Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Blaðsíða 8
VIÐTAL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2021
Í
vonbrigðunum strax eftir grátlegt tap
gegn Ungverjum í umspili um laust sæti
á EM í nóvember síðastliðnum komst
Kári Árnason svo að orði í samtali við
fréttamenn að honum þætti ólíklegt að
hann ætti eftir að leika fleiri landsleiki fyrir Ís-
lands hönd. Þeir eru orðnir 86. Hann væri að
sönnu orðinn 38 ára og léki með félagsliði á Ís-
landi, þannig að líkurnar væru ekki endilega
með honum. Þar sem við sitjum afslappaðir
saman í stofunni heima hjá honum í Garða-
bænum rúmum þremur mánuðum síðar er að-
eins annað hljóð komið í strokkinn.
„Ég er svo sem ekki að gera mér neinar vonir
þegar nýr landsliðsjálfari tilkynnir sinn fyrsta
hóp í næsta mánuði og er á þægilegum stað
gagnvart liðinu og mínum tilfinningum. Ef
landsliðsferli mínum er lokið þá er honum bara
lokið og ég mun alls ekki móðgast þótt ég verði
ekki valinn. Á móti kemur að lítið hefur breyst
hjá mér á þessum þremur mánuðum. Ég er í
svipuðu standi núna og í nóvember þegar
ástæða þótti til að velja mig. Þetta lið hefur gef-
ið mér margt og ég vonandi gefið því eitthvað
líka. Ég hef eignast marga vini fyrir lífstíð á
þessari löngu vegferð og myndi aldrei segja nei
við landsliðið,“ segir hann.
Ekki í fótbolta til að gefa „fimmur“
Yrði hann valinn myndi Kári heldur ekki gera
kröfu um sæti í byrjunarliðinu. „Það á enginn
neitt í landsliðinu og þegar Erik Hamrén tók
við á sínum tíma var ég í raun kominn í þá stöðu
að vera hópleikmaður. Erik sagði mér beint út
að ég yrði ekki í byrjunarliðinu í fyrsta leik en
hann vildi eigi að síður hafa mig með í hópnum.
Síðan þróaðist það bara þannig að ég byrjaði
flesta leiki undir hans stjórn. Ég hef aldrei verið
í fótbolta til að vera bara á svæðinu og gefa
„fimmur“ en séu aðrir valdir á undan mér í liðið
stendur ekki á mér að styðja við bakið á þeim.
Það breytir þó ekki því að ég myndi áfram
reyna að standa mig og stefna á að spila. Það fer
enginn í fótbolta til að sitja á bekknum.“
– Hefurðu gert nýja þjálfarateyminu grein
fyrir þessari afstöðu?
„Nei. Ég hef rekist á þá eftir að þeir voru
ráðnir en ekki rætt þetta mál.“
Kára líst vel á nýja teymið, Arnar Þór Við-
arsson landsliðsþjálfara, Eið Smára Guðjohn-
sen aðstoðarmann hans og Lars Lagerbäck,
sérlegan ráðgjafa þeirra. „Þetta er flottur hóp-
ur. Arnar og Eiður eru ungir, bara fjórum árum
eldri en ég. Ég þekki þá ekki sem þjálfara en
þeir voru báðir frábærir leikmenn – Eiður sá
besti í Íslandssögunni – og hafa því heilmargt
fram að færa. Þeir virka mjög faglegir og ég er
bjartsýnn á þeirra samstarf. Þeir eru líka mjög
heppnir að fá Lars til liðs við sig; hann kemur
inn með mikla þekkingu og væri ég að taka við
liðinu hefði ég ekkert á móti því að hafa Lars
með mér.“
Hann er bjartsýnn á gengi liðsins á komandi
misserum og árum. Það hafi enn þá alla burði til
að skila sér inn á stórmót. „Við vorum óheppnir
með meiðsli í síðustu undankeppni; Jói [Jóhann
Berg Guðmundsson] og Alfreð [Finnbogason]
voru mikið frá, að ekki sé talað um Kolla [Kol-
bein Sigþórsson] en þetta eru allt markaskor-
arar. Gylfi [Þór Sigurðsson] tók það hlutverk
nær alfarið á sínar herðar en við þurfum að fá
framlag frá fleiri mönnum. Við skoruðum held-
ur ekki eins mikið úr föstum leikatriðum og við
erum vanir. Haldist þessir menn heilir í und-
ankeppni HM stöndum við strax betur að vígi.
Ég hef líka væntingar til þess að yngri menn
láti meira að sér kveða; strákar eins og Hólm-
bert [Friðjónsson] sem er sterkur og getur
skorað mörk og Jón Dagur [Þorsteinsson] sem
minnir um margt á Jóa og gæti leyst hann af.
Það er miklu betra að láta strákana koma smám
saman inn, einn og einn í einu, heldur en að
henda þeim öllum inn á sama tíma. Þannig
verða þeir betur í stakk búnir að axla meiri
ábyrgð þegar eldri menn heltast úr lestinni. Það
ætti líka að vera efniviður í U21-árs landsliðinu,
sem er að fara á stórmót, og Arnar og Eiður
gjörþekkja þá stráka eftir að hafa þjálfað þá og
vita hverjir eru tilbúnir í aðalliðið og hverjir
ekki.“
Þegar við höfum fengið nasaþefinn af stór-
mótum segir Kári brýnt að hamra járnið meðan
það er heitt; hlúa vel að umgjörðinni og gefa
engan afslátt. „Það er algjört lykilatriði að
halda áfram að byggja ofan á það góða starf
sem átt hefur sér stað á vettvangi landsliðsins
og knattspyrnusambandsins í heild.“
Það má heldur ekki gleyma grasrótinni og
grunnvinnunni. „Það hefur margt breyst í ís-
lenskri knattspyrnu á síðustu tveimur áratug-
um; það fer ekki fram hjá manni þegar maður
kemur aftur heim eftir langa dvöl í útlöndum.
Tæknilega standa íslenskir leikmenn mun bet-
ur að vígi en fyrir tuttugu árum en á móti kem-
ur að gleymst hefur að leggja meiri rækt við
taktísku hliðina. Það þurfum við að einhenda
okkur í núna. Þá er ég að tala um það sem Bret-
ar kalla „game manage-
ment“, leikstjórn, ef vill.
Þar getum við gert mun
betur. Eðli málsins sam-
kvæmt stendur varn-
arleikurinn mér næst og
þá er ég ekki að tala um
einstaklinga heldur
heildina. Lið verða að
geta varist betur sem
heild og við þurfum fleiri alhliða leikmenn. Ég
sé þetta vel hjá Víkingi. Strákarnir sem koma
upp í meistaraflokk hafa gjarnan verið bestir í
sínum árgangi og verið hampað fyrir það sem
þeir gera vel – meðan annað hefur setið á hak-
anum. Það er mjög skrýtið að þurfa að kenna
þessum strákum undirstöðuatriðin sem þeir
ættu auðvitað að vera löngu búnir að læra og
vera með á hreinu. Góðu fréttirnar eru aftur á
móti þær að það er miklu auðveldara að kenna
mönnum taktík en tækni. Allt er þetta spurning
um nálgun; þegar ég var við nám í Bandaríkj-
unum fyrir tuttugu árum hreifst ég til dæmis
mjög af fótavinnunni sem var kennd í körfubolt-
anum. Það er auðvitað önnur íþrótt en oft og
tíðum snýst varnarleikur í fótbolta ekki síst um
fótavinnuna. Hversu fljótir eru menn að bregð-
ast við og loka svæðum. Þetta er auðvelt að
kenna. Hugsanlega er ég of harður við ungu
strákana sem ég er að æfa og spila með en von-
andi hjálpar þetta þeim.“
– Þú hljómar eins og þjálfari núna. Er það
stefnan?
„Ég er að klára grunngráðu í þjálfun með-
fram MBA-námi við háskóla í Skotlandi en hef
hins vegar ekki gert upp við mig hvort hugur
minn stendur til þess að þjálfa. Eins og staðan
er núna þá hef ég meiri áhuga á yfirsýn og
stefnumótun á breiðari grundvelli og það má al-
veg koma fram hér að ég hef augastað á starfi
yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ. Ég hef
séð og lært margt á löngum ferli í atvinnu-
mennsku og verið partur af bæði versta og
langbesta landsliði Íslandssögunnar og hef því
þann samanburð. Ég brenn fyrir knattspyrn-
unni í landinu og tel mig hafa margt fram að
færa; ekki bara fyrir einstaka klúbba heldur
þegar kemur að mótun heildarstefnu til fram-
tíðar. Það á auðvitað við um fleiri félaga mína úr
landsliðinu, þó ég geri
mér ekki grein fyrir því
hversu margir hafi áhuga
á að fara út í þjálfun eða
að leggja sitt af mörkum
við stefnumótun og fram-
tíðarsýn. Í öllu falli væri
synd ef þessi kynslóð,
sem býr ekki bara að
mikilli reynslu, heldur
ekki síður mikilli fótboltagreind, myndi ekki
nýtast hér heima eftir að hún leggur skóna á
hilluna. Það væri að kasta ómetanlegri þekk-
ingu út um gluggann. Okkur þykir öllum óend-
anlega vænt um landsliðið og viljum íslenskri
knattspyrnu bara það besta.“
– Er húsbændum í Laugardalnum kunnugt
um þessa afstöðu þína og vilja?
„Já, ég hef rætt þetta við þá og þeim er kunn-
ugt um hugmyndir mínar og áhuga á starfinu.“
Vill geta gengið eftir ferilinn
Kári verður 39 ára í október og ekki þarf
vísindamann til að átta sig á því að knatt-
spyrnuferillinn styttist óðum í annan endann.
Flestir eru löngu hættir á þessum aldri. „Ég
verð með Víkingi í sumar, það er klárt, en
lengra hef ég ekki hugsað það mál. Það er
auðvitað klisja en núna tekur maður bara eitt ár
í einu. Endurmetur stöðuna eftir hvert tímabil
fyrir sig. Ég hef enn þá mjög gaman af þessu og
er tiltölulega heill; ef ekki væri fyrir eitt slæmt
hné þá væri ég í mjög góðu standi. Á móti
kemur að ég vil geta gengið að ferlinum loknum
og spilað golf, auk þess sem ég gæti aldrei hugs-
að mér að verða byrði á liðinu mínu. Vonandi
ber ég gæfu til að hætta áður en að því kemur.“
Kári er elsti útileikmaðurinn til að leika
landsleik fyrir Íslands hönd, sló í fyrra met
Guðna Bergssonar, núverandi formanns KSÍ.
Maður hlýtur að grennslast fyrir um gald-
urinn. Hvers vegna er hann svona slitgóður?
„Galdurinn, já,“ segir Kári og hlær. „Ef ég
vissi það nú. Ég fór til þess að gera seint í at-
vinnumennsku, 22 ára, hafði að vísu spilað há-
skólabolta í Bandaríkjunum þar á undan.
Fyrstu árin var ég mikið meiddur, var góður
ef ég náði tuttugu leikjum á ári. Þegar maður
er á þessum aldri vill maður æfa mikið til að
freista þess að bæta sig en það getur líka
komið niður á líkamanum. Með tímanum lærði
ég betur á líkama minn og hvað ég þurfti að
gera til að halda mér heilum og í formi. Þegar
ég fór til Englands 2009 komst ég til dæmis að
því að sú rútína hentaði mér vel en að jafnaði
voru leiknir tveir leikir á viku en æfingarnar
bara þrjár. Í seinni tíð hef ég róað æfingarnar
enn meira niður og sett meiri orku í leikina.
Þetta er allt spurning um að finna rétta jafn-
vægið. Það skiptir líka máli að hugsa vel um
sig, sérstaklega þegar maður er kominn á
þennan aldur, borða hollt, fá góða hvíld og
annað slíkt.“
– Spila genin eitthvað þarna inn í?
„Það má vel vera að genalottóið hafi eitthvað
að segja. Ég bara hreinlega veit það ekki. Ég
hef verið býsna heppinn með liðamót, bak og
annað gegnum tíðina sem gerir mörgum erfitt
fyrir,“ svarar Kári og bankar í viðarhilluna fyrir
aftan sig. „Auðvitað hef ég fengið minn skerf af
vöðvameiðslum en maður jafnar sig yfirleitt til
þess að gera fljótt á þeim.“
Vaxinn upp úr skosku deildinni
Menn læra að sníða sér stakk eftir vexti og eftir
sjö ár í Englandi og Skotlandi fann Kári að
hann þurfti að komast í rólegri deild. „Ég fann
það raunar ári áður, veturinn sem við í Rother-
ham tryggðum okkur sæti í B-deildinni eftir
umspil við Leyton Orient á Wembley. Það tíma-
bil lék ég yfir sextíu leiki að meðtöldum lands-
leikjum. Eftir leikinn á Wembley fór ég beint í
landsleik og bað um skiptingu í hálfleik. Var
gjörsamlega búinn á því. Þarna áttaði ég mig á
því að ég yrði að fara frá Englandi og þegar til-
Segði aldrei
nei við
landsliðið!
Kári Árnason er áfram til
staðar fyrir íslenska landsliðið
í knattspyrnu, verði nærveru
hans óskað. Til lengri tíma
litið vill hann nýta þekkingu
sína og reynslu í þágu ís-
lenskrar knattspyrnu og hefur
augastað á starfi yfirmanns
knattspyrnumála hjá KSÍ.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
’Ég brenn fyrir knattspyrn-unni í landinu og tel mighafa margt fram að færa; ekkibara fyrir einstaka klúbba
heldur þegar kemur að mótun
heildarstefnu til framtíðar.