Morgunblaðið - 09.02.2021, Side 19

Morgunblaðið - 09.02.2021, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021 ✝ Sveinn Guð-jónsson, bóndi Stekkjarvöllum í Staðarsveit, fædd- ist 8. október 1933 á Gaul í Staðar- sveit. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Höfða á Akra- nesi 28. janúar 2021. Foreldrar hans voru Guðjón Pét- ursson, bóndi og sjómaður á Gaul í Staðarsveit, f. 1894, d. 1968, og kona hans Una Jó- hannesdóttir, f. 1908, d. 1996. Sveinn var sjötti elsti 13 systkina, en þau voru í aldurs- röð: Jón Guðjónsson, f. 1926, Þor- björg Guðjónsdóttir, f. 1927, lést á unga aldri, Pétur I. Guð- jónsson, f. 1928, d. 1996, Jó- hannes M. Guðjónsson, f. 1929, d. 1998, Kjartan Guðjónsson, f. 1930, d. 2015, Vilhjálmur M. Guðjónsson, f. 1932, d. 1991, Gunnar H. Guðjónsson, f. 1934, Ólína A. Guðjónsdóttir, f. 1937, d. 2017, Guðmundur B. Guð- jónsson, f. 1938, Sigurjón Guð- jónsson, f. 1940, d. 2004, Soffía H. Guðjónsdóttir, f. 1942, Vil- borg I. Guðjónsdóttir, f. 1950, d. 2013. Eftirlifandi eiginkona er Ragnheiður Lilja Þorsteins- dóttir, f. 12. mars 1938, frá Ölv- börn. Arnleifur Hjörleifsson og Hjörvar Hjörleifsson, f. 2000. Þorvaldur Sveinsson, f. 1970, bifvélavirki, maki Selma Sig- urðardóttir. Synir þeirra eru: Sigurður Ingi Grétarsson, f. 1989, maki Guðrún Drífa Hall- dórsdóttir og þau eiga tvær dætur. Sveinn Þór Þorvalds- son, f. 1998, maki Birta Kjærnested Jóhannsdóttir. Birnir Þór Þorvaldsson, f. 2004. Þórdís Sveinsdóttir, f. 1979, viðskiptafræðingur, maki Dag- bjartur Vilhjálmsson. Dætur þeirra eru: Aðalheiður Ósk Dagbjartsdóttir, f. 2003, Lilja Rún Dagbjartsdóttir, f. 2009, Karítas Rós Dagbjartsdóttir, f. 2015. Sveinn ólst upp á Gaul í Stað- arsveit á Snæfellsnesi og síðan á Glaumbæ. Sveinn stundaði sjómennsku og fór í Vélstjóra- skólann. Upp úr 1960 hófu Sveinn og Ragnheiður upp- byggingu á bóndabæ sínum á Stekkjarvöllum í Staðarsveit. Stekkjarvellir urðu að mjög efnilegu og metnaðarfullu býli með áherslu á kúabúskap. Árið 2002 minnkuðu hjónin við sig búskap og voru einungis með sauðfjárbúskap til ársloka 2014. Útför Sveins fer fram í Akra- neskirkju 9. febrúar 2021 klukkan 13. Streymt verður frá útför á vef Akraneskirkju: https://www.akraneskirkja.is Virkan hlekk á streymi má finna á https://www.mbl.is/andlat iskrossi, Hnappa- dal. Foreldrar hennar voru Þór- dís Ólafsdóttir, f. 1893, d. 1970, og Þorsteinn Guð- laugsson, f. 1885, d. 1958. Börn Sveins og Ragnheiðar eru sex talsins: Erla Björg Sveinsdóttir, f. 1961, sjúkraliði, dóttir hennar er Una Lilja Erludóttir, f. 1998. Ævar Sveinsson, f. 1963, bæjarverkstjóri, maki Margrét Sigríður Birgisdóttir. Börn þeirra eru: Birgir Tryggvason, f. 1982, maki Heiðrún Hulda Hallgrímsdóttir og þau eiga þrjú börn. Heiðdís Ævars- dóttir, f. 1985, maki Andrzej Kowalczyk og þau eiga einn son. Hafrún Ævarsdóttir, f. 1991, maki Gylfi Ásbjörnsson. Ólöf Sveinsdóttir, f. 1968, maki Ingólfur Aðalsteinsson sjómaður. Dætur þeirra eru: Sædís Ragna Ingólfsdóttir, f. 1994, maki Ásgeir Mogensen. Ragnheiður Ingólfsdóttir, f. 2000, maki Leon Ingi Stefáns- son. Fríða Sveinsdóttir, f. 1969, maki Hjörleifur Guðmundsson. Synir þeirra eru: Sigurlaugur Hjörleifsson, f. 1989, maki Guð- rún Jónsdóttir og þau eiga tvö Vorið 1958 vann pabbi við að byggja upp vegi í Hnappadaln- um og var sendur inn að Ölv- iskrossi þar sem hann kynntist yngstu heimasætunni, móður okkar, Ragnheiði Lilju. Segja má að hann hafi birst á jarðýtu en ekki hvítum hesti, einn ör- lagaríkan vordag og þar með byrjaði saga þeirra hjóna. Pabbi og mamma trúlofuðu sig í nóvember 1960 og gengu síðan í hjónaband 10. september 1961 á Staðarstað. Þau fengu svo prestinn með sér heim að Gaul til að skíra frumburðinn, þannig hún yrði ekki skráð í kirkjubækurnar sem lausaleiks- barn. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau á Akranesi, þar sem pabbi var á sjó en flytjast svo vestur að Gaul til ömmu og afa. Þar höfðu þau aðstöðu á meðan þau byggðu upp jörðina Stekkjar- velli, sem var nýbýli út frá Gaul á árunum 1962-1968. Foreldrar okkar komu saman upp efnileg- um og metnaðarfullum bónda- bæ, með Elliðahamarinn trygg- an fyrir utan og kraft Snæfellsjökulsins sem nært hef- ur jörð og sál til margra ára. Fyrsta byggingin á Stekkjar- völlum var súrheysturn, sem mörgum þótti athyglisverð byrjun, en fyrst þurfti að eiga hey, síðan skepnur. Á árunum 1965 til 2002 var áherslan á kúabúskap með mjólkurfram- leiðslu, en einnig voru þau með sauðfjárbúskap, hesta og hæn- ur. Árið 2002 ákváðu hjónin að minnka við sig búskapinn og seldu kýrnar en héldu áfram með sauðfjárbúskapinn til árs- loka 2014. Pabbi var bóndi af líf og sál og af þeirri kynslóð þessa lands sem upplifði miklar tæknibreyt- ingar og var hann fljótur að til- einka sér þær. Þau hjónin byrj- uðu heyskap með orf og ljá sem síðan færðist upp í nýjustu tækni. Pabbi var mjög metnað- arfullur í öllu því sem hann tók fyrir sér, var kappsamur og ósérhlífinn. Ef hann var ekki fyrstur til að byrja heyskap þá sagði hann alltaf að sá sem var á undan honum hefði bara slegið „montblett“. Allar vélar og tæki voru vel smurð og þrifin, bæði fyrir og eftir heyskap. Mikið var lagt upp úr því að gera hluti vel. Enn í dag er fyrsti traktorinn gangfær. Uppáhaldslitur Sveins var rauður, öll húsþök voru rauð, traktorar rauðir og flestir bílarnir. Hann hugsaði einstak- lega vel um bílana sína, ávallt þvegnir og settir inn í bílskúr eftir hvern bíltúr. Eftir að búskap var hætt, þá sat pabbi ekki auðum höndum, hann var mjög handlaginn með bæði tré og vélar. Hann keypti sér gamlan sjúkrabíl sem hann innréttaði og breytti í húsbíl. Hins vegar var sá bíll ekki nógu kraftmikill þannig að hann keypti sér annan kraftmeiri sjúkrabíl og innréttaði líka. Á húsbílunum ferðuðust þau hjón mikið um allt land og veigruðu sér ekkert við að keyra lands- horna á milli til að hitta á okkur börnin í útilegu ef þannig lá á þeim. Sveitin okkar fagra sem for- eldrar okkar byggðu upp er fjársjóður minninga sem mun aldrei gleymast. Fjalladrottning, móðir mín! mér svo kær og hjartabundin, sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín. Hér á andinn óðul sín öll, sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Allt, sem mest ég unni og ann, er í þínum faðmi bundið. Allt það, sem ég fegurst fann, fyrir berst og heitast ann, allt, sem gert fékk úr mér mann og til starfa kröftum hrundið, allt, sem mest ég unni og ann, er í þínum faðmi bundið. Fagra, dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður, þegar lífsins dagur dvín, dýra, kæra fóstra mín, búðu um mig við brjóstin þín. Bý ég þar um eilífð glaður. Fagra, dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður. (Sigurður Jónsson) Erla, Ævar, Ólöf, Fríða, Þorvaldur og Þórdís Sveinn Guðjónsson Yndislega María. Henni kynntist þegar ég byrjaði 19 ára gömul að vinna í félagsmálaráðuneytinu, algjör- lega blaut á bak við eyrun í öllu sem þar var fengist við. Hún og aðrir þar tóku mér af- ar vel og hófust strax handa við uppeldi mitt í stjórnsýsl- unni. Í því uppeldi var mér stundum treyst fyrir að leysa Maríu af þegar hún fór í frí. Það var heiður. Með henni vann ég þar til hún lét af störf- um árið 1999 eftir afar farsæl- an starfsferil í ráðuneytinu. Við tvær vorum saman í einka- klúbbi í vinnunni, febr- úarklúbbnum, ásamt Inga Val og Þorgerði. Þá gerðum við okkur dagamun í sameiginleg- um afmælismánuði okkar og nutum þess m.a. að borða sam- an á Holtinu. Góðar minningar tengjast því. Nákvæmni og fagmennska einkenndu hennar verk og kenndi hún mér mikið María Áslaug Guðmundsdóttir ✝ María ÁslaugGuðmunds- dóttir fæddist 27. febrúar 1930. Hún lést 22. janúar 2021. Útför fór fram 4. febrúar 2021. á þessum árum. Allt það hefur nýst mér síðan í mínum störfum. Nærvera hennar var líka alltaf svo notaleg. Hláturinn var eft- irminnilegur og væntumþykjan þegar hún talaði um fjölskylduna sína skein í gegn. Að leiðarlokum vil ég þakka Maríu fyrir allt sem hún kenndi mér. Ég var lán- söm að fá að kynnast henni. Samúðarkveðjur sendi ég fjöl- skyldunni. Sesselja Árnadóttir. Það var glaðleg og glæsileg kona sem tók á móti mér þegar ég mætti á fyrsta vinnudegi í félagsmálaráðuneyti í ársbyrjun 1985. Þetta vingjarnlega viðmót er mér minnisstætt. Síðan setti María mig inn í ýmislegt í gangvirki ráðuneytisins enda eldklár og vel að sér. Héldust hin góðu samskipti okkar þau 14 ár sem við unnum saman. Hún var úrræðagóð, fróð um þjóðfélagið sem kom sér vel sem ritari ráðherra. Hún leið- beindi fólki um rétt þess og möguleika innan kerfisins og svaraði spurningum af fjöl- breyttu tagi. Það sópaði að henni og hún naut sín greinilega í hinu vandasama starfi fyrir ráð- herra, svo og aðra yfirmenn ráðuneytisins. Samviskusemi hennar og dugnaður einkenndi hana og stundum óttaðist ég að hún gengi fram af sér. Þar áttu nú ráðherrar hauk í horni í öllu því sem á gekk. Dýrmætt var að með okkur Maríu tókst góður vinskapur. Við áttum góðar stundir saman þar sem við ræddum m.a. um málefni þjóðfélagsins, sem var sannarlega hluti af starfinu. Enda þótt á okkur væri aðeins 15 ára aldursmunur fannst mér oft eins og um kynslóðamun væri að ræða. Hún fræddi mig um félagsleg kjör fólks þegar hún var ung að árum, svo sem um verkamannabústaði og þýð- ingu þeirra fyrir láglaunafólk. Ekki síður vakti athygli mína frásögn hennar um tíðarand- ann varðandi menntun kvenna á miðri 20. öld, þegar hún lauk stúdentsprófi, hversu sjálf- sagðara þótti að karlar fremur en konur legðu stund á há- skólanám. Við, nokkrir sam- starfsmenn Maríu, sem vorum fædd í febrúar, tókum upp þann góða sið að borða saman á Hótel Holti í febrúar á hverju ári. Sá siður hélst í mörg ár eftir að María lauk störfum. Ég vil þakka fyrir mín góðu og eftirminnilegu kynni af Maríu. Aðstandendum votta ég samúð mína. Þorgerður Benediktsdóttir. Elskuleg móðir mín, amma, langamma og systir, KRISTÍN MARÍA JÓNSDÓTTIR, Dúfnahólum 4, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 30. janúar. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 12. febrúar klukkan 13. Við þökkum kvennadeild Landspítalans fyrir góða umönnun. Vignir Pétursson Alda Þorsteinsdóttir Íris Dögg Vignisdóttir Halldór Freyr Sveinbjörnsson Andri Heimir Vignisson Ásbjörn Arnar Jónsson Kristinn Þór Jónsson Alexandra Líf Atladóttir Elin Jonsdottir Collstrup Anja Nicole Jonsd. Collstrup langömmubörn og systkin hinnar látnu Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI KRISTMUNDUR ORMSSON rafvirkjameistari, lést í Brákarhlíð í Borgarnesi föstudaginn 5. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Hilmar Helgason Kristján Helgason Hrefna Traustadóttir Sigríður S. Helgadóttir Stefán Aðalsteinsson Helgi Örn Helgason Kerstin Bruggemann Þuríður Helgadóttir Sigurður Ó. Kristófersson barnabörn og barnabarnabörn Elsku móðir okkar og tengdamóðir, HÓLMFRÍÐUR VALDEMARSDÓTTIR frá Húsavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 31. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 11. febrúar klukkan 15. Athöfninni verður streymt: https://youtu.be/_SdsDMi7XcA. Árnína Kristín Dúadóttir Björn Dúason Auður Dúadóttir Þórir V. Þórisson Ólafur J. Straumland Guðrún Magnúsdóttir Gunnar J. Straumland Anna G. Torfadóttir og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AAGE STEINSSON, sem lést á Landspítalanum föstudaginn 5. febrúar, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 11. febrúar klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Útförinni verður streymt á promynd.is/aage. Torfi Steinsson Tina Weber Árni Steinsson Kristrún Gísladóttir Bryndís Steinsson Örn Eyjólfsson Eva Steinsson Kristján Guðjónsson Sjöfn Heiða Steinsson Halldór Þorgeirsson Steinn Ágúst Steinsson Susi Haugaard barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ELÍAS GUNNLAUGSSON frá Gjábakka í Vestmannaeyjum, síðast til heimilis á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum, lést föstudaginn 5. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Hjördís Elíasdóttir Hannes G. Thorarensen Björk Elíasdóttir Stefán Örn Jónsson Viðar Elíasson Guðmunda Áslaug Bjarnad. barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RICHARD HANNESSON, Suðurlandsbraut 60, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk sunnudaginn 31. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 11. febrúar klukkan 13. Allir eru hjartanlega velkomnir svo lengi sem pláss leyfir í ljósi aðstæðna. Útförinni verður streymt á www.utfor-richard-hannesson.is. Ingibjörg Ásmundsdóttir Ásmundur R. Richardsson Guðrún Sigurðardóttir Hannes R. Richardsson Ragnhildur M. Kristjánsdóttir afabörn og langafabarn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.