Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Qupperneq 10
„Strákar eru oft stikkfrí, bæði heima og í skól- anum. Þeir þurfa síður að vaska upp, taka til í herberginu, sinna fjáröflunum, bera ábyrgð. Stelpurnar eru frekar tilbúnar í þetta, hugsan- lega vegna þess að þær eru þroskaðri á þessum árum. Stráka virðist vanta hlutverk, hugs- anlega heima við og í skólanum. Getur verið að þeir séu bara hunsaðir, fái að vera í friði í sínum eigin heimi, oft tölvuheimi því á meðan þeir eru þar eru þeir engum til vandræða? Stelpur þroskast fyrr en strákar og kannski hafa þeir minnimáttarkennd gagnvart stelpunum, ekki síst þegar komið er í framhaldsskóla. Sjálfs- mynd sumra er brotin og þeir ,,njóta sín“ fyrir framan tölvuna klukkutímum saman, eða dög- um saman! Þar fá þeir að vera í friði þrátt fyrir tuð foreldranna annað slagið. Rannsóknir sýna að þeir sem ná ekki tökum á lestri ná ekki tök- um á stafrænum lestri og hvað þá lífinu.“ Lykilorðið í heilbrigðum samskiptum, innan og utan veggja skólans og heimilisins, er traust, að áliti Þorgríms. Traust milli foreldra og barna, kennara og nemenda, þjálfara og iðk- enda, vina og bekkjarfélaga. „Hvernig byggjum við upp traust í skólakerfinu, þannig að nem- endum líði eins og þeim sem sé treyst? Eflaust á margvíslegan hátt eins og dæmin sanna.“ Hann segir að öll samskipti ættu að endur- spegla jafnrétti, virðingu og væntumþykju. Ef breyta þurfi einhverju í skólakerfinu ættu þeir, sem hafa verið á vettvangi áratugum saman, að vera best til þess fallnir að koma með tillögur; skólafólkið. „Aðalnámskrá býður upp á ákveð- inn sveigjanleika en það þarf hugrekki og nennu til að fara út fyrir kassann sem námið hefur verið í áratugum saman. Og ekki síst þurfa kennarar þá að stíga út úr þæginda- hringnum og nálgast viðfangsefnið á nýjan máta. Mér hefur þótt áhugavert að horfa upp á samþættingu námsgreina í nokkrum skólum, þar sem kennarar vinna saman af metnaði, hug- vitssemi og væntumþykju. Göngutúr í nátt- úrunni getur heyrt undir íþróttir, náttúrufræði, lestur, landafræði og stærðfræði.“ Flókin setningafræði Þorgrímur verður alltaf fyrir vonbrigðum, ekki síst fyrir hönd nemenda, þegar hann sér í kennslustofum að enn er verið að kenna flókna setningafræði; miðmynd, germynd, þolmynd, frumlag, andlag, umsögn. „Skiptir máli fyrir nemendur að þeir viti hvort þeir eru að tala í viðtengingarhætti þátíðar? Orðaforðinn, „réttu“ bækurnar og skapandi skrif hljóta að skipta meira máli en það að geta greint tungumálið fræðilega niður í smæstu einingar. Við verðum að bregðast við áhugaleysi nemenda fyrir móð- urmálinu, skerpa á því sem skiptir mestu máli.“ Árið 1903 kom út merkileg bók, að dómi Þor- gríms, Lýðmenntun, eftir Guðmund Finn- bogason, heimspeking og fræðimann. Hann fékk styrk frá ríkisstjórninni til að kynna sér kennsluhætti á Norðurlöndum og sagði: „Ef kennarinn hefur ekkert annað við tímann að gera er svo sem í lagi að hann tali aðeins um setningafræði.“ Og hann rökstuddi sitt mál: „Skyldi engan undra þótt sumir nemendur verði fráhverfir okkar ástkæra, ylhýra máli úr því þeir þurfa að reyna að læra flókna setn- ingafræði. Það eru næstum 120 ár síðan þetta hefði átt að vera afgreitt! Lesum meira, bætum orðaforðann til að skilja og geta tjáð okkur. Lesskilningur er málið,“ segir Þorgrímur. Hann veit ekki til þess að nokkur knatt- spyrnumaður geti sagt til um það hversu mark- ið er stórt, boltinn þungur eða vítateigurinn margir fermetrar. Hann geti verið frábær í fót- bolta þrátt fyrir að geta ekki gert fræðileg skil á umgjörðinni. „Ég, höfundur fjölda bóka, get ekki sagt ykkur hvað í þessum texta er ger- mynd, miðmynd eða andlag og það hefur aldrei háð mér.“ Kannski er setningafræðin 2% af vanda- málinu, ályktar Þorgrímur. Kannski eru rang- ar bækur 3% af vandamálinu, kannski er áhugalaus kennari 10% af vandamálinu. Kannski erum við foreldrar 20% af vanda- málinu. Kannski er agaleysi í samfélaginu 10% af vandamálinu. Kannski er aukin símanotkun 5% af vandamálinu. Kannski er þekking- arskortur okkar gagnvart börnum fyrstu 1.000 dagana 20% af vandamálinu. Kannski er það 10% af vandamálinu að aðeins 17,9% kennara í grunnskólum eru karlkyns. Kannski er skortur á list- og verknámi 10% af vandamálinu og leti nemenda 10%. Unga ferska fólkið storkar „Við getum ekki bent á eitthvert eitt tiltekið at- riði sem orsakavald þess að sumir drengir virð- ast eiga við vanda að glíma í skólakerfinu. Sam- félagið er í stöðugri þróun og unga, ferska fólkið storkar okkur með nýjum hugmyndum. Við verðum að leggja við hlustir. Ég upplifi það á hverjum einasta degi að unga fólkið þyrstir í fróðleik, leiðbeiningar, hvatningu og að þeim sé sýndur sannur áhugi.“ Kona sem vinnur náið með ungum karl- mönnum tjáði Þorgrími að í dag væru mun fleiri drengir „í hjartanu“ og tilfinningaríkari en áð- ur. Hún bætti við að þá skorti vettvang til að tjá tilfinningar sínar og gefa ímyndunaraflinu laus- an tauminn og að það væri ekki reiknað með að þeir gerðu það. Liðlega 15% af grunnskólum á Íslandi eru símalausir og Þorgrímur segir annað og vina- vænna andrúmsloft í þeim skólum þar sem nemendur eru ekki með „lífið í lúkunum“ öllum stundum. „Það kæmi mér ekki á óvart þótt allir grunnskólar yrðu síma- lausir innan örfárra ára, ef skólastjórnendur kynna sér hvaða áhrif það getur haft. Börn og ungmenni þurfa á aðstoð að halda hvað þetta varðar.“ Hann hefur töluverða reynslu af því að kenna skapandi skrif í svokallaðri ritsmiðju, einkum meðal nemenda í 5.-7. bekk. Um fræðslu er að ræða, hvað þarf að hafa í huga til að búa til söguþráð og skapa persónur en ekki síst kveikja áhuga á lestri bóka, til þess að nemendur bæti orðaforðann og vilji lesa fleiri bækur. „Við höf- undar barna- og ungmennabóka erum al- gjörlega vannýttir í skólakerfinu og gætum gert heilmikið gagn, kannski 5%, ef áhugi og fjár- magn væri fyrir hendi. Við þurfum öll að hjálp- ast að, kveikja neistann, til að rétta skútuna við.“ Allir hafa gaman af því að leika sér og Þor- grímur veltir fyrir sér hvort leikinn skorti í skólum landsins. Tökum við kennsluna of alvar- lega, af því við viljum svo vel? Er það góð hug- mynd að 1. og 2. bekkur í grunnskóla líkist leik- skólastarfi, að allt námsefnið fari fram í hálfgerðu leikjaformi? „Eflaust er hægt að „kenna“ núvitund, traust, samkennd, heilbrigt samtal, smíði, hann- yrðir, skapandi iðju, íþróttir, jafnvel vingjarnleg glímubrögð í leikjaformi. Á hverju hafa nem- endur virkilega áhuga og hvað skiptir þau mestu máli í grunnskóla? Kennarar hljóta að hafa lesið í áhugasvið nemenda undanfarna ára- tugi og þeim á að treysta fyrir nýjum tillögum.“ Læsi alltaf lykilatriði Læsi er og verður alltaf lykilatriði, það er óum- deilt, að sögn Þorgríms. Ef við náum ekki tök- um á lestri siglum við fljótt í strand og sjálfs- myndin molnar, eins og dæmin sanna. „Öll börn hafa einhverja sögu að segja og ef þau finna fyr- ir trausti opna þau sig tilfinningalega. Það hlýt- ur að vera mikilvægara að krakkar ljúki námi í 10. bekk með sterka sjálfsmynd, hugrekki og frumkvæði að leiðarljósi heldur en troðfullan haus af óþarfa staðreyndum. Ég hefði frekar vilja ljúka grunnskóla með sterka tilfinninga- greind og leiðtogahæfileika en þá vitneskju að apalhraun er óslétt og úfið! Eða var það hellu- hraun?“ Það skólafólk sem Þorgrímur þekkir vel og treystir fullyrðir að kennarinn skipti mestu máli, ekki námsefnið; kennari sem sýnir nem- endum áhuga, umhyggju, traust og virðingu. Frábær kennari geti gert óspennandi námsefni áhugavert, að sama skapi geti útbrunninn kenn- ari slökkt áhuga nemenda. „Engir tveir nemendur eru eins og þar sem 11% nemenda í grunnskólum eru með erlent móðurmál segir það sig sjálft að vandinn er mun meiri nú en fyrir tveimur, þremur áratug- um. Sumir þurfa á sér- kennslu að halda, ekki síst til að ná tökum á tungumál- inu. Í nokkrum skólum hef ég rekist á ,,lestrarömmur“ sem mæta í skólann þegar þess er óskað og hjálpa nemendum eingöngu með að ná tökum á íslenskunni.“ Dagleg kröftug hreyfing skiptir sköpum hvað varðar vellíðan, að dómi Þorgríms. Í aðalnámskrá er heimild fyrir fimm íþróttatímum í viku. Honum vitandi nýtir eng- inn skóli sér þá heimild. „Reynslumikill íþrótta- kennari vill fækka „vottorðum“ í leikfimi með því að sinna þeim nemendum sem þurfa mest á hreyfingu að halda, krökkunum sem æfa ekki íþróttir. Hann vill að afrekskrakkar í íþróttum hiti upp í leikfimi og teygi síðan á meðan hann sinnir hinum sem eiga erfitt með að máta sig við þá sem skara fram úr.“ Heilsa barna í hættu Árið 2019 sendi WHO frá sér alvarlega frétta- tilkynningu: „Heilsa milljóna barna og unglinga víðs vegar um heiminn er í hættu vegna þess að þau hreyfa sig ekki nóg. Of miklar kyrrsetur hafa áhrif á þroska heilans, ekki síður en lík- amsburði, samkvæmt viðamikilli könnun sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin kynnti í dag. Könn- unin náði til skólapilta og stúlkna á aldrinum ell- efu til sautján ára í 146 löndum á árunum 2001 til 2016. Hún leiðir í ljós að fjögur af hverjum fimm fá ekki næga daglega hreyfingu. Ástandið er verra meðal stúlkna en pilta í öllum nema fjórum löndum sem könnunin náði til. Með ónógri hreyfingu stofna börnin og unglingarnir heilsu sinni í hættu, jafnt til skamms sem langs tíma. Mælt er með því að þau hreyfi sig rösk- lega í eina klukkustund á dag. Með því styrki þau hjarta og lungu, vöðva og bein, bæti and- lega og líkamlega líðan og haldi líkamsþyngd- inni í skefjum. Rannsóknin leiðir í ljós að hreyf- ingarleysi barna og unglinga stafar almennt ekki af leti, heldur vanrækja hinir fullorðnu að hvetja þau til að hreyfa sig meira. Sú staðreynd á við hvar sem er í heiminum, meðal ríkra þjóða jafnt sem fátækra.“ Þorgrímur segir liggja í augum uppi að það þurfi sértækar og róttækar aðgerðir til að snúa þessari óheillaþróun við, auka snemmtæka íhlutun, fyrsta stigs forvarnir og þjálfun. Reynslan sýni að það hafi nánast aldrei verið til fjármagn hjá hinu opinbera í fyrsta stigs for- varnir en þegar Covid-19 brast á voru til tugir milljarða. „Ég ætla ekki að gera lítið úr því hvernig brugðist var við kórónuveirunni en fyrsta stigs forvarnir og snemmtæk íhlutun er hundraða milljarða virði. Heil kynslóð er í húfi! Og sálarheill foreldra og kennara.“ Hættum að sjúkdómsvæða Hann segir okkur þurfa að sinna börnum með sérþarfir undir eins og hætta að sjúkdómavæða samfélagið með því að reyna að leysa vanlíðan með pillunotkun. Lífsstílstengdir sjúkdómar séu 80% af kostnaði „heilbrigðis“-kerfisins. Dagleg kröftug hreyfing, holl næring, góður svefn og félagsleg virkni sé lykill að vellíðan. „Eins og sakir standa eigum við Evrópumet í því að reyna að slá á kvíða barna með pillum. Það er eðlilegt að kvíða fyrir því að skipta um skóla, fara í próf, spila mikilvæga leiki, fara í nýjar aðstæður. Við verðum að takast á við það í stað þess að hopa og loka okkur af.“ Þótt við foreldrar séum helstu áhrifavaldar í lífi barna okkar og berum þar af leiðandi mesta ábyrgð þurfa yfirvöld, að mati Þorgríms, að for- gangsraða upp á nýtt og temja sér að ljúka þeim málum sem lagt er af stað með. Yfirvöld þurfi að skapa traust í þeirra garð. „Fyrir fimmtán árum fór ég fyrir fagráði níu „sérfræðinga“ sem skiluðu skýrslunni Léttara líf – tillögur að fjölþættum aðgerðum til að efla lýðheilsu á Íslandi með hollara mataræði og aukinni hreyfingu. Við lögðum sál okkar í verk- efnið, í tæp tvö ár, í sjálfboðavinnu, fyrir forsæt- isráðuneytið, og leituðum ráða hjá yfir fimmtíu öðrum sérfræðingum og stofnunum sem lögðu lóð sitt á vogarskálarnar með góðum tillögum. Ári eftir að við skiluðum skýrslunni óskaði ég eftir fundi með forsætisráðherra og spurði hvað hefði orðið um skýrsluna. Þá spurði hann: „Haf- ið þið lokið störfum?“ Skýrslan hefur verið í skúffunni síðan.“ Nokkrum árum seinna setti heilbrigðis- ráðherra svipaða vinnu af stað sem strandaði á stjórnarslitum, uppgjöf, eins og Þorgrímur kall- ar það. Litlu síðar skipaði annar forsætisráð- herra Ráðherranefnd um bætt heilbrigði þjóð- arinnar undir forystu Ingu Dóru Sigfúsdóttur sem stóð sig frábærlega, að dómi Þorgríms. „Sú nefnd fór í vaskinn vegna pólitískra deilna en það lá ljóst fyrir í upphafi að ekkert fjármagn yrði sett í aðgerðir! Kallast það sýndarmennska þegar hugur fylgir ekki máli?“ Aðgerðaleysi stjórnvalda Þorgrími hefur oft misboðið aðgerðaleysi stjórnvalda í forvarnamálum þannig að hann sendi ráðherra skilaboð fyrir nokkrum árum og óskaði eftir því að fá að vera ráðgjafi rík- isstjórnarinnar í forvarnamálum. „Ég sagðist ekki þurfa neina aðstöðu og að enginn þyrfti að vita að ég væri að hjálpa til. Ég fékk aldrei svar.“ Árið 2011 fór Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fyrir starfshópi á vegum Skóla- og frístunda- sviðs Reykjavíkurborgar, „um námsárangur drengja“ því það hallaði undan fæti hjá þeim. Starfshópurinn skilaði 10 tillögum til úrbóta en það eina sem gerðist í kjölfarið var; „sérstakur starfshópur um líðan stúlkna!“ „Ef við ætlum að standa okkur vel í því að ala upp heilbrigðar og bjartar kynslóðir, kostar það skýra sýn, framkvæmdavilja og fjármagn. Og foringja! Verði vandað til verka með frumkvæði og hugrekki að leiðarljósi mun það spara okkur hundruð milljarða þegar fram líða stundir, og sálarheill landsmanna. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi í heiminum hvað varðar fyrsta flokks forvarnarstarf, andlegt og líkamlegt heil- brigði og vel ígrundaðar kennsluaðferðir.“ Morgunblaðið/Ómar ’Sú nefnd fór í vaskinnvegna pólitískra deilnaen það lá ljóst fyrir í upp-hafi að ekkert fjármagn yrði sett í aðgerðir! Kallast það sýndarmennska þegar hugur fylgir ekki máli? Drengir þurfa mikla hreyfingu og Þorgrímur segir brýnt að virkja þá út frá áhugamálum þeirra. ÚTTEKT 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2021 Fjórða og síðasta greinin um þrengingar íslenskra drengja í skólakerfinu mun birtast í blaðinu um næstu helgi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.