungverjalandi. Aron
var í láni hjá Val á síðasta ári og varð
Íslandsmeistari með Hlíðarendalið-
inu.
Kristján Örn Kristjánsson lands-
liðsmaður í handknattleik sagði við
handbolta.is um helgina að hann yrði
frá keppni í tvær til þrjár vikur. Krist-
ján gat ekki leikið með Aix í Frakk-
landi um helgina eftir að hafa tognað
á ökkla á æfingu.
Ari Freyr Skúlason landsliðs-
maður í knattspyrnu missti af sig-
urleik Oostende gegn St. Truiden,
3:1, í belgísku A-deildinni. Félagið til-
kynnti fyrir leikinn að hann hefði
greinst smitaður af kórónuveirunni.
Þá gat Lommel, lið Kolbeins Þórð-
arsonar, ekki mætt til leiks í belg-
ísku B-deildinni vegna kórónu-
veirusmita og var úrskurðaður 0:5
ósigur gegn Seraing.
Sverrir Ingi Ingason forðaði PAOK
frá óvæntu tapi gegn Smyrnis á
heimavelli í grísku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í gær. Hann jafnaði, 2:2,
á 88. mínútu og gerði þar sitt fjórða
mark í deildinni á tímabilinu.
Alfreð Finnbogason gat ekki leik-
ið með Augsburg þegar liðið tapaði
fyrir Wolfsburg, 0:2, í þýsku 1. deild-
inni í knattspyrnu á laugardag. Á
heimasíðu Augsburg var sagt að Al-
freð ætti við meiðsli í kálfa að stríða.
Zlatan Ibrahimovic skoraði sitt
500. og 501. mark í mótsleik á ferl-
inum þegar AC Milan vann Crotone,
4:0, í ítölsku A-deildinni í knatt-
spyrnu í gær. Lið hans er með
tveggja stiga forskot á Inter á toppi
deildarinnar.
Jón Dagur Þorsteinsson, fyrirliði
21-árs landsliðsins í knattspyrnu,
kom AGF í annað sæti dönsku úrvals-
deildarinnar í gær þegar hann skor-
aði sigurmarkið gegn Lyngby, 1:0.
Kvennalið Selfoss í knattspyrnu
fékk tvo nýja leikmenn í sínar raðir
um helgina. Miðjumaðurinn Eva Núra
Abrahamsdóttir kemur frá FH en
hún á að baki 109 úrvalsdeildarleiki
með FH og Fylki og einn A-landsleik.
Daníel
Hafsteinsson
Sverrir Ingi
Ingason
Eitt
ogannað