Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Síða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2021 Nokkuð var slakað á sóttvarn-arreglum, enda þekkjamenn varla lengur smit inn- anlands nema úr munnmælasögum. Mjög hóflega var þó slakað á fjölda- takmörkunum, en mestu munar um að barir og skemmtistaðir mega nú hafa opið og að gestir líkamsrækt- arstöðva mega nú fara í steypibað eft- ir að hafa tekið á því. Því fagnar þef- næm þjóð. Aðeins er 21 í sóttkví í landinu, en 28 manns í einangrun með Covid-19. Hömlur á ferðalögum eru enn veru- legar og því þótti það fréttnæmt að íslensk grágæs hefði komist til Dan- merkur. Barnaráðherrann Ásmundur Einar Daðason upplýsti að ráðuneytið hafi búist við fleiri tilkynningum til barnaverndarnefnda í heimsfaraldr- inum, eins og gengið hefði eftir. Þetta væri það sem gerðist í svona heims- faröldrum. Hann nefndi þó ekki hvað barnaverndarnefndir hefðu fengið margar tilkynningar í Spönsku veik- inni, Stórubólu eða Svartadauða. Greint var frá því að Húsavík- urkirkja væri orðin mikið fúin og þarfnaðist lagfæringa. Hollvina- samtök kirkjunnar áforma söfnun til þess að bjarga þessarri einni feg- urstu kirkju landsins. Enginn vildi hins vegar varðveita hin- ar bleiku höfuðstöðvar flugfélagsins Wow við Katrínartún og því var haf- ist handa við að rífa það, en í staðinn á að rísa þar átta hæða stórhýsi. Svo mikið hefur dregið úr umferð í hinum helgu véum Þingvalla, að sjálfvirkir teljarar þar eru farnir að senda frá sér viðvörunarmerki af tómri einsemd. Bölspár fjórðu iðn- byltingarinnar eru þegar teknar að rætast. Leit að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á fjallinu K2 í Pakistan bar engan árangur, en ekkert hefur til þeirra spurst síðan liðinn föstudag. Óttast er um afdrif þeirra.    Heimsfaraldurinn og félagsfirðin, sóttkvíarnar og latexhanskarnir hafa ekkert gert fyrir hjónavígsluiðnaðinn, þó Tindr-notkun hafi síður en svo dregist saman. Í fyrra voru þannig 656 færri hjónavígslur en í fyrra. Svo er bara að bíða eftir skilnaðartölunum eftir alla samveru kjarnafjölskyld- unnar. Netnotkun hefur aukist mikið í heimsfaraldrinum um heim allan. Hún er mest á Norðurlöndum og langmest á Íslandi. Hins vegar fjölg- aði netglæpum um þriðjung, sem er svipuð þróun og erlendis. Lögreglan telur þó að aukningin liggi að ein- hverju leyti í að fólk sé duglegra við að tilkynna slíkt misferli en áður. Bálskýli í Haukadalsskógi brann til kaldra kola, sem varla getur komið óskaplega á óvart. Engir skógar- eldar hlutust af. Hreindýraveiðileyfum mun talsvert fækka í ár, verða 1.220 talsins en voru 1.325 í fyrra. Viðbúið er að jólin verði því með öðru sniði hjá einhverjum. Samkvæmt vef TripAdvisor er Vatnajökulsþjóðgarður meðal áhugaverðustu þjóðgarða Evrópu. Jeppaferðir á hálendið hafa sjaldan ef nokkru sinni notið jafnmikilla vin- sælda. Tap Icelandair Group á liðnu ári nam 51 milljarði króna, sem þótti nokkuð vel sloppið. Stjórnendur félagsins segjast hóflega bjartsýnir um að rofa taki til á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Könnun sýndi að þrátt fyrir allt væru Íslendingar hamingjusöm þjóð. Þar sköruðu Vestmannaeyingar og Snæ- fellingar nokkuð fram úr öðrum lönd- um sínum. Þegar einnig var horft til búsetuskilyrða voru Vestmanna- eyingar og Eyfirðingar sáttastir við sinn hlut. Lýðræði í heiminum hefur látið und- an síga í heimsfaraldrinum í vel- flestum löndum heims, mismikið þó. Það má fyrst og fremst rekja til sótt- varnarráðstafana, sem lagt hafa margs konar hömlur á einstaklings- frelsi. Ísland var þar hins vegar í fremstu röð, í 2. sæti á eftir Noregi.    Viðræðum lyfjarisans Pfizer við full- trúa Íslands um mögulega hjarð- ónæmisrannsókn lauk með því að ekkert varð úr þeim fyrirætlunum. Sagt var að kórónuveiran væri ekki lengur nægilega útbreidd á Íslandi til þess að rannsóknin skilaði gagn- legum upplýsingum svo svaraði kostnaði. Mátti heyra spennufallið víða um land. Kári Stefánson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar rauf þögnina og sagði að hann teldi að fjölmiðla- umfjöllun kynni að hafa spillt fyrir málinu. „Það var talað of mikið um þetta og óvarlega, sem menn hefðu helst ekki átt að gera.“ Ný stjórnvöld í Bandaríkjunum virð- ast ætla að halda sömu stefnu og rík- isstjórn Donalds Trumps markaði gagnvart Norðurslóðum. Var til þess tekið að staðgengill sendiherra hefði verið sendur til Íslands þegar eftir stjórnarskiptin, nýr varnar- málaráðherra ámálgað viðræður við Norðurlönd og vonast eftir að Antony Blinken, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna, komi til Íslands í maí. Oddafélagið undirbýr nú byggingu Sæmundarstofu að Odda á Rangár- völlum, menningar- og fræðasetur til minningar um Sæmund fróða Sig- fússon.    Heildaratvinnuleysi á Suðurnesjum er nú komið í 26%, en meðal kvenna er það 29%. Atvinnuleysi á landinu öllu er nú um 12%. Ný hverfi, sem Reykjavíkurborg dritar niður umhverfis Reykjavíkur- flugvöll í von um að skipuleggja hann burt, valda ókyrrð á flugbrautum og skapa hættulegar aðstæður. Þegar spurst var fyrir um þessa ógn við flugöryggi í Borgarráði kannaðist enginn í Ráðhúsinu við neitt. Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir langvarandi fjársvelti standa í vegi fyrir eðlilegu viðhaldi friðlýstra kirkna landsins. Ríkisendurskoðun, sem er einmitt að gera úttekt á stærðarhagkvæmni ríkisstofnana, tilkynnti að til stæði að opna starfsstöð á Akureyri með 4-5 starfsmönnum, enda kosningar í nánd.    Tjónið vegna vatnsflaumsins í Há- skóla Íslands í liðnum mánuði er tal- ið rúmur milljarður króna, en mun að líkindum hækka frekar. Ekki er ljóst hver bætir það. Hagnaður viðskiptabankanna þriggja var samtals um 30 milljarðar króna í fyrra. Útibúum þeirra hefur ört fækkað, eru um 60 en voru 170 upp úr aldamótum. Nóg var að frétta af framboðs- málum í vikunni. Hæst bar sjálfsagt að hjá sjálfstæðismönnum í Norð- vesturkjördæmi stefnir í oddvitaslag milli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra og varafor- manns flokksins, og Haraldar Bene- diktssonar, núverandi oddvita flokksins í kjördæminu. Í Suður- kjördæmi greindi Unnur Brá Kon- ráðsdóttir frá því að hún hygðist ekki reyna að endurheimta þing- sæti sitt. Þar byrstu sumir sig við Pál Magnússon, minnugir þess að hann studdi klofningsframboð í síð- ustu bæjarstjórnarkosningum í Eyjum. Vandræði Samfylkingarinnar í Reykjavík héldu áfram þegar Jó- hanna Vigdís Guðmundsdóttir varaþingmaður sagði sig úr flokkn- um og lét af varaþingmennsku, af- ar ósátt við störf kjörnefndar, en hún mun hafa verið látin víkja fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, sem síðast var kjörin á þing fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt fram- boð. Hún hætti við að hætta við framboð í Reykjavík og reyna fyrir sér í Suðvesturkjördæmi þegar eft- irspurnin þar reyndist dræm. Það- an fréttist hins vegar að Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra, hefði gefið kost á sér á ný. Andrés Ingi Jónsson, sem kjörinn var á þing fyrir vinstri græn, gekk til liðs við Pírata og hyggst taka þátt í prófkjöri þeirra. Skýrsla um fæðuöryggi Íslendinga var lögð fram, en þar kom fram að staða þess væri vel bærileg, þó að ósekju mætti auka innlenda fram- leiðslu á grænmeti og gefa elds- neytisbirgðastöðu gaum, hún mætti ekki við miklu og truflað matarinnflutning. Hins vegar var þar í engu minnst á margra mán- aða þurrð á Lucky Charms í versl- unum og hefur Bónus gripið til þess örþrifaráðs að flytja inn sam- heitamorgunkorn. Brostnir draumar um bóluefni Auðir stólar og básar í Laugardalshöll, þar sem heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins kom upp aðstöðu til fjöldabólusetn- inga. Höllin verður nýtt til bólusetninga en í nokkru minni mæli en vonast var til og miklu, miklu lengur. Morgunblaðið/Eggert 7.2.-12.2. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.