Morgunblaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 1
hugsanlega verður það ekki fyrr en um eða eftir helgi. Fer það m.a. eftir hrognafyllingu, veðri og öðrum aðstæðum. Loðna var ekki veidd við landið í fyrra og hitteðfyrra, en í ár mega íslensk skip veiða samtals tæplega 70 þúsund tonn. Um 20 norsk skip voru í gær að veiðum úti af Austfjörðum. Þrjú íslensk fyrirtæki hafa síðustu daga keypt loðnu af norsk- um skipum. Loðnu hefur í framhaldinu verið landað og unnin hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, Eskju á Eskifirði og Loðnuvinnslunni a Fáskrúðsfirði, alls tæplega 2.200 tonnum. Ekki liggur fyrir hvenær íslensku skipin halda til veiða, en Metverð var greitt fyrir loðnuna á uppboðsmarkaði Norges Sildesalgslag fyrstu daga vertíðar. Verðið lækkaði aðeins um helgina og voru gjarnan greiddar um 180-190 krónur fyrir kílóið. Í gær hækkaði verðið á ný og norskt fyrirtæki borgaði um 227 krónur fyrir kílóið í einum farminum. aij@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Nótin um borð og gert klárt fyrir loðnuvertíðina Loksins loðnuvertíð Nótin var hífð um borð í Víking AK við Skarfabakka í Reykjavík í gær. Brottför er ekki ákveðin, en allt er orðið klárt um borð til að halda til veiða í fyrsta sinn í þrjú ár. Þ R I Ð J U D A G U R 9. F E B R Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  33. tölublað  109. árgangur  VALDÍS STEFNIR Á EVRÓPU- MÓTARÖÐINA HÁLENDIÐ HEILLAR AÐ VETRI TIL MARGT BÝR UNDIR YFIR- BORÐINU JEPPAMENN FLYKKJAST NÚ TIL FJALLA 10 LJÓÐ KARI ÓSKAR 28GLÍMDI VIÐ MEIÐSLI 27 Omeprazol Actavis 20mg14 og 28 stk. Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast- andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. T ev a 0 2 8 0 6 2Síðustu ár hefur ákveðin auglýs- ingaþreyta farið að gera vart við sig á samfélagsmiðlum, nú þegar fleiri eru byrjaðir að nýta miðlana til að koma vörum sínum og þjón- ustu á framfæri, að sögn Sigurðar Svanssonar, eins af eigendum aug- lýsingastofunnar SAHARA. Þreyt- an lýsir sér m.a. þannig að fólk veitir slæmri framsetningu á markaðsefni sem birtist ein- staklingum á röngum forsendum minni athygli, eins og Sigurður lýsir því. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart að þessi þreyta sé farin að myndast, enda sjáum við það greinilega í því hvernig ein- staklingar eru farnir að færa sig meira og meira inn í lokuð svæði á borð við Facebook-hópa, lokuð samtöl inni á Facebook Messenger eða nýja miðla þar sem þeir eru lausir við áreiti auglýsenda. Face- book hefur til að mynda verið mjög meðvitað um þetta og því hefur samfélagsmiðillinn lýst því yfir að hann vilji gefa efni frá ein- staklingum meira vægi á miðl- inum, þ.e. að þú sjáir meira af efni frá vinum og vandamönnum, á kostnað auglýsinga frá fyr- irtækjum,“ segir Sigurður. Hann bætir við að þeir miðlar sem selji auglýsingar muni samt alltaf á endanum finna leiðir til að koma auglýsingum nær notendum, sama hvort það eru opin svæði eða lokuð. » 12 Þreytan kemur ekki á óvart AFP Auglýst Samfélagsmiðlar reyna hvað þeir geta að ná til fólks.  Fólk flýr inn í hópa og spjall undan áreiti auglýsinga Fulltrúar íslenskra stjórnvalda funda með forsvarsmönnum lyfja- framleiðandans Pfizer í dag um framkvæmd mögulegrar hjarð- ónæmistilraunar á Íslandi, sem við- ræður hafa staðið yfir um, um nokkra hríð. Heimildir Morg- unblaðsins herma að líkur séu á að endanlegrar niðurstöðu sé að vænta eftir fundinn í dag. Hann er haldinn síðdegis. Fari svo að ráðist verði í verk- efnið, eru innviðir til framkvæmd- arinnar nærri því tilbúnir hér á landi. Komið hefur fram í fréttum að fjöldabólusetningarstöð er þeg- ar risin í Laugardal og fleiri íþróttahús geti einnig nýst undir starfsemina. Hægt verður að bólu- setja tugi þúsunda á degi hverjum á slíkum stöðum. »6 Stjórnvöld funda með Pfizer í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.