Morgunblaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Eitrunarsíminn fékk 2.445 símtöl í
fyrra eða tæplega sjö símtöl á dag.
Merkjanleg aukning varð á símtöl-
um vegna sótthreinsivökva og
nikótínpúða. Þetta kemur fram í árs-
skýrslu Eitrunarmiðstöðvar 2020.
Árið 2019 voru skráð símtöl 2.217
og fjölgaði þeim því á milli ára. Betri
skráning, meðal annars á almennum
fyrirspurnum, og betra utanumhald
skýrir að miklu leyti aukninguna.
Símtölum vegna sjálfsskaða fækkaði
úr 7% árið 2019 í 6,5% árið 2020 en
símtölum vegna rangrar lyfjagjafar
á stofnunum fjölgaði úr 11% í 13,4%.
Af þeim 2.445 símtölum sem bár-
ust í fyrra voru 1.948 eða 80% erind-
anna afgreidd í símtalinu. Læknar á
sjúkrahúsum eða bráðamóttökur
hringdu 11% símtalanna, um 2% er-
inda var vísað á heilsugæsluna, um
11,4% var vísað á bráðamótttöku og í
um 7% tilvika var sjúklingurinn þeg-
ar á sjúkrahúsi og var óskað eftir
ráðgjöf vegna atviks.
Í um 46% tilvika hringdu foreldrar
í eitrunarsímann, í um 26% tilvika
hringdi fólk sjálft, læknir eða heil-
brigðisstofnun hringdu í 11% tilvika,
einhver annar hringdi í 9% tilvika og
maki í 3% tilvika. Hringjandi var
ekki tilgreindur í 5% tilvika. Fleiri
karlar (47%) hringdu en konur (43%)
og í 9% tilvika var kyn ekki tilgreint
og í 1% tilvika var það annað eða
ekki vitað. Langflest símtölin bárust
skömmu eftir (0-15 mínútum) að
meint eitrun átti sér stað. Flestar
eitranir (63%) urðu á heimilum.
Eitrunarmiðstöðin starfaði á
bráðaþjónustu meðferðarsviðs
Landspítala 2020. Hennar helsta
hlutverk er að sinna ráðgjöf um með-
ferð eitrana til almennings og heil-
brigðisstarfsmanna. Eitrunarsíminn
543-2222 er opinn fyrir alla og allan
sólarhringinn. Einnig er hægt að ná
sambandi við eitrunarsímann í gegn-
um 112. gudni@mbl.is
Sjö símtöl á dag
vegna eitrana
Fleiri hringingar í Eitrunarsímann
Morgunblaðið/Eggert
Eitrunarsíminn Meira hringt vegna
nikótínpúða og sótthreinsivökva.
Þyrla pakistanska hersins flaug að-
eins eina ferð um leitarsvæðið á K2 í
gær í leit að John Snorra Sigurjóns-
syni, Muhammad Ali Sadpara og Ju-
an Pablo Mohr, enda leyfði veður ekki
frekara flug. Í tilkynningu frá fjöl-
skyldu Johns Snorra í gær kom fram
að fyndust þeir ekki á meðan bjart
væri, væru mjög litlar líkur á að þeir
fyndust á lífi í framhaldinu. Þremenn-
ingarnir sáust síðast á föstudags-
morguninn, þegar sá fjórði í hópnum
þurfti að snúa við niður sökum bilunar
í súrefnistanki.
Leitinni hefur ekki verið hætt enda
þótt aðstæður til flugs geti orðið
slæmar næstu daga, eins og veðurspá
bendir til. Engu að síður er stefnt á að
fljúga aftur á morgun ef það er hægt.
Leitinni er annars haldið áfram í
gegnum myndgreiningu og aðra yf-
irgripsmikla nútímaleitartækni.
Muhammad Ali Sadpara er eins
konar þjóðhetja í Pakistan. Hann er
eini Pakistaninn sem hefur klifið átta
af fjórtán tindum veraldar, sem eru
hærri en 8.000 metrar, og hefur hann
verið títt umfjöllunarefni þarlendra
fjölmiðla vegna afreka sinna á þessu
sviði. Um tíma vann hann við flutn-
inga fyrir pakistanska herinn. Telja
má að tilraunir pakistanskra yfir-
valda til að finna hópinn séu í takt við
þá stöðu sem Sadpara hefur.
Kuldinn hefur verið sérstaklega
mikill á svæðinu og gerir það aðstæð-
ur til leitar þeim mun verri. Hugað er
vandlega að öryggi leitarmanna, sem
leggja gríðarmikið á sig í þágu leit-
arinnar.
Fjölskylda Johns Snorra þakkaði
íslenskum stjórnvöldum, borgara-
þjónustu utanríkisráðuneytisins, rík-
islögreglustjóra, Landhelgisgæslunni
og Geimvísindastofnun fyrir „ómet-
anlegan stuðning og fagmennsku“
meðan á leitinni hefur staðið. „Þetta
er erfiður tími fyrir okkur fjölskyld-
una og við óskum eftir því að fá and-
rými til að takast á við þessa þung-
bæru stöðu,“ var haft eftir Línu Móey
Bjarnadóttur, eiginkonu Johns
Snorra, í tilkynningu. snorrim@mbl.is
Þyrluflug erfitt vegna
veðurs næstu daga
Litlar líkur taldar á að John Snorri og félagar finnist á lífi
Ljósmynd/Aðsend
K2 John Snorri Sigurjónsson sást síðast fyrir fjórum sólarhringum.
Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyja-
fjörður eru þau svæði sem koma
best út í nýrri skoðanakönnun meðal
íbúa landsins á búsetuskilyrðum,
hamingju og við-
horfi til síns
sveitarfélags.
Þetta segir í til-
kynningu frá
Samtökum sveit-
arfélaga á Vest-
urlandi. Að könn-
uninni stóðu
landshlutasamtök
sveitarfélaga á
landinu ásamt
Byggðastofnun.
Niðurstöðurnar byggja á svörum frá
10.253 þátttakendum.
Í könnuninni var spurt um 40 bú-
setuþætti. Var þannig spurt um hús-
næðismál, nettengingar, vöruverð,
þjónustu við fatlaða og aldraða,
skólamál og fleira. Efnisatriðin voru
því fjölbreytt. Þættir á borð við frið-
sæld, náttúru og loftgæði fengu al-
mennt nokkuð háar einkunnir.
Ásthildur Sturludóttir, bæjar-
stjóri á Akureyri, segist alsæl með
niðurstöðurnar og þær komi henni
ekki á óvart. „Lífsgæðin hérna eru
bara óskaplega góð. Hér er náttúru-
fegurð og mikil lífsgæði fólgin í því
að þurfa ekki að vera lengi í umferð
á morgnana. Stöðugt og gott at-
vinnulíf og mikið um að vera í þó
ekki stærri bæ en Akureyri,“ sagði
Ásthildur og bætti við: „Þetta er
bara frábær staður til að búa á.“
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, segist glöð með
niðurstöður könnunarinnar. „ Ég er
auðvitað glöð og ánægð með þessar
niðurstöður og býð fólk velkomið til
Eyja,“ sagði Íris og bætti við: „Það
hefur verið markvisst unnið að því
að búa til samfélag sem er barnvænt
og heldur vel utan um bæði unga
sem aldna og ég veit að það skiptir
bara miklu máli. Við erum sam-
heldið samfélag sem býður nýja íbúa
velkomna. Hér er hátt þjónustustig,
falleg náttúra og fjölbreytt mann-
líf.“
Hamingjan einnig könnuð
Stærsti hópur þátttakendanna
mat hamingju sína 8 á skalanum 1-
10. Lítill munur mældist á hamingju
íbúa eftir landsvæðum en íbúar í
Vestmannaeyjum og Snæfellsbæ
reyndust þó hamingjusamastir sam-
kvæmt könnuninni og jafnframt
marktækt hamingjusamari en á öðr-
um svæðum landsins. Íbúar höfuð-
borgarsvæðisins og Reykjanes-
bæjar voru hins vegar marktækt
óhamingjusamari en aðrir.
Íslendingar
hamingjusamir
Ný könnun á búsetuskilyrðum
Morgunblaðið/Eggert
Akureyri Þau svæði sem koma best út í nýrri og viðamikilli skoðanakönnun
meðal íbúa landsins eru Akureyri, Vestmannaeyjar og Eyjafjörður.
Íris
Róbertsdóttir