Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2021 SKREKKUR Ég kalla mig framkvæmdastjóraSkrekks,“ segir Harpa Rut Hilm-arsdóttir, verkefnastjóri barnamenn- ingar hjá Reykjavíkurborg, sem hefur nóg að gera þessa dagana við að undirbúa einn stærsta viðburð unglinga höfuðborgarinnar. „Ég elska Skrekk. Ég var áður unglinga- kennari og óskaði þá alltaf eftir að fylgja áhorfendum á Skrekk. Ég byrjaði því að fylgj- ast með Skrekk fyrir um tólf árum. Ég held núna utan um alla tauma,“ segir Harpa Rut og nefnir að hún eyði á venjulegu ári heilum tveimur mánuðum í vinnu við Skrekk, en Co- vid hefur bætt vel við það. Eins og heimsmeistaramót „Þetta er risastór lýðræðis- og hæfileikahátíð unglinga. Þarna fá unglingar að vinna með hugmyndir sínar og þróa sviðsverk, en 35 nemendur frá hverjum skóla mega keppa fyrir hönd síns skóla. Skólarnir eru með mismun- andi fyrirkomulag því sumir eru með Skrekk í valáfanga en aðrir krakkar vinna þessa vinnu eftir skóla. Þetta er svo stór viðburður í hug- um unglinganna, bæði þátttakenda, keppenda og skólanna. Þetta er eins og heimsmeistara- mót,“ segir Harpa Rut og segir undan- úrslitakvöldin vera þrjú áður en kemur að stóru stundinni, úrslitakvöldinu. „Í ár eru átján skólar sem taka þátt, en venjulega eru þeir fleiri. Og svo er gaman að Klettaskóli er með, nú í fjórða sinn. Krakkarnir mega gera hvað sem er; það eru fáar reglur í raun, þeir mega ekki vera fleiri en 35; þeir hafa sex mínútur á sviðinu og mega nota ákveðinn fjölda míkrófóna. Þau byrja strax á haustin að setjast niður og ræða hvað þau vilja fjalla um. Það er áhugavert í ár að það er einungis eitt atriði sem kemur inn á Covid. Líklega hafa þau haldið að hinir væru að fjalla um Covid og vildu ekki vera eins og aðr- ir,“ segir hún. „Oft eru þau að fjalla um sjálfsmynd unglinga, sitt eigið líf og líðan og áskor- anir. Í ár fjalla þau um sorg og gleði, áföll, einhverfu og svo er einn skóli sem gagnrýnir stjórnvöld fyrir að senda er- lend börn úr landi. Þau eru mjög pólítísk. Þau eru yfirleitt ekki mikið í gríninu,“ segir Harpa Rut og segir þau nýta allar sviðslistir í atriðin; söng, dans, leiklist og gjörninga. „Krakkarnir sjá um allt; líka tæknihliðina, búninga og smink. Fullorðnir eiga bara að styðja þau.“ Stelpurnar í Ingunnarskóla kunna sannarlega danstakta og gátu stokkið hátt í loft. Ljósmynd/Anton Bjarni Laugalækjarskóli sýndi listir sínar á Skrekk 2019 með fallegu atriði þar sem dans kom við sögu. Ljósmynd/Anton Bjarni Ljósið í myrkrinu í Covid Hæfileikakeppnin Skrekkur er fram undan, en úrslitakvöldið er 15. mars í beinni útsendingu á RÚV. Mikil spenna ríkir hjá unglingum Reykjavíkurborgar. Niðurstöður rannsóknar sýna að Skrekkur hefur mjög jákvæð áhrif á ungmenni. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Krakkarnir úr Norðlingaskóla voru með flott atriði fyrir nokkrum árum. Morgunblaðið/Hari Jóna Guðrún Jónsdóttir Harpa Rut Hilmarsdóttir Þessir tveir voru svalir á sviðinu í Borgarleikhúsinu við fögnuð áhorfenda. Ljósmynd/Anton Bjarni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.