Morgunblaðið - 09.02.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021
STIGA
ST5266 P
40 ár
á Íslandi
Hágæða
snjóblásarar
Fjölbreytt úrval
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
VETRARSÓL er umboðsaðili
Gulltryggð gæði
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Mun færri gengu í hjúskap á sein-
asta ári en á árunum þar á undan.
Tæplega 660 færri hjónavígslur
fóru fram í fyrra en á árinu 2019
samkvæmt tölum sem fengust hjá
Þjóðskrá Íslands í gær.
Mörg pör þurftu að fresta fyr-
irhuguðu brúðkaupi vegna farald-
urs kórónuveirunnar og sam-
komutakmarkana. Alls fóru fram
3.480 hjónavígslur í fyrra sam-
anborið við 4.136 á árinu á undan.
Hjónavígslum í kirkjum þjóðkirkj-
unnar fækkaði úr 1.636 á árinu
2019 í 1.490 á seinasta ári. Hjóna-
vígslum hjá sýslumanni fækkaði
líka nokkuð. Þær voru 1.383 á
árinu 2019 en 1.276 fóru fram í
fyrra.
Hrun í komum erlendra ferða-
manna birtist einnig í þessum töl-
um því mun færri útlend pör voru
gefin saman hér á landi í fyrra
eða 248 samanborið við 615 hjóna-
vígslur erlendra ríkisborgara á
árinu 2019. Hjónavígslum í skráð-
um trúfélögum utan þjóðkirkj-
unnar fækkaði í fyrra frá árinu á
undan og voru 462 en 502 á árinu
2019.
Nú virðist hins vegar gæta auk-
innar bjartsýni á að brátt sjái fyr-
ir endann á faraldrinum og fjölda-
takmörkunum svo hægt verði að
halda brúðkaup þegar líður á árið
og næsta sumar. Að sögn sr. Guð-
rúnar Karls Helgudóttur sókn-
arprests í Grafarvogskirkju hefur
lifnað yfir þessu og mörg pör hafa
hug á kirkjubrúðkaupi í sumar.
„Fólk er mikið að bóka núna fyrir
sumarið en það er líka töluvert
mikið búið að bóka á árinu 2022
því sumir vilja hafa vaðið fyrir
neðan sig og bíða. Ég hugsa að
það hafi ekki oft verið bókað eins
mikið með svona löngum fyrirvara
eins og núna er fyrir árið 2022,“
segir hún.
Töluvert var um að pör þyrftu
að fresta fyrirhuguðum brúð-
kaupum sl. vor og í byrjun sum-
ars. Svo þegar í ljós kom síðsum-
ars að ástandið vegna faraldursins
héldi áfram gripu margir til þess
ráðs að fresta stóru brúðkaups-
athöfninni en halda í staðinn litla
athöfn í kirkjunni með fjölskyldu
og nánustu vinum. Ætla síðan að
bjóða gestum aftur til kirkju í
sumar og halda þá blessunar-
athöfn og stóra veislu svo fleiri
gestir fái að upplifa athöfnina með
þeim í kirkjunni. Hún segir að
mikill meirihluti hafi ákveðið að
halda sig við brúðkaupsdaginn og
ætli sér svo að vera með stærri
athöfn síðar þegar búið verður að
aflétta fjöldatakmörkunum.
Laufey Böðvarsdóttir, kirkju-
haldari í Dómkirkjunni, segir að
margir hafi þurft að flytja til dag-
setningar hjónavígslna í kirkjunni
í fyrra en margir hafi verið í sam-
bandi við kirkjuna og ætli því ekki
að hætta við fyrirhugað brúðkaup,
sem sé mjög ánægjulegt. Sumir
hafi líka ákveðið að láta farald-
urinn ekki stoppa sig og gengið í
hjónaband þótt ekki mættu vera
nema tíu gestir að hámarki við at-
höfnina í kirkjunni en ætli sér svo
að halda veisluna síðar. Þessi fá-
mennu brúðkaup hafi verið mjög
fallegar athafnir. Að sögn hennar
er töluvert um bókanir fyrir brúð-
kaup í Dómkirkjunni á þessu ári
og líka 2022 en þó ekki jafn mikið
og bókað var fyrir síðasta ár.
656 færri hjónavígslur í fyrra en 2019
Mörgum brúðkaupum var frestað en lifnað hefur yfir bókunum í sumar og fram á árið 2022
Fjöldi hjónavígslna 2018 til 2020
Heildarfjöldi 2018-2020 Tegund hjónavígslna 2018-2020
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2018 2019 2020 2018 2019 2020
Heimild: Þjóðskrá Íslands
4.328 4.136
3.480
Hjónavígsla í þjóðkirkju
Hjá sýslu-
manni
Hjá trúfélagi utan þjóðkirkju
Erlend hjónavígsla
1.276
462
252
1.490
Leyft verður að veiða allt að 1.220
hreindýr á þessu ári, 701 kú og 519
tarfa. Það er nokkur fækkun frá því í
fyrra en þá mátti veiða allt að 1.325
dýr, 805 kýr og 520 tarfa. Heimildin
til veiða er veitt með fyrirvara um að
ekki verði verulegar breytingar á
stofnstærð fram að veiðunum.
Mesta breytingin á milli ára virð-
ist í fljótu bragði vera á veiðisvæði 2,
það er í Fljótsdalshreppi og hluta
Múlaþings. Þar verður nú leyft að
veiða 275 hreindýr, 175 kýr og 100
tarfa. Í fyrra var kvótinn þar upp á
349 dýr, 191 kú og 158 tarfa.
Umhverfis- og auðlindaráðherra
hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa
árs samkvæmt tillögum frá Um-
hverfisstofnun. Veiðitími tarfa er frá
1. ágúst til 15. september, en þó get-
ur Umhverfisstofnun heimilað veið-
ar á törfum frá og með 15. júlí. Veiði-
tími kúa er frá 1. ágúst til 20.
september.
Fyrstu tvær vikur veiðitímabilsins
er veiðimönnum gert að forðast í
lengstu lög að fella mylkar kýr svo
draga megi eftir megni úr áhrifum
veiðanna á kálfa, samkvæmt auglýs-
ingu ráðuneytisins. Þess í stað eru
veiðimenn eindregið hvattir til að
veiða eingöngu geldar kýr. Er í
þessu sambandi bent á hlutverk og
skyldur leiðsögumanna við að að-
stoða og leiðbeina veiðimönnum við
val á bráð.
Veturgamlir tarfar eru friðaðir
sem fyrr og einnig er óheimilt að
veiða hreinkálfa. gudni@mbl.is
Hreindýraveiðileyfum fækk-
ar talsvert á svæði 2 frá 2020
Hreindýrakvóti 2021 er 125 dýrum minni en í fyrra
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hreindýr Umsóknir um veiðileyfi
hafa verið mun fleiri en leyfi í boði.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Bálskýli í Haukadal brann til kaldra
kola síðastliðinn fimmtudag. Skýlið
sem var reist árið 2017 var stórt og
stæðilegt og stóð í Hákonarlundi í
Haukadalsskógi.
„Fyrst og fremst erum við þakk-
lát fyrir ekki hafi orðið slys á fólki
við svona stóran bruna en um tals-
vert tjón er að ræða og kostnaður-
inn við byggingu svona skýlis hleyp-
ur á milljónum,“ segir Trausti
Jóhannsson, skógarvörður á Suður-
landi. „Mikil mildi er að eldurinn
hafi ekki dreifst víðar en veður var
hagstætt, raki í jörðu og vindur
hægur. Skýlið stendur úti í miðjum
skógi og hæglega hefði eldur getað
læst sig í skóginn og valdið gríð-
arlegu tjóni.“
Talið er að atvikið hafi orðið síð-
astliðið fimmtudagskvöld en engin
tilkynning barst um brunann og
urðu starfsmenn Skógræktarinnar
varir við hann þegar þeir voru í eft-
irliti um svæðið daginn eftir, þá var
enn glóð í stólpum skýlisins. Að
sögn Trausta hefur enginn gefið sig
fram varðandi málið en lögreglunni
á Selfossi var tilkynnt um brunann
strax þegar starfsmenn Skógrækt-
arinnar urðu varir við tjónið.
Eldhafið mikið
Trausti segir ljóst að eldhafið hafi
verið mikið og eldsúlan há, en skýlið
var yfir fimm metra hátt og byggt
úr stórviði úr skóginum. Skýlið hef-
ur verið vinsæll viðkomustaður
heimamanna úr sveitinni og ferða-
manna, innlendra sem erlendra, og
því mikill missir að því. Óvíst er á
þessari stundu hvort það verði end-
urbyggt enda ná tryggingar ekki yf-
ir svona mannvirki, að sögn
Trausta. Allar ábendingar um málið
má senda á trausti@skogur.is.
Bálskýli brann til kaldra kola
Tjónið hleypur á milljónum Tryggingar ná ekki yfir tjónið Mildi að eldurinn breiddist ekki út
Ljósmyndir/Trausti Jóhannsson
Mikið tjón Þannig var aðkoman sem blasti við starfsmönnum Skógræktarinn-
ar er þeir komu í Hákonarlund á föstudaginn. Ekki er vitað um eldsupptök.
Áningarstaður Skýlið var vinsælt meðal heimamanna og ferðafólks.