Morgunblaðið - 09.02.2021, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.
Vatnajökulsþjóðgarður er í öðru
sæti yfir áhugaverðustu þjóðgarða í
Evrópu á árinu 2021 samkvæmt ný-
birtum lista ferðasíðunnar TripAdvi-
sor. Á heimsvísu er Vatnajökuls-
þjóðgarður í 17. sæti.
Reykjavíkurborg lendir í 33. sæti á
lista yfir vinsælustu áfangastaðina í
Evrópu samkvæmt TripAdvisor.
Listinn er byggður á einkunna-
gjöf og umsögnum ferðamanna á
vefsíðunni.
Í umfjöllun á vef Vatnajökuls-
þjóðgarðs um þessa niðurstöðu Trip-
Advisor segir að vísað sé til þess að í
þjóðgarðinum megi finna yfirnátt-
úrulegt landslag, bláa íshella, svarta
sanda, fossa og grónar grundir, sem
sé eftirsótt að kanna.
Skeifulaga kvosin Ásbyrgi sé talin
staður fyrir þá sem vilji kanna skóg-
lendi og hvort sem klífa eigi hæsta
tind Íslands, Hvannadalshnjúk, eða
ganga að Dettifossi þá sé einstakt
landslag og hrífandi jarðmyndandir
nokkuð sem ekki megi láta fram hjá
sér fara.
Serengeti þjóðgarðurinn í Tans-
aníu er í efsta sæti yfir áhugaverð-
ustu þjóðgarða heims og í Evrópu er
Yorkshire Dales-þjóðgarðurinn á
Englandi í efsta sætinu. omfr@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Hvannadalshnúkur klifinn Val TripAdvisor byggist m.a. á meðmælum og
einkunnagjöf ferðalanga. Vatnajökulsþjóðgarður er í 17. sæti á heimsvísu.
Í öðru sæti í Evrópu
Vatnajökulsþjóðgarður valinn meðal
áhugaverðustu þjóðgarða Evrópu
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Færðin er góð og fjöllin heilla,“
segir Sveinbjörn Halldórsson, for-
maður Ferðaklúbbsins 4x4. Fjöldi
jeppamanna var á ferðinni um
helgina og margir voru til dæmis
á svæðinu við Skjaldbreið og norð-
ur af Þingvöllum. Einnig lögðu
margir leið sína inn á Kjöl. „Núna
er harðfenni yfir öllu sunnanverðu
hálendinu og undirlagið því
öruggt. Á harðskafanum er hægt
að aka langar leiðir líkt og á mal-
bikuðum vegi sé. Í fyrravetur og
nú í haust var lítið um ferðir
vegna kórónuveirunnar. Nú þegar
faraldurinn er í rénun er frelsinu
tekið fagnandi og farið á fjöll.“
Meiri snjór veit á gott
Samfélag jeppafólks er stórt og
félagsstarfið fjölbreytt. Alls eru 4-
5.000 félagar í 4x4, sem efnir til
nýliðaferðar síðar í mánuðinum og
stórar skipulagðar ferðir detta inn
alltaf öðru hverju. Einnig er fólk í
hópum duglegt að taka sig saman
um leiðangra, lengri sem
skemmri. Til eru á samfélags-
miðlum hópar þar sem fólk hópar
sig saman og fer í ferðir. Suður-
hálendið er þá ofarlega á blaði,
Langjökulsslóðir, Kjalvegur, Kerl-
ingarfjöll og Landmannalauga-
svæðið. Einnig er mikið farið um
Línuveginn svonefnda, sem liggur
frá Sultartanga um hálendið til
vesturs að Skjaldbreið.
„Til ferðalaga upp á hálendið
þarf öfluga bíla og ekki er ráðlegt
að fara á jökul á jeppa á minna en
38 tommu dekkjum. Og nú er
besti tíminn til jeppaferða fram
undan. Að vera inni á fjöllum í
mars og apríl er ævintýr; daginn
farið vel að lengja og yfirleitt
nægur snjór. Núna er líka spáð
snjókomu þegar líður á vikuna og
meiri snjór veit á gott um ferðalög
á næstunni,“ segir Sveinbjörn.
Meðal þeirra sem fóru á fjöll
um helgina var Rúnar Kjart-
ansson, jeppamaður úr Garðabæ,
með hópi fólks á fimm bílum sem
lagði upp snemma á laugardags-
morgun. Farið var úr bænum
austur á Lyngdalsheiði vestan við
Laugarvatn, hvar ekið var að
Skjaldbreið, Tjaldafelli og Slunka-
ríki. Þaðan var svo ekið inn á suð-
urhluta Langjökuls og af honum
vestanverðum niður að Húsafelli í
Borgarfirði þangað sem komið var
síðdegis.
Bílamix í gangi
í öðrum hverjum skúr
„Færið var þægilegt og útsýnið
tært. Svona ferðir eru algjört æv-
intýri,“ segir Rúnar sem ekur um
á Jeep Cherokee, kröftugum bíl
sem er á 38 tommu dekkjum.
„Þetta er þrjátíu ára gamall bíll
vestan af fjörðum sem ég eign-
aðist fyrir nokkru. Þennan jeppa
mixaði ég saman með hjálp pabba
míns og frænda. Notaði í smíðina
varahluti úr öðrum bíl sem ég átti.
Viðgerðabrasið er skemmtilegt.
Margir jeppakarlar hafa notað ró-
lega tímann að undanförnu til þess
að breyta bílum. Í öðrum hverjum
skúr í bænum hefur verið eitt-
hvert mix í gangi og nú eftir
nokkurra mánaða stopp er verið
að taka bílana fram einn af öðrum.
Fjallaflotinn er sennilega aldrei
öflugri en nú og ferðahugur í
flestum,“ segir Rúnar
Ljósmynd/Rúnar Kjartansson
Fastur Hluti af gleðinni í hverri fjallaferð er að koma sér í meinlaus vand-
ræði. Þurfa að moka sig og síðan spóla upp úr fönnum og skafladrögum.
Ljósmynd/Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Bílafloti Svæðið fyrir norðan og austan Þingvelli er vinsælt í vetrarferðum jeppamanna og hægt er að fara hindr-
unarlaust um stór svæði. Hér er horft til Hlöðufells á mynd, sem tekin var í aldeilis frábæru ferðaveðri.
Jeppamennirnir flykkjast til fjalla
Hálendið heillar að vetri Breiðdekkjaðir bílar Skjaldbreiður og Langjökull eru fjölfarin svæði
Sveinbjörn
Halldórsson
Rúnar
Kjartansson
Ljósmynd/Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Vetrarríki Sé snjór nægur eru jeppamönnum allir vegir færir, enda eru þeir á
góðum bílum með breið dekk. Myndin er tekin í Árskarði við Kerlingarfjöll.