Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Blaðsíða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.2. 2021 Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS Maður af albönskum upp-runa var skotinn til banaúti á götu í Rauðagerði aðfaranótt sunnudags og bar atvika- lýsing með sér öll einkenni aftöku. Var um það rætt að þar hefði átt sér stað uppgjör í undirheimum, tengt fíkniefnaverslun. Fyrir utan mjög nauma fréttatilkynningu gat lögreglan ekkert um það sagt. Fjárfestingasjóður á vegum Gold- man Sachs samdi um kaup á meiri- hluta hlutafjár í Advania og hefur verið hætt við skráningu félagsins á hlutabréfamarkað í Svíþjóð. Adv- ania er upplýsingatæknifyrirtæki, reist á grunni Einars J. Skúlasonar (EJS) og Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar (SkÝRR). Aðilar vinnumarkaðarins eru á einu máli um að ákvæði um fjarvinnu verði að finna í næstu kjarasamn- ingum, en flestir búast við því að hún verði áfram snar þáttur í starf- semi margra vinnustaða eftir að heimsfaraldrinum linnir. Flutningur á krabbameinsskimun frá Krabbameinsfélaginu til hins opinbera hefur seinkað skimun verulega, búið til biðlista og ógreind sýni hrannast upp. Engum að óvör- um nema Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Tvær Boeing MAX-þotur Iceland- air komu til landsins úr geymslu á Spáni, en þær hafa verið endur- bættar nokkuð eftir að hafa verið kyrrsettar fyrir um einu og hálfu ári. Gert er ráð fyrir að þær verði aftur teknar í notkun með vorinu, en svo á eftir að koma í ljós hvort fólk vill ferðast með þeim. Ferðaþjónustan er með markaðs- herferð erlendis, sem á að höfða sérstaklega til bólusetts fólks, eink- um þá í Bretlandi, þar sem fjórð- ungur þjóðarinnar hefur þegar ver- ið bólusettur og vonast er til að þorri landsmanna verði bólusettur áður en apríl er allur. Krapaflóð lokuðu vegum á Austur- landi og rýma þurfti hús á Seyðis- firði vegna snjóflóðahættu.    Rannsókn morðsins í Rauðagerði hélt áfram og enn gat lögreglan ekkert um það sagt. Á félagsmiðlum fóru hins vegar alls kyns hviksögur á kreik, myndum af ætluðu fórnar- lambi, ætluðum morðingja og jafn- vel morðvopninu var þar dreift, en lögregla gat ekkert sagt. Veitingahúsaeigendur voru lögregl- unni gramir af öðrum ástæðum, en þeir segja lögreglu mistúlka sótt- varnareglur að geðþótta og fara fram með hótunum við veitinga- húsaeigendur, sem séu í ákaflega þröngri stöðu fyrir. Nýjustu vonir Svandísar Svavars- dóttur heilbrigðisráðherra standa til þess að 190.000 manns verði bólusettir fyrir lok júní, sem kynnt var sem mikill áfangasigur. Ekki eru nema tvær vikur síðan ráðherra fullvissaði Alþingi um að þá yrði bú- ið að bólusetja þorra þjóðarinnar. Landssamband smábátasjómanna lýsti yfir vanþóknun á drónaeftirliti Fiskistofu, þar sem með því sé ekki jafnræði um landhelgisbrot milli smábáta og stærri skipa fjarri landi. Landsvirkjun og Rio Tinto náðu samkomulagi í deilu sinni, sem á að tryggja að rekstur álversins í Straumsvík haldi áfram enn um sinn. Í því felst m.a. að fyrirtækið dragi kvörtun sína til Samkeppnis- eftirlitsins til baka. Ekki fylgdi sög- unni hvort neytendur vörpuðu önd- inni léttar. Vel gekk á rjómauppistöðulón og smjerfjöll þjóðarinnar á bolludag.    Íslenskur athafnamaður á hinum leynda lyfjamarkaði var úrskurð- aður í gæsluvarðhald vegna Rauðagerðismálsins. Lögregla sagðist ekkert geta sagt. Í opinbera lyfjageiranum hafa hins vegar borist fleiri tilkynn- ingar til Lyfjastofnunar um lyfja- skort á dögum kórónuveirunnar en áður. Á hinn bóginn hefur ekki skort lífsnauðsynleg lyf. Fasteignasalar hafa vart undan við að sýna og selja fasteignir þessa dagana, sem beri bæði vott um húsnæðiskreppu og hitt að vextir séu orðnir svo lágir í bönk- um, að sparifé sé betur varðveitt og ávaxtað í steinsteypu og báru- járni. Sveitarfélög gera ráð fyrir mun verri afkomu á þessu ári en í fyrra og að um 22 milljarða króna halli verði á rekstri þeirra í ár. Þar er hins vegar víða gert ráð fyrir því að spýta í byssuna til mótvægis við kórónukreppuna, svo ráðgerðar eru langtímalán- tökur á rúmum 60 milljörðum. Öskudagur var víðast með öðru sniði en vanalega, en börnin náðu samt að syngja sér inn fyrir got- teríi víðast hvar, þótt það gerðist að miklu leyti innan veggja skóla. Vetrarfrí í skólum og ágæt veð- urspá urðu til þess að allt seldist upp í námunda við skíðasvæði fyrir norðan og margir lögðu land undir dekk. Þjóðkirkjan er orðin nokkurs konar launhelgi, enda messur fyrir bí og umsækjendur um prestaköll njóta nafnleyndar. Eru þannig allar for- sendur til þess – dragist plágan á langinn – að prestar geti þjónað söfnuðum án þess að sóknarbörnin viti vel hverjir þeir eru. Fréttablaðið sagði forsíðufrétt af verkalýðsleiðtoganum Ragnari Þór Ingólfssyni, þar sem aðallega virt- ust uppi áhöld um hvort hann veiddi lax á stöng eða í net. Í Norðausturkjördæmi bar Óli Halldórsson sigurorð af þingflokks- formanninum Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur í forvali Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Sprengidagur fór vel fram um land allt með miklu áti á feitu keti og kolvetnasúpu. Sem sigldi í kjölfar bolludags og fór fyrir nammidegi. Þrátt fyrir þá kjötkveðjuhátíð sást ekki á salatbarnum í Hagkaup að ásókn í föstumat hefði aukist að ráði.    Rannsókn Rauðagerðismálsins hélt áfram og voru fleiri hnepptir í gæsluvarðhald vegna þess. Lög- regla sagðist ekkert geta sagt um hana. Hins vegar fannst tölvupóstur frá lögreglunni þar sem það var játað að gestir vínveitingahúsa mættu víst klára úr glösum sínum allt fram til klukkan ellefu á kvöldin, en Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlög- regluþjónn telur það rangan skiln- ing hjá sínum mönnum. Hinar drekkandi stéttir verði að hvolfa í sig síðasta glasinu klukkan 21.59. Rannsóknarverkefni hjartadeildar Landspítalans og SidekickHealth á fjareftirliti með hjartasjúklingum, þar sem snjalltækni er notuð, gefur góða raun, en það hefur sennilega nú þegar afstýrt einu dauðsfalli.    Enn var haldið áfram við að rann- saka Rauðagerðismálið af miklum móð, verður að gera ráð fyrir, en lögregla kvaðst ekkert geta sagt um málið. Í alþjóðlegri könnun kemur fram að Ísland þyki með öruggustu lönd- um í Evrópu hvað glæpi áhrærir. Íslendingar hafa tekið við sér í kaupum á bitcoin en mánaðarlega nema þau hundruðum milljóna króna og fara hækkandi. Fram kom í fréttum að Þorsteini Má Baldvinssyni væri svefnsamt þrátt fyrir dagskrá Ríkissjónvarps- ins. Bætist hann þá í hóp tugþús- unda sem er svefnsamt vegna dag- skrár Ríkissjónvarpsins. Heilbrigðisyfirvöld gáfu ávæning um að eitthvað myndi mjatlast inn af bóluefni til landsins á komandi vikum. Íslendingar eru í fremstu röð Evr- ópuþjóða hvað varðar heim- ilissorp. Að magni, frekar en gæð- um. Hæstiréttur staðfesti dóm yfir sjá- anda. Óljóst er af hverju hann áfrýjaði dómnum. Flugvirkjar voru mjög óhressir með gerðardóm í kjaradeilu sinni við Landhelgisgæsluna. Gerð- ardómur komst að því að flug- virkjar væru ekki of góðir til þess að kaupa sitt eigið kampavín á al- mennu farrými á ferðum sínum fyrir gæsluna á milli landa. Lögreglan gat ekkert sagt Gríðarleg gæsla vopnaðra lögregluþjóna var við bakdyr Héraðsdóms Reykjavíkur þegar fjallað var um gæsluvarðhalds- beiðnir í Rauðagerðismálinu, en alls höfðu níu manns verið handteknir vegna þess, flestir af erlendu bergi brotnir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 14.2.-19.2. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.