Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2021 AVANA model 2570 L 224 cm Leður ct. 15 Verð 479.000,- L 244 cm Leður ct. 15 Verð 499.000,- DUCA model 2959 L 215 cm Leður ct. 10 Verð 529.000,- L 241 cm Leður ct. 10 Verð 549.000,- ESTRO model 3042 L 164cm Leður ct. 10 Verð 339.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla MENTORE model 3052 L 162 cm Leður ct. 10 Verð 419.000,- L 201 cm Leður ct. 10 Verð 469.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 ETOILE model 2623 L 200 cm Leður ct. 25 Verð 529.000,- L 230 cm Leður ct. 25 Verð 569.000,- Miðillinn The Rocker Diaries dustaði í vikunni rykið af for- vitnilegum náunga, fyrsta söngvara hins goðsagnakennda rokk- bands AC/DC. Öll þekkjum við Bon Scott og Brian Johnson en á undan þeim starfaði með Young-bræðrum söngvari að nafni Dave Evans. Hann var í bandinu frá nóvember 1973 til sept- ember 1974 og náði aðeins að syngja inn á eina smáskífu áður en Scott tók við hljóðnemanum. Evans talar fallega um AC/DC í viðtalinu og kveðst aldrei hafa óttast að það legði upp laupana þegar Scott lést með sviplegum hætti árið 1980. Hann hafði að vísu aldrei heyrt Brians Johnsons getið en á móti komi að söngvarinn hafi aldrei verið aðalmálið í AC/DC. Evans hafði á hinn bóginn meiri áhyggjur af framtíð bandsins þegar Malcolm Young gítarleikari féll frá 2017 enda hafi hann verið potturinn og pannan frá upphafi. Ekki hefur komið til tals að Evans gengi aftur til liðs við AC/DC, hvorki þegar Scott dó né þegar Johnson þurfti að draga sig tímabundið í hlé vegna heyrnarskerðingar. Brian Johnson, Malcolm og Angus Young í ham á tónleikum. AFP Fyrsti söngvari AC/DC Dave Evans er stoltur af sínum mönnum í AC/DC þótt gamanið hafi verið stutt hjá honum sjálfum. Ljósmynd/Sandra K Dave Evans, fyrsti söngvari AC/DC, seg- ir Malcolm Young eiga mest í bandinu. Baráttan gegn sígarettureyk- ingum er ekki ný af nálinni, þannig lagði Velvakandi í Morg- unblaðinu sitt af mörkum fyrir réttum sex áratugum, 21. febr- úar 1961. „Víða um lönd er nú hafin geysivíðtæk herferð gegn reyk- ingum og eru þess dæmi, að læknar, krabbameinsfélög og bindindisfélög hafi tekið hönd- um saman um áróðursherferð „gegn sígarettum og krabba- meini“. Enginn vafi þykir lengur leika á því, að reykingar eigi drjúgan þátt í síhækkandi dánartölu af völdum krabba- meins. Þorri reykingarmanna skellir skollaeyrum við öllum aðvörunum og reykir pakka á dag eins og áður,“ stóð í Velvak- anda. „Þó hef ég frétt um allmarga, sem lagt hafa frá sér sígarett- una, bæði vegna krabbameins- hættunnar og eins vegna þess, hve dýrt er að reykja. Hjón, sem reyktu hvort um sig pakka á dag hættu fyrir skemmstu, og lögðu „sígarettupeningana“ í sjóð reglulega á hverjum degi. Á dögunum keyptu þau sér nýtt sófasett í stofuna fyrir „sígar- ettusjóðinn“.“ GAMLA FRÉTTIN Sófi fyrir sígarettur Heilbrigðisyfirvöld hafa lengi haft horn í síðu sígarettunnar. Kim-, Luckies- og HB-sígarettur eru líklega ekki algengar á markaði í dag. Kannski 1961? ÞRÍFARAR VIKUNNAR Slash tónlistarmaður Sigríður Klingenberg spákona Elín Edda Árnadóttir búningahönnuður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.