Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Ómar Garðarsson fréttaritiari í Vestmannaeyjum U m leið og almannavarnir fóru að huga að Covid-19- veirunni var ákveðið að bregðast við. Þetta gerð- ist allt mjög snögglega í febrúar fyrir ári. Útbúin var að- gerðaáætlun fyrir allt fyrirtækið en þetta voru ekki svo mjög stór skref fyrir okkur. Við erum matvælafyrir- tæki og krafa um hreinlæti er mjög mikil. Við gætum vel að öllum smit- gáttum til að smit frá okkur fari ekki í matinn sem við erum að framleiða,“ segir Björn Brimar Hákonarson, framleiðslustjóri fiskvinnslu Ísfélags Vestmannaeyja, um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. „Við bættum við þrif og sótt- hreinsun þar sem fólk er að vinna. Hreinsum reglulega hurðarhúna og alla aðstöðu fyrir fólkið og hurðir sem venjulega eru lokaðar eru opnar til að fækka snertiflötum. Annars eru vinnslusalir og vinnslusvæði allt- af þrifin daglega með sápu og sterk- um sótthreinsiefnum þannig að ekki þurfti að bæta við þar.“ Stöðin var hólfuð niður og fólki skipt upp í hópa. „Það eru aldrei allir saman í kaffi og við bjuggum til það sem við getum kallað rúllandi neysluhlé. Í vinnslunni eru allir í hlífðarbúningum, einnota svuntum og hönskum og með andlitsgrímu. Einnig voru allir með öryggisgler- augu þegar smithættan var hvað mest. Þá skiptum við salnum með tjaldi til að hóparnir væru örugglega aðskildir. Annars staðar er bilið mun meira en tveir metrar á milli fólks.“ Fólk tók þessu vel Björn segir að fólkið hafi tekið þessu mjög vel enda breytingin ekki svo mikil. „Hér eru allir vanir því að spritta á sér hendurnar eftir hvern kaffitíma. En núna eru er spritt- stöðvar út um allt og einnota hansk- ar fyrir þá sem vilja. Þetta hefur gengið vel og allir samtaka í að passa sig.“ Þetta hefur skilað sér í því að eng- in smit hafa komið upp innan fyrir- tækisins en einhverjir veiktust síð- asta sumar þegar engin vinnsla var í gangi. „Þeir voru komnir í sóttkví áður en vinnsla hófst og því engin áhætta innan starfsmannahópsins. Hvað varðar skipin okkar þá gáfu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og sjómannafélögin út samræmdar leiðbeiningar um smitvarnir. Hvað á að gera komi upp grunur um smit um borð og áður en haldið er úr höfn. Við höfum farið algjörlega eftir þessu og ekkert skip hjá okkur hefur þurft að stoppa.“ Björn segir minna um að erlent starfsfólk hafi farið heim til sín yfir jólin núna. „Það var heldur ekkert skemmtilegt fyrir það að fara út. Fara í sóttkví heima hjá sér og aftur þegar það kom til landsins. Ein- hverjir fóru en það var fylgst með því að þeir virtu allar reglur eins mikið og við getum skipt okkur af því. Hjá okkur á Þórshöfn eru þeir alveg covid-lausir og ég held að ekk- ert smit hafi komið upp á staðnum frá því að faraldurinn byrjaði.“ Hver dagur skiptir máli í loðnunni Björn á ekki von á að loðnuvinnsla sem nú fer í hönd kalli á frekari ráð- stafanir því á meðan er ekki unninn bolfiskur. Allir fara í loðnuna. Í hrognatöku eru fengnir iðnaðar- menn í ákveðin verkefni. „Á vöktum hafa alltaf verið rúllandi neysluhlé þannig að fólk hittist lítið. Ég sé því ekki meiri áhættu í loðnunni umfram bolfiskinn. Það er þó meira undir því loðnan gengur upp á grunnið, hrygnir og drepst síðan. Þetta gerist á nokkrum vikum og ekki hægt að sækja hana þegar Covid er búið. Hver dagur sem fellur niður kemur ekki aftur. Komi til þess að sjávar- útvegur lamist vegna faraldursins minnka gjaldeyristekjur þjóðar- innar. Þess vegna taka menn þetta mjög alvarlega. Við endurskoðum okkar áætlun eftir því sem almanna- varnir gefa út, um minna aðhald eða meira. Það er kynnt starfsfólkinu sem hefur virt þær.“ Björn segir síðasta ár hafa komið betur út en þeir þorðu að vona. „En það hefur verið sölutregða í sumum tegundum sem má rekja beint til Co- vid. Vara sem fer á veitingastaði og mötuneyti selst verr og aukning á sölu í verslunum nær ekki að vega það upp. Við reynum að vinna þorsk- inn eins mikið í ferskar afurðir og við getum en afskurður og þunnildi eru fryst. Ýsuna seljum við líka ferska en hún hefur farið mikið í frost eftir að hún byrjaði,“ sagði Björn að endingu. Alltaf verið skrefi á undan og aðgerðir svínvirkað „Fyrsta tilfellið var ekki komið til Ís- lands þegar við fórum að ræða hætt- una. Íslendingar voru enn að ferðast og tilfellum fjölgaði úti í heimi. Við erum með sölumenn í mörgum lönd- um og fannst ekki æskilegt að þeir væru að koma til okkar. Þegar fyrstu tilfellin greindust á Íslandi vorum við búin að tala við Hjört Kristjánsson lækni um líkurnar á að veiran kæmi og dreifðist um landið. Hann sagði það ekki spurningu hvort heldur hvenær Covid-19- veiran kæmi hingað,“ segir Lilja Björg Arngrímsdóttir, forstöðu- maður lögfræði- og mannauðssviðs Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum (VSV), um viðbrögð félagsins við faraldrinum sem byrjaði að herja á heimsbyggðina fyrir réttu ári. Strax var brugðist við, bæði í landvinnslunni þar sem starfa 100 manns og á fimm skipum félagsins. „Við fórum að teikna upp skiptingu á skrifstofum, skipta í hópa í vinnsl- unni, fjölga kaffistofum til að minnka hópamyndun þannig að þeg- ar fyrsta tilfellið greindist í Vest- mannaeyjum vorum við búin að gera miklar ráðstafanir.“ Lilja segir að þetta hafi gengið vel en veiran hafi stungið sér niður með- al starfsfólks. „Það var utan vinnsl- unnar og aldrei þannig að við þyrft- um að setja fólkið í sóttkví. Í heild hefur ekki margt af okkar fólki farið í sóttkví þannig að hópaskipting og aðgreining hjá okkur hefur svínvirk- að.“ Öryggishópur SFS fundar reglulega Þið hafið alltaf verið skrefi á undan. „Það hjálpaði að um miðjan mars boðaði SFS til fundar með öryggis- hópnum svokallaða. Í honum er fólk sem vinnur að öryggismálum hjá öll- um fyrirtækjum í sjávarútvegi. Við gátum borið saman bækur okkar. Þá var veiran farin að stinga sér niður og þarna reyndum við að læra hvert af öðru. T.d. að vera með mismun- andi lit á hárnetum, sem auðveldaði fólki að passa sig.“ Öryggishópurinn fundar reglu- lega og SFS miðlar upplýsingum og er í sambandi við landlækni. Reynt er að fara að settum reglum en þeg- ar samkomubannið var komið niður í tíu var fyrirtækjum vandi á höndum. „Það breyttist þegar undanþága fékkst frá heilbrigðisráðuneytinu fyrir fyrirtæki sem teljast efnahags- lega mikilvæg. Þar féllum við inn í en aðgerðaáætlun var þegar til stað- ar þar sem hver hefur sitt hlutverk. Já, við vorum vel undir þetta búin og ég var rosalega stolt af fólkinu okkar og stjórnendum. Það taka allir vel í þegar þarf að breyta fram og til baka því öll erum við að takast á við eitthvað nýtt. Sumar leiðir virkuðu ekki og þá þurfti að stíga skrefið til baka. Núna erum við að taka glæsi- lega starfsmannaaðstöðu í notkun sem auðveldar þetta til mikilla muna.“ Verndum okkar fólk Lilja segir að hræðslan hafi verið mikil í fyrstu bylgjunni og ástæða til því í henni smituðust fimm prósent Eyjamanna og bærinn settur á hæsta viðvörunarstig. Ekki var það til að létta róðurinn að starfsfólk kemur víða að. „Við erum með starfsfólk frá Portúgal, Póllandi og Rússlandi. Nánast frá öllum heims- álfum. Fólk sem var að fá fréttir að heiman og þær oft hræðilegar. Margir neituðu að koma í vinnu. Binni (Sigurgeir Brynjar Krist- geirsson framkvæmdastjóri) mætti hér einn morguninn og sagði að Vinnslustöðin ætlaði að gera allt til að vernda sitt fólk og halda áfram vinnslu. Þá vorum við í miðri salt- fiskvertíð og það tók tíma að fá fólk til að treysta okkur og því sem við vorum að gera. Það hafðist og hér mættu allir nema þeir væru með undirliggjandi sjúkdóma.“ Facebook reyndist best til að ná til starfsfólks og á tímabili voru allar tilkynningar á pólsku, ensku og portúgölsku auk íslensku. Daglega eru settar inn upplýsingar um fjölda smitaðra og í sóttkví í Vestmanna- eyjum og stöðuna hjá fyrirtækinu. Hvað er í gangi og hvatningarorð til fólksins. „Þannig myndaðist traust á því sem við erum að gera og nú not- um við síðuna til að koma á framfæri t.d. upplýsingum um veiðar og vinnslu.“ Skipstjórar fara að settum reglum Í þrígang þurftu skip félagsins að sigla í land vegna gruns um Covid- smit en þá var búið að kynna skip- stjórum þær reglur sem grípa þarf til. „Hafa á samband við Neyðarlín- una og Landhelgisgæsluna og þá fer í gang ferli sem þeim ber að fylgja án okkar aðkomu. Sem betur fer var ekki um smit að ræða en allt tók þetta tíma.“ Þetta er stöðugt verkefni og líka þarf að fylgjast með því sem er að gerast í öðrum löndum. „Fólkið okk- ar sem fór í frí til Póllands um jólin hefur sumt verið smitað. Það fer í prufu á landamærunum, kemur til Eyja og beint í sóttkví. Við höfum hamrað á að farið sé eftir öllum reglum. Annað geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og öll mál eru unnin í samstarfi við lækni og lögreglu.“ Erfitt fyrir útlendingana Og aðgerðir hafa skilað sér því eng- ar tafir hafa orðið á framleiðslu og lítið um frátafir hjá skipunum. „Við erum þakklát Íslenskri erfðagrein- ingu sem kom hingað í fyrstu bylgju og skimaði fjölda bæjarbúa. Bauð líka upp á skimun á áhöfnum skipa sem við nýttum mjög vel. Og gerum enn. Við erum enn í bullandi ráðstöf- unum þó okkur finnist þetta vera bú- ið. Fyrst og fremst erum við þakklát fólkinu okkar fyrir jákvæðni og sveigjanleika. En þetta er búið að vera erfitt ár, ekki bara faraldurinn heldur hefur fólk erlendis frá verið að missa ættingja. Það er andlega erfitt fyrir það að komast ekki heim og líka fyrir þá sem ætluðu út í frí síðasta sumar. Ég vorkenni okkur Íslendingunum ekkert fyrir að þurfa að vera heima en útlendingarnir áttu margir mjög erfitt.“ Hver dagur dýrmætur á loðnuvertíð Loðnukvótinn í ár er ekki mikill og verður allt kapp lagt á að hámarka verðmæti frá takmörkuðum afla. Það skiptir miklu að ekki verði tafir á veiðum og vinnslu, ekki síst í Vestmannaeyjum sem ráða yfir 30% loðnukvótans. Rétt ár er síðan heimsfaraldur skall á og hefur greinin komist áfallalítið í gegnum þann slag. Á loðnuvertíð er hver dagur dýrmætur og það veit starfsfólk Ísfélags og Vinnslustöðvar í Vestmannaeyjum sem hefur haldið hjólunum gangandi. Með þá reynslu er haldið inn í loðnuvertíðina, þá fyrstu frá árinu 2018. „Aðgerðir vegna Covid-19 skerptu á hreinlætiskröfum hjá okkur,“ segir Björn Brimar. „Með góðu samstarfi við okkar fólk hefur þetta tekist,“ segir Lilja Björg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.