Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Side 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2021
Góð þjónusta í tæpa öld
10%afslátturfyrir 67 ára
og eldri
Það hýrnaði yfir landsmönnumá sunnudaginn var þegarfréttist af því að Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir hefði
sent Svandísi Svavarsdóttur heil-
brigðisráðherra drög að tillögum
um tilslakanir á sóttvarnareglum,
enda kórónuveirusmit orðin harla
fátíð.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, kynnti að
hann sæktist eftir 1. sæti á lista
flokksins fyrir komandi alþing-
iskosningar, en þar situr Páll
Magnússon þingmaður fyrir. Ekki
þurfti lengi að bíða eftir því að Guð-
rún Hafsteinsdóttir, atvinnurek-
andi í Hveragerði, greindi einnig frá
áhuga sínum á því að vera þar í
efsta sæti. Sá oddvitaslagur getur
hæglega valdið nettum Suðurlands-
skjálfta í stjórnmálum.
Enn og aftur fannst mygla í Foss-
vogsskóla, en skólinn og borgaryfir-
völd sættu mikilli gagnrýni fyrir að
halda þeim upplýsingum frá nem-
endum og foreldrum þeirra. Ekki
hefur tekist að fá fram hvað borgar-
stjóra þyki þolanlegt hlutfall veikra
barna vegna heilsuspillandi hús-
næðis á hans vegum, en borgin hef-
ur helst stungið upp á þeirri lausn
að börn sæki aðra skóla ef þau eru
viðkvæm fyrir myglunni.
Fram kom að drengjum í Hjalla-
stefnunni hefði gengið vel í lestri,
en víðast hvar annars staðar í skóla-
kerfinu hefur mjög á þá hallað að
því leyti, sem hefur víðtæk og lang-
vinn áhrif á alla skólagöngu þeirra.
Stjórnvöld telja enn að bólusetn-
ing muni ganga framar vonum á Ís-
landi er fram í sækir og að þorri
þjóðarinnar verði bólusettur gegn
kórónuveirunni fyrir júlí. Tölur þar
að lútandi voru þó nokkuð á reiki,
einkum í ljósi þess að þær áætlanir
ganga ekki upp nema hingað berist
mikið af bóluefni, sem enn hefur
ekki verið prófað til fullnustu eða
fengið markaðsleyfi.
Þrátt fyrir samdóma álit almanna-
róms kom á daginn að þjóðin drakk
minna áfengi í faraldrinum en
endranær. Fram kom að áhættu-
drykkja hefði minnkað töluvert og
sömuleiðis hefði almennt dregið úr
ölvun.
Traustsmæling hjá Gallup leiddi í
ljós að traust almennings til Seðla-
bankans hefur aukist hröðum
skrefum frá því að dr. Ásgeir Jóns-
son varð seðlabankastjóri. Hitt var
jafnvel óvæntara, að traust til Al-
þingis hefur aukist talsvert síðustu
tvö ár.
Mannauðssvið Reykjavíkur upp-
lýsti að hjá Reykjavíkurborg og
dótturfyrirtækjum hennar störf-
uðu 11.965 manns í lok liðins árs.
Það eru 17% starfandi fólks í borg-
inni allri, sjötti hver vinnandi mað-
ur í Reykjavík. Gárungarnir segja
ekkert að marka þetta, rétt svar
við spurningunni hve margir vinni
hjá borginni sé helmingurinn.
Rannsókn Rauðagerðismálsins
hélt áfram, þó lögregla vildi að
venju lítið tjá sig um hana. Þó kom
fram að hald hefði verið lagt á ein-
hver sönnunargögn málsins, misgóð
að vísu, og allir grunaðir þegar í
haldi.
Rannsóknarskýrsla um verslun í
dreifbýlinu leiddi í ljós heldur bág-
borna stöðu hennar, sem rekja megi
til smæðar verslananna, hás flutn-
ingskostnaðar og samkeppni við
lágvöruverðsverslanir. Samantekið
má segja að þær séu fastar í víta-
hring, viðskiptavinir of fáir til þess
að gera megi hagstæð innkaup og
verðið því of hátt til þess að margir
versli þar.
Undirbúningur er þegar hafinn við
helstu útihátíðir sumarsins og eru
þær skipulagðar af nokkurri bjart-
sýni um að kórónuveirunni verði
haldið í skefjum, en þó með nokkr-
um fyrirvörum. Eftirspurn er sjálf-
sagt nokkur enda var þeim öllum af-
lýst í fyrra.
Landbúnaðurinn leið talsvert fyrir
dræmari afurðasölu í fyrra þegar
ferðamennirnir hættu að koma til
landsins. Alls kyns útirækt gekk þó
vonum framar og fimmfaldaðist
þannig rauðkálsuppskeran, svo
70% jólarauðkálsins á borðum lands-
manna voru innlend.
Vinna við hinn nýja Landspítala
hefur gengið vel á þessum milda
vetri og kappsamlega unnið við upp-
steypuna. Til stendur að bjóða út
verk í tengslum við bygginguna fyrir
11 milljarða króna á þessu ári.
Talsvert var slakað á sóttvarna-
reglum, þó áferðarbetra þyki að
eyjarskeggjar hylji áfram andlit sín
og haldi sig í hæfilegri fjarlægð hver
frá öðrum. Sem getur svo sem líka
átt vel við þó enginn sé heimsfarald-
urinn. Almennar fjöldatakmarkanir
urðu 50 manns í stað 20, en í versl-
unum, kirkju og söfnum mega vera
200. Aftur má fara á völlinn, en
áhorfendur mega þó ekki vera fleiri
en 200, sem dugar flestum klúbbum.
Stóru fréttirnar voru þó þær að vin-
sælasti veitingastaður landsins var
opnaður á ný og hungursneyð af-
stýrt þegar fólk gat aftur graðgað í
sig kjötbollur og plokkara í IKEA.
Íslensk stjórnvöld taka við svo-
nefndum bólusetningarvegabréf-
um í Leifsstöð, sem auðveldar
ferðafólki mjög að koma til landsins.
Ekki þó mörgum því aðeins er tekið
við slíkum pappírum frá Evrópu þar
sem bólusetning er á afturfótunum.
Helstu ferðamannaþjóðum á Íslandi,
Bretum og Bandaríkjamönnum, sem
hefur orðið mjög ágengt við bólu-
setningu, er hins vegar úthýst af því
að ólíkt heilbrigðisráðuneytinu eru
þeir ekki í Evrópusambandinu.
Reykjavíkurborg kynnti áform um
ný 20.000 manna blokkahverfi á
Ártúnshöfða og í Vogunum. Þau
eiga að vera ákjósanleg fyrir bíllaus-
an lífsstíl og miðast við fólk sem fer
lítið úr sófanum.
Formaður og varaformaður um-
hverfis- og samgöngunefndar Al-
þingis, sem koma úr stjórn og
stjórnarandstöðu, voru sammála um
að bjóða ætti út alþjónustu póstsins,
sem Íslandspóstur sér um nú.
Öryggistilfinninguna sem hríslaðist
niður bakið á landsmönnum á
þriðjudag má rekja til þess að til
landsins komu fjórar norskar her-
þotur sem munu verja lofthelgi Ís-
lands næstu fimm vikur.
Jarðskjálftahrina reið yfir á mið-
vikudag og hélt áfram næstu daga á
eftir. Skjálftarnir áttu upptök sín á
Reykjanesskaga, þriðjung leiðar
milli Grindavíkur og Reykjavíkur.
Engan sakaði og sáralítið var um
skemmdir. Mesta áfallið hlaut nemi í
Fjölbraut í Breiðholti, en haft var
eftir honum í fréttum að í stærsta
skjálftanum hefði „kaffið næstum
sullast“.
Héraðsdómur vísaði frá máli nokk-
urra manna, sem rekið var með að-
stoð verkalýðsfélagsins Eflingar.
Þeir höfðu unnið í nokkra daga fyr-
ir Eldum rétt, en Efling hafði upp
stór orð um aðbúnað þeirra og
þrælahald, sem dómurinn taldi
tilhæfulaus og lét mennina borga
fjórar milljónir í málskostnað fyrir
tímaeyðsluna.
Jafnréttisrannsókn á vegum Al-
þjóðabankans leiddi í ljós að Ísland
er í fremstu röð í jafnrétti
kynjanna. Það var eitt níu landa
með fullt hús stiga.
Heiðar Guðjónsson, forstjóri
Sýnar, hélt því fram í viðtali að
með því að innleiða nýja og
breytta verðskrá hefði Ríkis-
útvarpið lækkað auglýsingaverð
um 20%. Ríkisútvarpið mótmælti
því hástöfum og sagði þetta al-
rangt. Við athugun sérfræðings
kom í ljós að Heiðar var alltof var-
færinn í lýsingum á samkeppn-
isklækjum RÚV. Verðlækkunin
nam 27-29%.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra skar upp herör
gegn skipulagðri glæpastarfsemi
og kynnti margvíslegar ráðstafanir
í því skyni, sem sumar væru þegar
komnar rekspöl en aðrar væntan-
legar á næstunni með verulega
auknum fjárútlátum.
Jarðaskjálftahrinan á Reykjanes-
skaga tók að fjara út en þó voru
enn að koma stöku eftirskjálftar
yfir 4 stigum á Richter-kvarða, en
allir undir 1 á kaffisullskvarða.
Ungmennum án atvinnu hefur
fjölgað mjög, en 17% 16-24 ára á
vinnumarkaði voru atvinnulaus í
janúar. Það hlutfall hefur ekki ver-
ið hærra síðan árið 2012.
Tryggvi Gunnarsson, umboðs-
maður Alþingis, sagði starfi sínu
lausu frá 1. maí, baráttudegi verka-
lýðsins.
Ein af afleiðingum heimsfaraldurs-
ins á Íslandi er sú að fimmtungs-
aukning hefur orðið í hljóðfæra-
sölu. Að sögn starfsmanna
hljóðfæraverslana er mikið um það
á fólk á miðjum aldri eða ofar kjósi
að nota tækifærið til þess að láta
gamla drauma rætast. Engum sög-
um fer af draumförum annarra
heimilismanna eða nágranna.
Skjálftar
stórir og smáir
Jarðvísindamenn frá Veðurstofu mældu brennisteinsútblástur og hitastig jarðar við Krýsuvík eftir að skjálftahrina hófst á
miðvikudag. En það var líka talsverð skjálftavirkni í pólitíkinni og víðar í þjóðlífinu í vikunni sem leið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
21.2.-26.2.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is