Morgunblaðið - 26.02.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.2021, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021 Heimilisljósmyndir eiga að veita ákveðna upplifun Gunnar Sverrisson er einn færasti heimilisljósmyndari landsins. Hann hefur gefið út fjölmargar heimilisbækur ásamt eiginkonu sinni, Höllu Báru Gestsdóttur húsahvíslara. Í dag gerir hann mikið af því að taka fasteignaljósmyndir fyrir fólk sem hyggst selja eign sína. Marta María | mm@mbl.is Gunnar segir að heim- ili Þórunnar og fjöl- skyldu sé afar glæsi- legt og það hafi verið gaman að mynda það. Gunnar myndaði heimili Þórunnar Anspach og fjöl- skyldu 2018. Þá bjó fjölskyldan í New York en núna búa þau í París. H vað finnst þér skipta mestu máli þegar fasteignaljósmyndir eru annars vegar? „Fyrir mér eiga þær að veita ákveðna upplifun. Þær eiga ekki að reyna að sýna allt rýmið. Frekar að reyna að leiða þann sem skoðar myndirnar í einhvern sannleika um hvernig allt er í raun. Það er meira spennandi að reyna að búa til hughrif og upplifun af eigninni, svipað og þegar þú ert að skoða hótel á ferðalagi, skilja smá spennu eftir þegar þú kemur og sérð síðan í raun. Myndir hafa mikil áhrif og þessi áhrif skipta máli þegar þú ert að selja stærstu eignina þína, heimilið þitt – ég á erfitt með að skoða myndir þar sem reynt er að búa til eitthvert raunsæi í þessum efnum, því augað skynjar rými betur en fiskaugalinsa,“ segir Gunnar. Finnst þér fólk spá nægilega mikið í það að það séu góðar myndir af fasteigninni? „Ég vinn aðallega fyrir arkitekta og svo vinnum við hjónin í okkar útgáfu, en það hefur færst í vöxt að ég myndi fasteignir sem eru á leið í söluferli. Líklega vill það fólk fá öðruvísi nálgun, svipaða og ég nefni hér að framan, en með því er ég ekki að segja að mín nálgun sé eitthvað betri en önnur, smekkur mun alltaf ráða för, sem betur fer, upp á fjölbreytileikann. En mér finnst að þeir sem eru að selja, og þeir sem vinna fyrir þá sem eru að selja, megi hugsa meira um þennan hluta, því Fyrir fólk á fasteignamarkaði Suðurlandsbraut 52, 108 Rvk. Sími 533 6050 / Fax 533 6055 www.hofdi.is Runólfur Gunnlaugsson lögg. fast. Ásmundur Skeggjason lögg. fast. Brynjar Baldursson sölufulltrúi Jóhann Friðgeir Valdimarsson lögg. fast. Kristinn Tómasson lögg. fast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.