Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Blaðsíða 29
spjarað sig býsna vel síðan, komst til
dæmis á „Big Four“-túr með Metal-
lica, Slayer og Megadeth um áratug
síðar. Dan Spitz gítarleikari var
genginn úr skaftinu á þessum tíma
en hann er eini maðurinn, sem ég
veit um, sem hætt hefur í þunga-
rokki til að gerast úrsmiður. Dag-
satt! Sem er auðvitað næsti bær við,
úr málmi í málm og gler. Þið skiljið.
Blúsaður málmur
Eins og Anthrax nýtti miltis-
brandsbylgjuna vel sér til fram-
dráttar væri synd að segja að annað
bandarískt málmband af sömu kyn-
slóð, Tesla, hafi náð að stinga í sam-
band en samnefndur rafbílafram-
leiðandi hefur sem kunnugt er farið
með himinskautum á umliðnum ár-
um og misserum. Hversu oft heyr-
um við orðið „Tesla“ í viku hverri?
Og hversu margir tengja það við
málmband? Réttið vinsamlegast upp
hönd ef þið hafið yfir höfuð heyrt
þess getið! Það er sem ég hélt. Hafi
menn einhvern tíma klikkað á raf-
stuði, þá á það við hér!
En jú. Til er gamalgróið málm-
band sem heitir Tesla. Á heimasíðu
bandsins kemur fram að það sé
gjarnan skilgreint sem þunga-
málmband en blúsmálmur eigi þó
mun betur við. Sérstaklega er mönn-
um í mun að skilja sig frá glysbylgj-
unni, sem tröllreið rokkheimum á ní-
unda áratugnum. „Textar bandsins
eru einnig á skjön við vinsæl þemu í
þungamálmi, einkum við upphaf fer-
ilsins á níunda áratugnum. Annað
sem greindi Tesla frá samtíma-
mönnum sínum var klæðnaðurinn,
ermabolir og gallabuxur, sem var í
hróplegu ósamræmi við glysbönd
þess tíma, sem voru auðþekkt á
miklu hárinu, leðurbuxunum og
áberandi farða,“ segir þar orðrétt.
Bara til að afstýra misskilningi.
Fram kemur að Tesla hafi verið
sett á laggirnar í Sacramento í Kali-
forníu árið 1985. Þess vegna sætir
tíðindum að stofnendurnir, Brian
Wheat, bassaleikari með meiru, og
Frank Hannon gítarleikari eru á
öðrum stað sagðir hafa verið í band-
inu frá 1981. Skýringin er sú að
Tesla hét upphaflega City Kidd en
það ágæta nafn þótti aldrei hæfa
hljómnum nægilega vel. Þess vegna
stakk einhver úr umboðsteyminu
upp á Tesla eftir hinum merka serb-
nesk/bandaríska uppfinningamanni
og verkfræðingi Nikola Tesla. Það
var slegið á staðnum enda á ferðinni
maður sem liðsmenn Mötley Crüe,
Slaughter og Ratt gætu ekki mögu-
lega hafa heyrt getið.
Söngvarinn Jeff Keith, trymbill-
inn Troy Luccketta og gítarleikar-
inn Tommy Skeoch bættust í hópinn
1984 og þannig skipuð var Tesla
reiðubúin að herja á heimsbyggðina.
Fyrsta breiðskífan, Mechanical
Resonance, kom út hjá Geffen
Records 1986 og féll í býsna frjóa
jörð. Þar var að finna smelli á borð
við Modern Day Cowboy og Little
Suzi. The Great Radio Controversy
kom 1989 og gekk enn betur; ball-
aðan Love Song komst inn á topp-10
á bandaríska lagalistanum og
Heaven’s Trail (No Way Out) og The
Way It Is nutu einnig lýðhylli. Þriðja
breiðskífan, Psychotic Supper, kom
út 1991 og gekk einnig prýðilega.
Þar má finna lög eins og What You
Give, Stir It Up og Song & Emotion,
tregafullan minningaróð til vinar
þeirra Steve Clark, gítarleikara Def
Leppard, sem þá var nýlátinn úr
áfengissýki. Tesla hitaði upp fyrir
Leppard á hinum fræga Hysteria-
túr. Þar segir meðal annars:
Then he starts to play.
Suddenly the pain slowly fades
away.
Tattered, torn and frayed,
There’s a place within his heart
He’d always saved for song and
emotion.
Know he’s got to his dyin’ day,
Song and emotion.
Þegar Bust a Nut kom út 1994 var
rokklandslagið breytt og Tesla dott-
in úr tísku. Það fundu menn og
leystu bandið upp tveimur árum síð-
ar. Eins og svo oft fór þá félaga þó
að klæja í fingurna á ný og Tesla
kom aftur saman aldamótaárið 2000
og hefur starfað óslitið síðan. Skeoch
hætti vegna óreglu 2006 og Dave
Rude leysti hann af hólmi. Hinir
fjórir eru enn á sínum stað. Tesla
hefur sent frá sér fjórar breiðskífur
frá aldamótum, þá síðustu 2019,
Shock. Hún þykir blúsuð og þrungin
eftirsjá. Ef til vill eftir rafstuði sem
aldrei varð?
Jeff Keith á tónleikum
með Tesla 2004. Það
er nýjasta myndin
sem til er af honum á
AFP. Segir sína sögu.
AFP
21.2. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Hristum
þetta af
okkur
L augarnar í Rey k javí k
w w w. i t r. i s
2m
Höldumbilinu og sýnum
hvert öðru tillitssemi
REYNSLA „Þetta var yndislegt
hlutverk; sú sem ég leik er sterk,
viðkvæm, fyndin og hefur áhrif á
fólk … allt sem konur eru og allt
sem mig hefur langað til að leggja
af mörkum á hvíta tjaldinu. Ég hef
alltaf reynt að leika konur með
sterkan persónuleika á ferli mín-
um,“ segir ítalska stórleikkonan
Sophia Loren í samtali við breska
blaðið Independent. Eftir langt hlé
er hún aftur í aðalhlutverki í kvik-
mynd, The Life Ahead, sem sonur
hennar Edoardo Ponti leikstýrir.
Allt sem konur eru
Sophia Loren er orðin 86 ára.
AFP
BÓKSALA 10.-16. FEBRÚAR
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Augu Rigels Roy Jacobsen
2 Nornaveiðar Max Seeck
3 Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson
4 Álabókin Patrik Svenson
5 Aprílsólarkuldi Elísabet Jökulsdóttir
6 Málsvörn Jóns Ásgeirs Einar Kárason
7 Karamazov-bræðurnir Fjodor Dostojevskí
8 Stol Björn Halldórsson
9 Fuglabjargið Birnir Jón/Hallveig
10 Vertu úlfur Héðinn Unnsteinsson
1 Fuglabjargið Birnir Jón/Hallveig
2
Harry Potter og fanginn
frá Azkaban
J.K. Rowling
3 Sombína og Draugurinn
4 Syngdu með Láru og Ljónsa Birgitta Haukdal
5 Litla stafabókin Valgerður Bachmann
6 Múmínálfarnir – stóra flipabókin
7 Svefnfiðrildin Erla Björnsdóttir
8
Orri óstöðvandi – bókin
hennar Möggu Messi
Bjarni Fritzson
9 Þín eigin undirdjúp Ævar Þór Benediktsson
10 Hundmann – taumlaus Dav Pilkey
Allar bækur
Barnabækur
Meðfram námsbókunum hef ég
gaman af því að lesa skáldskap
og þá oft bækur
sem gerast á fram-
andi slóðum og á
öðrum tíma. Í
fyrra las ég til
dæmis bókina
Sæluvímu eftir
bandaríska rithöf-
undinn Lily King.
Sæluvíma segir frá þremur
mannfræðingum, hjónunum Nell
og Fen, og Andrew sem þau
komast í kynni við þegar þau
starfa öll þrjú við mannfræði-
rannsóknir á ættbálkum sem
búa við ána Sepik í Nýju-Gíneu.
Úr verður ástarþríhyrningur
með spennandi atburðarás. Bók-
in byggist á atburðum úr ævi
bandaríska mannfræðingsins
Margaret Mead en er ekki að
fullu sannsöguleg.
Önnur skemmtileg bók sem
ég las í fyrra var Hundakæti en
það er útgáfa Þorsteins Vil-
hjálmssonar á
dagbókum Ólafs
Davíðssonar frá
árunum 1881-
1884. Ólafur skrif-
aði stærstan hluta
dagbókanna þeg-
ar hann var nemi
í Mennta-
skólanum í Reykjavík og þær
veita skemmtilega innsýn inn í
daglegt líf menntaskólanema á
þessum tíma. Af dagbókunum
að dæma virðist ein helsta
dægrastytting ungs fólks hafa
verið stöðugir göngutúrar og
lestur á raunsæistímaritum.
Þegar Ólafur skrifar um nám
sitt í skólanum, t.d. í grísku og
latínu, er það helst til að sýna
hversu fljótt (í klukkustundum)
hann hafi náð að lesa hina og
þessa kviðu Hómers. Þorsteinn
vekur sérstaklega athygli á þeim
stöðum sem voru áður ritskoð-
aðir í fyrri útgáfu af dagbók-
unum en Ólafur
lýsir einnig tilfinn-
ingum sínum gagn-
vart yngri skóla-
bróður.
Sem nemi í forn-
fræði verð ég svo
að sjálfsögðu að
nefna The Secret
History eftir Donnu Tartt sem
varð metsölubók þegar hún kom
út í Bandaríkjunum árið 1992.
Bókin hefur verið í uppáhaldi hjá
mér síðan ég las hana fyrst fyrir
nokkrum árum en í henni segir
frá Richard Papen sem hefur
nám í Hampden College á Nýja-
Englandi. Þar
kemst hann í klíku
fimm forn-
fræðinema við há-
skólann. Sagan
hefst á morði eins
þeirra og lesandi
sér atburðina sem
leiða til morðsins
eftir því sem líður á bókina.
Að lokum er Snerting eftir
Ólaf Jóhann Ólafsson sú bók
sem ég las seinast. Hana hafa ef-
laust margir lesið nýlega en ég
mæli hiklaust með henni fyrir þá
sem hafa ekki gert það þar sem
hún er grípandi og vel úr garði
gerð.
SÓLVEIG HRÖNN ER AÐ LESA
Bækur sem gerast á framandi
slóðum og á öðrum tíma
Sólveig Hrönn
Hilmarsdóttir
er BA-nemi í
latínu og grísku
við Háskóla
Íslands.