Morgunblaðið - 09.02.2021, Síða 8
Morgunblaðið/sisi
Selt Þinganesið í Slippnum í Reykjavík, næsti áfangastaður er Inverness.
Skinney-Þinganes á Höfn í Horna-
firði hefur selt gamla Þinganesið
ÁR 25, áður SF, til Inverness í
Skotlandi. Skipið er 30 ára gam-
alt, smíðað í Portúgal 1991, og
hafði verið á söluskrá í rúmt ár.
Gamla Þinganesið hafði ekki
verið í notkun í um ár eða frá því
að nýtt Þinganes SF byrjaði róðra
í byjun síðasta árs. Steinunn SF
er systurskip nýja Þinganessins,
bæði skipin smíðuð hjá Vard í
Aukra í Noregi. Þau eru meðal sjö
systurskipa, sem komu til landsins
2019.
Samfara nýsmíði á þessum skip-
um voru eldri Steinunn og Hvann-
ey seld til Nesfisks í Garði, en þau
skip voru smíðuð í Kína fyrir 20
árum. aij@mbl.is
Gamla Þinganesið
selt til Skotlands
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021
Hugsum áður en við hendum!
www.gamafelagid.is 577 5757
Morgunblaðið greindi frá þvífyrir nokkru að Róbert Mars-
hall, upplýsingafulltrúi forsætis-
ráðherra, velti því alvarlega fyrir
sér að fara fram fyrir vinstri græn í
Reykjavík en nú
hefur upplýsinga-
fulltrúinn upplýst
að hann hyggist
taka þátt í forvali
flokksins í Suður-
kjördæmi. Þar mun
hann meðal annars
takast á við þing-
manninn Kolbein Óttarsson Proppé
sem einnig vill fylla það sæti sem
losnar þegar Ari Trausti Guð-
mundsson hverfur af þingi.
Róbert Marshall á tiltölulegaskrautlegan feril í stjórn-
málum. Hann sat á þingi fyrir Sam-
fylkinguna í Suðurlandskjördæmi
frá 2009 til 2013 og svo fyrir Bjarta
framtíð í Reykjavík á árunum 2013
til 2016. Sá flokkur missti þá fót-
anna eftir ævintýralegan nætur-
fund og Róbert varð eins og fleiri
úr þeim óvenjulega flokki að reika
um leitandi að heimahögum.
Svo bauðst honum fyrir tæpu áriað aðstoða forsætisráðherra
við að upplýsa almenning um eitt
og annað sem ella hefði farið fyrir
ofan garð og neðan og nú virðist
sem það hafi verið ætlað sem skref
inn á þing á nýjan leik en undir öðr-
um fána en áður.
Ekki er þó líklegt að frambjóð-andinn upplýsandi hafi kastað
frá sér öllum fyrri baráttumálum.
Eitt sem hann hlýtur að ætla að
upplýsa nýja flokksfélaga sína um
er afstaðan til Evrópusambandsins
og hvort hann er enn sannfærður
og ákafur stuðningsmaður aðildar
Íslands að ESB. Það gætu talist
nokkur pólitísk tíðindi ef slíkum
fjölgar á framboðslistum VG og
ekki víst að það verði flokknum til
framdráttar.
Róbert Marshall
Upplýsandi
framboð innan VG?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Bílaumferð um Mýrdalssand var að
jafnaði um 70% minni allt síðastliðið
ár en á árinu á undan ef undan eru
skildir mánuðirnir júlí og ágúst. Yfir
allt síðasta ár var umferðin að jafn-
aði aðeins um helmingur umferðar-
innar árið á undan. Þetta kemur
fram í samantekt Hagstofunnar um
umferðina í fyrra skv. umferðartelj-
urum Vegagerðarinnar.
Sem dæmi um samdráttinn á tím-
um veirufaraldursins kemur fram að
meðalfjöldi bifreiða sem ekið var um
hringveginn á Mýrdalssandi í apríl, í
miðri fyrstu bylgju faraldursins, fór
úr því að vera 1.046 bílar á dag árið
2019 niður í 217 bíla í apríl í fyrra.
Samkvæmt upplýsingum Vega-
gerðarinnar sem birtar voru í sein-
ustu viku jókst hins vegar umferðin á
hringveginum í seinasta mánuði um
tæp þrjú prósent miðað við janúar í
fyrra og var sú næstmesta í fyrsta
mánuði ársins síðan þessar mæling-
ar Vegagerðarinnar hófust. „Athygl-
isvert er að umferðin eykst þrátt fyr-
ir gríðarlega fækkun ferðamanna og
áhrif sóttvarnareglna sem ekki gætti
fyrir ári síðan,“ sagði í frétt Vega-
gerðarinnar. Hafa ber í huga að um-
ferðin í janúar í fyrra dróst mikið
saman frá sama mánuði ársins á und-
an og var slæmt veðurfar talið skýra
þann samdrátt að mestu.
Miklu minni umferð á Mýrdalssandi
Umferðin tók kipp í janúar síðastliðnum
og var meiri en í byrjun seinasta árs
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Umferð Áhrifa kórónuveirunnar
gætti í fjölda bíla á þjóðvegum.