Morgunblaðið - 09.02.2021, Side 18
✝ Þóra G.Bene-
diktsdóttir var
fædd 9. september
árið 1945. Hún lést
19. desember
2020. Móðir henn-
ar var Þorbjörg
Vilhjálmsdóttir frá
Sandfellshaga í
Öxarfirði í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu.
Uppeldisfaðir
Þóru var Einar Loftsson frá
Neðra-Seli í Landssveit. Með
fyrri eiginmanni
sínum, Karli S.
Karlssyni, átti
Þóra tvö börn,
Einar Þór og Ísól
Björk. Seinni eig-
inmaður Þóru var
Skjöldur Krist-
insson. Hann lést
27. ágúst árið
2016. Hann átti
tvö börn, Kristin
Þór og Kristínu.
Útförin fór fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Við viljum hér minnast hennar
móður okkar og ömmu með þeim
góðu minningum sem við eigum
um hana, hvað hún var flott kona,
hugmyndarík, fróðleiksfús, list-
ræn og mörgum hæfileikum
gædd, hvað hún gaf af sér til okk-
ar. Hún var mjög flink í höndun-
um, hafði gaman af því að teikna
og skrifa, saumaði vandaðar flíkur,
prjónaði fallegar peysur og var
listakokkur. Þegar sá gállinn var á
henni lék allt í höndum hennar.
Fyrir afmæli, páska og jól gat hún
sökkt sér í föndur, haft tíma og
þolinmæði til að skapa og búa til
skraut með börnunum. Þannig gat
hún verið góð mamma, en ekki
minna góð, skemmtileg og eftir-
minnileg amma, svona akkúrat
eins og ömmur eiga að vera og
hefði örugglega orðið frábær
langamma. Hún hafði þann hæfi-
leika að gera hversdagslega hluti
eftirminnilega og ævintýralega, og
þannig var með ferðir í grasagarð-
inn í Laugardal og síðar í Forna-
lund, þetta voru ekki ferðir til að
skoða blóm eða tré heldur ævin-
týraferðir í aðra heima. Og hún
hafði líka gaman af því að ferðast,
skoða borgir og lönd, njóta menn-
ingar og mannlífs, fór margar slík-
ar ferðir. En sú sem henni þótti
mest um var þegar hún fór með
Obbu ömmu á aðventunni til Kan-
ada til að halda jólahátíðina með
Ísól og fjölskyldu. Þegar heim var
komið var lengi minnst á þessa eft-
irminnilegu og skemmtilegu jóla-
ferð.
Þið sem þekktuð hana þekkið
þessa konu, en þið vitið líka hvern-
ig hún gat verið, stundum aðeins
Þóra G.
Benediktsdóttir
of góð með sig, eins og sagan af bíl-
túrnum sýnir. Þá var hún með Ísól
í framsætinu og Ísabellu Ósk í aft-
ursætinu, var að keyra út á Álfta-
nesveginn og ekur yfir á ranga ak-
rein. Ísól dauðbregður og grípur
andann á lofti og segir: Gættu þín,
þú ert á öfugum vegarhelmingi. Þá
fær hún svarið, nokkuð hofmóðugt
og snúðugt: Hvaða læti eru þetta,
heldur þú að ég viti það ekki, auð-
vitað var allt undir kontról. Já, það
kom fyrir að hún fór yfir á vitlausa
akrein en hún hafði alltaf þessa trú
á sér, ekki þessa viðteknu íslensku
„þetta reddast“ heldur að hún sjálf
væri við stjórn og þetta yrði allt í
lagi. Og það kristallast í æðruleys-
isbæninni sem hún hélt mikið upp
á:
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr)
Og hvorki skorti hana vit né
kjark, var flutt í hlýjuna á Gran
Canaria, búin að koma sér vel fyrir
og eignast þar góðar vinkonur,
hlakkaði til að fá börn og barna-
börn í heimsókn, allt undir kont-
ról, en þá kom kallið. Mamma,
amma, skilur eftir sig svo margar,
svo yndislegar minningar, ekki
bara hvað hún gerði með okkur
heldur einfaldlega hvernig hún
var, þegar hún var tilbúin að hrósa
og hvetja, hjálpa, styðja og breyta
til hins betra.
Fyrir hönd okkar og barna-
barna,
Einar Þór og Ísól Björk.
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021
✝ Ingimar Er-lendur Sig-
urðsson rithöf-
undur fæddist á
Akureyri 11. des-
ember 1933. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 2. febr-
úar 2021. For-
eldrar hans voru
Sigurður Ingimar
Helgason, f. 1.
mars 1906, d. 2.
janúar 1940, og Friðbjörg Jóns-
dóttir, f. 25. ágúst 1900, d. 19.
september 1995. Systkini hans
voru Sigríður Freyja Sigurð-
ardóttir, f. 23. júlí 1931, d. 15.
júní 1970, og Birgir Sigurðsson
rithöfundur, f. 28. ágúst 1937,
d. 9. ágúst 2019. Fyrri kona
Ingimars var Ragnheiður Jóns-
dóttir kennari, f. 20. nóvember
1935. Þau skildu. Börn þeirra
eru; Huld, f. 7. apríl 1956, Frið-
björg, f. 8. ágúst 1959, Helga, f.
23. febrúar 1962, og Þóra, f.
Ingimar Erlendur helgaði
sig ritstörfum, aðallega ljóðlist.
Rit Ingimars Erlendar eru;
Sunnanhólmar, ljóð, 1959;
Hveitibrauðsdagar, smásögur,
1961; Borgarlíf, skáldsaga,
1965; Íslandsvísa, skáldsaga,
1967; Ort á öxi, ljóð, 1973;
Undirheimur, skáldsaga, 1974;
Fiskar á fjalli, ljóð, 1974; Ís-
landsvísa, norsk útgáfa, 1975;
Grasið hefur grænar hendur,
ljóð, 1975; Veruleiki draumsins,
ljóð, 1976; Göngustafur vinds-
ins, sögur, 1977; Fjall í þúfu,
ljóð, 1978; Núvist, ljóð, 1980;
Helgimyndir í nálarauga, ljóð,
1982; Ljóð á Lúthersári, 1983;
Ljósahöld og myrkravöld, ljóð,
1985; Hvítamyrkur, ljóð, 1993;
Hvítvoðungar, ljóð, 1997; Hvít-
blinda, ljóð, 2000; Hvítalogn,
ljóð, 2001; Hvítuvötn, ljóð,
2002; Hvítelfur I., ljóð, 2003;
Hvítelfur II., ljóð, 2003, Hvíta-
kista, ljóð, 2008, Ljóðdómur
2013, myndskreytt með ljóð-
myndum eftir hann. Nokkur
tónverk hafa verið samin eftir
ljóðum hans.
Útför Ingimars Erlendar fer
fram frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag, 9. febrúar 2021, klukkan
13.
11. nóvember 1963.
Seinni kona Ingi-
mars var Margrét
S. Blöndal
geðhjúkrunarfræð-
ingur, f. 7. desem-
ber 1939, d. 9 apríl
2006. Börn þeirra
eru; Sigríður
Freyja, f. 18. ágúst
1970, og Sigurður
Vífill, f. 8. apríl
1977. Stjúpbörn
Ingimars eru; Sölvi, f. 17. maí
1959, Elísabet, f. 19. júlí 1961,
Ingveldur, f. 29. desember
1962, og Elsa María, f. 20. des-
ember 1963. Barnabörn Ingi-
mars eru 14 og barna-
barnabörnin 11.
Ingimar var kennaramennt-
aður, blaðamaður við Morg-
unblaðið 1959-1962, ritstjóri og
ábyrgðarmaður Frjálsrar þjóð-
ar 1962-1963. Hann hlaut við-
urkenningu úr Rithöfundasjóði
Ríkisútvarpsins 1973.
Eins og ljós sem snögglega lifnar í
myrkri;
varpar skærri birtu í kringum sig, og
hverfur
jafn snögglega til ókunns upphafs síns –
þannig er ljóðið, stjörnuhrap í brjósti
mannsins, lýsir upp vitund hans eitt
andartak,
hverfur og skilur eftir minningu sína í
myrkrinu eins og ósýnilegt ljós.
Bréf án utanáskriftar.
Eins og drengur tálgar spýtu, spón eftir
spón unz höndin er tóm, skrifa ég þessar
línur og orðin falla úr huga mér eins
og svartar spænir á hvítan pappírinn. Ég
skrifa ekki um ástina, sorgina, einver-
una, kvölina, segi ekki sögu, syng ekki,
græt ekki. Ég skrifa eins og drengur
tálgar spýtu og orðin falla eins og
svartar flygsur á hvítt hjarn.
Eilífð.
Þar sem skógurinn hverfur á vit
draumsins
hef ég reist mér hús án veggja.
Þar sem áin líður gegnum sígrænan skóg
hef ég reist mitt hús án dyra.
Þar sem skógurinn speglar fegurð sína
hef ég reist mitt hús án glugga.
Þar sem hvelfist endalaus blár himinn
rís mitt hús án þaks.
Guð
Eins og blindur maður
finnur regnið
falla á hendur sínar
í myrkrinu
og sér ekki
himininn
eins og blindur maður
finnur ilminn
berast að vitum sínum
í myrkrinu
og sér ekki
blómið
sjáum við
ásýnd þína
Guð.
(Úr ljóðabókinni Sunnanhólmar,
útg. í Rvík 1959.
Höf. Ingimar Erlendur Sigurðsson)
Hans vegur
er væng
haf
og geiminn
þér guð
gaf
um eilífð
sem einn
dag
hans frelsi
er faðm
lag.
(Faðmur birtist í safnritinu
Ljóðspor, 1988)
Hvíl þú í friði kæri pabbi og
megi ljósið faðma þig.
Friðbjörg Ingimarsdóttir.
Í dag kveð ég elsku föður minn.
Ég vil þakka honum fyrir lífið og
lífið okkar saman. Hann reyndist
mér góður faðir. Hann var flug-
gáfaður, hugmyndaríkur, sjálf-
stæður og ótrúlega hæfileikarík-
ur. Það var fátt sem hann gat ekki
gert. Þegar ég var lítil smíðuðum
við kassabíla til að keyra um á
hlaðinu. Við smíðuðum báta og
fleka til að sigla um á tjörninni á
lóðinni. Það var dásamlegt að
alast upp við Elliðavatn fjarri
stórborginni. Þar var kyrrðin og
þar var fegurðin sem var honum
óþrjótandi efniviður til listsköpun-
ar. Hann helgaði líf sitt ritstörf-
um, þó aðallega ljóðlist, en hann
teiknaði líka myndir og bjó til
skúlptúra. Hann elskaði bækur.
Alltaf á föstudögum fórum við í
helstu fornbókaverslanir bæjarins
og alltaf var keypt bók. Hann elsk-
aði líka harðfisk eins og ég. Sval-
barði var uppáhaldsbúðin okkar.
Ég minnist djúpra samræðna um
öll heimsins mál sem skerptu sýn
mína og auðguðu mig. Oft las hann
ljóðin sín fyrir mig. Hann hafði
einstaka rödd og gat túlkað
minnstu blæbrigði svo unun var á
að hlýða. Hann kenndi mér að
unna listum. Hann kenndi mér
ástríðuna og eljusemina sem þarf
til að þjóna listagyðjunni.
Takk elsku pabbi minn.
Fljúgðu hærra.
Sigríður Freyja.
Það er sárt að kveðja afa. Við
vorum alla tíð nánir og það er erf-
itt að kyngja því að ég hafi nú þeg-
ar skeggrætt heimsmálin við hann
í Skáldastofunni í síðasta sinn. Í
Skáldastofunni orti afi ljóð og mál-
aði myndir. Þar voru fallegir og
forvitnilegir munir í hverju horni.
Sannkallað ævintýraland fyrir
okkur Kristrúnu systur þegar við
heimsóttum afa Ingimar og ömmu
Möggu í Sunnudal. Þaðan á ég svo
margar góðar minningar. Ég man
að þegar ég var ungur fékk ég
hlaupabólu líkt og algengt er. Þau
veikindi upplifa flestir ekki endi-
lega sem jákvætt tímabil í sínu lífi
en fyrir mér var það dásamlegur
tími. Það varð nefnilega til þess að
ég fékk að eyða heilli viku í Sunnu-
dal með afa og ömmu. Þar var séð
um mig líkt og ég væri prins. Að
lokum varð það svo að Kristrún
systir, sem var farin að öfunda
mig ansi mikið af stöðu minni sem
prins í Sunnudal, reyndi viljandi
að smitast af hlaupabólunni til
þess að geta komið í Sunnudal og
verið með.
Afi kenndi mér margt og ég er
afar þakklátur fyrir að hafa þekkt
hann. Dýrmætt þykir mér að
Baltasar, sonur minn og Karenar,
hafi fengið að kynnast afa. Þótt
það sé sárt að kveðja afa veit ég að
hann er kominn á betri stað. Kom-
inn til ömmu.
Hvíldu í friði afi minn. Við
sjáumst síðar.
Ingimar Tómas Ragnarsson.
Ingimar Erlendur
Sigurðsson
Mér var brugðið
er ég las um andlát
vinar míns Hauks í
Morgunblaðinu.
Með söknuði og
þakklæti vil ég að-
eins minnast Hauks. Ég kynnt-
ist honum á haustdögum 1952
þegar hann hóf nám í 2. bekk í
Kennaraskóla Íslands þar sem
ég og kona mín, Karen Vil-
hjálmsdóttir, vorum nemendur.
Haukur kom frá Svíþjóð þar
sem hann hafði unnið og verið
við nám. Hauki var vel tekið í
bekknum með sinn léttleika og
góða skap. Með okkur tókst
góður vinskapur. Á haustdögum
í 3. bekk spurði hann mig hvort
ég væri til í að koma og taka
vakt á móti sér í vinnu sem
vaktamaður á kvöldvakt á
Kleppi. Það varð úr, og unnum
við þar í tvo vetur með skól-
anum.
Eftir lokapróf frá KÍ vorið
1955 fór okkar bekkur ásamt
Haukur Helgason
✝ Haukur Helga-son fæddist 24.
júlí 1933. Hann lést
22. janúar 2021. Út-
förin fór fram 1.
febrúar 2021.
mörgum útskriftar-
nemum úr stúd-
entsdeild skólans í
kynnisferð til Dan-
merkur, Svíþjóðar
og Noregs. Þetta
var góð og fróðleg
ferð. Það kom sér
vel að Haukur var
með í ferðinni, en
fararstjóri okkar,
sr. Árelíus Níels-
son, hafði ekki farið
áður til útlanda.
Haukur hóf sinn kennaraferil
í Lækjarskóla í Hafnarfirði, en
varð síðar skólastjóri við Öldu-
túnsskóla. Algengt var að kenn-
arar fengju sér einhverja aðra
vinnu yfir sumartímann. Haukur
hafði tekið að sér umsjón með
sumarnámskeiðum á vegum
Hafnarfjarðarbæjar fyrir drengi
úr 2. til 6. bekk sem haldið var í
Krísuvík. Tvö sumur fékk Hauk-
ur mig með sér. Eiginkonur
okkar, þær Karen og Kristín H.
Tryggvadóttir, ásamt börnum
okkar sem þá voru fædd voru
með. Ýmislegt var gert með
drengjunum. Farið í gönguferð-
ir, í heyskap, að moka út úr fjár-
húsum, að gróðursetja tré í
Undirhlíðum o.fl.
Við Haukur vorum í félagi
áhugaljósmyndara en síðar
vorum við fimm sem stofnuð-
um sér klúbb sem við köll-
uðum Myndbræður. Við sett-
um okkur ákveðin verkefni,
fórum saman í myndatökuferð-
ir og dæmdum myndir hver
hjá öðrum. Fundir voru haldn-
ir til skiptis heima hjá félög-
unum þar sem við fengum gott
kaffi og meðlæti.
Fyrsta skipulagða sólar-
landaferðin sem Haukur kom á
með 6 vinahjónum var farin
kringum 1974 til Costa del Sol
á Spáni, mjög góð ferð. Ótal
utanlandsferðir fórum við
hjónin með Hauki og Kristínu,
og síðar með Hauki og Sig-
rúnu, en oftast var farið til
Kanarí, þar sem mikið var
spilað bridge. Eins var farið í
sumarbústaðaferðir og einu
sinni til Ísafjarðar, heimabæj-
ar Hauks.
Síðustu árin voru Hauki erf-
ið. Eftir heilablóðfall missti
Haukur málið, en hann skildi
þó allt sem við hann var sagt.
Vegna Covid-19-plágunnar gat
ég ekki hitt Hauk eins oft eins
og ég hefði viljað á Hrafnistu.
Ég sendi samúðarkveðju til
Sigrúnar Davíðsdóttur og
barna Hauks um leið og ég
kveð minn góða vin.
Þorvaldur Óskarsson.
Minningarvefur á mbl.is
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningar
og andlát
Þá hefur góður
maður kvatt þennan
heim. Þótt aldurinn
væri orðinn hár var
þetta skyndilegt og ófyrirséð, rétt
eins og þú værir að drífa þig yfir
um og langar mig að trúa því að
ætlunin hafi verið að hitta ömmu
daginn eftir því þá áttuð þið 55 ára
Halldór
Guðmundsson
✝ Halldór Guð-mundsson
fæddist 4. ágúst
1935. Hann lést 27.
desember 2020.
Útför hans fór
fram 5. janúar
2021.
brúðkaupsafmæli.
Þegar ég var barn
var alltaf pláss fyrir
okkur barnabörnin
hjá ömmu og afa.
Þar var allt leyfilegt
og framkvæmanlegt
og brölluðum við
ýmislegt á háaloft-
inu og sama hvaða
vitleysa okkur datt í
hug var aldrei sagt
nei. Hvort sem það
var að mála veggi, bræða niður öll
kertin, setja eldhúsið á hvolf með
sulli, fá ís í morgunmat, læra á
verkfærin í smíðahorninu eða fylla
húsið af skeljum og blómum. Það
var allt svo sjálfsagt og velkomið.
Þá var farið í ófáar fjöruferðir, bíl-
túra um Snæfellsnes og eitt sinn
buðum við Heimir okkur sjálfum
með í hringferð um landið og auð-
vitað var því svarað játandi.
Þegar barnabarnabörnin bætt-
ust í hópinn var gleðin ekki minni,
ykkur þótti yndislegt að hafa þau í
heimsókn og fengu þau að kynn-
ast ykkur og góðvild ykkar. Nýj-
asta fjölskyldumeðliminn náðuð
þið hvorugt að hitta, en þú, afi,
fékkst þó að sjá hann í símanum.
Fyrir ykkur skipti fjölskyldan öllu
máli, rétt eins og það á að vera, og
pössuðuð þið bæði upp á að muna
eftir öllum afmælisdögum og öðr-
um merkisdögum.
Mikið er ég þakklát fyrir ykkur
bæði tvö.
Takk fyrir allt, elsku afi og
langafi. Við biðjum að heilsa
ömmu.
Sólrún og fjölskylda.