Morgunblaðið - 09.02.2021, Page 28

Morgunblaðið - 09.02.2021, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is BÍLA-SÉRBLAÐ BÍLA fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 16. febrúar 2021BLAÐ Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Nú er ég stödd í hallargarðinum hér í Ósló, þar sem er afar fallegt í ljósa- skiptunum, alveg dásamlegt. Nú er nauðsynlegt sem aldrei fyrr að viðra sig og fara út að hreyfa sig, því hér hefur verið „lock-down“ vegna Covid,“ segir Kari Ósk Grétudóttir þegar hún svarar í símann nýkomin úr þriggja tíma gönguferð þar sem hún býr í Noregi. „Ég er í raun komin aftur á æsku- slóðir mínar því við fluttum til Nor- egs þegar ég var ársgömul. Ég fædd- ist á Íslandi, mamma mín er íslensk en pabbi er norskur og við fluttum aftur til Íslands þegar ég byrjaði í grunnskóla. Fyrir fimm árum flutti ég svo aftur til Noregs með mann- inum mínum, Ásmundi Ásmundssyni myndlistarmanni og Hrafnhildi dótt- ur okkar,“ segir Kari „Mig langar að vera duglegri við að stunda vetrarútivist, því þótt það sé kalt í Noregi þá er oftast stillt veður hér í Ósló og margir stunda það að fara á skíði, skauta og fleira. Ég hef aldrei verið útivistarmanneskja en þyrfti að bæta úr því,“ segir Kari, sem sendi nýlega frá sér sína fyrstu ljóðabók, Les birki. „Ég hef verið skúffuskáld mjög lengi en þetta er í fyrsta skipti sem ég gef út. Ég skrifaði reyndar leikrit með Kristínu Eiríksdóttur, Karma fyrir fugla, sem sett var upp í Þjóð- leikhúsinu. Mér finnst það að skrifa leikrit svolítið eins og að skrifa ljóð; maður varpar upp myndum sem eiga sér oft stað í óskilgreindu rými og tíma. Ljóðin mín verða oft til í stóru rými og þau eru laus við tíma. Í ljóð- um getur alveg verið tímaskekkja.“ Setningar eins og skúlptúr Kari segir að ljóðabókin hennar hafi í raun verið tilbúin fyrir einu og hálfu ári. „Ég gaf mér mjög góðan tíma til að fínvinna hana, pússa til og láta lesa yfir. Ég var ekkert að flýta mér að senda hana frá mér fyrr en hún var orðin eins og ég vildi hafa hana,“ seg- ir Kari og víst er að ljóðin í bókinni bera þess merki að hún hefur legið lengi yfir þeim og tálgað, því þau eru mjög meitluð. Ljóðin bera þess líka merki að Kari er myndlistarkona, því þau eru afar myndræn. „Ljóðin koma oft til mín sem mynd. Ég er líka að leika mér með tungumálið, því ég upplifi tungu- málið svolítið eins og eitthvað nýtt hér í Noregi. Stundum segir fólk eitthvað og ég skil kannski ekki al- veg hvað það meinar, því ég er ekki alveg eins reiprennandi á norsku og íslensku. Þegar fólk talar við mig hér í Noregi verða setningar stundum eins og einhver skúlptúr. Þótt ég upplifi tungumálið dálítið öðruvísi sem fyrirbæri hér í Noregi þá skynja ég líka einhvern tærleika við skandi- navískuna, það er ekki svo tæknilegt tugumál.“ Göt í eyrun á afmælisdeginum Kari segir að persónuleg reynsla hennar sé ekki endilega aðalatriði í því sem hún varpar fram í ljóðum sín- um. „Hvað það er sem gerist í lífi okkar er ekki aðalatriðið heldur upplifunin eða hvernig við skynjum veröldina. Það getur vissulega verið sársauki eða einhver reynsla, en það er ekki svo ólíkt milli fólks. Þess vegna fer ég í þessum ljóðum aftur í tímann, til goðsagnanna og í Biblíuna, því í þús- undir ára hefur verið til fólk sem hef- ur liðið alls konar. Gamla testament- inu og goðsögum bregður fyrir í ljóðum mínum og ég held að maður þurfi að fara svona langt aftur til að varpa fram hinu mannlega. Einhvers staðar las ég að allar manneskjur þyrftu bæði góðan guð og vondan af því lífið er þannig samansett. Heim- urinn sem ég skapa með ljóðunum mínum verður athvarf, þar þótti mér gott að vera þegar ég var að búa þau til. Ljóðin eru einhvers konar skiln- ingsverkfæri, rétt eins og í myndlist geta myndir verið skilningsverkfæri. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir myndlist; þar birtist einstakt sjónarhorn í hverri mynd, og ég held að ljóð séu þannig líka, því það er hægt að flakka svo mikið í tíma í ljóði og bregða upp alls konar myndum. Innan ljóðsins er svo mikið pláss, þótt þau geti á sama tíma verið mjög knöpp í orðum. Ljóðið snýst líka um að skynja, ekki er allt eins og það virðist vera, margt býr undir yfirborðinu sem fólk skynjar frekar en skilur. Skynjun okkar er jafnvel í myndum frekar en í orðum, eða einhvers staðar á milli þess að vera orð og myndir,“ segir Kari sem heldur ótrauð áfram að skrifa. „Ég er að vinna í ljóðum, en þar fyrir utan kenni ég myndlist í mynd- listarskóla hér í Noregi, í hálfu starfi. Auk þess kenni ég stundum í fyrsta bekk í Steiner-skóla, sem er mjög inspírerandi fyrir mig sem ljóðskáld.“ Kari er nýorðin fertug og þegar hún er spurð hvort hún hafi gert sér dagamun af því tilefni segist hún hafa fengið sér göt í eyrun. „Í fyrsta skipti á ævinni. Ég fór á sleða til að láta gata mig og svo borð- aði ég dömplings á eftir. Fullkominn dagur með manni og barni.“ Ljósmynd/Line Slotnæs Ljóðskáld „Ljóðin koma oft til mín sem mynd,“ segir Kari Ósk Grétudóttir. Einhvers konar skilningsverkfæri  „Margt býr undir yfirborðinu sem fólk skynjar frekar en skilur,“ segir Kari Ósk Grétudóttir, sem sendi nýlega frá sér ljóðabókina Les birki  „Ég hef verið skúffuskáld mjög lengi,“ segir hún Ljósmynd/Mikal Kvamsdal Heima í Ósló Kari ásamt manni sínum Ásmundi og dótturinni Hrafnhildi. Úslitaleikurinn í bandaríska fót- boltanum eða ruðningi, kenndur við Ofurskálina – Superbowl –, er vinsælasti íþróttaviðburðurinn á ári hverju vestanhafs og fylgjast yfir 100 milljónir manna með honum í sjónvarpi. Var engin breyting á því þegar hann var leikinn nú á sunnu- dagskvöldið var. Kastljósið er líka alltaf á listamönnum sem koma fram í hálfleik og að þessu sinni var það tónlistarmaðurinn sem kallar sig The Weeknd en hann hefur not- ið sívaxandi vinsælda. Flutti hann nokkur sinna vinsælustu laga, í íburðarmikilli sviðsmynd. Fyrir leikinn var leikin upptaka með hinni 22 ára gömlu skáldkonu Amöndu Gorman, sem sló á dög- unum í gegn við innsetningar- athöfn Joes Bidens Bandaríkja- forseta þegar hún flutti ljóð sitt með áhrifamiklum hætti. Flutti hún nú ljóðið „Chorus of the Captains“, sem fjallar um lykilstarfsmenn í baráttunni við veiruna. Var það í fyrsta skipti sem ljóð er flutt fyrir úrslitaleik um Ofurskálina. AFP Í hálfleik The Weeknd kom fram í hálfleik leiksins um Ofurskálina. The Weeknd söng og vakti lukku í hálfleik  Amanda Gorman flutti ljóð fyrir leik pota fingri í gat á veggnum finn kaldan gust skrælnuð dagblöð ég festi fingur í skítugri ull ÓJÖFNUR Á JAÐRINUM ÚR BÓKINN LES BIRKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.