Morgunblaðið - 13.02.2021, Side 2

Morgunblaðið - 13.02.2021, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 Loðnuvinnslan óskar eftir að ráða 1. vélstjóra á Ljósafell SU-70 Loðnuvinnslan er rótgróið sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð og fer öll starfsemi fyrirtækisins fram á Fáskrúðsfirði. Áhugavert tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. LVF H é ra ð sp re n t Viðkomandi þarf að hafa að lágmarki VF4 réttindi til vélstjórnar og reynslu í starfi. Leitað er að lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á starfinu. Róið er samkvæmt skiptikerfi og eru 3 vélstjórar um 2 stöður. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og hafi búsetu á Fáskrúðsfirði. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kjartan Reynisson útgerðarstjóri í síma 893-3009/kjartan@lvf.is eða Ragnheiður Elmarsdóttir mannauðsstjóri í síma 892-7484/ragna@lvf.is. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið ragna@lvf.is. Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar 2021. Starfsmaður gæðaeftirlit Ísteka leitar að öflugum starfmanni við gæðaeftirlit fyrirtækisins. Viðkomandi mun sinna yfirferð á ýmsum gæðatengdum skjölum ásamt þátttöku í hinum ýmsu gæðatengdu verkefnum. Hjá Ísteka ehf. er unnið við þróun og framleiðslu á próteinlyfjum (biologics) og mælisettum (diagnostic kits) fyrir erlenda markaði. Starfsemin er GMP vottuð og framleiðsluferlar og starfshættir sam- þykktir af lyfjastofnunum út um allan heim, m.a. af FDA í USA. Helstu verkefni og ábyrgð • Ábyrgð á gæðaeftirliti, skoðun og/eða samþykkt skjala tengdum framleiðslu og mælingum, þ.m.t. á hráefnum, mælingum frá rannsóknarstofum og framleiðsluskýrslum sem og hæfnisprófun/ kvörðun tækja. • Tryggja áreiðanleika mælinga og gæði niðurstaðna. • Eftirlit með hæfnisprófun og viðhaldi tækja. • Skráning og úrvinnsla gagna, skýrslugerð. Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi. Reynsla af gæðaeftirlits störfum ákjósanleg. • Hæfni: Nákvæm og öguð vinnubrögð. Þekking og hæfni til að fylgja skriflegum leiðbeiningum og til skýrslugerðar/staðfestingar á aðgerðum. Frum- kvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt. Heiðarleiki, reglusemi, snyrtisemi og stundvísi. Umsóknir óskast sendar í gegnum alfred.is eða á bryndis@isteka.com fyrir 20. febrúar. Tónlistarskólastjóri Húnaþing vestra er staðsett miðja vegu milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins með um 600 íbúa en heildarfjöldi íbúa er um 1.220. Húnaþing vestra er fjölskylduvænt samfélag með hátt þjónustustig, metnaðarfullt leik-, grunn- og tónlistarskólastarf ásamt því að rekin er dreifnámsdeild frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á staðnum. Gott framboð er af íþrótta- og tómstundastarfi. Sveitarfélagið er útivistarparadís, með góða sundlaug, íþróttahús og fjölbreytt félagsstarf. Blómlegt menningarlíf er til staðar. Hjá sveitarfélaginu starfa um 120 manns. Nánari upplýsingar má finna á: www.hunathing.is Menntunar- og hæfniskröfur: Sveitarfélagið Húnaþing vestra auglýsir lausa til umsóknar stöðu skólastjóra við Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Um fullt starf er að ræða með kennsluskyldu. Kennsla í hljóðfæraleik fer fram á grunn-, mið- og framhaldsstigi. Næsta haust flytur tónlistarskólinn í nýtt sérhannað húsnæði, skapar flutningurinn ný og spennandi tækifæri í starfi skólans. Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225. • Veitir tónlistarskólanum faglega forstöðu á sviði tónlistarkennslu • Tekur virkan þátt í þróun og skipulagi skólastarfsins og á í samvinnu við sambærilegar stofnanir • Stýrir og ber ábyrð á rekstri og daglegri starfsemi skólans • Sinnir kennslu á sínu sviði Helstu verkefni og ábyrgð: Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda í starfið. Samkvæmt jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið. Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. • Menntun á sviði tónlistar • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar æskileg • Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun í opinberri stjórnsýslu æskileg • Reynsla af tónlistarkennslu og tónlistarflutningi • Leiðtogahæfni, metnaður og frumkvæði • Áhugi á skólaþróun og nýjungum • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Góð tölvufærni • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.