Morgunblaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
VA R I E T Y C H I C AG O S U N
T I M E S
I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H
Fjölskyldubönd, samvera ogsamskipti og sjálf kveðju-stundin eru í lykilhlut-verki í fyrstu skáldsögu
Björns Halldórssonar, Stoli. Áður
hefur komið út smásagnasafn hans
Smáglæpir (2017).
Það er hinn ráðvillti ungi maður,
Baddi, sem segir söguna í Stoli og
ávarpar hann föð-
ur sinn, Hörð.
Baddi er nýfluttur
heim frá New
York og búinn að
slíta sambandi við
kærastann sem
hann bjó með þar.
Ástæðan fyrir
flutningnum er sú
að faðirinn er al-
varlega veikur af krabbameini og á
skammt eftir. Hann hefur verið
skorinn upp á heila og er ekki samur
eftir það, hefur glatað miklu af get-
unni til þess að tjá sig og að stórum
hluta bæði skammtíma- og lang-
tímaminni.
Þegar Magnea, eiginkona föð-
urins, stingur upp á að þeir feðgar
fari saman í ferðalag um Suðurland
líst Badda ekki á blikuna en hann
lætur þó til leiðast. Þetta ferðalag
myndar meginboga frásagnarinnar
en stöku endurlit til barnæsku
Badda og lífsins í New York brjóta
hann upp.
Feðgarnir hafa, hingað til, ekki
verið sérlega nánir en ferðalagið
neyðir þá til þess að eyða tíma sam-
an og þrátt fyrir málstol og minnis-
leysi föðurins eru þessar samveru-
stundir ómetanlegar.
„Við þurfum ekki lengur að fylla
hvert andartak með skvaldri af ótta
við þögnina; að ef við leyfum henni
að teygja úr sér munum við missa
eitthvað ógætilegt út í hana. Ég man
ekki hvenær við sátum síðast saman
í þögn með hvorki útvarp né sjón-
varp til þess að fylla upp í tómið á
milli okkar,“ segir Baddi (113).
Björn lýsir vel þögninni sem
myndast svo auðveldlega á milli okk-
ar mannfólksins, kannski einkum og
sér í lagi milli karlmanna. Feðga-
sambandið, samband skilnaðarbarns
og helgarpabba, sem höfundurinn
dregur upp í Stoli, er ekki einsdæmi
og ekki ólíklegt að margir geti spegl-
að sambönd sín við sína nánustu í
þeim lýsingum.
Aðrir þættir verksins falla í
skuggann af sambandi þeirra feðga
og skakkaföllunum á ferðalagi
þeirra, enda sumir hverjir í hlut-
verki hálfgerðs uppfyllingarefnis.
Frásagnir af ástarlífi Badda og sam-
skiptum hans við unga krabba-
meinssjúka konu eru til dæmis hálf-
flatneskjuleg í samanburði við
hátinda þess fjallalandslags sem
bæði ferðalag og samskipti þeirra
feðga eru.
Birni tekst nokkuð vel að fanga
hið íslenska ferðasumar, með til-
heyrandi ferðamannaflaumi, bensín-
stöðvum og lélegum vegum, eins og
við þekktum það áður en til farald-
ursins kom og munum ef til vill
kynnast á nýjan leik þegar fram líða
stundir.
Sagan er einföld, falleg og þó
nokkuð grípandi og textinn flæðir
vel áfram. Það gerir söguna auð-
lesna og aðgengilega auk þess sem
hún vekur lesandann til umhugs-
unar um hvaða hlutverki orðin og
þagnirnar gegna í samskiptum við
hans nánustu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfundur „Sagan er einföld, falleg og þó nokkuð grípandi,“ segir um skáld-
sögu Björns Halldórssonar. Og hún „vekur lesandann til umhugsunar um
hvaða hlutverki orðin og þagnirnar gegna í samskiptum við hans nánustu.“
Skáldsaga
Stol bbbmn
Eftir Björn Halldórsson.
Mál og menning, 2021. Kilja, 195 bls.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR
Samvera í þögn
Nomadland, kvikmynd leikstjórans
Chloé Zhao, hlaut þrenn verðlaun
samtaka gagnrýnenda, Critics’
Circle, þegar þau voru afhent í Lond-
on í vikunni. Nomadland var valin
besta mynd ársins, Frances McDorm-
and var valin besta leikkonan og leik-
stjórinn Zhao hreppti verðlaun fyrir
besta handrit. Nomadland hafði áður
hlotið Gullna ljónið á Feneyjahátíð-
inni.
Breska hryllingsmyndin Saint
Maud hreppti einnig þrenn verðlaun
frá gagnrýnendum, þar á meðal sem
besta breska eða írska kvikmyndin,
leikstjórinn Rose Glass var valin besti
nýliðinn og Morfydd Clark valin
besta breska/írska leikkona ársins.
Þriðji kvenleikstjórinn í baráttu
um helstu verðlaun var Sarah Gavr-
on fyrir kvikmynina Rocks sem var
tilnefnd til sex verðlauna og hreppti
tvenn, fyrir val á leikhópi og Bukky
Bakray var besti nýliði meðal leik-
ara.
Steve McQueen hreppti verðlaunin
sem besti leikstjórinn, fyrir fimm
kvikmynda Small Axe-röðina.
Hinn látni Chadwick Boseman var
valinn besti karlleikari fyrir frammi-
stöðuna í Ma Rainey’s Black Bottom
og Shaun Parkes besti karlleikari í
aukahlutverki fyrir Mangrove. Maria
Bakalova var valin besta leikkona í
aukahlutverki fyrir frammistöðuna í
Borat Subsequent Moviefilm.
Kvikmynd danska leikstjórans
Thomasar Vinterbergs, Druk (Anot-
her Round), var valin besta „erlenda“
myndin og þá var Collective eftir Al-
exander Nanau valin besta heim-
ildakvikmyndin.
AFP
Best Leikkonan Frances McDormand
hreppti verðlaun fyrir leik í Nomadland.
Nomadland valin
best af breskum
gagnrýnendum
Sigurganga nýjustu kvikmyndar
danska leikstjórans Thomasar Vin-
terberg, Druk, heldur áfram. Hún
hreppti á dögunum verðlaunin sem
besta evrópska kvikmyndin og um
helgina hlaut hún dönsku Robert-
verðlaunin og var valin besta kvik-
mynd ársins þar í landi. Féllu fimm
af þeim tólf verðlaunum sem að-
standendur myndarinnar voru til-
nefndir til þeim í skaut. Vinterberg
var valinn besti leikstjórinn, þeir
Tobias Lindholm hlutu verðlaun fyr-
ir besta handritið og þá var Mads
Mikkelsen valinn besti karlleikarinn
fyrir frammistöðu sína í myndinni.
Mikkelsen var einnig tilnefndur
fyrir leik sinn í kvikmyndinni Ret-
færdighedens ryttere en 22 ára
gömul leikkona, Andrea Heick
Gadeberg, hreppti Robert-styttuna
fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir
frammistöðu sína í þeirri kvikmynd.
Í flokki leikins sjónvarpsefnis sóp-
uðu sjónvarpsþættirnir Ulven kom-
mer til sín öllum mögulegum verð-
launum en þættirnir eru sýndir á
RÚV. Voru þeir valdir bestu sjón-
varpsþættirnir og féllu öll leikaverð-
laun leikurum þáttanna í skaut.
Ulven kommer og
Druk fengu Robert
Drykkja Druk eftir Thomas Vinterberg var valin besta danska kvikmyndin.