Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2021, Side 13
geðshræringunni sem minningin um þessa erf-
iðu stund kallar óhjákvæmilega fram.
Óskari var þegar í stað vísað til Jakobs Jó-
hannssonar, krabbameinslæknis og yfirlæknis
geislameðferðar krabbameina á Landspít-
alanum, upp á frekari meðferð. „Hann tjáði
mér að við yrðum að vinna hratt, mættum eng-
an tíma missa. Jakob lagði strax til bæði
geisla- og lyfjameðferð. Þetta var á föstudegi
og hann vildi fá mig til sín strax á mánudegi.
Nú yrði ég að sníða mér stakk eftir vexti,
hætta að keyra bíl og hætta að borða sykur,
svo eitthvað sé nefnt. Ég reyndi að veiða upp
úr Jakobi hvað ég ætti langan tíma eftir og
hann svaraði því til að það væri einstaklings-
bundið en þetta liti ekki vel út.“
Myndi gera allt
Höggið var að vonum þungt fyrir börnin sem
fóru strax að gúgla þessa gerð krabbameins og
komust þá að því að fólk lifir að meðaltali í sex-
tán til átján mánuði eftir greiningu. Ekki voru
þær upplýsingar til þess fallnar að draga úr
áfallinu.
„Ég sannfærði börnin strax um það að ég
myndi gera allt sem í mínu valdi stæði til að
lengja þennan tíma eins og ég mögulega gæti.
Ég myndi taka út sykur, minnka rauða kjötið,
hreyfa mig eins og mikið og ég gæti og svo
framvegis. Ég tók á þessari stundu ákvörðun:
Ég ætla ekki að verða veikur og mun standa
uppi eins lengi og heilsan mögulega leyfir!“
Sykurinn fór út með viðhöfn. Frændi og vin-
ur Óskars, Sigurður Eyþór Valgarðsson og
eiginkona hans, Guðrún Ösp Sævarsdóttir,
mættu með Köku ársins í lok febrúar og Óskar
naut hennar til hins ýtrasta. Síðan ekki söguna
meir. „Ég lagði Nóakroppið á hilluna.“
Nokkrum dögum eftir uppskurðinn hófust
búferlaflutningar en skömmu áður en Óskar
veiktist hafði fjölskyldan fest kaup á íbúðinni í
Grafarvoginum. „Ég var auðvitað ekki til stór-
ræðanna í þessum flutningum en tók þeim
samt sem áður fagnandi. Þeir gerðu mér kleift
að dreifa huganum. Ég var mjög orkulítill
fyrst eftir aðgerðina og í hálfgerðu móki fyrsta
mánuðinn. Guffi sonur okkar safnaði saman
her manna og ég held að aldrei í Íslandssög-
unni hafi verið flutt jafn hratt og örugglega
milli staða. Þetta var skipulagt eins og hern-
aðaraðgerð. Guffi á mikið lof skilið.“
Óskar hefur haldið sig við sömu rútínuna á
nýja staðnum. Hann stillir vekjaraklukkuna
alltaf á 7.30, fer í World Class, gufuna og heitu
pottana og hittir fólk, eins og aðstæður í sam-
félaginu á tímum heimsfaraldurs leyfa. Þá læt-
ur hann sér ekki detta í hug að kveikja á sjón-
varpinu fyrr en eftir kvöldmat. „Hvað gerir
maður gjarnan þegar maður er veikur og vor-
kennir sér? Skríður upp í sófa undir teppi og
kveikir á sjónvarpinu. Ég gat ekki hugsað mér
það. Byrjaði í staðinn að mæta í ræktina um
leið og það var hægt síðasta vor og gera mínar
æfingar. Úthaldið og krafturinn er ekki sá
sami, núna eru lóðin sem ég lyfti 5 kíló í stað 20
áður og ég þreytist mjög fljótt. En það er
sama, ég ætla ekki að gefast upp og skipta um
rútínu. Það er ekkert auðvelt að æfa meðan
maður er í geisla- og lyfjameðferð en ég lét
mig hafa það. Eftir æfingar er ég miklu ein-
beittari og á auðveldara með að neita mér um
þá hluti sem mig langar í en get ekki leyft mér
vegna veikindanna. Fólk hefur líka verið mjög
hvetjandi; þannig kom Bjössi í World Class
[Björn Leifsson] til mín um leið og hann frétti
af veikindunum og sagði að það væri búið að
klippa kortið mitt og ég þyrfti ekki að greiða í
World Class meðan ég stæði í þessum slag.
Eins hafa frábæru æfingafélagarnir mínir sótt
mig og keyrt mig heim eftir æfingar.“
Bakland í AA-samtökunum
Fleiri hafa stutt dyggilega við bakið á honum.
„Fyrir þrjátíu árum þurfti ég að viðurkenna
vanmátt minn gagnvart áfengi og fara í með-
ferð. Þar kynntist ég hinu gríðarlega öfluga
starfi AA-samtakanna og bý að þeim góða fé-
lagsskap nú. AA-félagarnir gripu mig strax og
hafa verið duglegir að keyra mig á fundi svo
ekki sé minnst á öll símtölin. Kjartan vinur
minn Andrésson AA-félagi leysti Maríu oft af
með keyrsluna í geislameðferðina. AA-
samtökin hafa mótað mig mikið sem mann-
eskju og þar á ég bakland út lífið. Fari maður
villur vega kippa AA-samtökin í mann. Sömu
sögu má segja af félögum mínum í Frímúr-
arareglunni. Það eru allir boðnir og búnir að
létta mér lífið. Í því felst rosalegur styrkur.“
Þess má geta að Óskar þurfti að fresta
áfengismeðferðinni í nokkra daga á sínum
tíma – af pólitískum ástæðum. Harður slagur
stóð þá yfir um formannssætið í Sjálfstæðis-
flokknum á landsfundi flokksins og Óskar gat
ekki hugsað sér annað en að leggja sitt af
mörkum og kjósa sinn mann, Davíð Oddsson.
„Hvert atkvæði skipti máli.“ Hann kláraði því
landsfundinn á sunnudegi, drakk eina kampa-
vínsflösku um kvöldið til að fagna kjöri Davíðs
og var svo mættur í meðferð á Vogi að morgni
mánudags. Og hefur ekki neytt áfengis síðan.
„Ég var að verða 24 ára á þessum tíma, þannig
að þetta var stuttur drykkjuferill en stífur. Ég
sé ekki eftir að hafa sett tappann í flöskuna.“
Samhliða krabbameinsmeðferðinni á Land-
spítalanum, sem Jakob Jóhannsson hefur
stýrt, hefur Óskar verið hjá Sigurði Böðv-
arssyni, krabbameinslækni og yfirlækni
göngudeildar á sjúkrahússviði Heilbrigðis-
stofnunar Suðurlands. „Ég treysti Jakobi í
einu og öllu og er mjög þakklátur fyrir hans
aðkomu að mínum veikindum en mér var bent
á Sigurð, sem starfaði lengi í Bandaríkjunum,
og ákvað að setja mig í samband við hann.
Hann féllst á að koma að mínum málum sem
var mjög ánægjulegt. Mér þykir mikilvægt að
hafa fleiri en eina rödd í kringum mig. Ég
meina, hér er um lífið sjálft að tefla.“
Manneskja en ekki sjúklingur
Hann hefur einnig sótt ómetanlegan stuðning
til Ljóssins. „Ég fór þangað fyrst í maí og það
opnaðist heill heimur fyrir mér. Maður finnur
um leið að þetta hús á Langholtsveginum er al-
gjört kraftaverkahús. Það er hrein unun að
koma í Ljósið. Ég er á sex vikna karlanám-
skeiði þar núna og það er svo gott að finna að
Óskar Finnsson og María Hjaltadóttir
ásamt börnum sínum þremur, Guðfinni,
Klöru og Finni, tengdadótturinni Sigrúnu
Eggertsdóttur og barnabörnunum, Maríu
Sól og Arabellu Sól Guðfinnsdætrum. Og
ekki má gleyma varðhundinum Lion.
Morgunblaðið/Eggert
’ Ég var alveg að drepast þeg-ar við komum heim; fór úrúlpunni og lagðist beint í sófann.Þegar hér er komið sögu gat ég
varla hreyft mig. Það var eins og
ég væri með hníf í höfðinu.
Þrátt fyrir veikindin hefur Óskar haldið áfram að mæta reglulega í ræktina í World Class enda
segir hann hreyfingu og mataræði skipta sköpum í baráttunni sem hann stendur í. Baráttu lífsins.
Morgunblaðið/Eggert
14.2. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13