Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.2. 2021
KNATTSPYRNA
FASTEIGNIR
Fasteignablað
Morgunblaðsins
Efnistökin er t.d þessi:
• Hvernig er fasteigna-
markaðurinn að
þróast?
• Viðtöl við fólk sem
elskar að flytja.
• Hvernig gerir þú
heimili tilbúið fyrir
fasteignamyndatöku?
• Viðtöl við
fasteignasala.
• Innlit á heillandi
heimili.
• Góðar hugmyndir
fyrir lítil rými.
Pöntun auglýsinga:
Sigrún Sigurðardóttir
569 1378
sigruns@mbl.is
Bylgja Sigþórsdóttir
569 1148
bylgja@mbl.is
KEMUR ÚT
26.
feb
Þegar Hollendingurinn AndriesJonker var ráðinn yfirmaðurunglingaakademíunnar hjá
Arsenal árið 2014 voru skilaboðin
skýr: „Við viljum að helmingur meist-
araflokksliðsins okkar samanstandi
af uppöldum leikmönnum!“ Menn
voru ekki í vafa um að hann væri rétti
maðurinn í verkið en Jonker hafði áð-
ur starfað fyrir hollenska knatt-
spyrnusambandið, nokkur félög í
heimalandinu, Wolfsburg og Bayern
München í Þýskalandi og Barcelona á
Spáni, þar sem hann var aðstoð-
arknattspyrnustjóri frá 2002-03.
Sumsé maður með skýra sýn og
reynslu.
Jonker einhenti sér í verkefnið; að
styrkja akademíuna í Hale End, efla
njósnanetið og bæta þjálfunina með
það að markmiði að fjölga leik-
mönnum sem ættu erindi í aðallið
Arsenal. „Ivan Gazidis, þáverandi
framkvæmdastjóri félagsins, út-
skýrði fyrir mér að við gætum ekki
keppt fjárhagslega við félög á borð
við Chelsea og Manchester City og
þess vegna yrðum við að laga okkur
að þessu líkani. Ala sjálfir upp fleiri
leikmenn í hæsta gæðaflokki.“
Jonker rifjar upp að guðfaðir al-
sparksins (h. totaalvoetbal), Rinus
heitinn Michels, fyrrverandi þjálfari
Ajax, Barcelona og hollenska lands-
liðsins, hafi sagt sér að í hópi hundrað
ungra leikmanna væru að jafnaði
tveir frábærir; fimmtán góðir og aðrir
fimmtán sem gætu orðið atvinnu-
menn í íþróttinni ef allt félli með
þeim. Auðvelt var að heimfæra þetta
á akademíuna hjá Arsenal þegar Jon-
kers kom til starfa.
Iwobi kom á óvart
Leikmennirnir sem honum þótti bera
af voru Reiss Nelson og Marcus
McGuane, báðir fæddir 1999. Sá fyrr-
nefndi hefur verið viðloðandi aðallið
Arsenal síðustu árin en ekki fest sig í
sessi. McGuane gekk hins vegar til
liðs við Barcelona árið 2018 (fyrsti
Englendingurinn á eftir Gary Line-
ker) en var seldur til Nottingham
Forest í fyrra. Hann er nú í láni hjá
Oxford United í C-deildinni.
Ekki er alltaf auðvelt að sjá hverjir
komi til með að ná í gegn. Jonker
bjóst til dæmis alls ekki við því að
Alex Iwobi yrði fyrsti unglingurinn til
að brjótast inn í aðallið Arsenal á
hans vakt. „Þegar ég kom var hann
ekki 100% heill. Hann lék með hnéhlíf
og var aðeins of þungur. Ég spurðist
fyrir um hann og fékk þau svör að
hann væri bara að spila vegna
meiðsla annarra og væri líklega á för-
um frá félaginu. En Arsène Wenger
vantaði aukamenn á æfingu, Iwobi
stóð sig vel og var boðið að koma aft-
ur. Hann náði líka fullri heilsu og los-
aði sig við hnéhlífina. Mikið var um
meiðsli hjá aðalliðinu á þessum tíma
og að því kom að Iwobi fékk tækifær-
ið. Og nýtti það og leit aldrei um öxl.
Frábært hjá honum,“ segir Jonker
sem lét hengja treyju með nafni
Iwobis upp á vegg í Hale End – öðr-
um til innblásturs. Iwobi, sem er níg-
erískur landsliðsmaður, var seldur til
Everton haustið 2019 fyrir 34 millj-
ónir sterlingspunda.
Ainsley Maitland-Niles kom fast á
hæla Iwobis en báðir höfðu þeir kom-
ið kornungir til Arsenal, Iwobi átta
ára og Maitland-Niles sex ára. Mait-
land-Niles hefur leikið yfir 100 leiki
fyrir Arsenal og fimm landsleiki fyrir
England. Hann er nú í láni hjá WBA í
úrsvalsdeildinni.
Þetta er þeirra heimur
Síðan opnuðust allar flóðgáttir; Joe
Willock, Eddie Nketiah, Emile Smith
Rowe, Bukayo Saka og Folarin Ba-
logun hafa allir sett mark sitt á aðallið
Arsenal á síðustu tveimur til þremur
árum. „Þeir hafa allir alist upp í Hale
End og unna félaginu. Þetta er þeirra
heimur og þeir vilja hvergi leika
knattspyrnu nema hjá Arsenal. Í því
eru fólgnir miklir möguleikar fyrir fé-
lagið enda hafa allir þessir piltar get-
una til að hjálpa Arsenal að ná ár-
angri í nálægri framtíð. Auðvitað veit
enginn hvar þeir verða eftir fimm ár
en það er eigi að síður undravert að
svona margir leikmenn hafi skilað sér
á svona stuttum tíma upp úr ung-
lingaliðinu. Þetta er mögnuð kyn-
slóð.“
Að sögn Jonkers hefur hver þess-
ara pilta sinn karakter og gefa þarf
sumum meiri tíma en öðrum. Hann
nefnir Joe Willock sem dæmi. „Hann
var í U16-liðinu þegar ég kom og ég
sá strax að hann hafði hæfileika. Á
móti komu agavandamál. Ekkert
stórvægilegt, eins og að mæta of seint
á fund og ef eitthvað kom upp á virtist
Joe alltaf eiga aðild að málum. Þess
vegna færði ég hann upp í U18-liðið;
hélt hann myndi breytast innan um
eldri stráka en það gerðist ekki. Að
því kom að aðrir í starfsliðinu sögðu
að við ættum klárlega að láta hann
fara. Ég þráaðist hins vegar við og fór
að taka hann á séræfingar, stundum
með þrekþjálfara. Við æfðum á und-
arlegustu tímum sólarhringsins og
Joe virtist hafa gaman af þessu; tjáði
mér að séræfingarnar hefðu gert sig
betri. Eftir þetta komst hann á beinu
brautina og hefur bætt sig mikið eftir
að ég fór. Í ljósi þess sem ég hef lýst
þá gerir það mig mjög stoltan.“
Willock hefur leikið 78 leiki fyrir
Arsenal í öllum keppnum en var lán-
aður til Newcastle United í úrvals-
deildinni um daginn.
Rauf netmöskvana
Bukayo Saka vakti snemma athygli
Jonkers. „Hann var stór og sterkur
vinstri-vængmaður sem hljóp án fyr-
irhafnar fram hjá öllum og rauf net-
möskvana með skotum sínum. Við
spurðum okkur hvort hann hefði bara
þessa yfirburði vegna stærðar sinnar
eða hvort hann væri í raun og veru
góður leikmaður. Freddie Ljungberg
færði hann í stöðu vinstri-bakvarðar
og hann hefur staðið sig reglulega vel
þar. Allir eru stoltir af honum.“
Saka, sem er enn bara nítján ára,
hefur slegið rækilega í gegn hjá Ars-
enal síðustu tvö tímabilin; átti flestar
stoðsendingar allra leikmanna að-
alliðsins á liðinni leiktíð þegar hann
lék mest sem vinstri-bakvörður. Það
er til marks um fjölhæfnina að hann
hefur aðallega leikið á hægri vængn-
um á þessari leiktíð. Þá lék hann sína
fyrstu landsleiki fyrir England síð-
asta haust.
Jonker er heldur ekki hissa á vel-
gengni Emile Smith Rowe sem komið
hefur eins og stormsveipur inn í lið
Arsenal á þessu tímabili. „Hann hefur
verið hjá félaginu frá unga aldri og
veit upp á hár hvernig hann á að
leika; í grundvallaraatriðum er eng-
inn munur á hans hlutverki, hvort
sem hann er að spila með unglingalið-
unum eða aðalliðinu.“
Vinnusemi og rétt viðhorf
Eddie Nketiah er ekki sama nátt-
úrubarnið, að dómi Jonkers, en við-
horfið sé hans helsta vopn. „Það var
ekki sjálfgefið að við héldum honum á
sínum tíma en létum hann njóta vaf-
ans. Og hann hefur bætt sig jafnt og
þétt enda ótrúlega vinnusamur. Ég
hef alltaf hvatt Eddie til að hafa trú á
sér og vinna vel. Ég er mjög stoltur af
hans vegferð,“ segir Jonker en Nke-
tiah er markahæsti leikmaðurinn í
sögu U21-árs liðs Englands, hefur
skorað 16 mörk í 14 landsleikjum.
Gamla metið átti maður að nafni Alan
Shearer.
Andries Jonker hætti hjá Arsenal
árið 2017 til að taka við liði Wolfsburg
í Búndeslígunni. Hann þjálfar nú SC
Telstar í heimalandi sínu.
„Þetta er mögnuð kynslóð“
Hollenski þjálfarinn
Andries Jonker fékk á
sínum tíma það hlut-
verk að efla ung-
lingaakemíuna hjá Ars-
enal og skila fleiri
leikmönnum upp í að-
allið félagsins. Það hef-
ur svo sannarlega tekist.
Í samtali við Sunnu-
dagsblaðið segir hann
frá þessari vegferð og
kynnum sínum af Alex
Iwobi, Bukayo Saka, Joe
Willock og fleirum.
Arthur Renard info@arthurrenard.nl
AFP
Andries Jonker var yfir akademíunni
hjá Arsenal árin 2014-17.
AFP
Bukayo Saka og Emile Smith Rowe hafa náð vel
saman hjá Arsenal að undanförnu enda búnir
að leika knattspyrnu saman frá unga aldri.