Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 7 Við leitum að öflugum stjórnanda í framkvæmdastjórn Lyfju til að stýra sviði stafrænna lausna og markaðsmála. Sviðsstjóri ber ábyrgð á rekstri vefverslana, Lyfju appsins og þjónustuvers. Starfið felur jafnframt í sér yfirábyrgð á skipulagningu markaðs- og kynningarmála hjá samstæðunni, hönnun verslana, gerð kynningarefnis og almannatengsla. Mikilvægasta verkefni sviðsins er þróun og hönnun vegferðar viðskiptavina og upplifun þeirra. HELSTU VERKEFNI: • Rekstur og þróun stafrænna lausna • Kynningarefni í verslunum, hönnun og útlit verslana • Markaðsmál og fjölmiðlasamskipti HÆFNISKRÖFUR: • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Reynsla af verslanarekstri og stjórnun • Áhugi á heilbrigði og vellíðan • Ástríða fyrir viðskiptavinum og framúrskarandi þjónustu • Áreiðanleiki, metnaður, samskiptahæfni, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2021. Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsjón með starfinu hafa Hilmar Garðar Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. SVIÐSSTJÓRI Í FRAMKVÆMDASTJÓRN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.