Morgunblaðið - 09.02.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021
60 ára Stefán ólst
upp í Kalmanstungu í
Hvítársíðu, Mýr., og
býr þar og í Reykjavík.
Hann er cand.oecon. í
viðskiptafræði frá HÍ
og cand.merc. frá Við-
skiptaháskólanum í Ár-
ósum. Stefán er gæðastjóri við Háskól-
ann á Bifröst.
Maki: Bryndís Hlöðversdóttir, f. 1960,
ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.
Börn: Inga Valgerður, f. 1988, Kalman,
f. 1992, og Jóhanna Katrín, f. 2001.
Barnabörnin eru orðin þrjú. Börn Bryn-
dísar eru Hlöðver og Magnús, f. 1997,
og barnabarn Bryndísar Ronja Esther.
Foreldrar: Kalman Stefánsson, f. 1935,
d. 2011, bóndi í Kalmanstungu, og
Bryndís Jónsdóttir, f. 1939, fyrrverandi
bóndi í Kalmanstungu, búsett í Reykja-
vík.
Stefán Valgarð
Kalmansson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert að slaka á aftur og verður
brátt áhyggjulaus. Reyndu frekar að færa
það þér í nyt svo þú standir sterkari að vígi
eftir en áður.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft að beina athygli þinni að mál-
um sem snerta heimilið, fjölskylduna og
þína nánustu. Samskiptin ganga vel en þig
langar þó mest til að vera ein/n með sjálfri/
sjálfum þér í dag.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Eitthvað ókunnugt sækir að þér og
þú þarft að bregðast hart við til varnar þér
og þínum. Haltu áfram að rembast. Hafðu
hægt um þig þangað til þú nærð áttum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Notaðu daginn til þess að brjóta nið-
ur hindrun sem þú hefur reist af sjálfs-
dáðum. Vertu opin/n fyrir nýjum hug-
myndum. Frestaðu ónauðsynlegum
innkaupum til morguns.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Láttu aðra sem mest um sín mál og
einbeittu þér að því að leysa þín eigin. Ef þú
vilt keppa að slíku skaltu vera tilbúinn til
þess að leggja þig fram.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það eru allir hlutir á fleygiferð í kring-
um þig og þér finnst erfitt að festa hendur á
því sem þú vilt fá.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér finnst þú standa uppi með fangið
fullt af verkefnum. Láttu af þeim leiða vana
að efast um eigið ágæti.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Slakaðu vel á með fjölskyldunni
því næstu vikur verða þéttbókaðar. Vertu ró-
legur, vertíðin er senn á enda.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Treystu innsæi þínu í sam-
skiptum við aðra í dag. Erfitt samtal sem þú
kvíðir mun reynast þér auðvelt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Samræður við maka og nána vini
gætu orðið venju fremur upplýsandi í dag.
Engum þeirra ber saman en á annan máta
segja þau öll það sama.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Láttu ekki hugfallast þótt hug-
myndir þínar hafi ekki fallið í góðan jarðveg.
Vertu bara nógu hávær. Ef illa gengur skaltu
hugga þig við það að hlutirnir hefðu getað
verið verri.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Heimsmálin eru þér ofarlega í huga
og þú finnur til vanmáttar gegn óréttlætinu.
Notaðu frekar kraftana til að efla samstarfið.
R
únar Hartmann Vilbergs-
son fæddist 9. febrúar
1951 á Sjúkrahúsinu á
Ísafirði og ólst upp í Pól-
götunni og síðar í Hafn-
arstræti á Ísafirði. „Nóg var að starfa í
frelsi æskuáranna og voru smíðaðir ófá-
ir prammarnir og bátshornin sem farið
var á um allar fjörur og jafnvel lagt í
glæfraferðir sem enduðu yfirleitt vel þó
stundum væri teflt á tæpasta vað,“ seg-
ir Rúnar. „Dúfnaveiði var einnig vinsæl
og tilheyrandi kofasmíði. Allt var þetta
smíðað meira og minna úr efniviði sem
rekið hafði á fjörur eða fengið að láni
þar sem fullorðna fólkið stóð í sínum
framkvæmdum. Leiksvæðið var eyrin
og reyndar allur Skutulsfjörðurinn frá
fjöru til fjalls. Á sumrin naut ég þess
einnig oft að vera hjá ömmu og afa á
Flateyri í góðu yfirlæti en þar var heill
ævintýraheimur heimur út af fyrir sig.
Ég átti því láni að fagna að dvelja
nokkur sumur í sveit, fyrst hjá Ásgeiri
Guðmundssyni í Æðey í Ísafjarðardjúpi
við dúntekju, fjósamennsku og heyskap
og síðar í Alviðru í Dýrafirði hjá hjón-
unum Helga Árnasyni og Jónu Krist-
jánsdóttur.“ Frá unglingsaldri stundaði
Rúnar ýmis störf, s.s. verslunarstörf,
byggingarvinnu, fiskvinnslu, hús-
gagnalökkun og vinnu á ljósmynda-
stofu.
Skólaganga Rúnars hófst í Inguskóla
hjá Ingu Magnúsdóttur á Ísafirði, sem
var undirbúningur 6 ára barna fyrir
barnaskólann. Að loknu námi við
barnaskólann og síðan gagnfræðaskól-
ann á Ísafirði lá leiðin til Reykjavíkur
þar sem Rúnar hóf um tvítugsaldurinn
nám í fagottleik hjá Sigurði Markús-
syni ásamt tónmenntakennaranámi við
Tónlistarskólann í Reykjavík. Þaðan
lauk hann tónmenntakennaraprófi
1976 og einleikaraprófi 1979. Rúnar
stundaði framhaldsnám í fagottleik hjá
Joep Terwey við Sweelinck Conserva-
torium í Amsterdam á árunum 1980-
1983.
Að námi loknu tók við leikur með
ýmsum hljómsveitum og hljóðfæra-
hópum, s.s. Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands, hljómsveit Íslensku óperunnar,
Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku
hljómsveitinni, hljómsveitum kóra
Hallgrímskirkju og Kórs Langholts-
kirkju ásamt kennslustörfum m.a. við
Tónlistarskólann í Garðabæ og Tón-
skóla Sigursveins. Rúnar varð fastráð-
inn við Sinfóníuhljómsveit Íslands árið
1988.
Um fermingu fór Rúnar að leika á
trommur með ýmsum hljómsveitum,
m.a. skólahljómsveitinni Hlykkjum í
gagnfræðaskólanum á Ísafirði. Síðan
tóku við ein hljómsveitin af annarri;
Sexmenn, Leones, Jana, Öx og BG og
Inginbjörg en með þeirri hljómsveit
spilaði hann í a.m.k. sjö sumur og fjár-
magnaði með því tónlistarnámið að
mestu. Rúnar lék með Þursaflokknum
frá 1978 á fagott og slagverk. Hann hef-
ur leikið á fjölda hljóðritana, hljóm-
platna og diska. „Ég hef verið svo hepp-
inn að kynnast frábærum músík-
köntum í gegnum tíðina og fengið að
spila alls konar tegundir af músík með
danshljómsveitum, Þursunum, Sinfóní-
unni, kammerhópum, í óperunni o.fl.
o.fl. Ég er mjög þakklátur fyrir það.“
Rúnar hefur sinnt ýmsum félags-
störfum á vegum Félags íslenskra
hljómlistarmanna og Starfsmanna-
félags Sinfóníuhljómsveitar Íslands
ásamt varaformennsku í Tónlistar-
bandalagi Íslands.
Helstu áhugamál Rúnars eru mús-
íkin, ljósmyndun og að vera úti í nátt-
úrunni. „Ég fór aftur að spila á tromm-
urnar þegar ég fór á eftirlaun og hef
undanfarin ár verið að spila með fé-
lögum mínum að vestan. Þó ég hafi búið
Rúnar H. Vilbergsson tónlistarmaður – 70 ára
Á Kúbu Rúnar, Vilberg Samúel og Tamila í skoðunarferð í Havana 2015.
Var í Þursunum og Sinfó
Þursaflokkurinn Egill Ólafsson, Tómas M. Tómasson, Ásgeir Óskarsson,
Rúnar og Þórður Árnason á tónleikum í Iðnskólanum í Reykjavík 1978.
Börn Rúnars Ylfa Mist, Vilberg Samúel og Guðný heima hjá Rúnari.
Vinirnir Elmar Bragason og Kári Freyr
Halliwell söfnuðu 7.453 kr. til styrktar
Rauða krossi Íslands með snjómokstri
og dósasöfnun. Rauði krossinn þakkar
þeim kærlega fyrir þeirra framlag til
mannúðarmála.
Hlutavelta
50 ára Gunna Magga
er Hafnfirðingur en býr
á Eskifirði. Hún er leik-
skólakennari frá KHÍ en
er þjónustustjóri hjá
mötuneytis- og
veisluþjónustu-
fyrirtækinu Lostæti.
Gunna Magga er formaður Fjarða-
byggðardeildar Rauða krossins.
Maki: Ríkarður Kristinn Magnússon, f.
1970, blikksmiður og verkstjóri hjá
Launafli.
Börn: Steinunn Fríða, f. 1994, Guðný
Lára, f. 2002, Björn Andri, f. 2008, og
Magnús og Margeir, f. 2010. Barnabörnin
eru orðin þrjú.
Foreldrar: Björn Guðnason, f. 1948, d.
2017, prentsmiður hjá Morgunblaðinu,
og Steinunn Ólafsdóttir, f. 1953, starfs-
maður í íþróttahúsi Hauka, búsett í
Hafnarfirði.
Guðrún Margrét
Björnsdóttir
Til hamingju með daginn