Morgunblaðið - 09.02.2021, Qupperneq 22
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Tilboð/útboð
ÚTBOÐ
Fasteignafélag Árborgar óskar eftir tilboðum í
framkvæmdina:
STEKKJASKÓLI, NÝR GRUNN-
SKÓLI Í ÁRBORG - HÚSBYGGING,
útboð nr. U2006052.
Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Verkið felst í byggingu fyrsta áfanga nýs skóla í
Björkurstykki á Selfossi. Byggingin er í nýju hverfi
sem er í uppbyggingu sunnan við núverandi byggð
á Selfossi. Byggingin er steypt, tvær hæðir auk
kjallara/lagnagangs og er fyrsti áfangi 2.500 m²
að grunnfleti. Mannvirkið er klætt að utan, með
steyptri loftaplötu og viðsnúnu þaki. Verkið felst í
uppsteypu og fullnaðarfrágangi hússins bæði úti
og inni. Þegar verkið hefst verður búið að fram-
kvæma stóran hluta jarðvinnu (gröftur fyrir húsi
og frágangur jarðvegspúða undir undirstöður)
en nánar er um það fjallað í útboðsgögnum. Þá
hefur verið lokið við að afmarka vinnusvæðið með
girðingu.
Helstu stærðir og magntölur eru:
• Birt flatarmál 4.560 m2
• Heildar rúmmál 14.110 m3
• Malarfylling 4.900 m3
• Steypumót 11.000 m2
• Steinsteypa 2.300 m3
• Bendistál 245.000 kg
• Utanhúss klæðning 2.040 m2
• Þakfrágangur 2.330 m2
• Gólfdúkur 3.260 m2
• Frárennsli 1.400 m
• Neysluvatn 1.600 m
• Vatnsúði 2.600 m
Upphaf framkvæmda: Framkvæmd hefst þegar
verkkaupi hefur með formlegum hætti tekið tilboði
bjóðanda.
Lok framkvæmda: Verkinu skal skila í þremur
áföngum eins og þeim er lýst í útboðsgögnum, en
loka skiladagur verksins er 30. júní 2022.
Útboðsgögn verða afhend í útboðskerfinu Ajour
þar sem bjóðendur geta sótt gögn frá og með
þriðjudeginum 9. febrúar 2021. Bjóðendur skrá
sig inn á vef og hlaða niður gögnum:
https://arborg.ajoursystem.is/Tender/DirectLink/-
32551479-46e8-4769-a3cc-7392b82bd278
Notkunarleiðbeiningar um kerfið má sjá hér
https://help.ajoursystem.com/astopic/tender/
Gögnum þátttakenda skal skila inn rafrænt í
útboðkerfinu Ajour fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn
17. mars 2021. Fyrirmælum varðandi skil gagna er
nánar lýst í útboðsgögnum.
Tilboð skulu sett fram með þeim hætti sem sett
er fram í útboðskerfinu og í samræmi við skilmála
útboðs og hlaða upp þeim skrám sem gerð er
krafa um.
Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur
skilað tilboði. Ef enginn póstur berst, hefur afhend-
ing ekki tekist. Bjóðendur skulu í þeim tilfellum
leita til Ajour þjónustuaðila án tafar. Bjóðandi ber
ábyrgð á að tilboð berist á réttum tíma og eru
hvattir til að hefja tímanlega vinnu við að skila þeim
inn.
Mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 8.30-12.30. Prjónaklúbbur Önnu
kl. 13.30. Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20.
Vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig í viðburði hjá okkur og jafn-
framt er grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að
koma með eigin grímu og passa uppá sóttvarnir. Nánari upplýsingar í
síma 411-2702, allir velkomnir.
Árskógar Smíðar, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnu-
stofa kl. 9-12. Handavinnuhópur kl. 12-16. MS fræðslu- og félagsstarf
kl. 14-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Dansleikfimi kl. 13.45. Kaffisala
kl. 14.15-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Grímuskylda og það
þarf að skrá sig í viðburði eða hópa í síma 411-2600.
Boðinn Frjáls ganga eða stafganga kl. 10 frá anddyri Boðans. Fugla-
tálgun kl. 13-16. Munið grímuskyldu og tveggja metra regluna. Sund-
laugin er opin frá kl. 13.30-16.
Bústaðakirkja Það verður opið hús hjá okkur á miðvikudaginn kl. 13
-16. Við gætum millibils og sóttvarna. Allt verður á sínum stað. Hlakka
til að sjá ykkur. Hólmfríður djákni.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opnunartími kl. 8.10-16. Kaffisopi
og spjall kl. 8.10-11. Thai chi kl. 9-10. Prjónum til góðs kl. 9-12. Hádeg-
ismatur kl. 11.30-12.30. Kríur myndlistarhópur kl. 13-15.30. Síðdegis-
kaffi kl. 14.30-15.30. Þátttökuskráning í síma 411-2790 og á skrifstofu.
Grímuskylda og fjöldatakmörk miðast við 20 manns. Virðum allar
sóttvarnir. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabær Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Pool-
hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga
kl. 11 í sal í kjallara Vídalínskirkju. Botsía Ásgarði kl. 12.55. Smíði í
Smiðju Kirkjuhvoli kl. 9 og 13. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 15.15. Litlakot
opið kl. 13–16. Áfram skal gæta að handþvotti og smitvörnum og
virða 2 metra regluna.
Gullsmári Myndlist kl. 9. Tréútskurður kl. 13. Sóttvarnir, grímuskylda
og tveggja metra reglan.
Hraunsel Dansleikfimi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8.30 og
9.30. Bingó á miðvikudögum kl. 13. Handverk á miðvikudögum kl. 13.
Píla á fimmtudögum kl. 13. Línudans á föstudögum kl. 10 og 11.
Grímuskylda og 2ja metra reglan eru í gildi og nauðsynlegt að skrá
sig í allt starf fyrirfram í síma 5550142.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45.
Korpúlfar Botsía kl. 10 í Borgum, sóttvarnir í hávegum hafðar. Helgi-
stund með Grafarvogskirkju kl. 10.30 í Borgum og spjallhópur í Borg-
um kl. 13 í listasmiðju í Borgum. Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug
kl. 14 í dag. Minnum á skráningu í mat og kaffi fyrir kl. 12 deginum
áður og allir fá mætingatímasetningu. Takk fyrir gleðina og þolin-
mæðina, við erum öll almannavarnir.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn-
um á Skólabraut kl. 10.30. Helgistund í salnum á Skólabraut kl. 13.30.
Örnámskeiðin hafin í roði og leðri á neðri hæð félagsheimilisins kl.
15.30-18.30. Skráning. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Höldum
áfram að viðhalda sóttvarnir, handþvott, sprittun, grímur og virðum
fjarlægðarmörk.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021
Einn af þeim
kennurum sem ég
hafði í Hagaskóla
þau tvö ár sem ég var þar var
teiknikennarinn Guðmundur
Magnússon. Þegar ég sagði
móður minni hver ætti að kenna
mér teikningu kannaðist hún
strax við hann, sagði hann vera
Austfirðing líkt og hún og sagð-
ist þekkja vel föður hans sem
var skyldur henni í föðurætt.
Guðmundur var fljótur að
finna áhuga okkar nemenda og
studdi vel við hann. Hann bauð
okkur sem mestan áhugann
höfðum á teikningu og málun
m.a. upp á kennslu í meðferð og
notkun olíulita. Hann fór líka
með okkur niður á Ægisíðuna,
þar sem hann lét okkur teikna
skúrana. Eins lét hann okkur
teikna og mála húsin í kringum
skólann, eins og Hagaborg og
kirkjuna, bara með því að horfa
á byggingarnar út um gluggann.
Hann bæði kenndi okkur og
treysti okkur til að teikna og
mála við hvaða aðstæður sem
var, og hefur sennilega ætlast til
þess að við gætum nýtt okkur
það t.d. á ferðalögum, ef út í það
væri farið.
Einhvern tíma vildi ég vita,
hvernig maður færi að því að
búa til auglýsingu. Hann sagði
mér það. Allar hans útskýringar
voru mjög skýrar og ljósar.
Hann var ævinlega hvetjandi og
uppörvandi í kennslu sinni.
Þannig eiga líka góðir kennarar
að vera, enda virtist hann vera
fæddur kennari. Sumir eru
þannig.
Hvenær sem við hittumst á
förnum vegi, eftir að ég hætti
grunnskólanáminu í Hagaskóla,
Guðmundur
Magnússon
✝ GuðmundurMagnússon
fæddist í Reykjavík
11. ágúst 1936.
Hann andaðist 16.
janúar 2021. Útför
Guðmundar fór
fram 26. janúar
2021.
þá tókum við tal
saman, enda þótti
honum vænt um að
geta fylgst með
gömlum nemend-
um, og þegar hann
heyrði að ég var að
teikna og mála í frí-
stundum mínum, þá
var hann hvetjandi
að vanda og gaf
mér góð ráð. Ein-
hvern tíma minntist
ég á það við hann að við værum
skyld og hann kannaðist við það.
Á háskólaárum mínum hitti
ég hann svo á förnum vegi á há-
skólalóðinni og þar sagði hann
mér að hann væri í landfræði-
námi. Það fannst mér gaman að
heyra, enda fannst mér að sú
grein ætti svo vel við hann líkt
og leiðsögumannsstarfið sem
hann sagðist gegna.
Síðasta skiptið, sem ég hitti
hann, var fyrir allnokkrum ár-
um í Bókabúð Vesturbæjar á
Hagamelnum, meðan hún var og
hét, og tókum þá að vanda tal
saman.
Þá sagðist hann vera að búa
til málverk heima hjá sér og við
töluðum um myndlistina, enda
sagðist ég alltaf vera eitthvað að
teikna og mála öðru hverju, sem
honum leist vel á. Hann sagði
mér líka margar sögur úr starfi
teiknikennarans, eftir að ég var
farin úr Hagaskóla, sem gaman
var að hlusta á, sumar bráð-
fyndnar að auki, enda fengum
við nemendur hans snemma að
kynnast kímnigáfu hans og frá-
sagnarhæfni. Nú verður þetta
minningin ein.
Þegar ég nú kveð hann hinstu
kveðju er mér efst í huga ein-
lægt þakklæti fyrir góða
kennslu og ráðleggingar, svo og
góða viðkynningu gegnum árin,
um leið og ég bið honum allrar
blessunar Guðs, þar sem hann
er nú og votta aðstandendum
öllum innilega samúð.
Blessuð sé minning Guð-
mundar Magnússonar.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir
Helgi keyrði
skólabíl á Vatns-
enda áratugum
saman og var mik-
ilvægur maður í lífi skóla-
barnanna við Elliðavatnið.
Hann tók við ungunum á öllum
aldri úti við malarveg og hélt
vel í kringum þá þar til hann
skilaði þeim heim að loknum
skóladegi. Sér til trausts og
halds hafði hann stundatöflu
hvers og eins og skólabíllinn fór
ekki fyrr en síðasta barnið var
komið um borð. Það var ansi oft
yngri sonur minn sem hafði
gleymt sér við að pakka í
töskuna en Helgi kom inn og
rak á eftir.
Helgi var réttur maður í
réttu starfi, umhyggjusamur,
glettinn og glaðlegur en þó
ákveðinn þegar þurfti að
skakka leikinn í fjörugum
krakkahópi. Strákarnir okkar
sáu ekki sólina fyrir honum,
hann var þeim mikil hetja og
góður vinur. Það var gott að fá
guttana örugga heim í hvaða
veðri sem var og spjalla svo um
skóladaginn og um Helga.
Margar skemmtilegar sögur
eru til af Helga skólabílstjóra.
Helgi Jóhannesson
✝ Helgi Jóhann-esson fæddist
25. júlí 1922. Hann
lést 16. janúar
2021.
Útför Helga fór
fram 28. janúar
2021.
Mig grunar að
„krakkarnir“ hans
á öllum aldri rifji
þær nú upp. Hann
kom bílnum í gegn-
um skafla, myrkur
og rok og þær ótal
beygjur sem voru á
malarveginum
enda sagðist hann
kunna leiðina utan
að og eiginlega
ekkert þurfa að sjá
til. Í vondum veðrum átti Helgi
það til að keyra krakkana alla
leið heim að húsi ef færðin
leyfði. Á meðan dóttirin á
eggjabúinu var fótbrotin öslaði
hann snjóinn með hana og
skólatöskuna í fanginu fram og
til baka á hverjum degi. Við
verðum honum alltaf þakklát
fyrir hvað hann hugsaði vel um
börnin og var alltaf traustsins
verður.
Sérstakur heiðursgestur á
fyrsta skipulagða þorrablótinu
sem haldið var á Vatnsendanum
var síðan að sjálfsögðu Helgi.
Hann átti greinilega hvert bein
í unglingunum og þurftu allir
að spjalla við hann. Fullorðna
fólkið, sem margt hafði líka
keyrt með Helga, þurfti að
sæta lagi til að komast að. Og
þegar tónlistin hófst kom í ljós
að Helgi var líka mikill og glað-
ur dansari.
Takk, Helgi. Þú munt lifa
lengi í minningu margra.
Haraldur, Hanne,
Daníel og Aron Þór.