Morgunblaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þessi aukning helst í hendur við upplýsingar sem við höfum frá Euro- pol og víðar. Netglæpir hafa aukist mikið á þessum Covid-tímum,“ segir Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netbrotadeild hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu. Skráðum netglæpum hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði mikið á síðasta ári frá 2019. Þeir voru 422 í fyrra en 318 árið áður. Nemur aukningin tæpum 33% á milli ára. Daði segir í samtali við Morgun- blaðið að sig gruni að bæði sé um fjölgun brota að ræða en einnig að fólk sé duglegra að tilkynna slíka glæpi en áður. „Í kórónuveirufaraldrinum hafa allir neyðst til að vera meira á netinu en áður. Það að fólk sé meira í tölvunum eykur hættuna á net- glæpum. Þarna erum við líka að fást við atvinnu- menn í þessari grein. Það er þeirra vinna að svindla. Þetta er skipulögð brota- starfsemi og þessir menn eru með fólk í vinnu við að reyna að svindla á öðrum. Við sáum það í fyrra að við heyr- um undir stóran markað. Menn eru kannski að herja á Norðurlöndin og átta sig ekki alltaf á að ekki er talað sama tungumál hér og í öðrum lönd- um. Hingað barst til dæmis mikið af póstum á dönsku þar sem reynt var að blekkja fólk.“ Lögreglan flokkar netglæpi í nokkra flokka, til að mynda fjársvik, hótanir (til dæmis um myndbirting- ar, ærumeiðingar og fleira), blygð- unarsemisbrot og barnaníðsmál. „Það hefur verið mikið um þetta hefðbundna tölvupóstssvindl. Sömu- leiðis svokölluð BEC-mál þar sem til að mynda er verið að reyna að fá fjármálstjóra í fyrirtækjum til að millifæra fjármuni. Eins hafa vef- veiðar aukist gríðarlega. Við sáum það meðal annars í fölsuðum send- ingum frá Póstinum, DHL og fleir- um fyrir jólin. Þar erum við með beina tengingu við Covid-ástandið, það voru margir sem bjuggust við sendingum og voru ekki nógu vel á varðbergi.“ Daði segir aðspurður að netglæp- um hafi fjölgað jafnt og þétt síðustu ár. Hann kveðst ekki búast við öðru en svo verði áfram. „Fólk var neytt til þess að vera tæknivæddara í fyrra. Margir fóru að versla á netinu sem gerðu það ekki áður. Ég sé ekki að þetta breytist og því býst ég frek- ar við aukningu en hitt.“ Netglæpum fjölgaði um þriðjung  Aukin heimavinna og netverslun  Svipuð þróun hér og erlendis AFP Netglæpir Lögreglan telur að netglæpum muni halda áfram að fjölga. Daði Gunnarsson Snorri Másson snorrim@mbl.is Barir og skemmtistaðir máttu opna í gær í fyrsta sinn frá því í byrjun október, á meðan veitingastaðir hafa allan tímann mátt hafa opið þó með skertum afgreiðslutímum. Nú er þjónusta af þessum toga í boði til klukkan 22 að kvöldi, en síðustu gest- unum verður að vera hleypt inn í seinasta lagi klukkan níu. Í sóttvarnatilslökunum gærdags- ins fólst einnig að leikhús mættu nú hafa 150 gesti í sal í stað 100 og lík- amsræktarstöðvar máttu hleypa gestum í sturtu eftir æfingu. Nýjar sóttvarnareglur gilda til 3. mars að óbreyttu. Aðeins 21 er í sóttkví á landinu og 28 í einangrun með Covid-19. Eitt smit greindist innanlands í fyrradag en undanfarna daga hafa greinst til skiptis eitt og ekkert smit. Ráðist var fyrr í tilslakanir en fyrirhugað hafði verið vegna hagfelldrar þróunar í faraldrinum. 4.856 hafa verið bólu- settir. Þrálátur orðrómur um árangur Ís- lendinga í viðræðum við lyfjafram- leiðandann Pfizer um fjöldabólusetn- ingu í tilraunaskyni hér á landi var ræddur á upplýsingafundi almanna- varna í gær. Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir endurtók þar það sem margoft hefur áður komið fram í máli hans, að engin samningsdrög liggi enn fyrir og að meðan svo sé, sé ekki unnt að slá því föstu að af verkefninu verði. Ekkert liggur fyrir um hve mikið bóluefni kann að vera á leiðinni eða hvenær það kemur. Þórólfur sagði þá til skoðunar hvort skikka ætti fólk í farsóttarhús á milli skimananna tveggja sem það er skyldað í við komuna til landsins eða hvort einfaldlega ætti að gera kröfu um neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku áður en fólki væri hleypt inn í landið. Morgunblaðið/Eggert Langþráð opnun Barir og skemmtistaðir hafa verið lokaðir frá því í október, en veitingastaðir opnir. Beint á barinn eftir fjögurra mánaða lokun  Aðeins 21 í sóttkví á landinu  4.856 hafa verið bólusettir Innanlandssmit: 12 ný smit greindust sl. 14 daga Nýgengi er: 3,3 Fjöldi í sóttkví: 21 Smit á landamærum: 49 virk smit greindust sl. 14 daga Nýgengi er: 6,0 Fjöldi í skimunarsóttkví: 987 28 eru með virkt smit og í einangrun Fjöldi smita frá 30.6. '20 Heimild: covid.is júlí ágúst september október nóvember desember janúar Fjöldi smita innanlands Fjöldi smita á landamærum „Sú umræða að gera þurfi kerfis- breytingar í skólastarfi jafnhliða end- urskoðun námskrár er sjaldnast rök- studd, til dæmis með því hvernig fækkun námsára eða stytting sum- arfrís eigi að vera til bóta,“ segir Ragnar Þór Pét- ursson formaður Kennarasam- bands Íslands. Menntamál í eru nú í deiglunni á vettvangi Sam- taka atvinnulífs- ins sem hafa lagt til breytingar á skólastarfi. Í við- tali í Morgun- blaðinu í gær sagði Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, forstöðumaður samkeppnishæfnis- sviðs samtakanna, að endurskoða þyrfti ýmsa kerfislega þætti í skóla- starfi, sem að mörgu leyti væri fast í viðjum þeirra 40 mínútna sem hver kennslustund er. „Vissulega eru 40 mínúturnar gamalt viðmið í skólastarfi, sem víða hefur þó verið brotið upp. Kennarar fara yfir námsefnið með ólíkum að- ferðum, flétta jafnvel námsgreinum saman í verkefnavinnu og nálgast markmið námskrár því með ýmsu móti. Skólastarf hefur breyst mikið síðustu ár,“ segir Ragnar Þór. „Það er athyglisvert ef grunnskól- inn á að taka að sér sífellt viðameira hlutverk, svo sem tómstunda- og íþróttastarf og jafnvel hlutverk fjöl- skyldna. Á Íslandi eins og annars staðar er þróunin í þá átt að stytta vinnutíma og auka samverustundir fjölskyldna, til dæmis með styttingu vinnuvikunnar. Þær gæðastundir eiga fjölskyldurnar að nýta sér sam- an. Íslenskt samfélag hefur sömuleið- is tilhneigingu til þess að fylgja ekki eftir nægilega vel þeim kerfisbreyt- ingum sem gera skal. Stefnan yfir- leitt vandlega hugsuð en trú á töfra- lausnir veldur því að úthaldið brestur. Þannig ætlum við gjarnan að gera það á tveimur árum sem aðrar þjóðir gefa sér 20 ár í,“ segir Ragnar. Hann segist þó sjá ýmsar vísbend- ingar um að þetta sé að breytast. Nú sé lagt meira upp úr langtímalausn- um t.d. með eflingu kennaranáms og fjölgun kennaranema. „Vegna kórónuveirunnar varð að breyta öllu skólastarfi – og sú upp- stokkun var hugsuð og útfærð á örfá- um dögum. Að segja skólakerfið staðnað er því á margan hátt klisja þótt mörgu megi breyta til bóta,“ segir Ragnar Þór. sbs@mbl.is Skólastarf að breytast hratt  Oftrú er á töfralausnir, að mati KÍ Ragnar Þór Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.