Morgunblaðið - 08.02.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.02.2021, Blaðsíða 27
Þýski markvörðurinn Anke Preuss kemur frá Vittsjö í Svíþjóð en hún hefur leikið með Liverpool, Sunder- land, Frankfurt, Hoffenheim og Duis- burg og yngri landsliðum Þýska- lands.  Daníel Freyr Andrésson var með tæplega 50 prósent markvörslu fyrir Guif í gærkvöld þegar liðið vann óvæntan útisigur á toppliði Malmö, 32:27, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Daníel varði 18 skot í leiknum.  Hilmar Smári Henningsson, tví- tugur Hafnfirðingur, átti sannkall- aðan stórleik með varaliði Valencia í spænsku D-deildinni í körfuknattleik á laugardaginn. Hilmar Smári skor- aði 43 stig fyrir Valencia í stórsigri, 100:64, á Puerto Sagunto.  Sigvaldi Björn Guðjónsson lands- liðsmaður í handknattleik skoraði níu mörk fyrir pólsku meistarana Kielce þegar þeir unnu Stal Mielec 38:28 á laugardaginn. Kielce hefur unnið alla tólf leiki sína og er með níu stiga forskot á næstu lið. Eva Núra Abrahamsdóttir Sigvaldi Björn Guðjónsson Haukar eru búnir að koma sér vel fyrir á toppi úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olísdeildarinnar, með þremur sannfærandi sig- urleikjum á átta dögum eftir að Ís- landsmótið hófst á ný í lok janúar. Þeir hristu Framara af sér í seinni hálfleik á Ásvöllum í gær og sigr- uðu, 34:28. Darri Aronsson var í stóru hlut- verki hjá Haukum og skoraði 9 mörk en Orri Freyr Þorkelsson gerði átta. Þorgrímur Smári Ólafs- son og Vilhelm Poulsen voru at- kvæðamestir Framara með 5 mörk hvor. Andri Sigmarsson Scheving varði 14/2 skot í marki Hauka og var með 40 prósent markvörslu.  Valsmenn eru í öðru sæti eftir sigur á Gróttu, 30:28, á Seltjarn- arnesi en sex mörkum munaði á lið- unum skömmu fyrir leikslok. Finn- ur Ingi Stefánsson skoraði 7 mörk fyrir Val, Arnór Snær Óskarsson og Magnús Óli Magnússon 6 mörk hvor. Andri Þór Helgason skoraði 9 mörk fyrir Gróttu og Stefán Huldar Stefánsson var með 40 prósent markvörslu í marki Seltirninga en hann varði 18 skot.  Selfyssingar eru aðeins með þrjú stig töpuð eftir öruggan sigur á Þór, 33:24, og hafa verið mjög sannfærandi í tveimur fyrstu leikj- unum eftir fríið. Atli Ævar Ingólfs- son skoraði 7 mörk fyrir Selfoss og Einar Sverrisson 5 en Arnþór Gylfi Finnsson og Ihor Kopyshynskyi gerðu 5 mörk hvor fyrir Þór.  KA burstaði botnlið ÍR, 32:16, og vandséð er hvar ÍR-ingar eigi að fá stigin í vetur. Árni Bragi Eyjólfs- son skoraði 6 mörk fyrir KA sem skoraði tíu mörk í röð seinni hluta síðari hálfleiksins. vs@mbl.is Haukarnir sann- færandi eftir fríið Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Mark Þorvaldur Tryggvason skorar fyrir Fram gegn Haukum. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021 Dominos-deild karla Þór Þ. – Höttur ..................................... 97:89 Þór Ak. – Njarðvík ............................... 90:68 Haukar – Valur..................................... 85:78 Keflavík – Tindastóll .......................... 107:81 Staðan: Keflavík 9 8 1 842:730 16 Þór Þ. 9 6 3 893:801 12 Stjarnan 8 6 2 766:692 12 ÍR 8 5 3 719:706 10 Grindavík 8 5 3 710:728 10 Njarðvík 9 4 5 767:792 8 Tindastóll 9 4 5 834:845 8 KR 8 4 4 720:755 8 Þór Ak. 9 3 6 801:843 6 Valur 9 3 6 728:767 6 Höttur 9 2 7 798:857 4 Haukar 9 2 7 749:811 4 Spánn Zaragoza – Obradorio ........................ 83:70  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 8 stig fyrir Zaragoza og tók 7 fráköst á 18 mín- útum. Valencia – Real Betis .......................... 89:82  Martin Hermannsson skoraði 13 stig fyrir Valencia, átti 4 stoðsendingar og tók 2 fráköst á 22 mínútum. Þýskaland Vechta – Fraport Skyliners ............... 72:96  Jón Axel Guðmundsson skoraði 12 stig fyrir Fraport, tók 4 fráköst og átti eina stoðsendingu á 27 mínútum. Litháen Siaulai – Rytas ..................................... 85:98  Elvar Már Friðriksson skoraði 18 stig fyrir Siauliai, tók 5 fráköst og átti 3 stoð- sendingar á 29 mínútum.   ekki áhorfendur. Fyrstu köstin voru erfið, það var einhver að tala og það var lækkað í tónlistinni og þá kom algjör þögn. Mér finnst rosalega erf- itt að kasta í þögn. Það er ógeðslega leiðinlegt og andrúmsloftið er dauft. Það dregur mig niður. Svo var hækkað í tónlistinni og við náðum að öskra á hver annan. Maður gíraðist upp við það og ég var vel gríraður fyrir síðasta kastið. Kannski þurfti ég eitt kast í viðbót og þá hefði ég náð 19 metrunum,“ sagði Guðni en lengsta kastið kom í síðustu tilraun. Guðni sló 31 árs gamalt Íslands- met Vésteins Hafsteinssonar í kringlukasti í september á síðasta ári er hann kastaði 69,35 metra. Það kast hefði tryggt honum sæti á Ól- ympíuleikunum, en glugginn fyrir lágmörk á leikana var lokaður. Hann hefur því enn ekki tryggt sitt sæti á leikunum í Tókýó í sumar. Guðni er þó afar brattur. „Ég tel möguleikana mína vera 100 prósent. Ég er ekki í neinum vafa um að ég nái að kasta 66 metr- ana sem þarf til að komast á leikana. Ég á nú þegar kast sem er þremur metrum lengra. Ég á eftir að prófa að kasta 66, 67 og 68 metra á einu móti og ég ætla mér að gera það í sumar. Ég er að kasta vel í netið á æfingum,“ sagði Guðni. Hann segir dagskrá næstu vikna og mánaða óljósa hjá sér. „Ég hef ekki grænan,“ sagði Guðni. Ég kastaði núna og ég gæti alveg eins verið farinn í einhverjar æfingabúðir erlendis eftir ein- hverjar vikur. Það fer eftir því hvernig Covid er. Ég væri til í að vera úti núna að kasta svo það væri hægt að einblína á Ólympíuleikana en kannski er betra að vera heima og kasta í net. Ég vil ekki fara út og mögulega veikjast af kórónuveir- unni og missa af tveimur vikum á æfingum og glíma við einhver eft- irköst. Það væri leiðinlegt,“ sagði Guðni.  Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir vann 60 metra og 200 metra hlaup á 7,58 sekúndum og 24,42 sekúndum.  Kolbeinn Höður Gunnarsson gerði slíkt hið sama í karlaflokki á 6,87 sekúndum og 21,69 sekúndum.  Hinn efnilegi Kristján Viggó Sigfinnsson stökk 2,04 í hástökki og fagnaði sigri. Nánar er fjallað um leikana á mbl.is/sport/reykjavikurleikar/. „Ég fer á Ólympíuleikana“  Kolbeinn og Guðbjörg unnu tvær greinar  Kristján Viggó stökk hæst Morgunblaðið/Eggert Bæting Guðni Valur Guðnason náði sínum besta árangri í kúluvarpi í gær. FRJÁLSAR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Guðni Valur Guðnason bar sigur úr býtum í kúluvarpi á Reykjavík- urleikunum í Laugardalshöllinni í gær. Guðni varpaði kúlunni lengst 18,81 metra sem er persónulegt met. „Ég er mjög sáttur. Ég kom inn í mótið og stefndi á 19 metra og fór í 18,81 sem er mjög gott. Það eru fáir á Íslandi sem hafa kastað svona langt og miðað við að ég sé ekki að leggja mikla áherslu á kúluvarp er ég mjög glaður að hafa náð 18,81 og bætt mig,“ sagði Guðni við Morg- unblaðið. Hann æfir kúluvarpið lítið. „Ég æfði þetta svona fjórum sinn- um fyrir þetta mót,“ sagði Guðni og hló. „Ég vildi ná 19 metrum en það vantaði áhorfendurna og rafmagn- aðra andrúmsloft til að hvetja mig meira áfram.“ Erfitt að kasta í þögn „Það var tónlist á meðan við kepptum, svo þetta var ekki alveg steindautt eins og maður óttaðist fyrst þegar maður vissi að það yrðu Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði 12 mörk í gær þegar Fram vann afar öruggan sigur á HK, 32:22, í Kórn- um þegar áttundu umferð úrvals- deildar kvenna í handknattleik, Ol- ísdeildarinnar, lauk. Karólína Bæhrenz skoraði 7 mörk fyrir Fram en Tinna Sól Björgvinsdóttir var atkvæðamest hjá HK með 7 mörk. Fram komst því að hlið KA/Þórs á toppnum en Akureyrarliðið vann ÍBV í spennuþrungnum leik á laug- ardaginn, 24:23. Ásdís Guðmunds- dóttir skoraði sigurmark KA/Þórs úr vítakasti rétt fyrir leikslok eftir að Eyjakonur höfðu verið yfir nær allan tímann. Ásdís skoraði 7 mörk fyrir KA/Þór en Birna Berg Har- aldsdóttir 7 fyrir ÍBV. Þórey Anna Ásgeirsdóttir skor- aði jöfnunarmark Vals gegn Hauk- um, 19:19, í öðrum spennuleik á Ás- völlum á laugardaginn. Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna sem vann FH af öryggi, 29:22, í Kaplakrika á laugardaginn. vs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Kórinn Kristín Guðmundsdóttir úr HK og Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram með augun á boltanum í leik liðanna í Kópavogi í gær. Tólf frá Ragnheiði og Fram náði KA/Þór Olísdeild karla Grótta – Valur....................................... 28:30 Haukar – Fram..................................... 34:28 KA – ÍR ................................................. 32:16 Selfoss – Þór ......................................... 33:24 Staðan: Haukar 7 6 0 1 204:170 12 Valur 8 5 0 3 234:218 10 Afturelding 6 4 1 1 146:144 9 Selfoss 6 4 1 1 163:148 9 ÍBV 6 4 1 1 174:161 9 FH 7 4 1 2 198:179 9 KA 7 2 3 2 183:167 7 Fram 8 3 1 4 190:196 7 Stjarnan 6 2 1 3 156:162 5 Grótta 8 1 3 4 197:204 5 Þór Ak. 8 1 0 7 186:221 2 ÍR 7 0 0 7 161:222 0 Olísdeild kvenna KA/Þór – ÍBV ....................................... 24:23 Haukar – Valur..................................... 19:19 FH – Stjarnan....................................... 22:29 HK – Fram............................................ 22:32 Staðan: KA/Þór 8 5 2 1 189:171 12 Fram 8 6 0 2 236:195 12 Valur 8 4 3 1 220:180 11 Stjarnan 8 5 0 3 213:202 10 Haukar 8 3 1 4 191:208 7 ÍBV 8 3 1 4 200:188 7 HK 8 2 1 5 197:216 5 FH 8 0 0 8 157:243 0 Spánn Barcelona – Anaitasuna ..................... 40:23  Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Barcelona. Danmörk SönderjyskE – Ribe-Esbjerg ............. 28:23  Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir SönderjyskE. Rúnar Kárason skoraði 4 mörk fyrir Ribe-Esbjerg og Gunnar Steinn Jónsson 3. GOG – Tvis Holstebro ......................... 30:35 Viktor Gísli Hallgrímsson varði 6/2 skot (18%) í marki GOG. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ekki fyrir Tvis Holstebro. Vendsyssel – Aarhus United.............. 24:25  Steinunn Hansdóttir skoraði 2 mörk fyr- ir Vendsyssel og Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 11 skot í marki liðsins, 33 prósent. Svíþjóð IFK Ystad – Alingsås .......................... 19:31  Aron Dagur Pálsson skoraði 2 mörk fyr- ir Alingsås. Malmö – Guif ........................................ 27:32  Daníel Freyr Ágústsson varði 18 skot í marki Guif, 49 prósent markvarsla. Þýskaland Minden – Balingen .............................. 20:27  Oddur Gretarsson skoraði 4 mörk fyrir Balingen. Stuttgart – Coburg.............................. 23:29  Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir Stuttgart en Elvar Ásgeirsson ekkert. B-deild: Eisenach – Bietigheim ....................... 29:34  Aron Rafn Eðvarðsson varði 9 skot í marki Bietigheim. Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið. Sachsen Zwickau – Leipzig ............... 32:21 Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Sachsen Zwickau. Pólland Kielce – Stal Mielec ............................. 38:28  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 9 mörk fyrir Kielce.   Valsmenn urðu á laugardag Reykjavíkurmeistarar karla í knattspyrnu í 23. skipti og í fyrsta sinn í fjögur ár þegar þeir unnu Fylki í vítaspyrnukeppni, 5:4, eftir að liðin skildu jöfn, 1:1, í úrslitaleik á Hlíðarenda. Patrick Pedersen kom Val yfir í byrjun síðari hálf- leiks en Orri Sveinn Stefánsson jafnaði fyrir Fylki tveimur mín- útum síðar. Kristófer Jónsson, sem kom til Vals frá Haukum í vetur, tryggði Val sigurinn þegar hann skoraði úr sjöttu spyrnu Hlíð- arendaliðsins. Kristófer tryggði Val sigurinn Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Valur Haukur Páll Sigurðsson og Patrick Pedersen með bikarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.