Morgunblaðið - 26.02.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.02.2021, Blaðsíða 21
Græni sófinn passar vel við vegglampann frá Flos sem fæst í Casa. Plönturnar sjá svo um að undirstrika hlýleikann. Fallegir litir og góð birta gera herbergið heillandi. tímabili leit þetta ekki sérstaklega vel út en þetta hafð- ist,“ segir hún. Vissir þú nákvæmlega hvernig þú vildir hafa heimilið? „Mér finnst auðveldara að hanna fyrir mig. Ég hef skýra sýn á hvað hentar fyrir mig. Er fljót að sjá út möguleika á íbúðum sem aðrir sjá ekki. Svo er smekkur fólks rosalega misjafn. Þegar ég hanna fyrir mig þá tek ég sénsa og geri alls konar vitleysur. Það tekur oft meiri tíma að stilla sig inn á kúnnann og greina þarfir hans þótt ég leggi mig fram við að benda fólki á eitt- hvað sem því hefði kannski ekki dottið í hug,“ segir hún. Þegar Kristjana er spurð út í eigin stíl segist hún oft- ast vilja hafa hvíta veggi og rólegan bakgrunn og svo leikur hún sér með liti í húsgögnum. „Mér finnst fínt að vinna með ljósa liti sem grunn því það er alltaf hægt að mála í hressilegri litum þegar fólk er flutt inn. Í stórum dráttum vil ég hafa náttúrulegan grunn og það hjálpar líka að ég hef gert þetta ansi oft. Þetta er fjórða skiptið sem ég geri upp gamalt húsnæði síðan 2007,“ segir hún. Oft finnst fólki mjög mikið vesen að flytja og veigrar Mér finnst ekkert mál að flytja, nýir möguleikar og skemmti- legt. Eina leiðinlega við að flytja er að færa húsgögnin og kassana inn og út. Hluti af því er að stúdera hvernig maður geti gert rýmið að sínu. Ég held mögulega að ég verði eirðar- laus þegar ég finn að verkefnin séu að verða búin.  SJÁ SÍÐU22 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021 MORGUNBLAÐIÐ 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.